Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 ✝ Anna Guðrúnfæddist í Reykjavík 24. júní 1925. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. mars 2011. Foreldrar hennar voru Að- alsteinn Björnsson, vélstjóri, f. 13.6. 1896, d. 4.5. 1971, og Björg Stein- grímsdóttir, f. 17.10. 1895, d. 24.9. 1963. Bróðir hennar var Guðsteinn Að- alsteinsson, skipatæknifræð- ingur, f. 12.4. 1923, d. 13.8. 1986. Þann 24. desember 1949 gift- ist Anna Guðrún Kristjáni Jökli Péturssyni, húsasmíðameistara, f. 11.12. 1919 á Hákonarstöðum, Jökuldal, d. 6.5. 1994. Foreldrar hans voru Pétur Sigbjörn Krist- jánsson, bóndi, f. 3.10. 1876, d. 15.11. 1921, og Guðný Margrét Torfadóttir, f. 1888, d. 1948. Börn þeirra eru: 1) Guðný Aðal- björg Kristjánsdóttir, f. 4.5. 1949, hennar börn eru: a) Torfi Hermann Pétursson, lyfsali, f. 23.3. 1968, kvæntur Margréti Tamayo, sundlaugarverði, f. 27.7. 1982. c) Íris Kolbrún Að- alsteinsdóttir, nemi, f. 9.2. 1987, í sambúð með Agli Axfjörð Frið- geirssyni, verkfræðinema, f. 26.1. 1987, dóttir hennar er Kol- brún Telma Pálsdóttir. d) Anna Sigrún Margunnur, f. 16.9. 1996. Anna Guðrún ólst upp í for- eldrahúsum í Reykjavík, hún gekk í Austurbæjarskóla allt þar til hún hóf nám í Iðnskól- anum í Reykjavík en þar lauk hún sveinsprófi í hattasaum undir handleiðslu Ingibjargar Bjarnadóttur. Fljótlega eftir nám fór hún ásamt vinkonu sinni til Danmerkur, nánar til- tekið til Sorø, þar stundaði hún nám við húsmæðraskóla. Á þess- um tíma eignaðist hún fjölda vinkvenna sem hún tengdist órjúfanlegum böndum. Er heim var komið hóf hún búskap en stærstan hluta ævi sinnar varði hún heima við, við barnauppeldi og heimilisstörf. Anna Guðrún og Kristján byggðu ásamt for- eldrum Önnu hús að Kvisthaga 15 og fluttu þangað 1953, og bjó hún þar allt til ársins 2001, er hún fluttist í þjónustuíbúð aldr- aðra að Hlíðarhúsum 3-5. Árið 2008 fluttist hún að Hjúkr- unarheimilinu Eir. Útför Önnu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 10. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jónu Höskulds- dóttur, lyfsala, f. 25.4. 1972, börn þeirra eru: Magda- lena Anna, Helena Lilja og Diljá Dögg Torfadætur. b) Anna Björg Þor- grímsdóttir, sjúkraliði, f. 10.9. 1978, gift Ragnari Eyþórssyni, kvik- myndagerð- armanni, f. 26.10. 1978. c) Guð- mundur Jökull Þorgrímsson, hugbúnaðarsérfræðingur. 2) Aðalsteinn Jökull Kristjánsson, húsasmíðameistari, kona hans er Kolbrún Ásdís Valdimars- dóttir, skólaliði, f. 24.5. 1958. Börn þeirra eru: a) Valdimar Þór Halldórsson, hugbún- aðarsérfræðingur, f. 29.9. 1976, kvæntur Sigríði Árnýju Sigurð- ardóttur, margmiðlunarfræð- ingi, f. 17.2. 1979. Börn þeirra eru: Bjarki Þór Valdimarsson, Agnes Engla Valdimarsdóttir og Daníel Árni Valdimarsson. b) Kristján Jökull Aðalsteinsson, sundlaugarvörður, f. 9.6. 1979, kvæntur Dagne Caridad Tailt Ég var 6 ára og skóladagurinn búinn og eins og ávallt hljóp ég heim til ömmu en í þetta sinn var hún ekki heima sem var mjög óvenjulegt því hún var vön að taka á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum. Útundan mér sá ég hvar hópur af krökkum hafði hópast kringum ömmu. Ég hljóp af stað því þetta vakti að vonum forvitni mína, þegar ég hafði brotist gegnum krakka- skarann sá ég að amma hélt á blóðugum skógarþresti í hend- inni og var að þerra blóðið af hon- um og hlúa að sárþjáðum fugl- inum. Seinna komst ég að því að amma hafði bjargað fuglinum úr klóm kattar. Það er fátt sem lýsir ömmu betur en þessi litla minn- ing mín en hún mátti ekkert aumt sjá, yndislegri, hjartahlýrri og umhyggjusamari konu er vart hægt að hugsa sér. Amma var mín uppeldismóðir en ég bjó öll mín uppvaxtarár hjá ömmu og afa að Kvisthaga 15. Það voru forréttindi að fá að alast upp hjá svo góðri konu sem amma var, hún var ávallt til staðar enda var hægt að leita til hennar