Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 1
RÐIN I. árg. Siglufirði 20. júní 1924. 27. blað Það sem eftir er af fyrsta árgangi »Siglfirðings íninnst þrettán b/öð, geta nýir kaupendur fengið fyrir aðeins e / n a k r ó n u. Gerist áskrifendur strax! Verslun Siglufjarðar. Verslun Siglufjarðar er alvegein- stök í sinni röð. Alveg eins og bær- inn sjálfur og bæjarlífið. Öllum Sigl- firðingum þykir vænt um bæinn sinn og unna honum og óska allra gæða; þeir vilja alt feigt sem sett getur blett á sóma hans, og það er áreiðanlegt, að fátt er bænum til meiri óþrifa og óþurftar en versl- unarmáti sá, er hjer er látinn við- gangast í skjóli verslunarlöggjafar- innar. Jeg vona að innfæddir kaup- menn hjer firtist ekki við þessi um- mæli, nje þeir sem hjer eru búsett- ir; en förufuglarnir, sem stundahjer kaupmenskuna yfir síldarvertíðina og hlaupa svo í burtu úr bænum — kannske útsvarslausir — með þús- undir króna í vasanum, þeir eiga að taka þetta að sjer. Það er að vísu von að þessir menn leiti hing- að til að stunda þessa auðveldu atvinnu fyrst lögin — líklega — heimila það, og þeim er ekki bönn- uð hjer bæjarvist sem kaupmönn- um. Jeg veit ekki til að slík kaup- menska tíðkist nokkurstaðar annar- staðar á þessu landi nje heldur annarstaðar í siðuðum heimi. Að minnsta kosti er hún svo skræl- ingjaleg, að furðu gegnir, að slíkt skuli ekki varða við lög í menn- ingarlandi. »Spekúlanta«-verslunin gamla er nú löngu dauð að lögum. En hvað er þessi verslnn annaðen »Spekúlanta«-verslun rekin á þurru landi? Ekki er jeg lögfróður maður — því miður — en efasamt þykir uijer að þessi verslun sje í raun og veru leyfileg, samkvæmt verslunar- löggjöfinni, að minsta kosti er það á móti anda hennar að aðrir reki verslun en þeir er búsettir eru á staðnum eða hafi þarfasta umboðs- menn búsetta fyrir sína hönd. Og það er alveg áreiðanlegt að ekkert stjettabrot í voru þjóðfjelagi er öðr- um eins misrjetti beitt í skjóli lag- anna en kaupmenn búsetíir í Sigluf. Eða mundu ekki þessa fáu föstu kaupmenn hjer muna um þá aura er renna inn í búðir og í vasa þess- ara lausakaupmanna? Orunur er mjer á því. Og sjaldan er íþessumbúð- um sá þarfi á boðstólum að bæn- um sje nein björg í eða nokkur hagur að og ekki hef jeg orðið var við að vöruverð hjer lækkaði við hinn aðkomna »konkurens.« Ekki er jeg kaupmaður nje verslunarmað- ur, svo það stæði kannske einhverj- um nær en mjer, að hreifa þessu máli. Og það verður að líkindum gert. Kaupmannastjettin hjer á að rísa upp gegn þessari aðkomnu mjólkurdósakaupmennsku'og koma henni fyrir kattarnef. Jeg er viss um að það er vel hægt og sjálf- sagt fyrir búsetta kaupmenn hjer að varða svo um rjett sinn sem auðið er. Þess meira gagn er að búast við að þeir geti unnið bæj- arfjelaginu sem auðvitað stendurog fellur með verslun sinni og við- skiftum eins og þjóðin í heild sinni. I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju sunnuudagskvöldi kl. 7,30 í leikfimishíisinu. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. 3 á sama stað. Pað væri að minsta kosti syndlítið þó niðurjöfnunarnefndin mintist þessara förufugla eftirminnilega við niðurjöfnunina næsta haust. Jeg vona að einhver kaupmaðurinn Iáti til sín heyra um þetta mál, og þenna Ijóta agnúa sem á er Siglfirskri verslun. S. Bj. Erl. símfrjettir. Samveldismenn Bandaríkjanna hafa ákveðið að hafa Coolidge, nú- verandi varaforseta, sem forsetaefni við næstu forsetakosningar. Doumergue hefur verið kjörinn forseti Frakklands, og er nú mynd- uð stjórn þar undir forsæti Harriots, foringja jafnaðarmanna. í ráðuneyti hans eru meðal annars þessir: Louis Renault prófessor dómsmálaráðherra, E. Clémentel fjármálaráðherta, Noll- et hershöfðingi hermálaráðherra. Matteotte, foringi ítalskra jafnað- armanna og andstæðingur facista, hefir fundist myrtur, og er álitið að facistar muni vera þess valdandi. Morðið hefir vakið óhemju gremju og æsingar og ganga jafnvel fregn- ir um að Mussolini muni verða neyddur til að segja af sjer þess- vegna,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.