Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Brúnaþungir Verkalýðsforingjarnir Gylfi Arnbjörnsson og Sigurður Bessason eru liðtækir í Mottumars en þungir voru þeir á brún þegar þeir komu út af fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Kristinn Í tilefni þess, að hæstvirtur innanríkis- ráðherra sendi mér í morgun kynningar- bleðil um Icesavelögin og þjóðaratkvæða- greiðsluna um hana langar mig til að beina eftirfarandi spurn- ingum til ykkar og vænti þess að þú og aðrir háttvirtir þing- menn upplýsi mig og aðra, sem kunna að velkjast jafnmikið í vafa um ýmsar staðreyndir máls og und- irritaður. Var ykkur ekki kunnugt um ákvæði 40., 41. og 42. gr. stjórnar- skrárinnar? Voruð þið aldrei í nein- um vafa um, hvort lög nr. 13/2011 samrýmdust þeim ákvæðum? (Ég hitti í síðustu viku einn gamlan vin minn, sem hafði verið alþingismaður fyrir margt löngu. Hann sagði mér þegar samþykkt ykkar á lögunum kom upp í umræðunni. „Ef ég væri enn á þingi hefði ég greitt atkvæði gegn lögunum, því að þau brjóta gegn stjórnarskránni.) 2) Voru þið með opin augu og viss- uð hvað þið voruð að gera þegar þið samþykktuð 2. mgr. 4. gr. laganna nr.13/2011? (Lögunum um ríkis- ábyrgðir nr. 121/1997 var ætlað að veita fjárveitingarvaldinu visst að- hald og hvetja til ráðdeildar um vörslu og meðferð almannafjár, sbr. einnig lögin nr. 43/1993, um lána- sýslu ríkisins. Í 2. og 3. gr. ríkis- ábyrgðarlaganna eru sett ströng skilyrði þess að ríkisábyrgðir séu veittar, svo sem mat á greiðsluhæfi skuldara, mat á afskriftaþörf vegna áhættu, mat á tryggingum, sem leggja ber fram áður en ábyrgð er veitt, mat á áhrifum ríkisábyrgðar á samkeppni á viðkomandi sviði. Í 4. gr. ríkisábyrgðarlaganna er lagt bann við því að veita ríkis- ábyrgð nema 1) undangengin laga- heimild, 2) lánsþörf ekki hægt að uppfylla á almennum lánamarkaði og sýnt þyki að starfsemin sé hag- kvæm!, 3) að ábyrgðarþegi leggi fram a.m.k. 20% af heildarfjárþörf verkefnisins, 4) viðeigandi trygg- ingar að mati Ríkisábyrgðarsjóðs og að lokum: ríkissjóði er óheimilt að takast á hendur ábyrgð fyrir aðila, sem er í vanskilum við ríkissjóð. Með ákvæði 2. mgr. 4, gr. laga nr. 13/2011 var öllum þess- um lögföstu varúðar- og ráðdeildarákvæðum um meðferð almanna- fjár kastað fyrir róða. 3) Ef svar ykkar er já við spurningu í lið 2) hér að framan, hver nauður rak ykkur þá til að fara inn á grátt svæði að því er varðar stjórnskipulegt gildi laganna og víkja til hliðar grundvallarfyr- irmælum laga, um ráðdeild um með- ferð almannafjár, til þess að láta rík- issjóð takast á hendur ríkisábyrgð á skuldum gjaldþrota einkafyrirtækis úti í löndum, og greiða fyrirfram af almannafé tugi milljarða króna upp í gjaldfallna vexti án þess að hafa hugmynd um endanlega fjárhæð skuldarinnar. Megum við heyra ein- hverjar staðreyndir? Hvaða nauður? 