Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 20.06.1924, Blaðsíða 3
SJQLFIRÐINÖUR 107 Landnátn. Svo segit í landnámsbók: sÞormóðr enn rammi hét maðr; hann vá Gyrð, móðurföður Skjálgs á Jaðri, ok varð fyrir þal landflótti ok fór til íslands; hann kom skipi sínu í Siglufjörð og sigldi inn at Pormóðseyri, og kallaði af því Siglu- fjöið; hann nam Sigluijörð allan milli Úlfsdala ok Hvanndala, ok bjó á Siglunesi; hann deildi um Hvann- dali við Óláf bekk, og vaið sextán manna bani, áðr þeir sættust, enn þá skyldi sitt sumar hvárr hafa.« Svo er sagt, að sagan endurtaki sig nú á dögum, þótt með öðrum hætti kunni að vera. Æ. Hvað er barnið. Enskt blað eitt hjet verðlaunum fyrir besta svarið við þessari spurn- ingu. Svörin streymdu að, og komu mörg þeirra í blaðinu, þar á meðal þessi tíu: 1. »Meðbiðill föðursins til ást- ar móðurinnar«. 2. Mannlegt blóm, sem enn er ósnert af hendi sorgarinnar«. 3. »Hið besta meðal til að framkalla hinn fegursta eigin- legleika konunnar: ósjerplægni« 4. »Lítil vera, sem brosir svo fagurt, að öllum góðum mönn- um koma englarnir í hug.« 5. »SólargeisIi heimilisins, sem rekur allar áhyggjur á flótta«. 6. »Hiðmikilsverðasta fyrir ham- ingju heimilisins«. 7. »Lásinn að festi ástarinnar.« 8. ^Það, sem eykur móðurinni erfiðleika. eyðir peningum föó- ursins, og er sem vekjaraklukka fyrir alla á heimiliniu. 9. «Lykill, sem opnar hjörtun hjá öllum mannfjelagssjjettum*. 10. »Nokkuð, sem gerir heimilin hamingjusamari, ástina sterkari, þolinmæðina stærri, höndurnaf iðjusamari, næturnar lengri, dag- ana styttri, budduna Ijettari, lætur liðna tímann gleymast, og gjörir framtíðina bjarta.« Hvernig lýst ykkur ásvörinpPau eru, sem eðlilegt er, nokkuð mis- jöfn, en öll benda þau til þess, að barnið sje býsna áhrifaríkt. Ef ykkur líkar ekki við þessi svör og þið þykist hafa betri á reiðum höndum, þá er ykkur velkomið að senda »Siglfirðing« þau, en ekki megið þið þó búast við verðlaunum. Frjettir. Fiskafli á vertíðinni er nú áætlað- ur um 110 þúsund. skpd. Jakob Möller hefir látið af rit- stjórn »Vísis« og við tekið Páll Steingrímsson póstafgreiðslumaður. Reikningur Eimskipafjelagsins fyr- ir síðastliðið ár er kominn út. Sýn- ir hann 43.820 króna hreinan arð. Samningar hafa tekist milli sjó- manna og útgerðamanna í Rvík um kaup yfir síldveiðatímann. Lágmark hásetakaups er 250 kr. um mánuð- inn og 5 aurar af tunnunni. Kaup matsveina kr. 330. Kaup kyndara frá 280 til 324 kr. Rafveitu, 24 hestafla, hafa Stefán Jónsson og Jón Júlíusson á Munka- þverá í Eyjafirði komið upp hjá sjer nýlega, Straumurinn er yfirfljótan- legur til Ijósa, hitunar og suðu á bænum. Tvær syningar standa nú yfir í Reykjavik; sýning iðnaðarmanna og hannyrða syning kvenna. Ásmundur Jóhannsson hefur verið kjörinn fulltrúi Vestur-fs- lendinga á aðalfundi Eimskipafje- lagsins. Sveinn Björnsson og fjölskylda hans eru kominn til Reykjavíkur, alflutt þangað. Ouðmundur Finnbogason hefir verið kosinn forseti Bókmentafje- lagsins, en Matthías Pórðarson til vara. SIOLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef; O i s t i h ú s i ð Hótel Siglufjörður" isting.—Veitingar, Sanngjarnt verð. Ösku- og sorpkassar fást í verzlun Sig. Kristjánssonar Sjómenn. Kaupið bækur og lesið meðan ekki gefur á sjó. Mikið úrval! Friðb. Níelsson Kartöflur væntanlegar með »D i ö n u« Friðb. Níelsson. Stefán Eiríksson myndskeri í Reykjavík andaðist í gær. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.