Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 23
✝ GuðbjarturKjartansson
fæddist í Reykjavík
18. nóvember 1957.
Hann lést á hjarta-
deild LSH við
Hringbraut 20.
mars 2011. Hann
var sonur hjónanna
Sigríðar Nikulás-
dóttur, f. 16. júní
1918, d. 24. mars
1973, og Kjartans
Þorleifssonar, f. 4. júlí 1918, d.
8. mars 1994. Guðbjartur var
næstyngstur sjö systkina og eru
þau í aldursröð: a) Bryndís, f.
26. júlí 1943, maki Karl Arason,
arholtsskóla. Hann fór snemma
að sjá fyrir sér með hinum ýmsu
störfum, og lá leið hans fljótlega
til sjós, og starfaði hann lengst
af á sambandsskipunum. Frá
árinu 1987 var hann starfandi
fangavörður við Hegning-
arhúsið við Skólavörðustíg til
ársins 2006, er hann tók við
varðstjórastöðu við Fangelsið
Kópavogsbraut 17. Guðbjartur
sótti mörg námskeið í tengslum
við starf sitt og gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
fangaverði og fangavarða-
félagið, og var um tíma í stjórn
félagsins. Guðbjartur gekk til
liðs við Druit-stúkuna Fjölni 28.
janúar 2009 og var virkur og
áhugasamur félagi allt til
dauðadags.
Guðbjartur verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju í dag,
31. mars 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
þau eiga sex börn,
b) Ágústa, f. 10. maí
1947, maki Ólafur
F. Ólafsson, þau
eiga þrjá syni, c)
Halldór Valgeir, f.
11. maí 1949, d)
Helgi, f. 28. nóv-
ember 1950, d. 23.
ágúst 2010, e) Svan-
hvít, f. 6. september
1953, maki Einar S.
Sigurðsson, þau
eiga fjögur börn og f) Bára, f.
21. apríl 1963, hún á tvö börn.
Guðbjartur ólst upp í Mel-
gerði 25 í Reykjavík og lauk
hann skyldunámi frá Rétt-
Það var milt og gott veður og
útgeislun frá snjónum. Þvílík
kyrrð og ró sem var fyrir utan
gluggann þegar Guðbjartur
frændi kvaddi þetta líf. Mér finnst
það jafn óraunverulegt og þegar
Helgi bróðir hans dó fyrir sjö
mánuðum. En mig langar að
minnast þeirra í nokkrum orðum
og þakka fyrir samfylgdina og all-
ar gleðistundirnar sem við áttum
saman. Umburðarlyndi og jafnað-
argeð einkenndi bræðurna og þeir
voru ekki að æsa sig yfir hlutun-
um. Ekki heldur þegar við krakka-
skarinn (systrabörn þeirra) gerði
innrás inn í Melgerði með tilheyr-
andi ágangi og hávaða. Trúlega
hefur Helgi verið í kokkanáminu í
Danmörku á þessum tíma því ég
man ekki svo mikið eftir honum
heima í Melgerði en ég man þegar
hann var að koma að utan með
góðgæti handa okkur krökkunum.
Guðbjartur hafði einstakt lag á að
róa okkur krakkana niður með því
að lána okkur tindátana sína eða
fótboltamyndirnar og við fengum
líka að skoða frímerkin hans sem
hann var þá byrjaður að safna.
Aldrei hastaði hann á okkur. Það
merkilega við það er að Guðbjart-
ur var aðeins sex árum eldri en ég
og Bára systir hans. Þá voru ófáar
stundirnar sem við Bára áttum í
herbergi Guðbjartar á unglingsár-
um okkar þar sem við fengum að
hlusta óspart á hljómplöturnar
hans. Og hann eftirlét okkur líka
herbergið sitt þegar hann var á
sjónum. Guðbjartur vann um tíma
hjá Olíufélaginu og kynntist þar
Eiríki (eiginmanni mínum) sem
væri ekki frásögu færandi nema
fyrir það að Guðbjartur reddaði
Eiríki aukavinnu í fiskverkuninni
þar sem við Bára unnum, ásamt
afa sem var verkstjóri. Við eigum
því Guðbjarti það að þakka að hafa
kynnst.
Guðbjartur hafði alltaf gaman
af því að ferðast. Hann fór meðal
annars í heimsókn til bróður síns
sem bjó og starfaði sem kokkur í
Danmörku þar til Helgi lenti í bíl-
slysi árið 1988 en þá fluttist Helgi
aftur til Íslands og bjó í Hátúni.
