Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Í umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um upp- kaupin á hesthúsunum í Glaðheimum hefur m.a. verið fjallað um þau áhrif sem þau hafa haft á bæjarsjóð Kópavogs. Það vildi ég óska að málið hefði fengið meiri athygli fjölmiðla þegar þau fóru fram því þá hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir þau vandamál sem gjörningurinn leiddi af sér bæði fyrir bæjarfélagið og hestamannafélagið Gust, sem hafði aðsetur í Glaðheimum. Aðför að blómlegu íþróttafélagi Ég reifaði sögu máls- ins í Speglinum fyrir nokkru og fjallaði Fréttatíminn einnig um málið á svipuðum nótum. Í öllum mínum málflutn- ingi hef ég lagt áherslu á þá aðför sem uppkaupin voru að blómlegu íþróttastarfi hesta- mannafélagsins Gusts, sem var hrakið burt úr Glaðheimum á sínum tíma. Ég hef lagt á það áherslu að ábyrgð þessa gjörnings hvílir alfarið á þáver- andi meirihluta í bæjarstjórn Kópa- vogs, enginn tók ákvörðun um að- komu bæjarins annar en þeir kjörnu fulltrúar sem þá voru í meirihluta í bæjarstjórn, hinir reyndu að stöðva málið. Umræðan snýst um aðkomu bæjaryfirvalda Í Speglinum þann 7. mars mátti skilja á Gunnari I. Birgissyni að inn- grip bæjarins vegna kaupanna á Glaðheimalandinu hefði átt sér stað að frumkvæði stjórnar Gusts. Þannig leitast hann við að varpa ábyrgðinni á þá aðila sem eftir því sem ég best veit reyndu að verjast þessari aðför að fé- laginu. Ég veit ekki annað en sam- komulag félagsins við uppkaupsað- ilana hafi verið gert með fullri vitund og samþykki bæjaryfirvalda enda er mér það til efs að stjórn íþróttafélags treysti sér í milljarða samninga án nokkurs baklands eða umboðs. Umræðan um Glaðheimaupp- kaupin snýst fyrst og fremst um að- komu bæjaryfirvalda í Kópavogi og vinnubrögð þeirra. Við megum ekki draga inn í umræðuna saklausa full- trúa hestamannafélagsins sem í góðri trú töldu sig vinna félagi sínu gagn með því að samþykkja flutning þess á nýjan stað. Semjum á nýjum grunni Nú liggur fyrir að taka upp gamla samninginn við hestamannafélagið Gust um uppbyggingu félagsins á Kjóavöllum. Hann er barn síns tíma og ljóst að bæjarsjóður hefur ekki ráð á að uppfylla hann. Hingað til hef ég mætt velvilja stjórnar og skilningi á því að samninginn þarf að tóna niður til þess sem við ráðum við. Okkar sameiginlega markmið er að byggja upp að nýju eitt blómlegasta hesta- mannafélag landsins og skapa um það góða sátt í samfélaginu. Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs. »Umræðan um Glað- heimauppkaupin snýst fyrst og fremst um aðkomu bæjaryfir- valda í Kópavogi og vinnubrögð þeirra. Glaðheimar – greinarkorn FRUMSÝNING Í KVÖLD Tryggðu þér miða! EFTIR HENRIK IBSEN Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is Í Fréttablaðinu 24. febrúar 2011 er rætt um einhvern vanda sem líf- eyrissjóðirnir standi frammi fyrir með fjárfestingu í ár á 130 millj- örðum sem verða lausir til fjárfestinga. Málið er að það er enginn vandi. Þvert á móti geta lífeyris- sjóðirnir gert mikið gagn og bjargað fjárhag þjóðarinnar með að endurreisa efnahagskerfið með þessum 130 milljörðum ef rétt er á haldið. Lífeyrissjóðirnir gætu m.a. byrj- að á að endurreisa fasteignamark- aðinn, sem hefur verið frystur vilj- andi af bönkunum. Þeir neita um lán til íbúðarkaupa, en kaupa svo sjálfir íbúðir fólks á brunaútsölu og féfletta þannig almenning sem missir eigur sínar. Er féflett? Þetta er í rauninni framhald af gengislánunum (kúlulánum) þar sem almenningur var féflettur ólöglega en bjargað af Hæstarétti Íslands að hluta sem dæmdi geng- islánin ólögleg. Bjargaði miklu fyr- ir marga. Nú eiga lífeyrissjóðirnir að taka að sér það risavaxna verkefni að endurreisa frjálsan fasteignamark- að með því að byrja á því að kaupa íbúðir og hús í stórum stíl á mark- aðsverði. Setja íbúðirnar svo í út- leigu. Um leið og íbúðir seljast í tugatali hættir núverandi verðfall þeirra og jafnvægi kemst á fram- boð og eftirspurn og það er rétt- læti. Ef fólk selur íbúð á frjálsu markaðsverði, þá kaupa margir aðra íbúð, sem passar þeim betur, er minni eða stærri – getur verið á hentugri stað vegna skólagöngu barna. Þannig fær fólk þarfir sínar uppfylltar en þær eru mjög ólíkar. Sala fasteigna skapar mikla pen- ingaumsetningu í þjóðfélaginu og margir fá vinnu við viðhald og end- urbætur húsa og annað sem fylgir. Lífeyrissjóðirnir eiga að taka á sig rögg og bjarga félagsmönnum sín- um og heimilum þeirra úr féflett- ingu og klóm bankanna, sem stunda brunaútsölur. Endurreisum eðlilegan og heið- arlegan fasteignamarkað, eins og hér starfaði áður. Fólk var ekki fé- flett. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Lífeyrissjóðir kaupi íbúðir sem fjárfestingu, bjargar margri fjölskyldu Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.