Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 2
106 SIOLFIRÐINQUR Á bæjarstjórnarfundi. Hvíta vorull Jeg fór á síðasta bæjarstjórnar- fund, eins og jeg geri svo oít, því jeg hefi mikla ánægju af að heyra hernig vísdómurinn vellur af munni fullti úanna eins og frymið útúr miðl- um andartrúapostulanna. Nú, í þetta sinn var vísdómurinn með minsta móti, og veit jeg ekki hvað til hefur borið, nema ef vera skyldi, að fundurinn byrjaði rjett fyrir kvöldmatartíma, og má vera að maginn hafi verið farinn að kalla á kvöldmatinn, en eins og menn vita er maginn uppspretta vitskunnar. Um eitt varð jeg þó vísari á fund- inum en áður, sem sje það, að bæjar- stjórn hefur ekkert með ályktanir og samþyktir heibrigðisnefndar að gera, og má þeim í engu breyta. Þetta hafði einhvernveginn farið fram hjá mjer a!t að þessu og skil jeg þó ekkert í því, en þetta hlýtur að vera rjett, og jeg man það núna, að ekkert skipti bæjarstjórnin sjer af því um árió þegar Gunnar týndi gjörðabók heilbrigðisnefndar með stóru fund- argerðinni, og allar fyrirskipanir og ráðagerðir fórust fyrir í heilt ár, því Haunes, sem alt bókaði, mundi ekkert hvað hann hafði bókað, og hinir nefndarmennirnir voru ekkert betri, þótt þeir vseru skólagengnir og hefðu embættispróf, En þetta var nú hálfgerður útúr- dúr. Þarna á bæjarstjórnarfundinum kom það í Ijós, að heilbrigðisnefnd hafði haldið fund í fund og gert öll ósköp. Til dæmis hafði hún leyft mest öllu Skriðuhverfinu að leggja skólpræsi í Alalækinn, og það þótt nú sje verið að verja ærnu fje til þess að loka honum hjer neðra, einmitt, vegna sýkingarhættu sem af því leiðir að hella skolpi og öðrum óþverra í hann opinn. Ráðstöfun þessi virðist einkennileg, því nógu ei lækurinn óþrifalegur á stundum, á svæðinu sem opið á að vera fyrst um sinn, þótt ekki sje verið að auka við það að óþörfu. Nú get jeg hugsað mjer, að heilbrigðis- nefnd hafi ályktað sem svo, að fólk í þorpinu þyrfti eitt- hvað að gera við skolp sitt annað en fleyja því á jörðina við húsvegginn. Og það er öldungis rjett. En þá lá nær fyrir hana, og kaupir afarháu verði verslun Sig. Kristjánssonar. henni var það innan handar þar sem hún er ríki í ríkinu, að fyrir- skipa húseigendum að hafa svelgi við hús sín. Þetta tíðkast víða, t. d. á Sauðárkrók og gefst vel. En máske liggur sú hugsun á bak við hjá hei'.brigðisnefnd, að knýjabæjarstjórn með þessu til þess, að byggja yfir lækinn næsta ár á þessu svæði, og er sú hugsun óneitanlega falleg, en hún kostar aura, sem óvíst er að hægt sje að leggja fram. Pá þótti mjerskrítið, að heilbrigð- isnefnd hafði bannað meðalalýsis- bræðslu hjer í bænum. Pað mun vera alment álit, að af henni stafi engin hætta fyrir bæjarbúa, og henni fylgir enginn ódaunn sje grúturinn undan lifrinni ekki soð- inn á eftir. Jeg hjelt, að hjer í bæ væri sú stefna yfirleitt ríkjandi, að fá sem flesta tit að reka hjer at- vinnu, sem vitanlega gefur tvöfald- ar tekjur í bæinn, bæði veitir atvinnu og gjöld greidd af rekstrinum. Að vísu mundi nýr lifrarkaupmaður draga frá þeim sem fyrir eru, en mig minnir að orðtakið »frjáls sam- keppni« sje í hávegum haft hjer, eða að minsta kosti var svo um síðustu alþingiskosningar, Einn úr nefndinni gat þess, að brunahætta stafaði af bræðslum fram á pöllum, en þá datt mjer í hug vísupartur- inn »Skjó.ttu geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er«, ogájeg þar við olíutunnubreiðuna, sem svo rjettilega var minst á i síðasta »Sigl- firðing«. Jeg álít það fyrirkomulag óhent- ugt sem gefur einni fámennri n«fnd fullnaðarvald í málum er heilt bæj- arfjelag varða, því þótt bæjarstjórn stundum skrippli á skötum í hinum y"msu málum, þá má þó altafbúast við að 9 menn sjái betur er 3, og undir öllum kringumstæðum skírast málin vió það að vera rædd. 0. t Helga Jónsdóttir Baldri var fædd 21. maí 1861 að Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp hjá föður sínum, því móður sína misti hún á ungum aldri. Paðan giftist hún Tímóteusi Torfa- syni og byrjuðu þau búskap á Minni-Vatnsleysu. Þaðan fluttu þau hjónin að Mælifelli i Skagafirði, til sjera Jóns Magnússonar, og síðan til Sauðárkróks og þar misti hún mann sinn árið 1902. Þau hjón eignuðust 2 börn, Torfa skipstjóra, til heimilis hjer í Siglu- firði og Eyvöru, sem giftist Stefáni Jónssyni á Brimnesi i Svarfaðardal en er nú dáin fyrir 2. árum- Eftir !át manns síns fluttist Helga sál. hingað til Siglufjarðar, fyrst til Sig. H. Sigurðssonar, kaupm. og síðan til Þorv. Atlasonar útgarðar- manns, og hefir hún verið ráðs- kona hans alla tíð síðan, eða um 20 ár. Lítillar mentunar naut Helga sál. í æsku, enda þá meira hugsað um vinnu en bókvit, Hún var þó að eðlisfari vel skynsöm, stilt og glöð í viðmóti og naut því almennrar hylli og vináttu þeirra er kyntust henni. Sem bústýra Þorvaldar Atlasonar var hún honum samtaka í því að veita gistingu og beina þeim er þangað komu, en þeir voru marg- ir, þvi ávalt stóð Baldur opinn þeg- ar hvergi annarstaðar var skjól að fá. Það er sannfæring mín, að það sjeu ekki einungis Siglfirðingar ,sem sakna Helgu sál., heldur og fjöldi vegfarenda sem notið hafa um- hyggju hennar og atlæta. Og þeir munu líta með klökkum hug til B^ald- urs, ef þeir eiga hjer leið um. Blessuð sje minning hennar. Kunnugur,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.