Morgunblaðið - 14.04.2011, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.04.2011, Qupperneq 15
atvinna Fyrsta vinnan mín var í sveit, á bænum Hlíð austur í Hreppum. Þar var mittannað heimili fram að fermingu. Mitt helsta takmark í lífinu var að veratreyst til allra verka. Sérstaklega að keyra traktor. Ég lærði snemma aðmjólka með mjaltavél, moka heyi í blásarann, raka utan með, blandamaurasýru, rýja kindurnar, hleypa til og gegna í fjárhúsunum,leggja hnakk á hest og blanda drukk í kálfa. Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi. Fyrsta starfið Blandaði drukk í kálfa Mikilvægt er að ná sátt um breyt- ingar á sviði fræðslumála. Þetta seg- ir í nýrri skýrslu sem unnin hefur ver- ið fyrir Kennarasamband Íslands sem horfir til þess að byggt verði á reynslu Finna úr kreppunni þar fyrir tuttugu árum. Þar í landi hafi nið- urskurði verið svarað með því að veita sveitarfélögum og skólastjórn- endum og kennurum aukið sjálfræði við mótun skólastarfs. „Margt bendir til að hægt sé að nýta reynsluna af dreifstýrðu menntakerfi Finna hér á landi,“ segir í skýrslunni sem Capacent vann fyrir KÍ. „Mikilvægt virðist, í ljósi reynslu Finna, að hagsmunaaðilar leiti mark- visst og óhikað nýrra og framsæk- inna leiða til að mæta þessum þörf- um og tryggja þannig að börn og ungmenni gjaldi ekki fyrir þá kreppu sem nú ríkir á Íslandi.“ Kennarasambandið horfir til Finnlands Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sjálfstæði skóla- fólks verði aukið Laun á vinnumarkaði hækkuðu um 4,7% milli áranna 2009 og 2010 skv. vísitölu launa sem Hagstofan hefur reiknað. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 6,0% að meðaltali en laun opinberra um 1,9%. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun versl- unarfólks mest á milli ára eða um 7,2% en laun stjórn- enda hækkuðu minnst eða um 5%. Verulega dró úr launahækkunum á almennum vinnumarkaði í árslok 2008 en umskipti urðu undir lok árs 2009 og síðan þá hefur hagur launafólks heldur vænkast. Hagstofan mælir vinnumarkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Launin eru aftur farin að hækka Þetta er raunhæft fræðslu-efni sem allir geta nýttsér. Þetta meðferðarformer mikið notað hjá okkur og er rauður þráður í okkar end- urhæfingarstarfi,“ segir Valgerður Baldursdóttir, yfirlæknir geðsviðs Reykjalundar. Í síðustu viku var þar á bæ kynnt ný handbók um hugræna atferlismeðferð við þung- lyndi en sá meðferðarkostur er einnig notaður í meðferð við til dæmis kvíða, streituröskun, lang- vinnum verkjum, offituvanda og fleira. Greina styrk og sækja fram En hvað er hugræn atferl- ismeðferð? Jú, hún er í stuttu máli að fólk í vanda statt fær aðstoð við að greina veikleika sína en þó miklu frerkar styrkinn – svo það megi sækja fram til góðrar heilsu og glaðra daga. Með öðrum orðum má segja að hugræn atferlismeðferð sé pensilín til að drepa niður sýkla í sálinni. Og þetta skiptir miklu við endurhæfingu, til dæmis þegar fólk hefur átt við veikindi að stríða en þarf að komast aftur út á vinnu- markað. Stundum þarf lyfjameðferð að fylgja með en í öllu falli gerir sýklakúrinn mikið gagn. „Við þurfum að efla andlega end- urhæfingu, því erfitt efnahags- ástand reynir á þolrif fólks. Reynsla þjóða sýnir að frá því áföll ríða yfir líða að jafn- aði þrjú ár þar til fólk þarf að leita að- stoðar, t.d. vegna þunglyndis,“ segir Valgerður Bald- ursdóttir. Pétur Hauksson geðlæknir var upphafsmaður þess að farið var