Morgunblaðið - 14.04.2011, Page 14

Morgunblaðið - 14.04.2011, Page 14
14 14. apríl 2011Grænn apríl Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is HRAFNABJÖRG VIÐ EYJAFJÖRÐ Um er að ræða glæsilegt 427,4 fm einbýlishús nefnt Hrafnabjörg og stendur á stórri eignarlóð. Íbúðarhúsið er myndarlegt hús á tveimur hæðum. Aðalíbúðarrými er á efri hæð en bílageymsla, þvottahús, geymsla og tækjarými eru á neðri hæð. Glæsilegar innréttingar. Útveggir eru klæddir náttúrusteini og sedrusviði. Stórir gluggar og mikið og glæsilegt útsýni er yfir Akureyri, út Eyjafjörð og inn í Eyjafjarðarsveit. Útisundlaug, heitur pottur og stórar verandir. Húsið er afar vandað og vel frágengið. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: Ímörg ár hafa neytendur í æríkari mæli þrýst á um aukiðframboð lífrænt ræktaða af-urða. Við komum núna sam- an, fólk úr ýmsum áttum, til að mynda þessi samtök og stuðla að aukinni fræðslu, fram- leiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi,“ segir Dominique Plé- del Jónsson einn af forsprökkum Samtaka líf- rænna neytenda sem stofnuð voru í byrjun mars. Lífsgæði og heilsa En af hverju að hugsa um lífræna fæðu núna? Er ekki lífræni mat- urinn dýr í kreppunni og er hann yfir höfuð betri? „Sumir halda að þetta sé óttalegt bull og aðrir halda því fram að líf- rænt ræktaður matur sé of dýr. Það þarf að skoða hlutina í víðu sam- hengi til að skilja heildarmyndina,“ segir Dominique. „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að lífræn ræktun fer mun betur með jarðveg en hefð- bundinn iðnaðarlandbúnaður. Síðan er líka mikið magn rannsókna sem benda á tengsl milli bættrar heilsu og neyslu lífrænt ræktaðra afurða. Það má auðvitað finna mjög ódýran mat sem framleiddur er með iðn- aðaraðferðum, en hættan er sú að fyrir sparnaðinn séum við mögulega að fórna betri heilsu og ganga á ræktunargetu jarðar. Hvað kann t.d. að skýra að fyrir 20 árum eyddu Bandaríkjamenn 19% af tekjum sínum í mat en 5% í lyf, en í dag fara 9% teknanna í mat og 15% í lyf?“ Dominique bendir líka á að um- ræðan um lífræna fæðu snúi m.a. að lífsháttum okkar og veki fólk til um- hugsunar um bætt mataræði og heilbrigðari lífsstíl. „Ástæða er til að hafa t.d. verulegar áhyggjur af mælingum sem benda til þess að ís- lensk börn séu að verða með þeim feitustu í Evrópu. Lífsstílsbreyt- ingar virðast vera að koma niður á fólki á öllum aldri, á öllum stigum samfélagsins, alls kyns velmeg- unarsjúkdómar og lyfjanotkun að færast í aukana,“ segir hún. „Hluti af orsök vandans er hrein- lega að fólk hugsar ekki út í hvað það borðar, les ekki innihaldslýs- inguna á pakkningunum og lætur freistast af ódýrum verksmiðju- framleiddum mat sem kannski gerir líkamanum ekki neitt gott. Meiri fræðsla og aukin neysla á lífrænum afurðum getur þá verið skref í rétta átt.“ Svara kalli markaðarins Dominique segir fulla þörf á sam- tökum til að efla þá þróun, sem þó virðist vera komin á skrið hér á landi, í átt að bættu lífærnu mat- aræði. „Stundum finnst mér eins og við höfum farið út á ystu nöf hér á landi hvað varðar neyslu á skyndi- bita og iðnaðarmat. Þegar maður fer hringinn í kringum landið er varla hægt að stoppa á veitingasölu sem býður upp á eitthvað annað en hamborgara, franskar og pylsur,“ segir hún. Margt gott megi þó nefna. „Margir bændur hafa tekið sig til og eru áhugasamir um að svara kalli um lífræna vöru. Veitingahús hafa líka gegnt mikilvægu hlutverki og sækja t.d. mikið í sérræktaða vöru frá býlum sem stunda vandaða lífræna ræktun.