Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 11
stórt grjót til að setja í garðana okk-
ar, þá vil ég nota grjót sem kemur úr
jarðframkvæmdum og gæða það
nýju lífi í einkagarði einhvers. Það er
svo víða líf sem við ekki sjáum.“
Eldgos og jöklar kveikja
hugmyndir
Björn segist mest hafa unnið við
að hanna einkalóðir og hann vill horfa
sem víðast eftir innblæstri. „Ég vil
brjótast út úr þessu einsleita. Þegar
ég heyri hugtakið íslensk garðlist
dettur mér fyrst í hug torfbær og
steinhleðslur. En við höfum svo
marga möguleika, til dæmis getum
við dregið útsýnið og landslagið inn í
garðinn okkar. Við getum líka sett
stóra steina sem ígildi stórra fjalla,
sett krækiberjalyng sem minnir á
villtan móa. Hugmyndafræðin getur
líka leitt okkar á óvæntar brautir, til
dæmis hannaði ég garð skömmu eftir
að ég hafði farið og skoðað eldgosið á
Fimmvörðuhálsi, og sá garður var
með eldstæði, hraunflæði og hraun-
dröngum. Eldur og ís, fjöllin og jökl-
arnir okkar, allt getur þetta blásið
okkur í brjóst í hönnun heimilis-
garða. Við eigum líka að horfa til
menningararfsins, tröllin og álfarnir
eru einmitt hluti af þessu öllu. En við
megum ekki gera „gervigarða“,“ seg-
ir Björn og bætir við að í vinnu sinni
verði hann í auknum mæli var við að
fólk vilji láta það halda sér sem fyrir
er í garðinum. „Til dæmis klöpp eða
hvalbak, því fólk sér í því tækifæri:
Þarna gætu verið álfar og það vill
halda í þá.“
Morgunblaðið/Sverrir
Litríkir Ætli þessir álfar búi í steinum, klettum eða leikhúsi?
Námskeiðið Björns, Landslag
fyrir álfa, verður 6. apríl kl. 19, í
Grasagarðinum í Laugardal á veg-
um Sumarhússins og garðsins.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Aðalfundur 2011
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn
17. mars 2011 kl. 16.00 í húsakynnum félagsins, Síðumúla 24, Reykjavík.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður
fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins eða hvernig mæta skuli halla.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Tillögur um breytingu á 19. gr. samþykkta félagsins um skipan og kosningu
varastjórnar, svo og tvær breytingar er varða tilvísun í ný lög um vátrygginga-
starfsemi nr. 56/2010.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
7. Kosning stjórnar félagsins, þ.á.m. að teknu tilliti til fyrirhugaðra breytinga
á samþykktum um skipan varastjórnar.
8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags).
9. Önnur mál löglega fram borin.
Framboð til stjórnar, þ.m.t. varastjórnar, skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Síðumúla 24, Reykjavík, skemmst
fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýs-
ingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.
Reikninga félagsins og tillögur má nálgast á vef TM, www.tm.is, eða á aðalskrifstofu félagsins viku fyrir fundinn.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is
Bónus
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
N.f grænmetisbuff, 1 kg ................. 798 998 798 kr. kg
Bónus kjúklingamolar, 1 kg ............ 998 1.198 998 kr. kg
G.v. ferskar grísakótelettur .............. 798 898 798 kr. kg
G.v bajonskinka ............................ 898 998 898 kr. kg
Ss ferskt lambafillet ...................... 2.998 3.598 2.998 kr. kg
Bónus ferskt ókr. lambalæri ........... 1.359 1.398 1.359 kr. kg
Bónus pylsur ................................ 599 719 599 kr. kg
K.f. hangiálegg, sneiðar ................. 1.998 2.598 1.998 kr. kg
Bónus tómatsósa, 460 g ............... 129 149 280 kr. kg
Kartöflur í lausu ............................ 98 111 98 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 10. - 12. mars verð nú áður mælie. verð
Lambalærisn. 1. fl úr kjötb. ............ 1.545 1.898 1.545 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötb................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Ísfugl kjúklingabringur ................... 2.323 2.992 2.323 kr. kg
Ísfugl ferskur kjúklingur .................. 858 932 858 kr. kg
Hamborgarar, 2x115 g m/brauði.... 396 480 396 kr. pk.
KF blandað saltkjöt ....................... 1.038 1.297 1.038 kr. kg
Pampers bleiur, stór pk.................. 1.798 1.898 1.798 kr. pk.
Coke/light/zero, 2 l, 4 f 3 .............. 798 1.068 199 kr. stk.
Olitalia ólífuolía, 1 l ....................... 998 1.298 998 kr. ltr
Fricopan hvítlauksbr., 2 í pk. .......... 259 298 259 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
Danskir dagar - Okse ribeye ........... 2.698 3.898 2.698 kr. kg
Danskir d - Okse entrecote............. 2.698 3.898 2.698 kr. kg
Danskir d - Friskhakket svinekød .... 598 998 598 kr. kg
Danskir d - Spare ribs.................... 798 1.098 798 kr. kg
Danskt birkibrauð.......................... 249 299 249 kr. stk.
Myllu sérbökuð vínarbrauð ............. 99 209 99 kr. stk.
Myllu vínarbr.lengja ....................... 399 649 399 kr. stk.
Myllu hnetvínbr, 4 pk. .................... 299 499 299 kr. pk.