með hvaðeina sem var. Ég á margar góðar minningar um samveru- stundir okkar ömmu sem eru mér mjög kærar enda vorum við mikl- ir vinir alla tíð og áttum gott skap saman þó ólík værum á margan hátt. Amma var mjög heilsu- hraust framan af ævi, það var því mikið áfall þegar hún greindist með liðagigt en hún hrjáði hana mikið það sem eftir lifði. Hversu vel hún tókst á við veikindi sín, en ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tíma kvartað þrátt fyrir mikinn sársauka sem þessu fylgdi, sýnir það vel hvernig amma tók þeim áföllum sem hún varð fyrir um ævina. Amma var mikið fyrir matseld og bakstur en hún gat varið tíma sínum klukku- stundum saman inni í eldhúsi að stússa enda einstök húsmóðir. Um leið og ég kveð þig, amma mín, með þessum fátæklegu lín- um vil ég segja eitt að lokum: Elsku amma, þín verður sárt saknað. Torfi Pétursson. Elsku besta amma mín, það er svo skrítið til þess að hugsa að þú sért farin. Að þú verðir ekki með okkur aftur um jólin, áramótin og páskana og á öðrum gleðistund- um eins og þú hefur alltaf gert. Þessar gleðistundir verða aldrei eins án þín. Það var alltaf svo gaman og notalegt að koma að heimsækja þig og afa á Kvisthaganum og alltaf tókst þú svo vel á móti manni. Þú hafðir svo góða nær- veru, vildir allt fyrir alla gera enda ein jákvæðasta kona sem ég hef hitt. Ekki má gleyma epla- grautnum sem ég fékk hjá þér. Hann var svo góður og enginn gat gert hann jafn góðan og þú. Eftir að afi dó þá komst þú og varst heima hjá pabba og mömmu hver einustu jól, áramót og páska og það var svo gott að hafa þig og eiga góðar gleði- stundir með þér. Ekki má gleyma bústaðaferðunum í Víðihóla þeg- ar ég var lítil og þú og afi komuð alltaf með, enda dýrmæt stund sem við áttum saman þar og lifir í minningunni. Þegar ég var ólétt að Kolbrúnu Thelmu okkar þá kom ég oft eftir langan dag í skólanum og alltaf dekraðirðu við mann eins og prinsessu og maður fékk alltaf dýrindismáltíðir hjá þér. Ég er svo þakklát að stelpan mín fékk að kynnast svona góðri og já- kvæðri konu eins og þér og aldrei heyrði maður þig kvarta, þú horfðir alltaf á björtu hliðarnar þrátt fyrir veikindin þín. Alltaf fékk hún alla þína at- hygli þegar við komum í heim- sókn til þín og kallaðirðu hana alltaf litlu skottuna þína enda þótti henni afar vænt um þig og hún talar oft um þig. Elsku besta amma mín, tárin renna niður kinnarnar þegar ég hugsa til baka þegar ég fer yfir allar þessar skemmtilegu minn- ingar í huganum. Þú varst svo lífsglöð, góðhjörtuð og hörkudug- leg kona. Elsku besta amma mín, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og hvíldu í friði. Ég mun ávallt varðveita minn- ingarnar um þig og deila þeim með skottunni okkar sem þér þótti svo vænt um. Ég bið góðan guð að passa þig, elsku amma mín. Íris Kolbrún Aðalsteins- dóttir og Kolbrún Thelma. Elsku besta amma mín. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þegar ég hugsa til þín koma margar minningar í huga minn. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín, hvort það var á Kvisthagann eða í nýju íbúðina þína í Hlíðarhúsum. Ég var samt sem áður enn svo lítil þegar þú bjóst á Kvisthaganum og eru þær minningar ekki eins margar. Aldrei gleymi ég laugardags- heimsóknunum til þín og fékk ég alltaf hafragrautinn þinn góða sem var ávallt tilbúinn þegar ég kom. Þú hugsaðir mjög mikið um heilsuna og vildir gefa barna- börnum allt það besta. Ég átti alltaf mjög erfitt með að læra kapal en þú varst sú eina sem gast kennt mér hann, einnig spiluðum við oft saman ólsen-ól- sen. Ég var svo ánægð að þú gast komið og fagnað með mér ferm- ingunni minni, það var ógleym- anleg stund. Öllum jólum eydd- irðu með okkur og það er svo skrítið að þú munir ekki vera með okkur næstu jól. Jólin verða aldr- ei eins án þín. Það er svo erfitt að hugsa út í það að þú sért farin en við vitum fyrir víst að þú ert vakandi yfir okkur og passar að gæfan fylgi okkur um alla framtíð. Það er gott að ég á svona margar minn- ingar um þig. Ég á eftir að sakna þín mikið, hvíldu í friði. Anna Sigrún Margunnur. Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Takk amma fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Ég sakna þín. Kveðja, Helena. Við ólumst upp saman á Seltjarnar- nesinu, þar sem allt var svo spenn- andi og ævintýrin voru endalaus. Sigurjón var þessi snaggaralegi strákur, smár en fimur, með sítt og mjög slétt, ótrúlega ljóst hár. Hann var þrælsnjall í handbolta og fylginn sér, í fyrsta bekk í gaggó brilleraði hann í reikningi. Sigurjón var elstur af 4 systkin- um, á eftir komu Egill, Kristín og Örn. Lífið á Nesinu var fínt: að renna sér í Plútóbrekkunni, spila brennó, brenna sinu, teika bíla. Einnig orrustur á Valhúsahæð- Sigurjón Markússon ✝ Sigurjón Mark-ússon var fæddur í Reykjavík 12. ágúst 1961. Hann lést í Helsinki 22. febrúar 2011. Jarðarför Sig- urjóns fór fram frá Dómkirkjunni 4. mars 2011. inni. Einn bardaga- daginn áskotnuðust okkur Sigurjóni tveir vígalegir molo- tof kokteilar og við litum hvor á annan og sögðum: vá kjarn- orkusprengjur. Svo mælti Sigurjón með að við sturtuðum þessu niður áður en stórslys yrði af, sem við gerðum enda var búið að sleppa Hákoni vini okkar. Seinna pókerkvöld eða útilegur á Land Rovernum hans pabba (sem brotnaði í miðjunni á holótt- um vegi í einni ferðinni, við bund- um hann bara saman) eða þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. En samt var tími til að læra heima, þýddi ekkert að heimsækja kappann á fimmtudagskvöldum, þá lá hann yfir bókunum, hann ætlaði sér eitthvað langt í lífinu. Ég var á sjónum alltaf á sumrin og reddaði Sigurjóni plássi á skip- inu. Hann byrjaði sem messagutti en var kominn á dekkið eftir 7 daga og þaðan í langsiglingar er- lendis. Það var þvælst til Kanada, Karíbahafsins og um Miðjarðar- hafið með ávexti eða saltfisk. Síð- an lá leiðin í Stýrimannaskólann, í Shipping í Englandi og að lokum í hagfræði í Kanada. Sigurjón varð reyndur stýrimaður á fragtskip- um en hélt síðan til Rússlands. Þar út úr Kamtsjaka-þokunni steig yndisleg kona sem ákvað að Sigurjón skyldi verða hennar maður og hún Elvira er hlátur- mild og góð. Þau eignuðust tvö yndisleg og falleg börn, Stefaníu Ingu og Alexander Markús. Elv- ira, við elskum þig fyrir að vera svona góð kona og svona góð við Sigurjón. Sigurjón vann lengi fyrir Sam- skip í Rússlandi og náði síðan á toppinn, varð forstjóri (CEO) hjá Containerships, skipafyrirtæki í Finnlandi, aðeins 47 ára að aldri. Með eljusemi og snilld náði hann frábærri útkomu og fyrirtækið keypti sambærilegt fyrirtæki í Miðjarðarhafinu. Kannski var Sigurjón okkar eiginlegi sanni víkingur, skilaði góðu verki, laus við oflæti. Það dillaði í honum hláturinn ef maður lumaði á brandara, sem maður gerði iðulega af því að það var svo gaman að sjá hann hristast af hlátri. Skemmtilegast var að sjá hann hlæja og reyna að segja sögu í leiðinni. Þá hristist hann allur af gleði og hamingjan skein af andlit- inu og sagan bögglaðist einhvern veginn út úr honum á milli hlát- urkviðanna. En svo tók náttúran fram fyrir hendurnar á okkur og sendi ósýnilegan brotsjó í veg fyrir Sigurjón. En það er ekkert að gera núna nema bíta á jaxlinn og halda áfram svo við kveðjum nú besta vin okkar og félaga. Við sendum Elviru og börnun- um, móður hans, systur og bræðr- um og allra þeirra mökum og fjöl- skyldum, og vinum og samstarfsfólki hjá Containerships okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gísli Ólafsson, skipaverkfræðingur í Seattle. Ég kynntist Sigurjóni og Ellu í september 2001 þegar ég hóf nám við Ríkisháskólann í Pétursborg í Rússlandi. Með okkur tókst góð vinátta sem hefur styrkst