Það var Guðbjartur sem ræktaði
sambandið við alla í fjölskyldunni.
Hann hringdi reglulega til að fá
fréttir. Oft fór hann í bíltúr með
einhverju systkina sinna og höfðu
þau þá iðulega viðkomu í kaffi hjá
öðrum í fjölskyldunni. Mér þótti
sérlega gaman þegar hann kíkti í
heimsókn til mín, þá gat ég gauk-
að að honum umslagi með frí-
merkjum sem ég hafði safnað fyr-
ir hann. Guðbjartur var líka
einstaklega duglegur að hafa ofan
af fyrir Helga og taka hann með
sér í sunnudagsbíltúra.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar ég fékk að fara með
Guðbjarti, mömmu, Halldóri og
Svanhvíti á Snæfellsnesið, þar
sem hin systkinin höfðu ekki tök á
að fara. Ferðinni var heitið með
Baldri á Flatey en þegar við kom-
um í Stykkishólm kom í ljós að
báturinn var bilaður. Stundum
fara hlutirnir ekki eins og við ætl-
uðum en við héldum áfram og fór-
um þess í stað í fjöruferð. En nú er
komið að leiðarlokum. Það er allt-
af erfitt að kveðja en minningin
um Guðbjart og Helga mun lifa
áfram með mér og öðrum sem
voru svo heppnir að þekkja þá.
Sigríður Sigurðardóttir.
Á glaðbjörtum febrúardegi
gægðust vetrargosar og krókusar
upp úr moldinni, kumpánlegir líkt
og þeir vildu vekja athygli okkar á
hversu fljótt þeir væru á ferð. Við
horfðum á gula og hvíta kolla og
hrifumst af fegurð þess lífs sem
brosti til okkar. Gott ef ekki dálítið
meyrir þar sem við reyndum að
klæða hugsanir okkar í heim-
spekilega kápu sem var líkt og oft
áður vel við stærð á mig en smell-
passaði á frænda. Þarna stóð
hann, stór, dálítið fattur, líkt og
bóndi á góðum réttardegi. Við lík-
ar aðstæður skaut þeirri hugsun
stundum niður í huga mér hvort
hann myndi rétta mér tóbakshorn
og fleyg. Það hefði brotið gegn
lífsmynstri hans en verið í sam-
ræmi við þá mynd af djúpvitrum
bónda sem svo oft kom í hugann
þegar fundum okkar bar saman.
Hann bar með sér djúpa visku í til-
gerðarleysi sínu og jákvæðni.
Það er mér mikils virði að leiðir
okkar skyldu liggja saman að nýju
og verða að vináttu. Það sem sam-
einaði okkur var áhugi á sögu og
ferðalögum, á söguferðum. Í góð-
um hópi var Guðbjartur ekki
hrókur alls fagnaðar, hann þurfti
hvorki að sýnast bestur né mest-
ur. Í því fólst stærð manns sem
var laus við þörf á að bera sig sam-
an við aðra. Hún fór ekki fram hjá
neinum þessi góða nærvera
manns sem aldrei hallaði orði á
aðra og notaði orðið nei helst þeg-
ar það merkti já.
Hann þurfti ekki að hrópa á
torgum að frímerkjasöfnun væri
göfug og merkileg til þess að
ferðafélagar hans vissu af ástríðu
hans. Það leið sjaldan langur tími
frá því ferð var hafin þar til við
vorum öll komin á útkikk eftir
pósthúsum. Eftir okkar fyrstu
ferð með frænda um Pólland ef-
uðumst við ekki um sögulegt gildi
póstþjónustu og frímerkja. Ef ein-
hvern tíma hefur læðst að grunur
um hið gagnstæða hvarf hann
þann heita sumardag þegar við
stóðum fyrir framan pósthúsið í
Gdansk. Í þessu húsi hafði starfs-
fólkið varist sveitum Hitlers í 15
klukkustundir á fyrsta degi seinni
heimstyrjaldar. Þá sögu sagði
Guðjartur af þekkingu og samúð
sem ekki gleymist.
Þar sem við frændur stóðum
þennan milda febrúardag, dáð-
umst að fegurð blóma og undruð-
umst hvatvísi þeirra, setti að okk-
ur geig um hugsanlegt hret og
dauða. Við vissum náttúrulega
líka að þótt þau lifðu veturinn af
myndi líf þeirra, líkt og okkar, að-
eins verða augnabliksblossi í ei-
lífðinni. Við sem þekkjum hring-
rás árstíðanna vitum hvenær blóm
sölna og hníga í kalda mold, en við
vitum sem betur fer sjaldnast
hverjum klukkan glymur næst.
