Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 30
Jóhannesarpassía Johanns Sebastians Bachs verður flutt á tvennum tónleikum í Hallgríms- kirkju, á morgun, föstudaginn 1. apríl, klukkan 20 og á laugardag klukkan 17. Hún verður einnig flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, á sunnudaginn, og hefjast tónleikarnir þar klukkan 17. Flytjendur á tónleikunum eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og einsöngvararnir Þóra Einarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson bassi, Andri Björn Ró- bertsson bassi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Benedikt Kristjánsson tenór. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Jóhannesarpassían hefur oft verið sögð eitt af meginverkum tónlistarsögunnar en hún var fyrst flutt í Leipzig árið 1724. JÓHANNESARPASSÍAN Á ÞRENNUM TÓNLEIKUM 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Ástarbréf sem breska skáldið John Keats (1795-1821) sendi var selt á upp- boði í London í vikunni fyrir 96.000 pund, rúmlega sautján milljónir króna. Keats, sem er talinn eitt helsta skáld rómantíkur í Bretlandi, skrifaði bréfið til Fanny Brawne árið 1820, árið áður en hann lést 25 ára gamall úr berklum. Brawne var nágranni Keats í Lund- únum en þau náðu aldrei saman sökum veikinda skáldsins. Í bréfinu kallar Keats sig „fátæk- an fanga“ sem nái ekki að „syngja í búrinu“ og harmar að geta ekki kysst stúlkuna sem hann elskar. Bréf Brawne til Keats voru grafin með honum eftir að hann lést í Róm, en bréfið sem var selt á upp- boðinu var hið síðasta sem enn var í eingaeigu af 30 bréfum hans til stúlkunnar. Verðmætt ástarbréf Johns Keats John Keats Kaupendur frá Asíu voru áberandi á uppboði Chris- tie’s á postu- línsgripum í New York í vikunni, sam- kvæmt The Art Newspa- per. Sjö af verðmætustu gripunum voru seldir söfnurum í Kína. Alls seldust postulínsgripir fyrir 23 milljónir dala á uppboðinu, 2,6 milljarða króna. Gripirnir komu allir úr safni Gordon-hjónanna sem hófu að safna á áttunda áratugnum. Dýrasta verkið var glerjaður vasi frá lokum 18. aldar en hann var sleginn kaupanda á átta milljónir dala, 912 milljónir króna. Það er metverð á uppboði fyrir einlitt postulín frá Qing-keisaratímanum. „Verkin voru dýr en gæðin ein- stök,“ er haft eftir kaupanda. Kínverjar kaupa postu- línsverk Sleginn fyrir 8 milljónir dala. Sýning Sólveigar Eggerts- dóttur myndlistarkonu í List- húsi Ófeigs hefur verið fram- langd til miðvikudagsins sjötta apríl. Á sýningunni eru ýmis verk sem Sólveig hefur unnið með blandaðri tækni; verk á pappír og unnin með ýmsum miðlum. Sólveig lauk námi við mynd- höggvaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1990. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Listhús Ófeigs er á Skólavörðustíg fimm. Opið er á almennum verslunartíma og eru allir vel- komnir á sýninguna. Myndlist Sýning Sólveigar framlengd Sólveig Eggertsdóttir Á morgun, föstudag, eru síð- ustu forvöð að senda inn mynd- ir af bókaskápum í verkefnið „Komdu með til Frankfurt“. Sögueyjan Ísland, sem ann- ast þátttöku Íslands í bóka- kaupstefnunni í Frankfurt í haust, ætlar að bjóða gestum á íslensk bókaheimili – og bjóða sem flestum Íslendingum að taka þátt í Bókasýningunni með því að sýna bókaskápinn sinn þar. Hægt er að senda Sögueyjunni mynd af bókaskápnum