Morgunblaðið - 10.03.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 10.03.2011, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 ✝ Kári Hallssonfæddist á Eg- ilstöðum 4. maí 1975. Hann lést á Gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi þriðjudaginn 1. mars sl. Foreldrar hans eru Brynhildur Káradóttir, fædd á Blönduósi 1. sept- ember 1958 og Hallur Gunnlaugsson, fæddur í Berufirði 1. ágúst 1951, dáinn 5. maí 1985. Foreldrar Bryn- hildar eru Kolbrún Ingjalds- dóttir og Kári Snorrason. For- eldrar Halls voru Helga Einarsdóttir og Gunnlaugur Guðmundsson, bæði látin. Systkini Kára eru Brynjar Guðmundsson, fæddur 23. september 1981, Fannar Ingi Guðmundsson, fæddur 27. ágúst 1984, og Berglind Rós Guðmundsdóttir, fædd 15. febrúar 1991. Synir Kára eru Gabríel Víðir fæddur, 13. maí 2002, og Sæv- ar Freyr, fæddur 21. nóvember 2002. Kári ólst upp á Blönduósi hjá móður sinni og stjúpföður, Guð- mundi Ingþórs- syni. Þau slitu samvistum. Kári gekk í Grunnskól- ann á Blönduósi. Hann vann hjá Kára afa sínum í Rækjuvinnslunni Særúnu á Blöndu- ósi fram að tví- tugt. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og vann sem málari. Hann var mikill tónlistarmaður og spilaði á gít- ar, eftir hann liggur mikið af fallegum ljóðum sem hann samdi. Hann var í hljómsveit í Grunnskólanum á Blönduósi, svo stofnaði hann hljómsveit- ina Gor í Reykjavík ásamt öðr- um, þeir fengu að hita upp á tónleikum hjá Bubba Morthens sem þeim fannst vera mikill heiður. Árið 1996 greindist hann með sjaldgæfan æða- sjúkdóm sem varð erfiðari eft- ir því sem árin liðu og sigraði hann að lokum. Útför Kára fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 10. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Góður vinur minn í Tókýó skrifaði til mín eftirfarandi: „Ég segi oft þegar ég missi ein- hvern nálægt mér, að við búum öll á flugvelli og þegar okkar flug er kallað þá eigum við ekki að vera hissa, þar sem við erum öll með miða í hendi. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að sumir fara ungir, en það er stundum hluti af tilveru okkar að þurfa að kveðja þá sem stoppa stutt. Við munum alltaf sakna þeirra vegna þeirra minninga og tengsla sem við geymum í hjarta okkar.“ Elsku hjartans Kári, stóri bróðir okkar. Þín verður minnst sem rokkara ættarinnar, gítar- leikara og tónlistarmanns af lífi og sál. Ég man eftir því einu sinni þegar þú varst að vinna í Hinu Húsinu á leiklistar- og tónlistar- sviði, þá komstu heim í Álftamýr- ina í Reykjavík, ég hef verið svona ca. 12 ára. Og þú varst að æfa þig á að lesa grein í blaði og notaðir allskonar karaktera. Þú varst t.d. mjög leiður, hlæjandi og svo öskureiður. Og ég man hvað ég og mamma hlógum okkur máttlaus því þú varst svo fyndinn. Stutt var í góðan húmor og hægt var að bulla um allt mögulegt með þér og þá sérstaklega þegar þú varst að segja frá hlutum, slíkir voru taktarnir og andlitssvipir að maður átti erfitt með að hemja sig af hlátri. Man alltaf eftir því að þú sagðir svo oft „all right“ með sértökum hætti sem allir þekkja sem fengu tækifæri til að kynnast þér. Það er skrýtið að upplifa heiminn án þín, en minn- ingin lifir sterkt í hjarta mínu og okkar allra sem minnumst þín. Megi ást og ljós heimsins vera með þér, kæri bróðir. Fannar Ingi. Elsku Kári minn, mér finnst skrítið að þú sért ekki lengur hér. Þú varst góður tónlistarmaður og samdir mörg falleg ljóð. Ég mun varðveita þessi ljóð mjög vel. Þau verða á mjög góðum stað, elsku Kári minn. Og allir gítararnir þín- ir, þú hélst svo mikið upp á þá enda eru þeir allir mjög flottir. Jim Morrison var einn af þínum uppáhaldstónlistarmönnum og spilaðir þú oft lögin hans. Ég man þegar ég var heima hjá þér að taka til, við hlógum mikið og það var mjög gaman hjá okkur. