Morgunblaðið - 14.04.2011, Síða 9
fasteignir Hús Menntaskólans á Akureyri var reist árið1904 og kom hingað til landsins tilsniðið fráNoregi, eins og margar fleiri byggingar áþeim tíma. Það var aðalbygging skólans í ára-tugi, en í dag eru þar kennarastofa, skrif-
stofur stjórnenda auk þess sem kennsla í er-
lendum tungumálum fer þar fram.
Íslensk hús
Menntaskólinn á Akureyri
Trúarlegar byggingar, byggingarlist, umhverfi,
hlutverk og helgi verður efni málþings sem
Samráðsvettvangur trúfélaga heldur í dag,
14. apríl, kl. 16.30 í safnaðarheimili Neskirkju í
Reykjavík
Kirkjur, moskur og musteri eru, auk þess
að gegna trúarlegu hlutverki, menningar-
miðstöðvar og gegna hlutverki í samfélags-
hjálp. Á málþinginu verður þetta rætt með
fyrirlestrum um byggingarlist og skipulags-
mál með innleggi fulltrúa ýmissa trúfélaga.
Byggingarlist í brennidepli í Neskirkju
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ræða hlutverk
trúarlegra bygginga
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í febrúarog hefur hækkað um 1,9% milli ára. Þetta kemur fram í sam-antekt sem greiningardeild Arion banka birti á dögunum Raunar kemur í ljós að hvort sem horft er til þriggja, sex
eða tólf mánaða tímabils er verð fasteigna á einni leið: upp á við. Á
sama tíma á sér stað veltuaukning og hefur velta á fyrstu þremur mán-
uðum ársins aukist um 50% frá sama tímabili í fyrra. Þó myndi veltan
þurfa að aukast um röskan þriðjung í viðbót til að ná sölumagni eins og
það var mánuðina janúar til mars 2008.
Jákvæð merki í hagkerfinu
En hvað þýðir þetta? Er botni náð í fasteignaverði? Þýðir þetta jafn-
vel að kreppan sé á enda? „Þessi hækkun helst í hendur við aukin um-
svif á fasteignamarkaði og við sjáum fleiri skýr
merki þess að hagkerfið sé að þróast í jákvæða átt,“
segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greining-
ardeildar Arion banka, en leggur um leið á það
áherslu að velta á fasteignamarkaði sé enn nokkuð
lítil og ekki þurfi mikið til að hafa veruleg áhrif á
mælingar.
„Í raun gæti sem dæmi sala á gæðameiri eign,
eins og lúxusíbúð sem staðsett er miðsvæðis þar sem
fermetraverð er almennt hærra en á öðrum stöðum
höfuðborgarsvæðisins, ýkt verð-
mælingar þann mánuðinn. Fast-
eignavísitalan sem Fasteignaskrá Íslands metur
tekur aðeins mið af vegnu meðaltali fermetraverðs
– með öðrum orðum vísitalan leiðréttir ekki fyrir
gæðum eigna. Sala á gæðameiri eignum hefur því
tilhneigingu til að ofmeta verðþróun á markaði.“
Þróunin sem nú er að eiga sér stað á mark-
aðinum spáir Ásdís að tengist m.a. því að leigu-
markaðurinn sé að mettast, og eins að fjármagnseigendur séu að binda
fé sitt í fasteignum. „Leiga hefur hækkað mikið frá hruni sem end-
urspeglar þá miklu eftirspurn sem er á hliðarlínunni eftir því að komast
inn á kaupmarkaðinn. Eftir því sem leiguverð hækkar verða fasteigna-
kaup áhugaverðari kostur fyrir fleiri, jafnvel þótt aðgengi að lánsfé sé
mun verra en var fyrir hrun. Peningamagn í umferð er líka í sögulegu
hámarki og sennilegt að eitthvað af þeim fjármunum sem hafa legið á
innlánsreikningum sé nú að færast yfir á fasteignamarkaðinn,“ segir
hún.
Heldur hækkunin áfram?
Nýlegar yfirlýsingar stjórnvalda um áframhaldandi gjaldeyrishöft
ímyndar Ásdís sér að geti jafnvel orðið til að auka enn frekar á flæði
fjármagns inn á aðra eignamarkaði, þ.m.t. fasteignamarkaðinn. „Nú
hafa fjárfestar í höndunum yfirlýsingu frá stjórnvöldum um að pen-
ingar þeirra komist ekki úr landi á allra næstu árum. Fólk mun því ein-
ungis hafa úr innlendum fjárfestingarkostum að spila á næstu árum. Í
ljósi þessa er ekki ólíklegt að sumir kunni að líta á það sem góða ávöxt-
unarleið að fjárfesta nú í fasteign t.d. til að hafa af henni leigutekjur.“
Það kann líka að örva markaðinn að ekki eru nein afgerandi teikn á
lofti um annað verðhrun á fasteignamarkaði. „Ég held að fasteignaverð
hrynji ekki eins og það gerði árið 2008, nema þá að hagkerfið í heild
sinni verði fyrir áfalli. Eitthvað stórkostlegt myndi
þurfa að gerast og ég býst ekki við slíkum áföllum
framundan heldur frekar stöðugum – en veikum –
efnahagsbata,“ segir Ásdís og bendir jafnframt á að
fasteignaverð hafi í raun ekki hrunið eins mikið og
hefði mátt vænta þegar fjármálageirinn fór á hliðina.