sínum og þannig vera með. Mynd- irnar á að senda inn á info@sagenhaftes-island.is eða hlaða þeim beint inn á Facebook-síðu verkefn- isins. Bækur Síðustu forvöð að senda inn myndir Bókaskápur Thors Vilhjálmssonar. Íslenski dansflokkurinn verð- ur með fjölskyldusýningu í Menningarhúsinu Hofi á laug- ardag, 2. apríl, klukkan 14. Jafnframt mun dansflokkur- inn bjóða upp á frítt dans- námskeið fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni á morgun, föstudag, en þá er nemendum í 8. til 10. bekk boðið að kynnast nútímadansi. Á sýningunni á laugardag verða tvö ólík verk sem höfða til breiðs áhorf- endahóps. Fyrra verkið, Großstadtsafari, er eftir Jo Strömgren. Það er öflugt dansverk sem gerir kröfur. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman, en það er fyndið og rómantískt. Dans Sýning og námskeið ÍD í Hofi Úr Großstadtsafari dansflokksins Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jóhannesarpassían er eitt af helstu stórverkum tónlistarsögunnar – eitt af þessum klassísku verkum sem eru ný í hvert skipti sem þau eru flutt,“ segir Hörður Áskelsson. Hann stjórnar flutningi verksins á þrenn- um tónleikum um helgina, í Hall- grímskirkju á föstudag og laug- ardag, og í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudag. Flytjendur á tónleikunum eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Al- þjóðlega barokksveitin í Den Haag og einsöngvarar. Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach var frumflutt í Leip- zig í Saxlandi, þar sem Bach starfaði sem tónlistarstjóri, á föstudaginn langa árið 1724. Verkið er byggt á frásögn Jóhannesarguðspjalls af síð- ustu stundunum í lífi Krists, píslum hans og krossfestingu. Sögusvið at- burðanna þykir málað á áhrifamik- inn hátt í mögnuðu tónmáli og gegn- ir kórinn lykilhlutverki í dramatískri framvindu frásagnarinnar. Í verkinu eru margir glæsilegustu kórakaflar tónlistarsögunnar en einnig fagrar aríur og fínlegar sálmaútsetningar. Barokkhljómurinn virkar vel Þetta er í þriðja skipti sem Hörð- ur stýrir flutningi passíunnar en í yf- irliti í efnisskrá tónleikanna kemur fram að þetta verður í sextánda skipti sem verkið er flutt hér á landi. Jóhannesarpassían var fyrst flutt hér á landi af Kór Tónlistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur í Frí- kirkjunni árið 1943, undir stjórn Vic- tors Urbancic. „Það var ótrúlega merkilegur við- burður í tónlistarsögu Íslands en sungið var á íslensku,“ segir Hörður. „Urbancic setti vers úr Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar undir sálmalögin. Hann vildi meina að þá væru textar verksins orðnir samboðnir sálmalögum Bachs.“ Hörður segir að sérstaða flutn- ings Jóhannesarpassíunnar nú sé að verkið sé flutt með barokkhljóm- sveit og upprunalegum hljóðfærum. Hann segir samstarfið við Al- þjóðlegu barokksveitina í Dan Haag hafa verið framúrskarandi á liðnum árum, en hún hefur oft komið hingað til lands og tekið þátt í flutningi verka með kórum Hallgrímskirkju. „Samstarfið við barokksveitina hefur borið marga góða ávexti. Þetta er í sjöunda skipti sem hópurinn kemur til Íslands að leika með okk- ur. Það urðu miklir fagnaðarfundir, eins og ættarmót, þegar þau komu til landsins í gær.