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig, Kári minn. Þú sagð- ir við mig að þú myndir alltaf passa upp á litlu systur þína. Þrátt fyrir að þú sért ekki lengur hér, þá veit ég að þú munt vaka yfir mér og passa mig. Elsku bróðir minn, ég mun ávallt hugsa til þín. Ég á svo margar góðar minningar um okkur saman sem ég mun geyma. Ég elska þig svo mikið, farðu vel með þig á þessum yndislega stað sem þú ert á núna. Hér er lítið ljóð til þín frá mér. Stóri bróðir varst þú minn til þín gat ég ávallt leitað. Vildi að þú værir hér, þá myndi ég halda þér þétt að mér. Yndislegi bróðir minn. Þín litla systir, Berglind. Elsku Kári minn. Það er þyngra en tárum taki að skrifa mína hinstu kveðju til þín, elsku frændi. Kveðju sem er skrifuð allt of snemma á lífsleið- inni og er enn ein staðreynd þess að við eigum bara augnablikið, sönnun þess að lífsgangan getur svo oft verið óréttlát og hættum stráð. Ég man, elsku vinur, að eitt sinn sagðir þú mér að í raun vær- um við bræður en ekki frændur, þar sem við hefðum alist að hluta til upp saman. Minningar tengdar uppvexti okkar birtast ljóslifandi í huga mér þegar ég hugsa til þessara orða þinna. Minningar sem höfðu horfið en birtast nú ljóslifandi líkt og ekkert sé umlið- ið. Sá tími þegar þú bjóst hjá okk- ur Evu er mér ofarlega í huga og hve góður við börn okkar Evu þú varst. Þó þú hafir aðeins verið nokkrum árum yngri en við Eva, þá mynduðust með okkur tengsl sem bundu okkur saman til lífs- tíðar. Tengsl með dýpri merkingu en orðið frændi. Tengsl þar sem ást og væntumþykja óx. Í hugleiðingum mínum undan- farna daga hef ég fundið líkingu með þér og Alexander Supert- ramp úr kvikmyndinni Into the Wild. Hann með ósnortna ást á náttúrunni en þú á tónlist og ljóðagerð. Einfarar sem báðir náðu að opna hug okkar og hjörtu á sinn hátt. Manstu Kári þegar ég hringdi í þig og sagði þér frá upp- götvun minni á laginu Society með Eddie Vedder úr áður- nefndri kvikmynd, tónlist sem þú þekktir frá unglingsaldri en ég var að uppgötva, tónlist sem þú varst ætíð að reyna að fá mig til að hlusta á. Þetta voru góðir tímar, frændi. Ég held að þetta lag verði lagið þitt í mínum huga hér eftir. Lag sem við hlustuðum á og hlógum að hinu og þessu eða þú varst að kynna mér ýmsan fróðleik um gítarleikara. Þú varst svo fróður um ólíklegustu hluti og málefni, Kári minn, og ætíð komstu mér á óvart með fróð- leiksmolum um tónlist eða tón- listarmenn. Ég mun sakna þess- ara samtala okkar. Þín verður sárt saknað, vinur, en ég vil trúa því að nú sértu á betri stað þar sem sjúkdómar og fatlanir eru ekki til, og nú njótir þú þess að ganga um óþjáður með gítar á bakinu. Staldra við, horfa á umhverfið, grípa í gítarinn og semja lag sem hentar stund og stað. Það er mín huggun í sárri sorg að svo sé. Hvíl í friði, kæri bróðir, og mundu að: „You will never walk alone, walk on, walk on with hope in your heart and you will never walk alone.“ Komdu til mín í draumi, Kári minn, svo ég geti faðmað þig einu sinni enn og kvatt þig, elsku frændi. Kári Kárason. Elsku Kári minn. Margar góð- ar og skondnar minningar eru búnar að fara í gegnum huga minn undanfarna daga. Þú varst ekki nema 12 ára pjakkur þegar ég kom inn í fjölskylduna og ein- hvern veginn myndaðist sérstakt vinasamband á milli okkar. Þegar þú bjóst hjá okkur Kára um tíma var oft líf og fjör hjá okkur, ég að reyna að vera fullorðinsleg enda komin með ungling á heimilið þó ég væri ekki nema 24 ára gömul. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og mörg kvöld sátum við, þú að kynna fyrir mér allskonar tónlist, sem mér fannst misskemmtileg og þú skildir ekki hvernig ég gæti vitað svona lítið um tónlist, enda vissir þú allt um viðkomandi hljómsveitir, hver spilaði á hvaða hljóðfæri og á hvaða tegund af gítar var leikið. Eftir að þú fluttir suður töluðum við oft saman í síma og hlógum mikið og fífluð- umst, ræddum mikið um fótbolta, vorum ekki alltaf sammála enda þú Liverpool-maður en ég Arsen- al-kona. Þú fylgdist alltaf vel með Hilm- ari í fótboltanum og sagðist vera stuðningsmaður hans nr. 1 og varst óspar á að hringja í hann og segja hversu stoltur þú værir af frænda þínum. Þú sagðir alltaf að tónlistarsmekkur Söndru Dísar væri þér að þakka, af því þú pass- aðir hana svo oft þegar hún var lítil, þú sast á rúminu hennar (þínu) og spilaðir á gítarinn fyrir hana og söngst, hún horfði hug- fangin á þig og fannst þú vera flottastur, enda talaði hún alltaf um þig sem Kára frænda með síða hárið og gítarinn. Elsku kúturinn minn, þú gast oft reynt á þolinmæðina og varst ekki alltaf auðveldur enda varstu ekki nema 21 árs þegar þú fékkst fyrstu blóðtappana í fæturna og markaði það líf þitt upp frá því, þú áttir orðið erfitt með að ganga og ferðast um en sem betur fer gastu spilað á gítarana þína, því þeir voru þér allt. Allt þetta gerði þig að þeim karakter sem þú varst, húmoristi með ósköp við- kvæma sál og stórt hjarta, oftast lífsglaður og kátur, en svo gat depurðin yfir hlutskipti þínu líka tekið yfirhöndina. Kári minn, ég þakka þér fyrir samfylgdina, þakka fyrir þann tíma sem þú gafst okkur Kára frænda þínum og börnunum okk- ar þegar þú bjóst hjá okkur og öll símtölin. Elsku hjartans Binna mín, Brynjar, Fannar og Berglind, ég bið Guð og engla alheimsins að vaka yfir ykkur. Eva Hrund. Elsku vinur. Það er með sorg í hjarta og köggul í hálsi sem við kveðjum þig, elsku stóri frændi. Minning- ar um skemmtilegar samveru- stundir hafa skotist upp í hugann síðustu daga frá því að við heyrð- um af andláti þínu. Við áttum ógleymanlegar stundir í Berufirði þar sem ým- islegt skemmtilegt var brallað og brasað. Berjasúpa soðin yfir opn- um eldi, rottuveiðar í hlöðunni, ævintýraferðir í fjörunni og enda- laust sull í bæjarlæknum voru helstu dagskráratriði í lífi okkar þessi sumur. Já, manstu þegar við grófum upp dauða kálfinn í fjörunni … það fékk ekki góðar undirtektir eða þegar við óvart ýttum dráttarvélinni hans afa í lækinn, pabbi þinn rétt náði að bjarga málunum áður en illa fór. Þú hafðir einstaklega frjótt ímyndunarafl og vílaðir ekki fyrir þér að koma hugmyndum þínum í framkvæmd, sama hversu stór- tækar þær voru. Þú fræddir okk- ur, litlu auðtrúa frænkur þínar, um tilgang lífsins og taldir okkur trú um að þú værir sko alls ekki með alvöru mannshjarta heldur værir þú með ljónshjarta – frændi okkar ljónshjarta. Hugmyndirnar um lífið voru háleitar og vorum við sannfærð um að við gætum blásið lífi í and- arungann sem við fundum í fjör- unni. Af mikilli alúð og umhyggju mættum við dag eftir dag í hlöð- una og blésum og hnoðuðum þennan lífvana unga. Við trúðum því af öllum hug að hann gæti lifn- að við og við myndum þá ala hann upp og hafa hann fyrir gæludýr heima í Hæðagarðinum. Við urð- um þó að játa okkur sigruð þegar lyktin var orðin okkur um megn og jörðuðum hann við hátíðlega athöfn. Eitt sem hefur komið upp í huga okkar er heilræði þitt sem þú gafst okkur á unglingsárun- um. Það var sprottið út frá rang- hugmyndum unglinga um fitu. Þín kenning var sú að ef þú værir ekki svona langur þá værir þú spikfeitur. Þetta var að minnsta kosti hughreystandi fyrir djúpar pælingar unglingsstúlkna. Það var alltaf líf og fjör þar sem við vorum samankomin. Við munum geyma minningar um ljúfan dreng um aldur og ævi. Kæri frændi, við hugsum til þín með trega og söknuði. Lífið hefur ekki alltaf verið þér auð- velt. Við vitum að þú ert nú á góð- um stað í faðmi föður þíns og vina sem kvatt hafa þennan heim. Sendum ástvinum