Morgunblaðið - 18.04.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tómum íbúðum á höfuðborgarsvæð-
inu hefur fækkað um 340 milli ára,
samkvæmt nýlegri talningu á vegum
Samtaka iðnaðarins, SI. Er þá miðað
við fokhelt húsnæði og lengra komið.
Ef bætt er við sökklum og byggingum
í uppsteypu er fækkunin 368 íbúðir
milli ára, eða úr 2.016 árið 2010 í 1.648
í ár. Sambærileg talning hefur verið
gerð á Akranesi, Selfossi og í Reykja-
nesbæ. Tómar íbúðir voru að auki
taldar núna í fyrsta sinn á Akureyri og
reyndust þær ríflega 100, fokheldar
og lengra komnar, þar af 86 í fjölbýli.
Talningin fór fram í mars sl. þar
sem tómar íbúðir og grunnar voru tal-
in samkvæmt staðlinum IST 51, flokk-
að eftir mismunandi byggingarstigi.
Kom þá í ljós að 916 íbúðir í fjölbýli
voru tómar á öllu höfuðborgarsvæð-
inu, fokheldar eða lengra komnar, 262
rað- og parhús og 122 einbýli, eða 384
sérbýli.
Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SI, og Friðrik
Ágúst Ólafsson, forstöðumaður hjá
SI, höfðu veg og vanda af talningunni.
Þeir segja hana eins vel úr garði gerða
og mögulegt er, alltaf séu einhver
skekkjumörk, en talningin var borin
undir embætti byggingarfulltrúa
sveitarfélaganna, fasteignasala og
verktaka, sem komu með ábendingar
og athugasemdir ef með þurfti. Mark-
miðið er ekki síst að gefa verktökum
sem gleggsta mynd af stöðunni hverju
sinni, þannig að auðveldara sé að
ákveða hvers konar íbúðir eigi að
framleiða næst.
Ódýrari íbúðir
Um niðurstöðu talningarinnar
segja þeir Jón Bjarni og Friðrik hana
ótvírætt benda til þess að aukin þörf
sé að skapast á frekari byggingar-
framkvæmdum, einkum smærra og
ódýrara húsnæði fyrir fyrstuíbúðar-
kaupendur. Talið er að byggja þurfi
1.500 til 2.000 íbúðir á ári til að upp-
fylla eðlilega þörf markaðarins og þeir
segja ennfremur uppsafnaða þörf
hafa myndast þar sem lítið hafi selst af
húsnæði eftir hrunið 2008.
„Það er ástæða til að fara af stað en
með öðrum hætti en hefur verið,“ seg-
ir Jón Bjarni og bendir á að lausar
íbúðir, sem nú eru í framleiðslu, henti
flestar ekki kaupendum sem eru að
kaupa í fyrsta sinn. Fara þurfi af stað
með ódýrari íbúðir; tveggja til þriggja
herbergja á 70-100 fermetrum án bíla-
kjallara, og byggja með ódýrari hætti.
Til að koma hreyfingu á markaðinn
að nýju telja þeir Jón Bjarni og Frið-
rik að sveitarfélögin skipi þar eitt
stærsta hlutverkið. Þau hafi tekið þátt
í góðærinu með hækkun á lóðaverði,
þegar eftirspurn var mikil, en nú sé
lag til að lækka verðið þegar eftir-
spurnin hefur minnkað. „Sveitarfélög-
in þurfa að breyta skipulaginu þannig
að hægt sé að byggja ódýrari og minni
íbúðir,“ segir Jón Bjarni. Einnig þurfi
sveitarfélögin að lækka ýmis gjöld,
eins og heimtauga- og veitugjöld,
kostnað við byggingarleyfi og úttektir
og leggja ekki fasteignagjöld á mann-
virki fyrr en flutt sé inn í þau. Rukkun
fasteignagjalda á byggingartíma hafi
m.a. átt þátt í því að verktakar hafi
flýtt sér um of við framkvæmdir.
„Ekki er hægt að láta þess ógetið að
framkvæmdalán eru allt of dýr hér á
landi og ýta enn frekar undir hraða í
framkvæmdum,“ segir Friðrik.
Þeir segja verktaka einnig geta lagt
sitt af mörkum með að koma mark-
aðnum af stað, einkum með betri
gæðastjórnun. Með því sé hægt að
lækka byggingarkostnað. „Við þurf-
um líka að líta í eigin barm og hvetja
verktaka til að bæta sína stjórnun.
Menn fóru of geyst en það hefur líka
mikið að segja að sveitarfélögin fóru í
keppni sín á milli og skipulögðu lóðir
og íbúðabyggingar án þess að horfa til
þess hvaða húsgerð hentaði hverju
sinni,“ segir Friðrik.
Verkþekking glatast
Þeir leggja áherslu á að samtökin
séu ekki að hvetja til annarrar þenslu
eða bólu á fasteignamarkaðnum. Mik-
ilvægast sé að skapa meiri stöðugleika
og greina betur þarfir markaðarins.
