Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VEGGUR... HOLA Í VEGGNUM... MÚS Í HOLUNNI! OSTUR Í MÚSINNI... MÚS Í HOLUNNI... HOLA Í... VISSIR ÞÚ AÐ FULLVAXTA ELGUR VEGUR 900 KG? ÍSBJÖRN VEGUR UM 800 KG OG FULLVAXTA ROSTUNGUR GETUR VEGIÐ ALLT AÐ 1500 KG? TÓLF KÍLÓ, EN NIÐURLÆGJANDI HVAÐ ER Í MATINN? SÉRSTAKUR RÉTTUR SEM MÉR FANNST TILVALIÐ AÐ HAFA UNDIR LOK MÁNAÐARINS HVAÐ ER ÞETTA? SLEGIÐ GRAS JÁ AUÐ- VITAÐ! ER Í ALVÖRUNNI EITTHVAÐ VIT Í ÞVÍ AÐ LEYFA SKOTVOPN Í ÞJÓÐGÖRÐUM? UM DAGINN LENTI ÉG Í ÞVÍ AÐ VERA ÓGNAÐ AF HÆTTULEGU VILLIDÝRI VILLI SPÆTA? HANN VAR AÐ HLÆGJA AÐ MÉR! ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG HEFÐI EKKI FALLIST Á AÐ HAFA EFTIRLIT MEÐ SKJÓLSTÆÐINGUM VINNUFÉLAGA MINNA Á MEÐAN ÞEIR ERU Í BURTU ÉG ÆTLAÐI AÐ SLAKA Á Í FRÍINU MÍNU EN NÚ ÞARF ÉG AÐ VERA UNDIR ÞAÐ BÚIN AÐ TAKAST Á VIÐ NEYÐARTILVIK ÆI NEI! VERTU ALVEG RÓLEG ÞETTA ER SÍMINN MINN JÁ, ÉG HEFÐI ÁTT AÐ ÞEKKJA HRINGINGUNA GÓMAÐU WOLVERINE EÐA ÉG DREP STÚLKUNA! ÉR VERÐ AÐ BJARGA MJ GOTT OG VEL ÞÚ NÆRÐ MÉR EKKI KALLINN! Einelti Ég vil þakka Berglindi Þorvaldsdóttur fyrir viðtal í DV um einelti í grunnskólanum í Hveragerði mánudaginn 7. mars sl. Því miður er einelti í þessum skóla ekki neitt einsdæmi. Þar virðast nemendur og skólayfirvöld eiga hlut að máli, ef ekki samvirk, þá með þögn og afskiptaleysi. Ég hef fylgst með þessum skóla í 29 ár og gæti þar af leiðandi sagt margar og því miður ljótar sögur. Sunna Guðmundsdóttir, Heiðargerði 8, Hveragerði. Ást er… … þegar hún merkir sér þig. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30. Vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist/prjónakaffi kl. 13, bók- menntakl. kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband, handavinna. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði- gjafarnir í Gullsmára fös. 11. mars kl. 14. Harmonikuleikararnir Guðni Stefánsson, Gunnlaugur Valtýsson og Sigurður Hannesson leika undir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. Hugleiðsla kl. 13.30 þann 10. mars, síðan annan hvern fim., handav. kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn. kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silf- ursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlistarh. kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10. Brids/handav. kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi-gong kl. 8.15, vatnsleikf. í Mýrinni, handav./karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing kl. 16.15. Skrán. á Vorhátíð í boði Oddfellow 24. mars, takmark. sæta- fjöldi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Miðar á Nei ráðherra 7. apríl, til sölu á skrifstofu í Eirhömrum, fáir miðar eftir. S. 5868014 eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Vinnustofur e. hád., m.a. myndlist, búta/perlusaumur. Lagt af stað kl. 17.30 að Hlöðum á Hvalfjarð- arströnd. Á morgun kl. 16 fyrsta skóflu- stunga að íbúðum v/Hólaberg 84. Furugerði 1, félagsstarf | Útskurður kl. 9. Handavinna kl. 9.30. Hraunbær 105 | Leikfimi kl. 9.30, fé- lagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, félagsv./pílukast kl. 13.30, sæludagar á Hótel Örk 27. mars til 1. apríl. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann- yrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16.30. Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi kl. 9.30, listasmiðjan kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa kl. 13, botsía kl. 13.30, þjóðlagastund kl. 15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa- vinna kl. 9/13. Leirlist kl. 9/13. Út- skurður kl. 9. Safnaðarheimili Dómkirkjunnar | Op- ið hús alla fim. kl. 13.30-16. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffanýs), ganga kl. 9.15, kertaskreyt- ingar/kóræfing, leikfimi kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handav. kl. 13, spil, stóladans kl. 13. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld kl 20. Umsjón: Félagar í Lionsklúbbi Njarð- víkur, Ástríður Helga Sigurðard., Stefán H. Kristins. og sóknarprestur. Skattar hafa verið töluvert til um-ræðu í þjóðfélaginu upp á síð- kastið. Og kannski er ekki úr vegi að rifja upp iðrunarsálm Hákonar Aðalsteinssonar skálds og skóg- ræktarbónda sem hann orti er hann fékk áminningu frá Skattstofu Aust- urlands. Tvö af fjórum versum eru svohljóðandi: „Nú hefur skaðast mikið mitt mannorð á þessum vikum, framtalið er víst ekki kvitt, uppvís telst að svikum. Þarna ég mistök gerði gróf, glatað er drengskaparheitið, fór svo á bak við Friðrik Sóf og fjármálaráðuneytið. Upphæðin var nú ekki stór, olli vart launaskriði. Ég man það svo vel að mikið fór í margs konar útgjaldaliði. Stundum í akstur eyddi ég allmiklum benzínforða, þrælaðist áfram þungan veg, svo þurfti ég líka að borða!“ En nú bar svo við, að Skattstofan svaraði erindi Hákonar í bundnu máli: „Þú veist nú að Frikki með fjárlagagatið fær ekki af skatttekjum nóg. Því alls staðar sér maður prettið og platið af prökkurum eigum við nóg. Við stöndum því hér í að stoppa í opið þótt stundum ei gangi nú hót því kálið ei verður úr ausunni sopið með arfa og djöflarót. Mér finnst þú mættir bæta um betur og bíta í skjaldarrönd. Kostnað að tíunda kannski þú getur með kontant nótu í hönd. Þá má brot þitt með skilningi skoða eins og skattstofufólki er tamt, en viðurlög munum við brotinu boða, barasta dálítinn skammt. Ég vona nú bara þú herðir upp huga og hristir tárin af kinn. Því nú verða dælingar Jökuls að duga og dusta pennann sinn. Guð mun þig leiða og létta þér sporið og ljúflega bæta þinn hag, ef ferðu svo líka með faðirvorið fjórum sinnum á dag!“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sköttum og sálusorgun - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.