þínum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þínar frænkur, Freyja og Helga Eiríksdætur. Elsku Kári minn, þegar ég fer að hugsa um tímann okkar saman man ég bara góðar minningar, það var alltaf gaman að hitta þig. Ég man eftir því þegar þú bjóst hjá okkur á Skúlabrautinni. Þú svafst inni í herberginu mínu og mér fannst allt í lagi að hafa ekki herbergi því þetta var sko Kári frændi með síða hárið, rokk- arinn sem spilaði á gítarinn sinn fyrir mig í tíð og ótíma sem var í herberginu mínu (okkar). Mér fannst þú svo mikill töffari og var ég með sítt hár til að vera alveg eins og Kári frændi. Þú spilaðir stundum undir og við sungum saman, og vil ég meina að áhugi minn á rokktónlist hafi nú komið frá þér. Ég man eftir að hafa ver- ið að segja vinum mínum að hann Kári frændi minn væri sko alvöru rokkari sem væri í hljómsveit, ég var svo stolt frænka, fannst þú vera flottastur. Eftir að þú klippt- ir þig stutt varstu samt alltaf sami rokkarinn í mínum augum, þá kallaði ég þig bara Kára frænda sem var einu sinni með síða hárið. Eftir að þú fluttir varstu dug- legur að hringja og man ég eftir mörgum símtölum frá þér þar sem við töluðum heillengi um allt og ekkert. Þú varst í svo miklu uppáhaldi, alltaf tekið á móti þér með hrópum og brosi þegar þú komst í heimsókn. Ég á eftir að sakna þess að fara í mat til ömmu og afa og hitta þig ekki. Þú varst brandarakall með stórt hjarta á réttum stað. Það er einn brandari sem ég kem til með að muna alltaf eftir, þú varst með tvö úr á hendinni og ég spurði þig af hverju í ósköpunum þú værir með tvö úr, þá brostirðu og sagð- ir: „Sandra, þetta eru ekki tvö úr, eitt er úr en annað er í.“ Ég man hvað við Hilmar bróðir hlógum mikið, enginn kom með svona brandara nema þú. Ég man eftir einu skipti þegar ég var að skutla þér heim eftir að við vorum í mat hjá ömmu og afa, við töluðum svo lengi saman fyrir utan húsið þitt, um Garðar frænda, nám og tónlist. Eftir þennan rúnt vissi ég að við ættum alltaf eftir að vera góðir vinir, það var alltaf svo gaman hjá okkur og fannst okkur svo þægilegt að tala hvort við annað. Þín verður saknað sárt og mun ég aldrei gleyma þér, elsku frændi minn. Í hvert sinn sem ég mun heyra í Kiss, The Doors og Jet Black Joe, heyra talað um Jim Morrison, þá mun ég alltaf hugsa til þín. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Binna, Brynjar, Fannar og Berglind, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi guð vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Þín litla frænka, Sandra Dís. Kæri Kári, um daginn þá spjölluðum við saman, við rifjuð- um upp gamla tíma frá því við vorum unglingar. Við stöldruðum aðeins við og flökkuðum aftur í tímann og um stund urðum við unglingar aftur, við hlógum þeg- ar við rifjuðum upp þessa tíma. Þó samtalið væri ekki langt hjá okkur í þetta skipti þá höfðum við bæði gaman af. Þú varst töffar- inn, ég var ef ég á sjálf að segja frá svolítill lúði. Við vorum jafn- gömul, en þú varðst fljótt svo miklu lífsreyndari en ég, enda fórum við ólíkar leiðir. Tíminn leið og brátt urðum við fullorðin. Ég frétti reglulega af þér í gegn- um Evu systur og Kára frænda þinn, vissi að þú gekkst í gegnum miklar þrautir sem höfðu mikil áhrif á líf þitt. Árin liðu og við hittumst ekk- ert voðalega oft. En fyrir ári flutti ég í sömu blokk og þú bjóst í, ég fór að rekast á þig oftar og við spjölluðum stundum saman, og þó það væri ekki alltaf spjallað þá var allavega kastað kveðju. Það verður skrítið að sjá þér ekki bregða fyrir og heilsa þér. Það er skrítið að vita til þess að þinn tími hér með okkur er liðinn. En ég trúi því að þú sitjir nú við hlið Jims Morrisons sem þú dáðir svo mikið, og þið spilið saman og syngið fyrir fullu húsi. Tveir meistarar sem féllu svo allt of fljótt