Það vissu póstmennirnir í Danzig
ekki og það vissum við frændi
ekki. Nú þegar dauðinn hefur fyr-
irvaralaust læst greipum sínum í
vin og frænda svíður í hjartað þótt
okkur öllum sé ljóst að Hallgrímur
sálugi Pétursson hafði lög að
mæla þegar hann sagði:
„Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.“
(Hallgrímur Pétursson)
Fyrir hönd vina og ferðafélaga
sendum við ástvinum Guðbjarts
samúðarkveðjur.
Þorleifur og Þóra.
Það er sárt að sjá á eftir góðum
vin. Það er svo undarlegt að hugsa
til þess að í lok febrúar var allur
vinahópurinn saman kominn til að
næra líkama og sál og aðeins fimm
dögum seinna kom áfallið. Eins og
hendi væri veifað er höggvið skarð
í vinahópinn.
Kynni okkar félaganna hófst í
gleði yngri áranna, sem skilja eftir
sig margar góðar minningar. Guð-
bjartur keypti snemma íbúð á
Langholtsveginum og þar hitt-
umst við oft og áttum góðar stund-
ir. Guðbjartur var um tíma dyra-
vörður í Sigtúni á Suðurlands-
brautinni. Þá lokuðu skemmti-
staðirnir klukkan hálf tólf og það
gat komið sér ágætlega þegar
Guðbjartur var í dyravörslunni og
liðkaði aðeins til fyrir okkur vin-
unum sem vorum á ferðinni. Það
er eftirminnilegt kvöldið 8. desem-
ber 1980, það er kvöldið sem John
Lennon var myrtur. Þá loguðu
kerti um alla íbúð á Langholtsveg-
inum og við syrgðum tónlistar-
manninn mikla. Síðan var farið í
Sigtún og þar átti John Lennon
staðinn, þegar lögin hans voru
spiluð og gestir veifuðu kveikjur-
um eins og kertum.
Guðbjartur ferðaðist mikið
bæði hér innanlands og erlendis.
Það var þó einn staður, Þórsmörk,
sem hann hafði mikinn áhuga á að
heimsækja. Það var ánægjulegt
þegar við vinirnir fórum þangað
saman sumarið 2009. Guðbjartur
heillaðist af staðnum og nátt-
úrunni. Veðrið í ferðinni var alveg
einstakt og yndislegt að njóta úti-
verunnar innan um ægifagurt
landslagið.
Guðbjartur hafði mikinn áhuga
og góða þekkingu á landafræði og
sögu, þá sérstaklega á seinni
heimsstyrjöldinni. Það voru oft
skemmtilegar og fróðlegar sam-
ræður um þetta viðfangsefni og
gaman þegar Guðbjartur var að
segja frá og lýsa gangi mála.
Við fjórmenningarnir náðum
mjög vel saman, með svipaðan
tónlistarsmekk og áhuga á kvik-
myndum. Vinátta okkar hefur ein-
kennst af virðingu og umhyggju
hvers fyrir öðrum, vináttu sem
aldrei hefur borið skugga á.
Alla tíð höfum við vinirnir hald-
ið þeim sið að hittast á afmæli hver
annars. Við stofnuðum svo með
okkur félagsskap sem við nefnd-
um Bjartsýnisklúbbinn, en til-
gangurinn með honum var að hitt-
ast reglulega og fá okkur góðan
göngutúr, snæða saman og
spjalla. Allir fjölskyldumeðlimir
taka þátt, eiginkonurnar, börnin
og nú í seinni tíð hundurinn Týra.
Guðbjartur hefur ávallt verið mik-
ill fjölskylduvinur og fylgdist vel
með högum okkar allra. Hans er
nú sárt saknað, söknuður sem að-
eins verður fylltur upp með góð-
um minningum um Guðbjart,
gleði hans, ástríki, kærleik og vin-
áttu.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
- - - -
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við sendum systkinum Guð-
bjarts og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að veita þeim styrk á
þessum erfiðu tímum.
Megi minningin um ástkæran
vin lifa að eilífu.
Jón og Ingibjörg, Eyþór og
Ólöf, Hlöðver og Hanna Fríða.
Hann var stór á velli og ljúfur
við þá sem hann þekkti. Það var
ekki annað hægt en að bera mikla
virðingu fyrir honum. Kynni okk-
ar hófust í félagsheimili Félags frí-
merkjasafnara fyrir mjög mörg-
um árum síðan. Hann hafði þá
verið félagi lengi. Hann var virkur
félagi og mætti á þá fundi sem
hann gat ef hann var ekki að
vinna. Það gat verið gott að detta
stundum inn í heim frímerkjanna
á löngum vöktum fangavarðarins.