4) Lá það fyrir, þegar þið sam- þykktuð lögin nr. 13/2011 hver af- skriftaþörf ríkissjóðs vegna ábyrgðaskuldbindinga eða ríkis- skulda væri áður en þessi ábyrgð væri veitt? Lá fyrir mat á greiðslu- hæfi skuldarans við afgreiðslu lag- anna? Hver framkvæmdi það mat? Hvílir einhver leynd yfir því? Má ekki upplýsa okkur, almenning, um það, eða teljið þið, að við getum ekki skilið það? 5) Ef þetta lá allt saman fyrir áður en þið samþykktuð Ice- savelögin, hvers vegna þarf einn ykkar nú að leggja fyrir fjármála- ráðherra ótal fyrirspurnir um skuld- bindingar ríkissjóðs, en upplýsingar um þær hefðu vitanlega átt að liggja fyrir Alþingi við afgreiðslu laganna? Finnast ykkur þetta vera traust- vekjandi vinnubrögð? Ég er að hugsa um að láta þetta duga í dag, en sendi ykkur fleiri á morgun, ef tilefni verður. Með góðri kveðju, Garðabæ, 28. mars 2011. Eftir Svein Snorrason » Til vina minna og flokkssystkina og annarra háttvirtra þing- manna, er samþykktu Icesavelögin nr. 13/2011 með auknum meirihluta hinn 16. febrúar sl. Sveinn Snorrason Höfundur er lögfræðingur. Fyrirspurn Því er nú haldið fram af forráðamönn- um Orkuveitunnar að hún sé á vonarvöl og við það að fara á hlið- ina. Hvað gengur mönnum til með tali af þessu tagi, sérstaklega í ljósi þess að það er í engu samræmi við þann fróðleik sem ný- samþykktur ársreikn- ingur fyrirtækisins fyrir árið 2010 veitir? Þar má að vísu sjá einhverjar blikur á lofti í lausafjárstöðu fyr- irtækisins, en það er hvergi nærri svo að sú staða ætti að leiða til þess að fyrirtækið standi frammi fyrir gjaldþroti og grípa þurfi í óðagoti til sérstakra ráðstafana. Það skyldi þó ekki vera að sú óheillakráka sem pólitíkin er spili hér einhverja rullu? Samkvæmt rekstrarreikningi fyr- irtækisins fyrir árið 2010 nam rekstrarhagnaður án afskrifta (ebitda) 14 milljörðum króna. Þá kemur ennfremur fram að vaxta- gjöld hafi numið 4 milljörðum króna. Það þýðir að fé úr rekstri nam 10 milljörðum króna til að standa undir greiðslu afborgana og fjárfestingar en nam 7 milljörðum króna árið á undan. Sama niðurstaða birtist í yf- irliti um sjóðstreymi en það sýnir að reksturinn skilaði handbæru fé að fjárhæð 11 milljarðar króna en 8 milljörðum króna fyrir árið á undan. Þetta þýðir að óbreyttum rekstr- arskilyrðum á næstu árum að fyr- irtækið mun geta greitt allar lang- tímaskuldir á rúmlega 20 árum að því gefnu að ekki sé fjárfest (það er að vísu óraunhæf forsenda því ein- hver viðhaldsfjárfesting er nauðsyn- leg en falla mætti frá nýfjárfestingu um sinn). Varla er það slæm staða fyrir fyrirtæki sem er í langtíma- rekstri. Tilkynnt hefur verið að fyrirtæk- inu verði því aðeins bjargað að eig- endur leggi fram 12 milljarða króna, hafin verði eignasala (vonandi ekki á tekjuaflandi eignum) og gjaldskrá fyrirtækisins verði hækkuð svo um munar. Þá er ótalið að nú þegar er búið að ráðast í lækkun á rekstr- arkostnaði með því að segja upp starfsfólki í stórum stíl og ef til vill stendur meira til í þeim efnum. Auðvitað er það gott og gilt að reyna að lækka rekstr- arkostnað, ef það er hægt, og ef til vill er það svo að ekki sé komin fram öll sú hag- ræðing sem að var stefnt við sameiningu veitufyrirtækja borg- arinnar á sínum tíma. Það er jú gömul og ný saga, sérstaklega í opinbera geir- anum, að hagræði af sameiningu getur tekið langan tíma að hirða. Hins vegar er aldeilis fráleitt að sú rekstrarmynd sem dregin var upp hér að framan kalli á þessar að- gerðir. Samkvæmt efnahagsreikningi nema langtímaskuldir fyrirtækisins um 225 milljörðum