Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 26

Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Brúðkaupsblað Föstudaginn 18. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur og veislusalir. Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt.efni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Eftir að ég kynntist Sinfón- íuhljómsveit Íslands fyrst fyrir tveimur árum sagði ég að hún væri ein af bestu hljómsveitum í heimi. Ég hef ekki skipt um skoðun,“ segir hinn víðfrægi hljómsveitarstjóri Gennadíj Rosdestvenskíj sem sveifla mun tón- sprotanum á tónleikum sveitarinnar í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30. Tónleikar Rosdestvenskíjs og SÍ á Listahátíð í Reykjavík fyrir tveimur árum eru tónelskum enn í fersku minni enda gengu gagnrýnendur svo langt að halda því fram að betur hefði varla verið gert í sögu sveitarinnar. Í kjölfarið samþykkti Rosdestvenskíj að taka við starfi aðalgestastjórnanda SÍ og mun hann stjórna tvennum tón- leikum nú í vor og öðrum tvennum í haust. Efnisskráin er ekki af lakara tag- inu í kvöld. Fyrsta skal telja hina kynngimögnuðu 8. sinfóníu Sjostako- vitsj, sem kom ráðamönnum í Sov- étríkjunum í opna skjöldu á sínum tíma og fór beint á svarta listann í Kreml, en þykir nú eitt helsta sinfón- íska meistaraverk 20. aldarinnar. „Sinfóníuhljómsveit Íslands fer einkar vel með þetta magnaða verk,“ segir Rosdestvenskíj. „Mér skilst að Rumon Gamba hafi verið mjög dug- legur að flytja Sjostakovitsj meðan hann var aðalstjórnandi hér og hann hefur greinilega unnið gott starf. Hljómsveitin skilur Sjostakovitsj og kann að upplifa hann.“ Rosdestvenskíj ber sérstakt lof á einn liðsmann sveitarinnar. „Ég hef stjórnað áttundu sinfóníunni á bilinu sjötíu til áttatíu sinnum út um allan heim en ég hef hvergi heyrt óbópart- inn leikinn eins vel og hér. Óbóleik- arinn er með franskt nafn,“ segir Rosdestvenskíj og blaðar í skjölum á borðinu sínu. „Hérna er það, Matt- hías Nardeau heitir hann.“ Spurður hvort hann hafi greint Matthíasi frá þessu persónulega svarar Rosdestvenskíj játandi. „Að sjálfsögðu. Ég hæli hljóðfæraleik- urum iðulega ef mér þykir þeir gera vel. Það er mjög mikilvægt.“ Schnittke var heimagangur Hitt verkið á efnisskránni er fiðlu- konsert nr. 4 eftir annað rússneskt tónskáld, Alfred Schnittke. Stjórn- andinn veit ágæt deili á einleik- aranum, það er sonur hans, Alexand- er Rosdestvenskíj, sem Yehudi heitinn Menuhin kallaði einn hæfi- leikaríkasta og fágaðasta fiðluleikara sinnar kynslóðar. „Þetta er dásamlegur konsert,“ segir Rosdestvenskíj yngri, „einn sá merkasti sem saminn var fyrir fiðlu á tuttugustu öldinni. Ég legg hann að jöfnu við 2. konsert Bartóks og 1. og 2. konsert Sjostakovitsj.“ Konsertinn var saminn fyrir Gidon Kremer árið 1984. Ekki skemmir það fyrir að Schnittke var persónulegur vinur for- eldra Alexanders Rosdestvenskíjs. „Hann var heimagangur á æsku- heimili mínu enda unnu þeir faðir minn mikið saman. Þegar ég var barn kom Schnittke oft færandi hendi með gjafir handa mér,“ rifjar hann upp brosandi. Morgunblaðið/Ómar Feðgar Gennadíj og Alexander Rosdestvenskíj verða í aðalhlutverkum hjá Sinfóníunni í kvöld. Skilur Sjostakovitsj  Gennadíj Rosdestvenskíj segir SÍ fara vel með áttundu sin- fóníuna  Sonurinn einleikari í 4. fiðlukonsert Schnittkes Það var flott að fá að heyraníu útsetningar sjálfs BobsBrookmeyers leiknarglæsilega af Stórsveit Reykjavíkur í nándinni í Slipp- salnum. Brookmeyer sló í gegn sem takka- básúnuleikari með Gerry Mulligan kvartettnum en hefur síðustu áratug- ina verið