Ég kynntist honum nokkuð vel og
voru ófáir skiptifundir okkar.
Stundum var farið í göngutúra um
Fossvogsdalinn og spjallað um
þjóðmálin. Ég hitti Guðbjart um
viku fyrir andlátið. Þá var það
helst að frétta að bjart væri fram-
undan. Minningin lifir um góðan
dreng.
Sveinn Ingi Sveinsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Genginn er góður maður. Við
vinkonurnar, sem áttum því láni
að fagna að njóta handleiðslu Guð-
bjarts Kjartanssonar og vinna
undir stjórn hans um tíma, viljum
með örfáum orðum þakka vináttu
hans og velvild í okkar garð.
Guðbjartur var ekki aðeins
samstarfsfélagi okkar og yfirmað-
ur, heldur var hann góður vinur
okkar. Hann hafði góða nærveru,
öllum leið vel í návist hans. Guð-
bjartur var mikill frímerkjasafn-
ari, og reyndum við vinkonurnar
að senda honum póstkort þegar
við vorum á ferðalögum. Daginn
sem hann lést sátum við saman í
vorsólinni í Brussel, hugsuðum
hlýlega til hans og skrifuðum póst-
kort, í þetta sinn með sérstökum
baráttukveðjum þar sem við viss-
um að hann átti við veikindi að
stríða. Sama kvöld fengum við
þær sorglegu fréttir að hann væri
fallinn frá. Okkur þykir erfitt að
vera fjarri þegar kveðja þarf kær-
an vin. Því kveðjum við Guðbjart
með þessum orðum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Fjölskyldu Guðbjarts og öðrum
aðstandendum sendum við sam-
úðarkveðjur.
Katrín Halldórsdóttir og
Katrín Pálsdóttir.
Kveðja frá
Fangavarðafélagi Íslands
Fyrir hönd Fangavarðafélags
Íslands langar mig að minnast
Guðbjarts Kjartanssonar og votta
öllum ættingjum og venslamönn-
um hans okkar innilegustu samúð.
Það er erfitt að lýsa Guðbjarti
öðruvísi en svo að hann var hvers
manns hugljúfi og vildi allra vanda
leysa. Í því erfiða starfi sem hann
gegndi sem fangavörður og varð-
stjóri fékk þessi eiginleiki hans oft
að njóta sín, enda kunni hann að
fara mjúkum höndum um brotnar
sálir. Hann var traustið og örygg-
ið holdi klætt og margir leituðu til
hans með sín innstu mál, bæði
fangar og frjálsir menn. Fátt kom
honum úr jafnvægi, hvað þá að
hann skipti skapi. Hins vegar var
oft stutt í hláturinn hjá Guðbjarti
og var hann mjög smitandi, þann-
ig að mönnum hélst ekki lengi
uppi að vera í fýlu í návist hans.
Þessir eiginleikar hans, auk
margra annarra kosta, gerðu Guð-
bjart að góðum og traustum fé-
laga og vini sem nú er sárt saknað.
Guðbjartur hafði mikinn áhuga
á félagsmálum og hann tók virkan
þátt í starfi Fangavarðafélags Ís-
lands. Hann var til margra ára að-
altrúnaðarmaður félagsins, auk
þess sem hann átti í nokkur ár
sæti í stjórn, fyrir utan önnur
trúnaðarstörf sem hann gegndi
fyrir félagið. Þegar kom að kjara-
málum og túlkun kjarasamninga
var hann jafnan lykilmaður, enda
fáir jafn vel að sér í þeim málum
og hann. Hann var líka minnugur
og glöggur á tölur og fjármál og
hann hafði alltaf mikið til málanna
að leggja þegar félagið stóð í
kjarasamningum.
Ótímabært fráfall Guðbjarts er
áfall fyrir Fangavarðafélagið eins
og svo marga aðra, þar er nú svo
sannarlega skarð fyrir skildi. Við
minnumst hans með þakklæti í
huga fyrir allt það óeigingjarna
starf sem hann vann fyrir félagið
og fyrir íslenska fangaverði. Guð
blessi minningu hans.
Einar Andrésson, formaður
Fangavarðafélags Íslands.
Við vitum aldrei hvað gerist á
okkar löngu vöktum.
