Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1931, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 20.06.1931, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR Aðalfundur íshúsfjelags Siglufjarðar h.f. verður haldinn í. Kvennfje'l'agshús- inu kl. 8 siðd. laugardaginn ll.júlí 1931. 1. Lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar fjelagsins fyrir siðastliðið ár til samþyktar. 2. Gerð grein fyrir starfsemi fjel. síðastliðið ár. 3. Skifting ársarðsins. 4. Kosin stjórn og endurskoðendur til næsta árs. 5. Onnur mál sem upp kunna að verða borin. S t j ö r n i n. ísleifur Högnason, 220 Hallgrímur Jónassou, 34 Rangárvallasýsla: Jón Olafsson, bankastj. 761 Sveinbjörti Högnason, 603 Skúli Thorarensen, 581 Páll Zophaniasson 557 Gunnar Sigurðsson, 237 Arnessýsla: Jprundur Brynjólfsson, 974 Magmís Torfason, 904 Eiríkur Einarsson, 642 Ludvig Norðdal, 546 Einar Magnússon, 211 Felix Guðmundsson, 137 Eru þá komnar fregnir úr 26 kjördæmum með 34 þingmönnum. Eftir er þá aðeíns Eyjafjarðarkjör- dæmi, en þaðan eru úrslit væntan- leg í kvöld. I þessum 26 kjördæmum hafa verið greidd 37475 gild atkv. og skift- ast þau þannig á milli flokkanna: Sjálfstæðisflokkurinn 1680) Framsóknarflokkurinn 12718 Alþýðuflokkurinn 5952 Kommúnistaflokkurinn 1026 Utanflokka 879 En þingmennirnir, sem þessir kjósendur hafa fengið, skiftast þannig: Sjálfstæðismenn 12 Framsóknarmenn 19 Alþýðuflokksmenn 3 Pað sem fyrstvekur undrun manna við þessi kosninga úrslít, er það, að sá flokkurinn, sem flesta helir kjós- endurna, skuli ekki einnig hafa flesta þingmenn, jafn sjálfsagt eins og það þó virðist vera í iandi, þar sam lýðræði er viðurkent. — En það vantar mikið til að svo sje. Ef kjósendur landsins hefðu jafn- an rjett til þess að ráða um val þingmanna sinna, sem þeir auðvit* að ættu að hafa ef lýðræðið væri nokkuð annað en nafnið tómt, þá kæmi 1 þingm. á hverj 1102 kjósendur, sem greitt hafa atkvæði. Með satna mælikvarða hefðu þing- mennirnir skifst þannig milli flokk' anna: Sjálfstæðismenn 15 Framsóknarmenn llf Alþýðuflokksmenn 5-i- Kommúnistar 1 Utanflokka 1 Af þessu er það ljóst, að hjer er um hin herfilegustu rangindi að ræða. Hjer er als ekki neitt lýðræði, heldur hreinasta stjettavald. Petta kemur enn betur í Ijós þeg- ar það er athugað, hve margir kjós- endur nú standa að baki hverjum þingmanni í hverjum flokki. En það er eins og hjer segir: 1 Framsóknarfiokknum 669 í Sjálfstæðisflokknum 1400 í Alþýðuflokknum 1983 Hjer er því um svo mikil rang- indi að ræða gagnvart þeim kjós- endum, sem teljast til Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, að ó- hugsanlegt er að þjóðin geti þolað það til lengdar. Pví hefir verið haldið fram af Framsóknarmönnum, sem halda vilja i þessi ranglátu rjettindi sín, að íhaldsflokkurinn hefði getað breitt kjördæmaskipuninni meðan hann var í þingmeirihl. fyrir kosningarnar 1927. En því er til þess að svara, að fram til 1927 var hinn mesti glund roði á allri flokkaskipun, og komu þvi aldrei fram svo hreinar línur viðkosningar, að ranglætis kjördæma skipunarinnar yrði verulega vart, nema þá helst í garð Jafnaðar- manna. Misrjetti það, sem kjördæmaskip- unin orsakar, hefir komið æ betur og betur i ljós, eftir því sem línurnar hafa orðið hreinni milli flokkanna, og eykst með hverju ári, vegna tilfærslu kjósendanna sjálfra úr einu kjördæmi í annað. Pegar maður athugar kjósenda- fjölda hinna ýmsu kjördæma, og af- stöðu þeirra til að koma manni á þing, þá rekur maður sig á svo hróplegt misrjetti, að mann furðar á því að slíkt skuli geta átt sjer stað. Verða hjer tilfærð nokkur dæmi: Á Seyðisfirði fá 274 Alþýðuflokks- menn þingmann, en í Hafnarfirði fá 679 Alþýðuflokksmenn engan þirigmann, og í Rvík fál234Fram- LÖTAK fer fram að 8 dögum liðnum á gjaldkræfum hluta útsvar- anna til Siglufjarðarkaupstaðar 1931,þinggjöldum 1931, ógoldn- um rafljósagjöldum og vatns- skatti, og öðrum gjaldkræfum bæjargjöldum. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 16. júní 1931 G. Hannesson. Allt það fólk, konur sem karlar, sem búsett er hér á Siglufirði og hefir hugsað sér að fá atvinnu hjá mér í sumar, finni mig á skrif- stofu minni næstu daga. Halldór Guðmundss. sóknarmenn engan þíngmann. — í V-Húnavatnssýslu fá 345 Framsókn- atmenn þingmann en 546 Sjálf- stæðismenn í Árnessýslu fá engan þingmann. — í N-Múlasýslu fá 619 Framsóknarmenn TVO þm. en 675 Sjálfstæðismenn í næstu sýslu fá engan. — 1 Rvík fá 1860 Sjálfstæðismenn ekki nema 1 þingm. en 1939 Framsóknarmenn i V-Húnavatns- V- Skaftafells- N- Múla- og Dalasýslu fá FIMM þing- menn. Og svona mætti lengi telja. Hjer er því alvarlegt umhugsun- arefni fyrir alla þá, sem unna vilja jafnrjetti þegnanna. Sjálfstæðisflokk- urinn er sá eini flokkur, sem vill að hinar ýmsu stjettir þjóðfjelags- ins, hafi jafna aðstöðu til þátttöku í hinni pólitísku starfsemi. Hinir flokkarnir allir eru stjettaflokkar, sem una því vel, að þeirra stjett hafi betri aðstöðu og gangi þannig á rjett annara stjetta. Framsókn er stjettaflokkur og heldur þess- vegna dauðahaldi í tvöfaldan rjett fámennra sýslna á þessu sviði, á móts við þau hjeruð, sem fleiri hafa kjósendur. En slíkt misrjetti mun íslenska þjóðin ekki þola mjög lengi, eftir að henni er orðið það fyllilega ljóst. íslendingar eru yfirleitt seinir að átta sig, en þeim mun ákveðnari þegar til kastanna kemur. Peir munu ekki búa mörg ár við þann mismun á rjetti einstaklinganna sem

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.