Það taki líka tvö til þrjú ár frá því að
lóð undir fjölbýli sé úthlutað þar til að
íbúð verður fullbúin. Þeir benda á að
lager íbúðarhúsnæðis geti klárast á
mjög skömmum tíma, miðað við upp-
söfnuðu þörfina, og þá sé hætta á að
önnur þensla skapist verði ekkert að
gert. Haldi sala á fasteignum áfram að
aukast geti myndast skortur á íbúð-
um. En gæta verði þess að bygging-
arhraðinn verði ekki sá sami og þegar
mest lét í góðærinu.
Lítil sem engin útboðsverk eru í
gangi og verktakar hafa því verið að
reyna að halda sér gangandi með
kaupum á hálfkláruðum fasteignum
til að vinna við. Jón Bjarni og Friðrik
benda á í þessu sambandi að gríðarleg
verðmæti geti farið í súginn ef hálf-
kláruð mannvirki standi auð árum
saman. Jafnframt sé hætta á að dýr-
mæt verkþekking og reynsla flytjist
úr landi þar sem verktakar eru farnir
að flýja land vegna verkefnaskorts.
Framkvæmdir fari af stað á ný
Tómum íbúðum hefur fækkað um 18% samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins Telja þörf hafa
skapast fyrir frekari framkvæmdir Mest þörf fyrir smærri og ódýrari fasteignir fyrir unga fólkið
Talning á íbúðum
» Samtök iðnaðarins hand-
töldu í mars sl. tómar ný-
byggingar í íbúðahverfum á
höfuðborgarsvæðinu og í
fjórum sveitarfélögum á
landsbyggðinni. Svipuð
talning fór fram í maí í
fyrra.
» Tómum íbúðum í fjölbýli
í Hafnarfirði hefur fækkað
um 25% milli ára.
» Lítil hreyfing hefur orðið
á markaðnum á Seltjarn-
arnesi og Álftanesi.
Tómar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Mosfellsbær
Fjölbýli
Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Álftanes Garðabær Hafnarfjörður
samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins 2010 og 2011
Fokhelt og lengra komið 2010 Að fokheldu 2010 Fokhelt og lengra komið 2011 Að fokheldu 2011
73
44
Samtals 2010
Samtals 2011
Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli
101
131
364
430
117
134
3026
02
292
279
96
109
101200
59
118
60
83
370
496
105
123
Morgunblaðið/Júlíus
Fasteignir Samtök iðnaðarins telja aðstæður hafa skapast á fasteignamark-
aði til að hefja byggingu íbúðarhúsnæðis á ný á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgarsvæðið í heild
Alls tómar íbúðir:
2.016
Alls tómar íbúðir:
1.648
2010 2011
Fokhelt og lengra komið
Að fokheldu
375
1.641 348
1.300
Akranes, Selfoss og
Reykjanesbær
2010 2011
Alls tómar íbúðir:
539 Alls tómar íbúðir:
449
127
412
101
348
Hvílíkur léttir
Hreinsaðu nefið og
náðu andanum á ný
loft á nokkrum
mínútum
OTRIVIN nefúði og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu,
nefstíflu og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar
fljótt og áhrifin vara í 10-12 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og
sviðatilfinningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í
senn. Otrivin 1 mg/ml: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Otrivin 0,5 mg/ml: Lyfið er ekki
ætlað börnum yngri en 2 ára. Einungis ætlað 2-10 ára börnum að læknisráði. Varúð: Langtímanotkun
Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir
xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Kynnið ykkur vel
leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis
Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Mikilvægasta skrefið til að auka
umsvif í hagkerfinu er að fjárfest-
ing taki við sér, segir Bjarni Már
Gylfason, hagfræðingur Samtaka
iðnaðarins. Í almennri umræðu sé
helst talað um atvinnuvegafjárfest-
ingu en þrátt fyrir kreppuna sé að
myndast veruleg þörf fyrir aukna
fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Aukin
velta á íbúðamarkaði og mikil
spenna á leigumarkaði beri þess
skýr merki.
Bendir Bjarni á að árið 2010
dróst íbúðafjárfesting saman um
17% en árið áður var samdrátturinn
55,5%. Síðustu tvö árin hafi verið
byrjað á sárafáum nýjum íbúðum,
en fjárfestingin einkum falist í að
klára húsnæði sem þegar var hafin
bygging á.
Bjarni Már segir lýðfræðilega
þætti eins og mannfjölda og aldurs-
samsetningu ekki síður skipta máli
eins og tekjur, vexti og aðgang að
fjármagni. Frá þessum sjónarhóli
sé margt sem bendi til aukinnar
þarfar fyrir nýtt húsnæði. Bendir
Bjarni á að inn á markaðinn
streymi nú ungt fólk í óvenjumikl-
um mæli. Einir fjölmennustu ár-
gangar sögunnar, 1989-1993, fari
að auki fljótlega að leita sér að hús-
næði. Mæta þurfi þeirri þörf með
auknu framboði af nýju húsnæði.
Mikilvægast að fjárfesting taki við sér
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 2000-2010
á föstu verðlagi í m. kr. eftir ársfjórðungum
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0