Morgunblaðið - 14.04.2011, Page 10

Morgunblaðið - 14.04.2011, Page 10
10 14. apríl 2011fasteignir Það verður vor í lofti í Saln-um á laugardag þegarhaldnir verða þar tón-leikar undir yfirskriftinni Vorkoma. Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir söngkona kemur þar fram ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Sigríður er nýkomin frá Lundúnum þar sem hún söng í Cadoga Hall með Dame Emmu Kirkby og Southbank-sinfóníunni. Sigríður hefur reynt ýmislegt á lífsleiðinni, meðal annars unnið krefjandi sum- arvinnu á elliheimili. Draumastarfið? „Ég starfa við mitt draumastarf sem er að vinna við tónlist í gegnum sönginn og svo í gegnum píanókennslu. Mér finnst tónlistin vera óendanlega spennandi listform. Tónlist getur tjáð það sem ekki einu sinni orð eru til yfir, hún getur fært flytjandann og áheyr- andann inn í töfraheim. Röddin er líka spennandi hljóðfæri.“ Versta vinnan? „Ég réð mig sem unglingur í sumarvinnu á Elliheim- ilið Grund. Ég sá það starf í ljóma, þar gæti ég spjallað við gamla fólk- ið og fært því kaffi og kökur. Þetta var svo allt öðruvísi og ég dáist að þeim sem vinna þessi störf en ég var mest í því að skipta um þvagpoka, bleiur og á rúmum.“ Draumabíllinn? „Land Rover-jeppi í gamla stílnum með góðum hljóm- flutningsgræjum. Mér finnst þetta flottur bíll og hann væri upplagður í ferðalög um landið og hægt væri að koma fullt af fólki og dóti í bíl- inn.“ Hvað vantar á heimilið? „Stóra te- bolla, því ég drekk mikið te og finnst huggulegt að hafa það í stórum bolla eða glasi. Svo vantar píanóið mitt, en þetta hljóðfæri er vinnutækið mitt og það veitir mér einnig mikla ánægju að glamra á það. Píanóið er gamalt og hvítt, amma mín Vilborg fékk það frá föð- ur sínum þegar hún var átta ára, svo fengu foreldrar mínir hljóð- færið og gerðu það upp og nú er það á leið til mín.“ Hvað langar þig í? „Nýtt og gott upptökutæki, en ég er að safna fyr- ir því núna. Það er frábært að geta tekið upp það sem ég er að æfa, maður lærir mest á því að hlusta á sig sjálfur og vera sinn eigin kenn- ari. Einnig er gaman að geta gert nokkuð góða upptöku án þess að þurfa að fara í hljóðver sem kostar sitt. Mig langar líka í stjörnukíki. Það væri spennandi að geta séð betur út í geiminn.“ Hvað er best heima? „Eftirlæt- isstaðurinn minn í íbúðinni er inni í stofu við borðstofuborðið, þar vinn ég oft, borða góðan mat og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir litrík húsþök á Nesinu út á sjóinn og fjöllin.“ ai@mbl.is Óskalistinn Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Stjörnukíki til að sjá út í geiminn Morgunblaðið/Kristinn „Eftirlætisstaðurinn minn í íbúðinni við borðstofuborðið,“ segir Sigríður Ósk . Maður lærir mest á því að hlusta á sig sjálfur og vera sinn eigin kennari. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 586 8080, fax 586 8081 www.fastmos.is Akurholt 7 - 270 Mosfellsbær OP IÐ HÚ S Flott 211,7 m2 einbýlishús með rúmgóðum bílskúr og gróðurhúsi á sérlega fallegri lóð við Akurholt 7 í Mosfellsbæ. 3 svefnherbergi, baðherbergi m/baðkari, sturtu og sauna, gestasalerni, stofa, borðstofa, eldhús m/borðkrók, hol og sólskáli. Stór bakgarður í suður með miklum gróðri. V. 45,5 m. Opið hús í dag fimmtudag frá kl. 17:30 til 18:00 F A S T E I G N A S A L A N fasteign . i s Ólafur B Blöndal Lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali. Suðurlandsbraut 18 • Reykjavík • Fax 5 900 808 5 900 800☎ Ólafur B Blöndal. Lgf.20 ára starfsreynsla Viltu selja – Viltu kaupa – Viltu leigja LAUSNIN ER fasteign.is Starfsfólk Samskipa á Íslandi tek- ur nú þátt í grænu átaki innan fyrirtækisins sem felst í því að flokka allt rusl sem til fellur skv. viðurkenndum reglum og draga úr allri notkun á pappír og umbúðum. „Við fórum af stað með þetta í aprílbyrjun og undirtektir meðal starfsfólks hafa verið frábærar. Það taka allir þátt og það væri gaman ef þetta getur líka orðið til þess að hafa áhrif á það hvernig allt þetta fólk, um 600 manns, breytir sorpmálum á á sínum heimilum,“ segir Anna Guðný Ara- dóttir, markaðsstjóri Samskipa. Fyrsta skrefið í átakinu var að fjarlægja allar ruslafötur í fyr- irtækinu og það eina sem starfs- menn mega hafa við skrifborðin sín er safnkassi fyrir pappír. Allt annað rusl þarf að fara með í ruslatunnur. Næsta skref er síðan að taka öll einnota drykkjarmál úr umferð og einnig sé starfsfólk hvatt til þess að draga úr allri út- prentunum á pappír. sbs@mbl.is Grænn apríl hjá Samskipum Breyting hjá 600 manns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.