“ Hörður segir barokkhljóminn virka afar vel í verki Bachs. „Þegar maður er einu sinni kom- inn á bragðið þá finnst manni þetta „réttur“ hljómur,“ segir hann. „Til dæmis munar um að flutning- urinn er hálftón lægri en með nú- tímahljóðfærum, stilling hljóðfær- anna er önnur, og það slakar aðeins á þessari hörðu spennu. Þetta er gríðarlega spennuþrungin tónlist og átakamikil, en krafturinn er ekki eins þaninn með gömlu barokkhljóð- færunum, léttleikinn er meiri. Þetta verk hefur allt til að bera sem gott drama býður upp á. Átökin eru áþreifanleg þegar lýðurinn öskr- ar: Krossfestu hann! Það er yf- irþyrmandi dramatískt. Á milli koma síðan þessar eyjar íhugunar og hvíldar, þar sem hugað er að því hvað er að gerast í sögunni og hvað lærdóm megi draga af því.“ Hörður segir að ekki séu margir í kórnum núna sem tóku þátt í flutningnum fyrir ellefu ár- um en félagarnir hafi fagn- að þegar nefnt var að mögulega myndu þau flytja þetta verk. „Kórinn gengur að þessu verkefni af gríð- armiklum áhuga og lífi,“ segir hann. Auk hinna reyndu Ágústs Ólafssonar og Þóru Ein- arsdóttur, leitaði Hörður til þriggja einsöngvara sem eru að stíga sín fyrstu skref á þeirri braut. Hinn 23 ára gamli tenór Benedikt Kristjánsson tekst í fyrsta skipti á við hið kröfuharða hlutverk guðspjallamannsins, og þá eru þau Andri Björn Róbertsson bassab- aritón og Sigríður Ósk Kristjáns- sonar nýkomin fram í sviðsljósið. Í fyrsta skipti í Hofi Tónleikarnir í Hofi á sunnudag eru tileinkaðir minningu föður Harð- ar, Áskels Jónssonar sem var áber- andi í tónlistarlífi Akureyringa á lið- inni öld. Á þriðjudaginn kemur er öld liðin frá fæðingu Áskels. „Hann var vinsæll á Akureyri og alltaf til í að gera öllum greiða, spila og hjálpa til, hvort sem það voru jarðarfarir, þorrablót eða söng- skemmtanir,“ segir Hörður. „Pabbi var lengi organisti í Lögmannshlíð- arsókn, sem seinna hét Glerársókn, eða í rúm fjörutíu ár. Hann stjórnaði Karlakór Akureyrar líka í 23 ár og kom víða við sögu, nánast sjálf- menntaður maðurinn.“ Hörður segir að faðir sinn hafi sungið í kórnum í fyrsta flutningi Jó- hannesarpassíunnar hér á landi, í Fríkirkjunni árið 1943. „Nú er Jóhannesarpassían flutt í fyrsta skipti á Akureyri og þar hefur heldur aldrei fyrr heyrst í fullskip- aðri barokksveit með upprunalegum hljóðfærum. Það er gaman að geta flutt verkið í þessu nýja menningar- húsi, Hofi,“ segir Hörður. „Þetta er gríðarlega spennu- þrungin tónlist og átakamikil“ Morgunblaðið/Kristinn Guðspjallamaður Benedikt Kristjánsson syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í fyrsta skipti. Jóhannesarpassían flutt á þrennum tón- leikum um helgina Edda Arnljótsdóttir lagði til að mynda krók á hala sinn á barnum. Það tókst svona og svona. 33 » Sigurður Pálsson leik- og ljóðskáld ræðir um leikrit sitt Utan gátta í fyrirlestri í Há- skóla Íslands í dag. Fyrirlestur- inn verður í stofu 105 á Háskóla- torgi og hefst klukkan 12. Fyrirlestur Sigurðar er hluti af röð sem ritlist við íslensku- og menningardeild hugvísindasviðs skipuleggur. Leikritið Utan gátta sópaði að sér verðlaunum þegar það var sýnt og var Sigurður valinn leikskáld ársins á uppskeruhátíð leiklistar- fólks. Sigurður mun fjalla um sköp- unarsögu verksins og sérstöðu þess meðal verka sinna. Sigurður ræðir um Utan gátta Sigurður Pálsson Eitt helsta kirkjutón- verkið Jóhann Sebastian Bach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.