Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Viðræður eru hafnar við leikarann Rob Lowe um að taka að sér hlutverk í gamanþáttunum Two And A Half Men og þar með kyndli leik- arans Charlies Sheens, sem var rekinn úr þátt- unum á mánudag. Lowe fer nú með hlutverk í bandarísku sjón- varpsþáttunum Parks & Recreation en hann er vel þekktur fyrir leik sinn í Brothers & Sisters og The West Wing. Samkvæmt fréttaflutningi TMZ hefur Lowe þekkt fjölskyldu Sheens frá unga aldri. Lowe í Two And A Half Men? Reuters Tveir og hálfur? Rob Lowe. David Beckham talar fallega um eiginkonuna Victoriu og segist spenntur fyrir að verða faðir í fjórða sinn í viðtali sem hann gaf í Los Angeles í gær. Beckham var að heimsækja barnaspítala í borginni og náðu fjölmiðlar tali af honum. Hann sagði Victoriu vera við hesta- heilsu en hún er komin fimm mánuði á leið. „Hún er hraust og henni líður vel,“ sagði knatt- spyrnustjarnan. „Við erum mjög spennt. Þetta eru spennandi tímar hjá fjöl- skyldunni,“ sagði Beckham einn- ig, en von er á barninu, sem er talið vera stúlka, í júlí. Ríkur Beckham með sonum sínum þremur. Von er á nýju barni í sumar. Eintóm ham- ingja hjá Beckham Ástralska söngkonan Kylie Minogue fagnaði í gær fimm ár- um án krabbameins sem hún greindist með árið 2005. Kylie hélt tónleika í Mílanó í gærkvöldi og fór svo beint í eftir- partí hjá Dolce & Gabbana þar sem hún sletti úr klaufunum ásamt kærastanum Andres Velen- coso. Dolce & Gabbana hönnuðu alla búninga fyrir tónleikaferðalag Kylie sem ber nafnið Aphrodite – Les Folies. Hönnuðirnir og Kylie hafa verið vinir í áraraðir og starfað mikið saman í gegnum tíð- ina. Drottning Kylie Minouge Fagnaði fimm krabba- meinslausum árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.