Póstmannablaðið - 01.10.1942, Side 21

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Side 21
? Hinn 25. sept. 1942 birti Fjármála- ráðuneytið eftirfarandi auglýsingu um aukaverðlagsuppbót: „Samkvæmt ályktun Alþingis 28. ágúst síðastl. ber að greiða embættis- og starfsmönnum ríkis og ríkisstofnana aukaverðlagsuppbót á laun þeirra frá 1. júlí s. 1. að telja. Nemur uppbót þessi 30% af fyrstu 2400 krónum grunn- launa, ásamt verðlagsuppbót af þeirri fjárhæð, eins og hún verður á hverjum tíma, en 25% af grunnlaunum frá 2400 krónum og allt að 10000 krónum, ásamt verðlagsuppbót, samkv. lögum nr. 48 1942. Uppbót þessi er nú fallin í gjalddaga fyrir mánuðina júní—sept. incl“. Flugfélag íslands hefir nýlega sent póststjórninni tilboð um að flytja póst sér far um að leysa það vel af hendi. Hann var lipur í öllum viðskiptum og hjálplegur öllum er til hans leituðu, þótt mörgu væri að sinna, enda var Garðs- auki áður fyrr ein af stærri póstaf- greiðslum hér sunnan lands og er það raunar enn í dag. Þau kynni, er póstmenn yfirleitt höfðu af Sæmundi í Garðsauka, voru hin beztu bæði hvað snerti persónuleg kynni og eins er um samstarf innan póstþjónustunnar var að ræða. Með Sæmundi Oddssyni er því hnig- inn ágætur samstarfsmaður, sem við munum lengi minnast. H. í vetur til þeirra landshluta, sem lé- legastar póstsamgöngur hafa. Blaðinu er ekki kunnugt um kostnað- arhlið þesas máls, en það telur hins veg- ar nauðsynlegt, að allt sé gert til þess að bæta póstsamgöngurnar frá því sem verið hefir undanfarna vetur, og þá einkum að því er snertir Austurland og Vesturland. Símagjöldin hækka. Hinn 10. október s.l. hækkuðu öll símagjöld innanlands um 100%. Hækkun þessi nær þó ekki til símskeytagjalda til útlanda, þar eð þau berytast aðeins samkvæmt alþjóða- samþykktum. Ekkert bendir til þess að í ráði sé að hækka póstgjöldin og hafa þó sum þeirra verið óbreytt í nær 20 ár, en önnur lækkað stórlega. Virðist þó sízt vanþörf á því að auka tekjur póst- sjóðs frá því sem nú er. Hámarki póstávísana hefir verið breytt þannig, að það hækkar úr kr. 5000.00 í kr. 10.000.00 til kaupstaða, og úr kr. 1000.00 í kr. 2000.00 til ann- arra póstafgreiðslustað. Hámark póskrafna hefir verið hækk- að úr kr. 1000.00 í 10.000.00, ef póst- kröfuávísunin á að útborgast í kaup- stað, annars kr. 2000.00. Kaupstaðir eru: Reykjavík, Akranes, fsafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Vest- mannaeyjar og Hafnarfjörður. PÓSTMANNABLAÐIÐ 13

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.