Þú fórst of fljótt og of snöggt,
enginn veit hvað gerist þegar mað-
ur kveður eftir næturvakt og næsta
vakt tekur við. En þennan dag náði
ég ekki að kveðja þig almennilega
eða eins og ég vildi hafa gert.
Svo ótrúlega þolinmóður, og
skiptir ekki skapi, tókstu á við
okkar erfiða og krefjandi starf í öll
þessi ár, það þarf sterk bein til að
endast svona vel og lengi í þessu.
Þú hugsaðir alltaf svo vel um
systur þínar og passaðir uppá að
þær fengju kjöt á haustin og
treystir á að þær myndu bjóða þér
í mat í staðinn, sem þær auðvitað
gerðu. Um búshætti í sveitinni
minni spurðir þú oft og ætlaðir nú
að koma þar við ef þú ættir leið
þar hjá yfir sumartímann.
Margar minningar geymi ég
um okkar starf saman og tek þol-
inmæði þína til fyrirmyndar.
Takk fyrir frábæran starfs-
tíma, sem hefði átt að vera miklu
lengri.
Kæru aðstandendur, ég vil
votta ykkur samúð mína á erfiðum
tímum.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Dagný Sturludóttir
fangavörður.
Kveðja frá Fangelsis-
málastofnun ríkisins
Guðbjartur Kjartansson, varð-
stjóri í Fangelsinu á Kópavogs-
braut 17, lést langt um aldur fram
á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 20. mars sl. Hann
hafði starfað við fangelsin á höf-
uðborgarsvæðinu um hartnær
þriggja áratuga skeið eða frá
1981. Guðbjartur var traustur og
íhugull starfsmaður. Hann lagði
sig fram við að sinna fangavarð-
arhlutverkinu á jákvæðan hátt og
af samviskusemi, samstarfsmenn
og skjólstæðingar minnast hans
með söknuði. Fyrir hönd starfs-
manna Fangelsismálastofnunar
sendi ég fjölskyldu hans og vinum
innilegar samúðarkveðjur.
Páll E. Winkel forstjóri
Fangelsismálastofnunar.
Guðbjartur
Kjartansson
HINSTA KVEÐJA
Þitt starf var farsælt, hönd
þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta
milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Kæri bróðir, farðu í friði
og hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þín litla systir,
Bára Kjartansdóttir.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
Það er hálfundarlegt að sitja
og ætla að fara að skrifa minning-
argrein um þig minn kæri vinur,
þar sem þú sagðir ævinlega: „Það
er nú ekki eins og það liggi á.“ En
nú er þinn tími liðinn og komið að
kveðjustund.
Já Jenni minn, líklega eru fáir
til sem áttu eins mikinn tíma fyrir
vini sína og þú, það var sama
Jens Óli
Kristjánsson
✝ Jens Óli Krist-jánsson fæddist
á Akureyri 16. nóv-
ember 1959. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akureyrar 16.
mars 2011.
Útför Jens Óla
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 25.
mars 2011.
hvað vantaði; þú
varst alltaf klár. Það
var ósjaldan sem
mig vantaði aðstoð
ef eitthvað bilaði,
hvort sem það var
heima eða í
vinnunni, þú áttir
alltaf viðeigandi
verkfæri, ráð og al-
veg nóg af tíma til
að hjálpa mér.
Ég mun aldrei gleyma öllum
ferðunum sem þú fórst með mér í
Hafnarfjörðinn seint á kvöldin til
að losa trukkinn. Helga mín verð-
ur þér ævinlega þakklát fyrir
þær ferðir.
Það er svo ótalmargt sem rifj-
ast upp fyrir mér sem ég ætla að
geyma í hjarta mínu og orna mér
við á komandi árum. Og trúðu
mér Jenni minn þegar það verður
talað um vináttu þá mun ég segja
frá þér.
Ég bið fyrir velferð þinni,
minn kæri vinur, og færi þér al-
úðarþakkir fyrir einstaka sam-
veru. Þér mun ég aldrei gleyma.
Elsku Anna, Sigrún Jenný,
Jens Kristófer, Kristján og Rak-
el, megi styrk hönd leiða ykkur í
ykkar miklu sorg og missi.
Með þessum orðum kveð ég
minn elskulega vin.
Sértu Guði falinn og vinum
vafinn.
Sverrir Torfason.
Mest óska ég þér
friðsældar og ánægju.
tíma til að vera til.
fjarri ys og argaþrasi.
Já, ég óska þér friðar og
kyrrlátrar gleði.
Elsku Jenni, við munum passa
hana Önnu þína, Tátu og Kris.
Hvíldu í friði.
Kveðja,
Þóra og Birgir.