jafn þekktur sem útsetjari og tónskáld. Hann blés í frumútgáfu Thad Jones/Mel Lewis stórsveit- arinnar og útsetti líka fyrir þá sveit en hafði áður útsett fyrir nafntogaða stórsveit Mulligans. Eftir að Mel Lewis var einn við stjórnvölinn á Vil- lage Vanguard útsetti Brookmeyer mikið fyrir það band og þaðan voru þrjú fyrstu verkin sem Stórsveit Reykjavíkur lék á tónleikum sínum í Slippsalnum ættuð. „Hello and good- bye“, „Ding dong ding“ og „First love“. Tvö fyrstu verkin dæmi um hugmyndaríkan og oft dramatískan sveiflustíl Brookmeyers, en það síð- astnefnda af ætt Gil Evans, undublítt þar sem flygilhorn og klarinett voru áberandi. Kjartan Valdemarsson var frábær í ljóðrænni sóló sinni í því verki og ekki var hann síðri í kadens- unni í „Ding dong ding“ þar sem ný- klassískur spuni fylgdi í kjölfar im- pressjónísks tónaregns. Nýr flötur á þessu verki. Stórsveitin lék afbragðs- vel og er Sigurður Flosason að ná æ betri tökum á stjórnandahlutverkinu. Það er ekki hægt að nefna allt sem vel var gert í stuttri umfjöllun, en ýmsa aðra hápunkta en sóló Kjartans má nefna. „Nasty dance“ er mikið verk í hermistíl er Brookmeyer skrif- aði fyrir Joe Lovano, einn fremsta tenórsaxófónleikara djassins um þessar mundir og þar var Jóel Páls- son í aðalhlutverkinu, traustur að vanda. Haukur Gröndal blés ball- öðuna „Make me smile“, sem skrifuð var fyrir altistann Dick Oatts í Mel Lewis bandinu, en hann stjórnaði Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum 2007. Haukur var næmur á ljóðið í sóló sinni og tónninn hans verður æ betri. Þriðji einleiksópusinn var „Wil- low weep for me“ eftir Ann Ronell og útsetningin sú elsta á tónleikunum, frá 1968. Þarna var Kjartan Há- konarson í aðalhlutverki, flottur og tilfinningaríkur trompetleikari, sem alltof langt er síðan maður hefur heyrt blása boppað með lítilli hljóm- sveit. Það væri hægt að nefna mun fleiri stórfínar sólóir þetta kvöld eins og í skemmtilegri útsetningu Brook- meyers á „St. Louis blues“ W. C. Handys, sem hófst á hinum lýrísku nótum, klarinett, flautur og demp- arar á málmblásurunum. Seinna var vampað a la „Watermelon man“ og loks blastað með öll Basie-trixin í bakhöndinni og hrynsveitin svingaði feitt. Slippsalurinn Stórsveit Reykjavíkurbbbbn Einar Jónsson, Birkir Freyr Matthías- son, Kjartan Hákonarson, Snorri Sig- urðarson og Ívar Guðmundsson tromp- eta; Einar Jónsson, Samúel Jón Samúelsson og Stefán Ómar Jakobsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Haukur Gröndal, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson, Ingimar Andersen og Steinar Sigurðarson saxófóna, klarinettur og flautur, Kjartan Valdemarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur Grét- arsson trommur. Stjórnandi: Sigurður Flosason. Mánudagskvöldið 28.2.2011. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Stórsveit Reykjavíkur „Stórsveitin lék afbragðsvel og er Sigurður Flosa- son að ná æ betri tökum á stjórnandahlutverkinu,“ segir m.a. í dómnum. Stórsveitin glansar í Brookmeyer Rosdestvenskíj-feðgarnir eru ekki einir á ferð á Íslandi. Með í för er eiginkona Gennadís og móðir Alexanders, konsertpían- istinn kunni Viktoria Postni- kova, sem heillaði gesti SÍ upp úr skónum með flutningi á Moz- art fyrir tveimur árum. Hún er ekki bara komin til að hlusta á soninn og horfa á bóndann því á tónleikum SÍ eftir rétta viku sest hún við flygilinn og leikur einleik í 2. píanó- konsert Prokofíevs. Nánar verð- ur rætt við fjölskylduna í Sunnudagsmogganum. Frúin leikur NÆSTA VIKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.