Vandasamar mælingar
„Flestir gerðu ráð fyrir mun meiri leiðréttingu á
fasteignaverði en raunin hefur orðið. Við höfum ekki séð nema um 12%
nafnverðslækkun frá því í oktbóber 2008. Við teljum hins vegar að það
hafi verið ákveðinn mælingarvandi í fasteignaverðsvísitölu frá hruni og
því líklegt að verðlækkanir hafi verið vanmetnar. Þessi mælingarvandi
snýr að gæðum eigna; lægra lánshlutfall gerir það að verkum að kaup-
endur þurfa að hafa eigið fé til að kaupa sér fasteign,“ segir Ásdís.
„Þetta hefur gert það að verkum að stór hluti kaupenda hefur flokkast
ef til vill til þeirra efnameiri sem eðli málsins samkvæmt eru líklegri til
að kaupa gæðameiri eignir á markaðnum.“
Er ekki þar með sagt að fasteignir hafi verið keyptar á óeðlilega háu
verði. „Hins vegar hefur eftirspurnin ef til vill verið meiri á eftirsókn-
arverðari stöðum þar sem meðalfermetraverð er hærra en á öðrum
svæðum. Þá hefur makaskiptasamningum verið sleppt við verðmæl-
ingar á fasteignaverði en þeir hafa vegið þungt í heildarveltu. Þetta
gerir það að verkum að kaupsamningar að baki hverri verðmælingu
eru færri en sem nemur heildarveltu.
ai@mbl.is
Veltan á fasteignamarkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst um 50% frá sama tímabili í fyrra
Mikil eftirspurn og hag-
kerfið þróast nú jákvætt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í dag eru gæðameiri eignir eftirsóttar, segir Arion-banki. Myndin er af Seltjarn-
arnesi en fasteignir þar hafa yfirleitt verið frekar hátt verðlagðar.
Ég held að fasteignaverð
hrynji ekki eins og það
gerði árið 2008, nema þá
að hagkerfið í heild sinni
verði fyrir áfalli.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að friða
verkamannabústaðina við Hringbraut í
Reykjavík. Þetta er gert að tillögu Húsafrið-
unarnefndar. Bústaðirnir voru byggðir í þrem-
ur áföngum á árunum 1931-1937 í þeim til-
gangi að tryggja alþýðufólki sómasamlegt
húsnæði. Fyrstu bústaðirnir voru reistir í
tveimur áföngum vestan Hofsvallagötu, eftir
teikningum Guðjóns Samúelssonar húsa-
meistara ríkisins, og mynda þeir samfellda
húsaröð kringum stórt sameiginlegt port.
Nokkrum árum síðar voru byggðar húsa-
lengjur austan Hofsvallagötu. Húsafrið-
unarnefnd segir umræddar byggingar ein-
stakar á sína vísu.
Einstök hús friðuð
Morgunblaðið/G.Rúnar
Verkamannabú-
staðirnir verndaðir
Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag?
Frítt söluverðmat án skuldbindinga.
Hringdu núna
699 5008
Hannes Steindórsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
Sími: 699 5008
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
Tískuhúsgögn koma og fara. Það
sem þykir fallegt í dag getur þótt
lummó á morgun. Það má alltaf
reyna að fara á svig við sveiflurnar
með því að velja antíkhúsgögn, en
þau hafa ekki endilega á sér þann
stíl sem svo margir vilja.
En það er samt eitt húsgagn sem
óhætt er að stóla á að þyki jafn-
glæsilegt eftir marga áratugi og
það þykir í dag. Það er konungur
sófanna: Chesterfield-sófinn.
Uppruni Chesterfield-sófans
virðist eitthvað á reiki. Sagan segir
þó að Phillip nokkur Stanhope, jarl
af Chesterfield, hafi orðið fyrstur til
að láta smíða fyrir sig sófa úr leðri.
Jarlinn vantaði sófa sem herra-
menn gætu setið í, reistir og glæsi-
legir, án þess að kæmi niður á þæg-
indunum. Hvort sem eitthvað er til í
þeirri skýringu eða ekki þá er ljóst
að sófarnir komu líklega fyrst fram
á sjónarsviðið á 18. öld og þóttu
marka tímamót í húsgagnagerð og
þykja enn hæfa vel í húsum.
ai@mbl.is
Chesterfield-sófi er fjárfesting sem endist
Hann er sjálfur konungur sófanna