Póstmannablaðið - 01.10.1942, Side 19
þykir sem sé góður gripur til söfnun-
ar. Þegar það hefir lokið ætlunarverki
sínu, að opna bréfinu, sem það er límt
á, greiða leið frá sendanda til viðtak-
anda, ber það ekki ósjaldan við, að það
leggur upp í langferð á ný, og fer nú
bæði aðrar leiðir og annarra erinda en
áður. Og það er ekki sjaldgæfur atburð-
ur, að þegar það leggur í þenna seinni
leiðangur, vex það svo að virðingu og
gildi, að það þarf á stundum digra sjóði
til þess að fá það til að setjast að og
halda kyrru fyrir. Hvenær frímerkja-
söfnun fyrst hefir hafizt er mér ekki
kunnugt, en það mun þó hafa verið
nokkuð snamma, því um 1870 er hið
fyrsta frímerkjasafnarafélag stofnað í
París. Frímerkjasöfnun hefir tekið ótrú-
legum vexti síðasta mannsaldur, og eins
og frímerkið er gjaldmiðill stærsta al-
þjóðafélagsskapar, sem til er, alþjóða-
póstsambandsins, eins hefir það sem
söfnunargripur fylkt utan um sig fjöl-
mennum fylkingum manna af öllum
þjóðlöndum, tungum og litum. Frí-
merkjasafnendur skifta miljónum, frí-
merkjasafnendafélög skipta hundruð-
um og mesti fjöldi bóka, rita og tíma-
rita eru gefin út á ári hverju og fjalla
eingöngu um frímerki. Þúsundir manna
hafa lífsuppeldi af frimerkjaverzl uí,
og vel flestar póststjórnir í heiminum
hafa á síðastliðnum 20 árum sett á
stofn hjá sér sérstakar sölumiðstöðvar
fyrir frímerki til safnenda einvörð-
ungu.
Frímerkjasöfnun nú á dögum er nær-
felt orðin sérstök vísindagrein. Eftir
því sem tímar hafa liðið og hinum elztu
frímerkjum fer fækkandi, komast þau
í hærra og hærra verð. En eins og með
hverja aðra vöru, sem eftirspurnin
er meiri að en framboðið, skeður það
og, að menn framleiða aðra líka, en
ekki eins góða. Fölsun frímerkja hófst
snemma og að líkindum eru það fá
lönd, sem hafa algerlega sloppið við
það, að eitthvað af frímerkjum þeirra
hafi verið falsað. Af íslenzkum frí-
merkjum er mér ekki kunnugt um önn-
ur en skildingamerki, eitt verðgildi, og
hin svonefndu „1 gildi frímerki“, næsta
útgáfa á undan Chr. IX merkjunum, er
voru yfirprentuð með orðunum „I gildi“
og ártalinu ’20—03.
Á markaðinn berst mikið af stæld-
um frímerkjum allra landa, svo að frí-
merkj asafnarinn verður að vera vel á
verði. Það ‘ér því aðeins á færi tiltölu-
lega fárra manna, sem hafa aflað sér
alhliða þekkingar á frímerkinu, að
kveða á, hvort um falsað eða ófalsað frí-
merki sé að ræða. Kemur þar margt
til greina, sem kunna þarf full skil á,
ef um slíkt á að dæma, svo sem gerð
pappírsins, tökkun frímerkisins, letur-
tegund, setning verðgildisins, sem oft
var sett inn í frímerkið á eftir, og tókst
misjafnt, og ef frímerkið er stimplað,
gerð stimpilsins, leturtegund hans, hve-
nær hann hafi fyrst verið notaður og
hve lengi og margt og margt fleira. ■—
Á seinni árum hafa svo komið ýms
tæki og aðferðir til sögunnar, sem auð-
velda þessa prófun, og meðal þeirra eitt
hið helzta, þótt merkilegt sé, hið fals-
aða frímerki sjálft. Mörg frímerkja-
safnendafélög eiga heil albúm af fölsuð-
um frímerkjum með jafn nákvæmum
lýsingum á pappír, prentunaraðferðum
og uppruna eins og tíðkast með ófölsuð
merki. Albúm þesi hafa svo sérfræð-
ingarnir við hendina, þegar þeir gera á-
kvarðanir sínar um, hvort frímerki sé
falsað eða ekki, og er það venjulegast
hæstaréttardómur. Merkust þessara al-
búma yfir fölsuð frímerki eru hin svo-
nefndu Fournier-albúm, kennd við þann
PÓSTMANNABLAÐIÐ
11