kr. sem felur í sér hækkun fyrir áhrifum geng- isbreytinga þannig að lánin hafa nærfellt tvöfaldast í krónum talið frá því ráðist var í þær fjárfestingar sem lánin tengjast og forsendur því allt aðrar en miðað var við í upphafi. Vissulega eru þetta miklar skuldir en því fer víðs fjarri að núverandi rekstur að óbreyttu geti ekki borið þær. Það má vel vera að nú um stundir eigi fyrirtækið í erfiðleikum með að endurfjármagna afborganir (17 milljarðar króna skv. samningum á árinu 2011), sem falla til á næstu mánuðum en það þýðir ekki að fyrirtækið sé gjald- þrota eða að það hafi siglt í strand. Málið er, að þeir erfiðleikar lúta ekki að grunnstoðum í fyrirtækinu sjálfu; þær eru styrkar. Þess í stað stafa þeir erfiðleikar fyrst og fremst af ástandi mála almennt á Íslandi í framhaldi af hruni bankanna á árinu 2008 og afleiðingum þess. Allir er- lendir bankar eru á varðbergi gagn- vart íslenskum aðilum. Hvernig á annað að vera, þegar til þess er litið að þeir hafa tapað mörg þúsund milljörðum króna á samskiptum við landið? Lái þeim hver sem vill þó að þeir fari varlega í samskiptum við ís- lensk fyrirtæki. Kjarni málsins er sá, að erlendir kröfuhafar hafa engu tapað á Orku- veitunni og munu engu tapa, jafnvel þótt engar breytingar væru gerðar á núverandi rekstri. En nú á að grípa til róttækra aðgerða, væntanlega að kröfu erlendra aðila, til þess að skipa rekstrinum og fjármögnun fyrirtækisins þannig að lágmarka áhættu þeirra. Nýtt eigið fé, sala eigna og gjaldskrárhækkun er lausnin. En nú er spurt: Hefur stefna verið mótuð um það hvernig rekstrarhættir verða í framhaldinu með hliðsjón af endurgreiðslum af lánum? Um hvað á að semja? Er nýjan stefnan sú, að stefnt verði að því að tekjuafgangur verði svo myndarlegur að unnt verði að greiða öll lán til baka á næstu 5-10 árum? Frá þessu þarf að skýra. Rannsóknarnefnd Alþingis lagði áherslu á að bæta þyrfti samskipti borgaranna við stjórnvöld og gagnsæi í þeim samskiptum ætti að vera meginviðmiðið. Er það í anda hinnar nýju gagnsæisstefnu að bera það ekki undir borgarbúa að þeir eigi nú að borga orkureikninga sem rugla svo um munar kynslóðajöfn- uðinn sem þarf að vera í greiðslu fyrir orku? Það skiptir máli að borg- aryfirvöld skýri satt og rétt frá stöðu Orkuveitunnar og hver vand- inn er sem við er að etja og af hverju hann stafar. Það gengur ekki að láta að því liggja að reksturinn sé vanda- málið; það eru ósannindi. Tölur fyr- irtækisins í ársreikningi segja aðra sögu og hryllingssögur (var það kannski grínsaga?) um yfirvofandi gjaldþrot eru uppspuni og vaknar þá spurning um hvort þær séu settar fram af annarlegum hvötum. Sann- leikurinn er auðvitað sá að engum alvöru bankamanni dytti í hug að krefjast gjaldþrots vegna hnökra í endurfjármögnun, enda væri það vísasta leiðin til að tapa miklu fé og að ástæðulausu, þegar til þess er lit- ið hversu traustur reksturinn er í raun skv. síðasta ársreikningi. Er verið að segja okkur satt um Orkuveituna? Eftir Stefán Svavarsson Stefán Svavarsson Höfundur er endurskoðandi » Það gengur ekki að láta að því liggja að reksturinn sé vanda- málið; það eru ósann- indi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.