“ www.lifraent.is. | ai@mbl.is Mataræðið komið út á ystu nöf Dominique Plédel Jónsson Sú var tíðin að börn fengu aðkaupa sér nammi yfir búð-arborð fyrir smápeninga,svona rétt neðan í litla græna plastpoka. Á þeim tíma sem liðinn er síðan börnin mín voru lítil hafa hins vegar öll viðmið í þessum efnum brostið. Nú halda foreldrar börnum sínum til beitar í risastór- um nammibörum í verslunum, þar sem miklu er hægt að moka á stutt- um tíma fyrir lítið verð. Líklega eru nammibarirnir m.a. notaðir sem verðlaun, t.d. ef börnin hafa vælt óvenjulítið í búðarferðinni eða kannski beðið alla vikuna eftir að nammidagurinn rynni upp bjartur og fagur. Mig grunar sem sagt að foreldrar telji sig gera börnunum sínum greiða með því að veita þeim aðgang að þessum litskrúðugu kræsingum. En um leið er hugs- anlega verið að stuðla að ofvirkni eða annarri hegðunarröskun, sem fáum þykir hátíðlegt að fást við, nema kannski þeim sem selja ritalín til að bregðast við vandanum. Rann- sóknir benda nefnilega til að tiltekin litarefni í matvælum geti stuðlað að ofvirkni í börnum, og þessi litarefni eru að öllum líkindum til staðar í ríkum mæli í margnefndum nammi- börum. Hugsanleg tengsl við ofvirkni Hugsanleg tengsl litarefna við of- virkni í börnum eru ekki nýjar fréttir. Ég veit ekki hvenær fyrstu vísbendingarnar um þessi tengsl komu fram, en elstu niðurstöður sem ég man eftir að hafa séð eru frá árinu 2000. Síðar hafa fleiri rannsóknir bent í sömu átt, þó að skaðsemi litarefnanna hvað þetta varðar hafi ekki beinlínis verið sönnuð. Líkurnar þykja þó það miklar að Evrópusambandið hefur talið sig knúið til aðgerða. Með Evrópu- reglugerð nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum var þannig lögfest sú skylda að öll matvæli (önnur en áfengir drykkir) sem innihalda um- rædd litarefni skuli merkt með áletruninni „Getur haft óæskileg áhrif á hegðun og einbeitingu barna“ Merkingarskyldan tók gildi í löndum Evrópusambandsins 20. júlí í fyrra, en ekki er enn búið að fella þessi ákvæði inn í íslenskt reglu- verk. Hvaða efni eru þetta? Litarefnin sem um ræðir tilheyra öll nema eitt flokki svonefndra azo- litarefna. Efnin eru oftast auðkennd með E-númerum, en framleiðendur mega þó tiltaka heiti þeirra í stað- inn. Þar með flækist málið fyrir neytendur sem vilja forðast þessi efni, því að heitin á bak við E- númerin eru margvísleg. Eftirfar- andi upptalning gefur nokkurn veg- inn tæmandi yfirlit yfir umrædd efni og mismunandi heiti þeirra: E102 Tatrasín (Cl Food Yellow 4, FD&C Yellow #5) E104 Kínólíngult (Cl Food Yellow 13, FD&C Yellow #10) (ekki azo-litarefni) E110 Sunset Yellow (Cl Food Yel- low 3, FD&C Yellow #6, Or- ange, Orange Yellow, Para- orange, Yellow S) E122 Asórúbín (Karmósín, Cl Food red 3) E124 Panceau (Cl Food red 7, Kochenillerautt A, New cocc- ine, Nykockin) E129 Allúra rautt (Cl Food red 17) Frostpinnar og fleira gott Nammibarirnir eru ekki einu staðirnir þar sem þessi efni er að finna. Reyndar get ég ekkert fullyrt um málið hvað nammibarina varðar, því að enn hef ég hvergi séð nammi- bar með innihaldslýsingu, sem selj- endum er þó skylt að setja upp! Það gefur manni reyndar tilefni til að óttast að þeir gleymi líka að hengja upp varúðarmerkin þegar reglu- gerðin tekur gildi hérlendis. Nei, efnin eru sem sagt víðar í notkun, svo sem í einhverjum drykkjum og í ýmsu sælgæti, jafnt innfluttu sem íslensku. Þessi litarefni eru meira að segja í flestum gerðum frost- pinna frá a.m.k. öðrum af stærstu ísframleiðendunum hérlendis. Þetta var bannað Reyndar voru azo-litarefni bönn- uð hérlendis þegar börnin mín fengu nammi í litlum grænum pok- um. Bannið var hins vegar afnumið árið 1997 til samræmis við reglu- verk Evrópska efnahagssvæðisins. Neytendasamtök hérlendis og er- lendis (m.a. í Danmörku) hafa um árabil ýmist barist fyrir því að þessi efni verði bönnuð eða hvatt fram- leiðendur til að hætta notkun þeirra, enda nóg til af öðrum efnum til sömu nota. Reglan um var- úðarmerkingu er skref í þessa átt, en enn þykir mönnum skaðsemin ekki nægjanleg sönnuð til að hún réttlæti algjört bann. (Þarna er var- úðarreglunni að vísu snúið á haus). Skilaboðin til foreldra eru einföld: Varist þessi efni. Börnin ykkar og þið sjálf eigið betra skilið! http://graennapril.is Eitrum við óafvitandi? Litarefni geta haft óæskileg áhrif á einbeitingu, segir Stefán Gíslason. Morgunblaðið/Ómar Nammibarinn. Girnilegur en getur þó verið varhugaverður eins og aðrar freistingar. Sælgætið á nammibarn- um getur verið var- hugavert. Litskrúðugu kræsingarnar geta stuðlað að ofvirkni, segir Stefán Gíslason umhverfisstjórn- unarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.