Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
Viðurkenningin „Uppsveitabrosið“
hefur verið veitt í sjöunda sinn og
var það Magnús Hlynur Hreiðars-
son, blaða- og fréttamaður á Sel-
fossi sem hlaut það fyrir frábært
samstarf, jákvæðni og skemmti-
legan fréttaflutning. Magnús Hlyn-
ur er blaðamaður á Dagskránni og
fréttamaður Rúv á Suðurlandi. Í
verðlaun fékk hann mynd sem lista-
konan Ellisif Malmo Bjarnadóttir
teiknaði og málaði af honum sjálf-
um. „Uppsveitabrosið“ er viður-
kenning sem veitt er árlega fyrir-
tæki eða einstaklingi sem lagt
hefur ferðaþjónustu í uppsveitum
Árnessýslu lið á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt. Ásborg Arnþórs-
dóttir ferðamálafulltrúi afhenti
Magnúsi viðurkenninguna.
Uppsveitarbros
Gylfi Magnús-
son, hagfræð-
ingur og dósent
við Háskóla Ís-
lands, mun
halda erindi um
framtíðarskipan
gjaldeyrismála á
Íslandi undir yf-
irskriftinni
„Evra eða
króna?“ Erindið er hluti af funda-
röð Já Ísland. Gylfi mun fjalla um
ýmis álitamál sem tengjast fram-
tíðarskipan peningamála á Ís-
landi. Fundurinn verður haldinn í
dag, fimmtudag, kl. 17 í Skipholti
50a.
Evra eða króna?
Gylfi Magnússon
Á laugardag nk. verður haldinn
götumarkaður á Garðatorgi í
Garðabæ. Markaðurinn stendur
frá kl. 13-18 og mun ýmislegt
skemmtilegt verða á boðstólnum,
bæði notað og nýtt. Íþróttakona
Garðabæjar mun koma ásamt
dansherra sínum og dansa um kl.
15:00. Þá verða fyrirtækin á
Garðatorgi með ýmis tilboð þenn-
an dag. Öllum er velkomið að
koma og upplifa götumarkaðs-
stemmninguna á Garðatorgi.
Götumarkaður
í Garðabæ
STUTT
Andri Árnason hrl., verjandi
Geirs H. Haarde, mótmælir
því harðlega að Alþingi geri
breytingar á lögum um
landsdóm, eftir að ákæra var
samþykkt á Alþingi.
Sigríður Friðjónsdóttir,
saksóknari Alþingis, sagði í
samtali við mbl.is á þriðju-
dag, að hún undraðist að Al-
þingi væri ekki búið að af-
greiða frumvarp um breytingar á
lögum um landsdóm.
Ögmundur Jónasson, innanríkis-
ráðherra, mælti fyrir
frumvarpinu í lok nóv-
ember á síðasta ári.
Frumvarpið mætti mik-
illi andstöðu sjálfstæðis-
manna. Fyrstu umræðu
um málið er enn ekki
lokið og málið er enn
ekki komið til nefndar
þrátt fyrir að fjórir mán-
uðir séu frá því að mælt
var fyrir því.
Andri sagðist hafa talið, að
ákveðið hefði verið að svæfa þetta
frumvarp og því kæmi mjög á óvart
að saksóknari Alþingis væri að
þrýsta á þingið um að fá það sam-
þykkt. Afstaða Alþingis sl. haust
hafi verið sú að engar breytingar
þyrfti að gera á landsdómslögunum
til að reka mál gegn Geir H.
Haarde og því komi breytingar nú
ekki til greina.
Andri segir að það sé grafalvar-
legt mál hvernig þetta beri að.
Landsdómur sjálfur, eða forseti
hans, sem fer með dómsvaldið í
málinu, leggi til breytingarnar, geri
tillögu í samráði að því er virðist
við ráðherra, sem var einn af þeim
sem samþykktu málshöfðunará-
lyktunina, og fái síðan Alþingi, sem
ákærir, til að breyta lögunum.
„Venjulega þarf verjandi aðeins
að glíma við ákæruvaldið. Þarna
taka sig saman dómsvaldið, fram-
kvæmdarvaldið og löggjafarvaldið
og leggjast á sveifina með ákæru-
valdinu, að laga málsmeðferðina og
skipan dómsins til,“ segir Andri.
Andri bendir á að samráð hafi
verið milli saksóknarans í máli
þessu annars vegar og dómsmála-
ráðuneytisins hins vegar, en verj-
andi var aldrei spurður álits. Þetta
sé líklega einsdæmi í réttarsög-
unni. Andri bendir á að það viti all-
ir að það sé aðeins eitt mál til með-
ferðar hjá dómstólnum og því sé
lagabreytingunni ljóslega beint
gegn ákærða og hún að nokkru
leyti honum óhagfelld.
Þá sé einnig algjörlega óviðeig-
andi að saksóknari Alþingis í þessu
máli gegn Geir sé að reka á eftir
lagabreytingum. egol@mbl.is
Óeðlilegt að saksóknari þrýsti á þingið
Verjandi kveðst glíma við ákæruvaldið, dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið
Andri Árnason
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
10
-1
1-
04
95
Komdu og kynntu þér lausnir
fyrir lántakendur
Opið í öllum útibúum í dag til kl. 18
Íslenskt húsnæðislán
110% aðlögun húsnæðislána
Erlent húsnæðislán
Endurútreikningur
eða höfuðstólslækkun
Nýtt íslenskt
húsnæðislán
Sértæk skuldaaðlögun
Það verður opið til kl. 18.00 í útibúum Íslandsbanka alla
fimmtudaga í mars. Ráðgjafar okkar verða reiðubúnir að veita
upplýsingar um úrræði og þjónustu bankans. Einnig verður
opið hjá gjaldkerum og hægt að sinna öllum venjulegum
erindum.*
Dæmi um úrræði í boði:
• Endurútreikningur erlendra húsnæðislána
Við höfum hafið endurútreikning á erlendum lánum samkvæmt lögum.
Reikna má með að höfuðstóll flestra erlendra húsnæðislána lækki á
bilinu 25 til 40%.
• 110% aðlögun
Ef höfuðstóll lánsins þíns er hærri en 110% af markaðsvirði hússins
stendur þér til boða að lækka hann sem því nemur að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
• Sértæk skuldaaðlögun
Sé frekari úrræða þörf, stendur þér sértæk skuldaaðlögun til boða
sem getur haft í för með sér enn frekari niðurfærslu skulda.
Komdu í dag fyrir kl. 18 og farðu yfir þín mál með ráðgjöfum okkar.
*Athugið að lokað verður hjá fyrirtækjaráðgjöfum milli kl. 16 og 18.