Morgunblaðið - 14.04.2011, Síða 12
12 14. apríl 2011fasteignir
Fáir vita meira um teppi ogmottur en Sigurður Sig-urðsson, kaupmaður íPersíu í Kópavogi, sem er
sérverslun með stök teppi og mottur.
Hann segir spennandi nýja strauma
að koma inn í teppatískuna. „Hin svo-
kölluðu „shaggy“ teppi hafa verið
allsráðandi sl. fjögur ár eða svo. Sama
gerð af teppum var vinsæl á 7. ára-
tugnum en skaust aftur upp á yf-
irborðið með miklum látum, nema
hvað nú eru þau gerð úr öðrum efn-
um sem meðhöndluð eru til að afraf-
magna og hrinda frá vætu og óhrein-
indum,“ segir hann.
„Sjálfur er ég með svona mottu hjá
mér, þykka og fína, og afskaplega
gott að ganga á henni. Svo er eins og
óhreinindin komist hreinlega ekki of-
an í teppið.“
Lágar, þéttar og massífar
Nú virðast shaggy-teppin smám
saman dala í vinsældum. En hvað
kemur í staðinn?
„Það sást á vörusýningunum í jan-
úar að framleiðendur veðja á mottur
sem eru eins og snoðklipptar shaggy-
mottur. Þessar mottur eru kallaðar
„cozy“-mottur, þær eru ekki úfnar og
síðhærðar heldur lágar og þéttar,
massífar og einlitar. Það má kannski
Persnesk teppi eru miklar gersemar
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Vinsælt að hafa mottu fyrir innan útidyrahurðina til að þurrka af skónum, og þá
er best að velja t.d. afgangska ullarmottu,“ segir Sigurður.
Einlitar mottur eru vinsælar.
Hlýlegar og stílhreinar mottur
Sandlit og dröppuð teppi
eru vinsæl um þessar
mundir. Verð fer hækk-
andi á persneskum mott-
um vegna aðstæðna á
heimsmarkaði.
Sandlit og dröppuð teppi vinsæl, segir Sigurður Sigurðsson, kaupmaður í Persíu í Kópavogi
Hráefnið sem vefararnir
nota hefur hækkað í verði
sem svo aftur hefur þýtt að
framleiðslan hefur hrunið.
segja að þetta sé amerískt útlit; hlý-
legar og stílhreinar mottur sem af-
marka skýrar línur á gólffleti.“
Það er ekki bara áferðin sem tekur
breytingum, heldur eru líka mismun-
andi litir í tísku. „Hvítur og svartur
eru á útleið en við sjáum meiri eft-
irspurn eftir sandlit og dröppuðum.
Margir eru líka hrifnir af óhreinum
litum eða rústuðum, eins og til dæmis
antíkbláum.“
Stærðirnar breytast hins vegar lít-
ið, en þar má aftur á móti greina
meiri mun á milli þjóða. „Bandaríkja-
menn eru hrifnir af stórum teppum
sem ná nánast frá horni í horn. Ís-
lendingar, eins og Skandinavar al-
mennt, velja hins vegar minni teppi,
kannski 1,4 x 2 metrar eða þar um
kring. Motturnar og teppin eru þá í
því hlutverki að t.d. ramma inn sófa-
borðið,“ segir Sigurður.
Vanafastir vefarar
Falleg og vönduð motta með hefð-
bundnum mystrum, hvort heldur sem
er frá Pakistan, Afganistan eða öðru
fjarlægu og framandi landi, virðast
alltaf eiga við. „Þetta eru engar tísku-
sveiflur. Menn framleiða teppi í sömu
litum, með sama mynstri, og með
sama efni og aðferðum og þeir hafa
gert í margar aldir.“
Aðstæður á heimsmarkaði hafa
hins vegar orðið til þess að verð á
austurlenskum teppum hefur hækk-
að verulega.
„Hráefnið sem vefararnir nota hef-
ur hækkað í verði sem svo aftur hefur
þýtt að framleiðslan hefur hrunið.
Þetta á bæði við um hjarðmennina
sem vefa teppi úr ull af eigin hjörð, og
verksmiðjurnar sem margar fóru
hreinlega á hausinn eftir fjár-
málakreppuna 2008,“ útskýrir Sig-
urður. „Það sem við sjáum er í raun
afturhvarf til fyrri tíðar þegar pers-
nesk teppi og mottur voru meðhöndl-
uð sem miklar gersemar og verðlögð
sem slík.“
ai@mbl.is
Að velja rétta mottu á réttan stað
Þegar finna á rétta mottu eða teppi
á heimilið er vissara að láta ekki út-
litið eitt og sér ráða valinu. Eins og
Sigurður Sigurðsson bendir á skipt-
ir notagildið miklu máli og velja
verður rétta mottu fyrir hvern stað.
„Það er vinsælt að hafa mottu
fyrir innan útidyrahurðina til að
þurrka af skónum og þá er best að
velja til dæmis afganska ullarmottu.
Þessar mottur eru úr grófri ull og
ofnar úr sama efninu út í gegn svo
þær þorna jafnt ef þær blotna. Kalt
vatn gerir þeim ekki neitt og þær
nánast hrinda frá sér óhreinind-
unum.“
Í öðrum herbergjum segir Sig-
urður fíngerð pakistönsk teppi geta
hentað betur. „Þau eru ekki jafn
harðger og duga því ekki vel þar
sem er mikil umferð, en eru þeim
mun mýkri og þægilegri undir ber-
um fótum. Ljósir litir láta vitaskuld
fyrr á sjá en dökkir, hvað þá ef mik-
ið mæðir á mottunni. Síðan þarf að
huga að því að setja ekki teppi úr
náttúrulegum þráðum í beint sólar-
ljós. Teppi úr gerviefnum þola birt-
una vel en t.d. rauði liturinn í ull-
arteppi getur byrjað að dofna með
tímanum ef hann verður fyrir mikilli
birtu,“ segir Sigurður.
„Þó er sólin sem betur fer ekki
það sterk á Íslandi að þetta sé mik-
ið vandamál; helst þarf að hafa
áhrif sólarinnar í huga í sérlega
björtum herbergjum og sól-
skálum.“