Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 36
Rolling Stones-heiðrunarsveit Ís-
lands, Stóns, mun halda heljarinnar
tónleika á Sódómu Reykjavík nú á
föstudaginn. Sveitin er meðal annars
skipuð meðlimum úr Mínus og fleiri
harðrokkandi sveitum.
Stóns spilar á
Sódómu á morgun
Vinir Sandra Björk Ingadóttir starfsmaður er sannur hundavinur.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hljóðin sem berast frá leikskólanum
Voffaborg í Víðidal í Reykjavík eru
af nokkuð öðrum toga en gengur og
gerist með leikskóla. Það er varla
nema von, þar sem allir leikskóla-
nemendurnir eru loðnir, ferfættir og
tjá sig með gelti. Á Voffaborg dvelja
hundar á öllum aldri og af öllum
stærðum og gerðum við leik og
hvíld á meðan eigendur þeirra sinna
daglegum störfum sínum.
Ólafur Arnberg, einn aðstand-
enda Voffaborgar, segir að mikil að-
sókn sé í pláss á Voffaborg og
greinilegt að mikil þörf sé fyrir
þjónustu sem þessa. „Það er mikil
aðsókn. En það eru ekki allir
hundar alla daga vikunnar, það er
algengt að þeir séu einn til þrjá
daga í viku.“
Ólafur segir að flestir heimilis-
hundar ættu að geta notið dval-
arinnar á Voffaborg, en sé um
grimma eða árásargjarna hunda að
ræða, ættu eigendurnir síður að
koma með þá á leikskólann. „Þá
þýðir ekkert að koma með þá í
svona samfélag.“
Hundar í skammarkrók
Tekið er á agamálum með hefð-
bundnum hætti; álpist einhver
hundurinn út af hinum þrönga vegi
dyggðarinnar er hann einfaldlega
settur í skammarkrókinn þar til um
hægist. „Þetta er bara eins og með
óþekka krakka,“ segir Ólafur.
Að öllu jöfnu dvelja um þrjátíu
hundar á Voffaborg og þeim er
skipt niður eftir stærð. Skipulag
skóladagsins er nokkuð hefðbundið.
Eftir að hafa leikið sér og ærslast
fram eftir morgni fá hundarnir
hádegishressingu og leggjast síðan
til hvíldar. Að því loknu eru þeir
endurnærðir og tilbúnir að halda
áfram við leik og gönguferðir og
þannig líður dagurinn, uns þeir eru
sóttir síðdegis.
Lóð Voffaborgar er í litlu frá-
brugðin hefðbundinni leikskólalóð.
Þar eru ýmis leiktæki ætluð fjör-
ugum ferfætlingum, þar er meira að
segja kastali, sem að sögn starfs-
fólks Voffaborgar er nokkuð vinsæll
hjá tíkunum í hópnum.
Gaman að hitta aðra hunda
Að sögn Ólafs er nokkuð um að
hundar dvelji á Voffaborg í þeim til-
gangi einum að eiga félagslegt sam-
neyti við aðra hunda. „Hundar
þurfa að fá að hitta aðra hunda,
þannig þroskast þeir best.“
Loðnir leikskólanemendur
Gelt og gleði
á leikskólanum
Voffaborg
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hundagleði Þeir eru margskonar hundarnir á Voffaborg en allir hoppandi kátir og sprelluðu fyrir ljósmyndarann.
FIMMTUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Með hærri greindarvísitölu en ...
2. Nota tíðatappa til að verða ölvuð
3. Regluleg laun 348 þúsund
4. Óheppnir með milljarðamæringa
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mugison ætlar að halda tónleika á
fjórum stöðum næstu daga. Hann
spilar á Græna hattinum á Akureyri í
kvöld, 1. apríl verður hann í Slát-
urhúsinu á Egilsstöðum, dag-
inn eftir leikur hann á Höfn
og á sunnudaginn, 3. apríl,
verður hann í Nýlendu-
verzlun Hemma og
Valda, Reykjavík.
Uppselt er á tón-
leikana í
Reykja-
vík og á
Höfn.
Mugison heimsækir
fjóra staði
Íslenska kvik-
myndin Kurteist
fólk, eftir Ólaf de
Fleur Jóhannes-
son, verður frum-
sýnd í dag. Kurt-
eist fólk fjallar um
óhæfan verkfræð-
ing sem lýgur sig
inn í samfélag á
Vesturlandi og þykist geta komið
sláturhúsi staðarins í gang á ný.
Með hlutverk verkfræðingsins fer
leikarinn Stefán Karl Stefánsson.
Kurteist fólk
frumsýnt í dag
Á föstudag Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og rigning með köfl-
um, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Á laugardag, sunnudag og mánudag Breytileg átt og stöku
skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 5 stig, vægt frost fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-15 m/s og rigning víða um land,
einkum þó sunnanlands. Aftur rigning á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
VEÐUR
KR-ingar eru komnir með
gott tak á Keflvíkingum eft-
ir sigur á þeim, 105:87, suð-
ur með sjó í gærkvöld en
þar fór fram annar leikur
liðanna í undanúrslitum Ís-
landsmóts karla í körfu-
bolta. Staðan er 2:0 fyrir
KR-inga sem taka á móti
Keflvíkingum í þriðja leikn-
um annað kvöld. „Það verð-
ur stríð,“ sagði KR-ingurinn
Pavel Ermolinskij við Morg-
unblaðið. »2
Pavel spáir stríði í
Vesturbænum
„Það liggur í augum uppi að sam-
keppnin er gríðarlega hörð um sæti í
byrjunarliðinu og á næstu vikum ríð-
ur á fyrir drengina sem gera tilkall í
liðið og í lokahópinn að þeir haldi sig
við efnið, verði á tánum og standi sig
vel með sínum félagsliðum á næstu
vikum,“ segir
Guðmundur
Hilmarsson
m.a. í við-
horfsgrein
um 21 árs
landsliðið
í knatt-
spyrnu.
»4
Samkeppnin um sæti
er gríðarlega hörð
Fram og Valur misstigu sig ekki í
fyrstu leikjum undanúrslitanna á Ís-
landsmóti kvenna í handbolta í gær-
kvöld. Flestir reikna með því að liðin
leiki til úrslita um Íslandsmeistaratit-
ilinn, þau eru skrefinu nær því. Fram
vann Stjörnuna örugglega, 38:30, og
Valur vann Fylki með enn meiri mun,
31:19. Liðin eigast við að nýju á laug-
ardaginn. »2-3
Fram og Valur ekki í
miklum vandræðum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skannaðu kóðann
til að horfa á
fjörugt myndskeið
af hundunum.