og dafn- að síðan. Maður var svolítið ráð- villtur í nýju landi en gat alltaf treyst á Sigurjón, Pétur Óla Pét- ursson og Ragnar Tryggvason þegar eitthvað bjátaði á. Þeir voru stofnendur, stjórnarmenn og eig- endur Íslendingafélagsins í Pét- ursborg; formaður, gjaldkeri og varaformaður. Fleiri voru með- limirnir ekki. Húmorinn og gleðin skein í gegn, þetta eru ótrúlegir menn hver á sinn hátt og nú er einn þeirra farinn frá okkur. Ég mun aldrei gleyma Sigurjóni og þeim ótrúlega tíma sem við upp- lifðum í Rússlandi. Hann var ávallt einstaklega hjálpsamur, hann flutti jólapakkana og kortin milli Íslands og Rússlands fyrir mig og Steinþór vin minn jólin 2001 og bauð okkur ósjaldan í mat og drykk á heimili sínu. Einnig lánaði hann okkur vídeósafnið sitt yfir köldustu vetrarmánuðina þegar frostið fór stundum í –30°C. Þá komumst við að því að hann átti nánast allt Gene Hackman- safnið. Þvílíkur fjársjóður hugsuð- um við Steinþór og fórum varla út fyrir hússins dyr næstu vikurnar. Skemmtilegri og hlýlegri fjöl- skyldu en Sigurjón, Ellu og börn er ekki hægt að hugsa sér. Eftir að heim til Íslands var komið héld- um við áfram að hittast; Sigurjón og Ella komu til Íslands á sumrin og á jólum. Það var alltaf mikil til- hlökkun að hitta þau á þessum tíma ásamt börnum þeirra; Ingu og Alexander. Skemmtilegri og klárari krakka er sjálfsagt ekki hægt að finna. Með þrjú tungumál að vopni er framtíð þeirra svo sannarlega björt. Sigurjón var ein- staklega fróður um pólitík bæði á Íslandi og erlendis. Rússnesk saga og pólitík voru honum hugleikin og það voru ófáar kvöldstundirnar sem við áttum saman þar sem rætt var um fortíð, nútíð og framtíð Rússlands og var þá rússneskur vodki gjarnan við hönd. Þessi kvöld eru ógleymanleg. Sérstak- lega er mér minnisstætt þegar Sigurjón gaf mér bók um Nikita Krúshjov, fyrrum Sovétleiðtoga. Bókin var gefin út árið 2004 að mig minnir og hafði fengið Pulitzer- verðlaunin eftirsóttu. Ég vissi að þessi bók var rándýr og sagði við Sigurjón að ég gæti ekki tekið við svona dýrri gjöf. Þá sagði hann: „Það er allt í lagi, Kalli, ég á aðra heima.“ Kvöldið fór síðan í að ræða Krúshjov-tímann. Ég mun sakna samtala okkar. Sigurjón var einn af snjöllustu mönnum sem ég hef kynnst. Fádæma þekking hans á pólitík, mönnum og málefnum gerði öll samtöl okkar lífleg og skemmtileg. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Elsku Ella og börn, við Natalia vottum ykkur okkar dýpstu samúð á erfiðum tímum. Karl F. Thorarensen. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG RÓSA BENEDIKTA TRAUSTADÓTTIR sjúkraliði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Aglow – Ísland, kristileg samtök, 0526-26-7110, kt. 711094-2539. Sigurður S. Wiium, Hrefna Rós S. Wiium, Ívar Halldórsson, Sigurður Heiðar S. Wiium,Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Elva Ósk S. Wiium, Þórarinn Friðriksson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.00. Jón Berg Halldórsson, Helga Sigurgeirsdóttir, Guðmundur, Halldór Berg, Sigurbjörg, Ólafur Þór og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar og afi, SNORRI GÍSLASON, Skeljagranda 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 2. mars. Útför fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 11. mars kl. 11.00. Anna Stella Snorradóttir, Þórður C. Þórðarson, Áki Snorrason, Una Snorradóttir, Pétur Sveinsson og barnabörn. ✝ Útför okkar ástkæru KATRÍNAR KOLKU JÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.00. Eiríkur Valdimarsson, Valdimar Kolka Eiríksson, Ingibjörg Sólveig Kolka, Jón Bjarnason, Bjarni Jónsson, Ásgeir Jónsson, Gerður Bolladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, Guðmundur Sæmundsson, Laufey Erla Jónsdóttir, Páll Valdimar Kolka Jónsson, Sandra Sif Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.