Krónan
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
Ísl. m. kjúklingabringur .................. 1.998 2.398 1.998 kr. kg
Ísl. m. kjúklingur ferskur................. 699 849 699 kr. kg
Ísl. m. kjúklingaleggir..................... 699 879 699 kr. kg
Ísl. m. kjúklingabitar ...................... 559 659 559 kr. kg
Ísl. m. kjúklingalæri ....................... 747 879 747 kr. kg
Ísl. m. kjúklingavængir................... 338 398 338 kr. kg
Ísl. m. kjúklingalundir .................... 2.198 2.598 2.198 kr. kg
Holta kjúklvæng./fötu, bbq ............ 498 698 498 kr. pk.
Holta kjúkl.grillborgari .................... 399 449 399 kr. pk.
Kjörís frostp. gul./græ./súp./spr .... 379 389 379 kr. pk.
Nettó
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
Ferskar lambakótelettur ................. 1.649 2.198 1.649 kr. kg
Ferskar lambalærissneiðar ............. 1.749 2.498 1.749 kr. kg
Ísfugl kalkúnagrillsneiðar ............... 1.079 1.798 1.079 kr. kg
Ferskt kindafile ............................. 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Ferskt saltkjötfars.......................... 398 498 398 kr. kg
Capri súkkulaðibitar, 200 g ............ 179 249 179 kr. pk.
Mangó ferskt ................................ 175 349 175 kr. kg
CP kornflögur, 500 g...................... 179 239 179 kr. pk.
Emborg laxabitar, 4x100 g ............. 599 798 599 kr. pk.
Ben 10 tannkrem, 75 ml ............... 199 279 199 kr. stk.
Nóatún
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
Grísakótelettur m. hvítl/oreganó..... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Lambalærissneiðar........................ 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Ungnauta T-beinsteik..................... 3.958 4.398 3.958 kr. kg
Ungnautahakk .............................. 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Ísl. m. kjúklingur heill..................... 698 898 698 kr. kg
Franskar andabringur .................... 3.398 3.998 3.398 kr. kg
Íslensk villigæsabringa .................. 2.973 3.498 2.973 kr. kg
Kjörís vanilluísp. sl. súkkulaði......... 499 755 499 kr. pk.
Emmess ískaka, 6-8 manna........... 958 1.198 958 kr. stk.
Baskabrauð spænsk...................... 249 389 249 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 10. - 13. mars verð nú áður mælie. verð
Goði pítubuff, 6x60 g m/br. ........... 699 998 699 kr. pk.
Bautabúrið grísahakk .................... 696 898 696 kr. kg
Ísfugl kjúkl.leggir mexico................ 649 998 649 kr. kg
Kjötborð/pakk nauta prime ribs...... 2.099 3.498 2.099 kr. kg
Kjötborð/pakkað nautainnralær ..... 1.989 2.998 1.989 kr. kg
Kjötborð/pakkað nautafile m/fit..... 2.449 3.498 2.449 kr. kg
Kjötborð/pakkað nautahakk .......... 979 1.398 979 kr. kg
Home handsápa, 500 ml ............... 199 289 199 kr. stk.
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Golli
Helgarinnkaupin Það getur borgað sig að skoða til-
boðin áður en farið er út að versla fyrir helgina.
Á íslensku vefsíðunni www.utad-
borda.is er að finna umsagnir og ein-
kunnir um veitingastaði á Íslandi sem
byggjast á áliti þeirra gesta sem þá
heimsækja.
Á síðunni eru 135 veitingastaðir á
Íslandi til umfjöllunar en meirihluti
þeirra er á höfuðborgarsvæðinu.
Gestir setja inn stutta umsögn um þá
staði sem þeir vilja auk þess að gefa
þeim allt að fimm stjörnur fyrir
ákveðin atriði, þ.e. mat, gæði vs.
verð, andrúmsloft, þjónustu og loks
heildareinkunn.
Hægt er að fletta stöðunum upp
eftir stafrófsröð eða tegund staðar
(veitingastaður, kaffihús, pöbb
o.s.frv) og einnig er hægt að velja all-
ar umsagnir. Á síðunni er einnig listi
yfir þá staði sem gestir síðunnar lesa
mest um og sjá ítarlegri gagnrýni
síðuhaldara um staði þótt enn sé sá
hluti vefsins stutt á veg kominn.
Að sögn síðuhaldara er markmiðið
að gefa veitingastöðum tækifæri til
að kynna þjónustu sína og átta sig á
því hvað gestum þeirra líkar og hvað
betur má fara. Í framtíðinni er vonast
til að síðan verði vettvangur áhuga-
manna um veitingar þar sem þeir geti
deilt skoðunum sínum og gert þær
aðgengilegar á netinu.
Vefsíðan www.utadborda.is
Morgunblaðið/Eggert
Matarrýni Café París er meðal þeirra staða sem fjallað er um á vefsíðunni.
Matargestir gefa álit á veitinga-
stöðum sem þeir heimsækja
Rétt fyrir áramót sendi Björn frá sér bókina Draumagarður.
„Þessi bók er mitt innlegg í hugmyndabanka garðhönnunar á
Íslandi, fyrir alla sem hafa áhuga á garðrækt og skipulagi
garða og hún er sniðin að íslenskum aðstæðum. Þarna geta
garðeigendur séð í máli og myndum ýmsar útfærslur á
görðum og í framhaldinu kvikna vonandi hugmyndir fólks
að því hvernig það vill hafa sinn garð. Í þessari bók er að-
ferðafræði mín sem ég hef þróað og unnið með und-
anfarin ár. Þarna er að finna hagnýt ráð, leiðbeiningar
og fróðleik.
Draumagarðurinn
HUGMYNDABANKI