frá. Ég kveð þig að sinni, Kári minn. Sólrún. Kári Hallsson Fallinn er frá í hárri elli Jón Sigurðsson horn- leikari. Samleið Jóns og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands var löng og farsæl. Jón lék á fyrstu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar 9. mars 1950, en hann hafði þá þegar leikið með Hljómsveit Reykjavíkur um árabil, fyrst á trompet og síðar á franskt horn. Jón var í hlutastarfi hornleikara hjá Sinfóníuhljómsveitinni til ársins 1964, þegar hann var fastráðinn. Samtals lék Jón á horn í hljómsveitinni í 32 ár eða allt til ársins 1982, þegar hann tók við starfi umsjónarmanns með nótum. Eftir hálfrar aldar starf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sett- ist Jón loks í helgan stein árið 2000, þá 86 ára gamall. Hann gekk ávallt undir nafninu Jón horn hjá samstarfsfólki, til að- greiningar frá nöfnum sínum trompet og bassa. Öllum sem störfuðu með Jóni ber saman um að hann hafi verið með ein- dæmum ljúfur og raungóður samstarfsmaður. Störfum sín- um, bæði sem hornleikari og síð- ar sem umsjónarmaður, sinnti Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðssonfæddist 31. ágúst 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 17. febrúar 2011. Útför Jóns fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 25. febrúar 2011. hann af einstakri alúð. Jón var mikill sögumaður og minnugur og þekkti sögu Sinfóníu- hljómsveitarinnar betur en flestir. Að leiðarlokum er Jóni þakkað mikilsvert framlag til Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og eru aðstandendum sendar samúðarkveðjur. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri SÍ. Jón Sigurðsson, tónlistarmað- ur, lést 17. febrúar sl. Jón kom ár hvert fagnandi með fangið fullt af blysum og rakettum ásamt afastrákunum sínum, þeim Mumma og Nonna. Í 30 ár var blásið til þrettándafagnaðar heima á Sæbraut og varð árviss góðra vina fundur. „Á sama tíma að ári“ hittust vinir og vanda- menn, ungir sem aldnir, frænk- ur og frændur allt frá korna- börnum til öldunga í þrettándagleðina á Sæbrautinni. Fjölskyldan og vinahópurinn, 70-80 manns, komu saman til að borða, syngja, dansa og brenna út jólin. Forsöngvarinn og brennustjórinn var öðlingurinn Jón Sigurðsson. Heima á Sæ- braut var hann stundum kall- aður Jón „brennuvargur“ til að- greiningar frá hinum Jónunum. Vissar hefðir sköpuðust. Eftir matinn kom jólasveinninn oftar en ekki í heimsókn og gengið var í kringum jólatréð. Yngri kynslóðin var skikkuð til að sýna hvað hún gæti afrekað á músíksviðinu. Álfalög sungin og jólalögin hljómuðu um húsið – þverflauta, píanóspil, selló og fiðluspil. Litlu músíkantarnir með rauðar kinnar af áreynslu og kvíða fengu mikið lof og lófa- klapp. Enginn klappaði jafn innilega fyrir börnunum og Jón Sigurðsson. Hann var mikill stemningsmaður og hafði ein- staklega góða nærveru. Bálköstur var hlaðinn í fjöru- borðinu. Stjörnuljósum og blys- um brugðið á loft, rakettum skotið upp og sungið við raust. Jón „brennuvargur“ leiddi söng- inn en hann hafði sterka og fal- lega rödd. Álfalögin kyrjuð í kvöldrökkrinu: Hún amma mín það sagði mér, Ólafur Liljurós, Nú er glatt í hverjum hól og Álfareiðin. Myndbrotin eru mörg frá þessum árum. Börn og fullorðnir í fjöruborðinu við bál- köstinn og við syngjum af inn- lifun: Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg, stórir komu skarar af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Ljúfur, hlýr og heilsteyptur persónuleiki er fallinn frá. Ég er sannfærð um að allar góðar vættir og stórir skarar af álfum með sönglúðrana sína hafa tekið á móti heiðursmanninum Jóni Sigurðssyni. Ég votta Lóu og Sigrúnu og hans góðu fjölskyldu samúð mína. Guðrún Sverrisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.