að beita hugrænni atferlismeðferð á Reykjalundi. Fyrsta handbók Reykjalundarfólks um þetta efni kom út 1997 en hefur verið endur- útgefin og endurskoðuð alloft síðan. Unnið fyrir árangri Hin nýja útgáfa bókarinnar nú er áskrifendum aðgengileg á vefsetri Reykjalundar – meðal annars á hljóðskrá. Unnið hefur verið að undirbúningi sl. þrjú ár og hafa fjölmargir komið að verkinu, til að mynda þeir tæplega þrjátíu sér- fræðingar Reykjalundar sem starfa að hugrænni atferlismeðferð. „Helstu kostir þessarar með- ferðar að mínum dómi eru að fólk er virkt í ferlinu, sem er verkefna- miðað. Skjólstæð- ingur vinnur verkefni, prófar sig í aðstæðum og ræðir svo þá upplifun við sinn með- ferðaraðila,“ segir Þórunn Gunn- arsdóttir, iðjuþjálfi á geðsviði Reykjalundar. „Þessi meðferð gefur fólki því þá upplifun að það sé að vinna fyrir ár- angri. Það er mikill kostur fyrir einstaklinginn og eykur trú hans á eigin áhrifamætti. Einnig er þetta aðferð sem reynist vel fyrir ein- staklinga í að takast á við ýmsar aðstæður í daglegu lífi án þess að um þunglyndi eða kvíða sé að ræða.“ Þórunn segir allar rannsóknir sýna að góður árangur hafi náðst við notkun hugrænnar atferlismeð- ferðar við þunglyndi. Slíkt sé hag- nýtt fyrir þjóðfélagið. Enginn sé einn „Þetta er viðurkennt sem sjálfshjálparmeðferð og flestallir geta nýtt sér hana án þess að vera í tengslum við fagfólk sem kann þessi fræði. Það er því frábært að þessi meðferð sé nú orðin aðgengi- leg á vefnum og fólk óháð búsetu geti nýtt sér þetta úrræði. Hins vegar er mikilvægt, nái fólk ekki tökum á vanlíðan sinni, að leita sér sérfræðihjálpar. Enginn á að þurfa að standa einn í baráttunni.“ sbs@mbl.is Reykjalundarfólk eflir endurhæfingu með nýju fræðsluefni um hugræna atferlismeðferð Pensilín til þess að drepa niður sýklana í sálinni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Endurhæfing. Inga Hrefna Jónsdóttir, Valgerður Baldursdóttir og Þórunn Gunnarsdóttir starfa á geðsviði Reykjalundar þar sem hugræn atferlismeðferð er rauði þráðurinn. Skiptir miklu við end- urhæfingu, til dæmis þegar fólk hefur átt við veikindi að stríða en þarf að komast aft- ur út á vinnumarkað. Hæfniskröfur: Framúrskarandi þjónustulund. Reynsla af erlendum samskiptum er æskileg. Færni í skrifaðri og talaðri ensku. Þekking á íslenskum innihurðamarkaði er kostur. Snyrtimennska og hæfni í mannlegum samskiptum. Ábyrgðarsvið: Sala í verslun Egils Árnasonar. Yfirumsjón með hurðadeild félagsins. Yfirferð og eftirfylgni á birgðum hurðadeildar. Umsjón með öllum sérpöntunum deildarinnar. Umsóknir óskast sendar fyrir 26. apríl á ae@egillarnason.is eða á Egill Árnason ehf, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavik. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Einarsson, Framkvæmdastjóri í síma 821-1414 Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Egill Árnason ehf rekur sérhæfða verslun með parket, flísar, innihurðir og sérverkefna-deild að Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og hefur ávallt lagt kapp á að vera með vandaða vöru og bestu fáanlegu vörumerkin í hverjum flokki fyrir sig. Egill Árnason er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu á sínum markaði. Hjá fyrirtækinu starfar einvala lið sér- fræðinga á sínu sviði sem hafa það að markmiði að veita framúrskara- ndi þjónustu við sölu á hágæða vörum. Sölusérfræðingur í hurðadeild ™ Suðurlandsbraut 20 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.