Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 4
108 SIOLFIRÐINOUR Siglufjörður. IHWfHOtftflflfH+IWIf© J a r ð a r f ö r Sig. sál: Sveinssonar fór fram á laugar- daginn var. B a r n s i á t. Björn Jónasson ökumaður og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa dóttur sína — yngsta barnið og einu dótt- urina. Hún dó úr heilabólgu. Björn Schram hefur selt útgáfurjettinn að ljóðum sín- um, gömlum og nýjum, tveimur mönnum hjer í bænum, og gera þeir ráð fyrir að gefa Ijóðmælin út bráðlega. 19. j ú n í. Kvenfjelagið miníist dagsins meðþvíað selja flögg og slaufttr á götunum og efna til kvöldskemtunar í leikfimishúsinu. Á- góðinn rennurtil landspítalansfyrirhugaða. Pormóður Eyólfsson lagði af stað í fyrsta róðurinn í »Fram- tíðinni« í fyrradag. — Búast má við að fleiri verði farnir. — Aflinn verður birtttr allur i eintt í janúar n. k. Þýsk mörk. Maður kom inn til ritstjóra Siglfirðings í gær með 2 þýska bankaseðla sem hon- höfðu verið gefnir. Var annar þeirra 5 en hinn 50 miljarðar marka. Fyrir stríðhefðu þeir gilt 445 og 4450 miljarða íslenskra króna, en nú er þeim útbítt gefins. »Thore Hafte« kom í gær með kol til H. Henriksen. Skipakaup. Heyrst hefir að nýstofnað fjelag hjer í bænum sje í þann vegiun að kaupa »Henn- ingsver*, sem nýlega er kominn hingað frá útlöndum. »W i 11 e m o e s« kom í gær með steinolíu. Er hún látin á sama stað og áður þrátt fyrir augljósa brunahættu. Vekur slík ráðstöfun bruna- málanefndar almenna undrun í bænum. Þ o rs kaf li hefir verið fremur lítill undanfarna daga. »S t a v n e s« norskur hákarlaveiðari kom hjer inn ný- ega til þess að skifta um veiðarfæri. Fór hann aítur með snurpinót í síldarleit, þó óvenjulegt sje að síld fáist hjer um þetta leiti. M eð a lalin í Eyjafjarðarsýslu stað er nú kr. 1,39, og Siglufjarðarkaup- Manntalsþingið fór fram í dag. Mættir voru aðeins 10 til 12 menn. — Til votta voru kvaddir 4 bæitdur, þar á meðal einn sem ekki hefir atkvæðisrjett. — Rjettir og sljettir borgar- ar bæjarins ertt eftir því ekki kjörgengir sem vottar á þingi síns eigin kaupstaðar. Notið aðeins Kalciutn þaklakk á húsþök yðar í stað Blackfernis (jafnt á járn trje og pappaþök), því það gjörir þau algjörlega vatnsþjett og myndar glerharða húð, sem endist afar lengi. Verð- ið er aðeins 80aura kg. ef tekið er á heil húsþök. Þekt um allan beim! Friðb. Níelsson. é~ U&tt^itááilMiH^iiAiiAii&iiMiiíí 300 rúllur af Þakpappa Verð: 6, 8, 10 og 12 krónur. Ódýrara ef mikið er keypt. Friðb. Níelsson. V i k u b 1 ö ð i n: Lögrjetta Reykjavík ffænir Seyðisfirði íslendingur Akureyri Vesturland ísafirði fást hjá Friðb. Níelssyni. Með s.s. „Diana" næst, á jeg von á miklu úrvali af skófatnaði þar á meðal 150 pör af sandölum úr leðri, sem jeg hef fengið tækifæriskaup á og verða seldir mjög ódýrt. Ennfremur á jegvon áýmiskonar álnavöru, sem verður seld svo ódýrt sem unt er. Fríðb. Níelsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.