Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 Hugmyndin er að verkefnið Tæling á netinu verði þrískipt en enn sem komið er hefur aðeins fengist fjármagn í tvo hluta þess. Í fyrsta lagi er búið að útbúa póstkort sem sent verður til foreldra barna í 6.-10. bekk en á því eru útskýringar á því hvað felst í tælingu og hvatning til foreldra að fylgjast með þeim samskiptum sem börnin eiga í á netinu. Verkefnið fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að láta prenta og dreifa póstkortinu til foreldra í Reykjavík en enn vantar fjármagn til að dreifa því víðar. Í öðru lagi er búið að setja upp vefsíðu í nafni verkefnisins þar sem nálgast má ýmiskonar upplýsingar er varða efnið. M.a. eru gefin raunveruleg dæmi um þær tælingaraðferðir sem beitt er þar sem m.a. er birt brot úr netsamskiptunum sem urðu kveikjan að verkefninu; foreldrar geta lesið sér frekar til um tælingu á síðunni og þar má einnig finna tengla inn á frekari umfjöllun á netinu. Í þriðja lagi vonast aðstandendur verkefnisins til að hægt verði að halda námskeið, þar sem farið yrði nánar út í þessa sálma, hvernig bregðast eigi við og foreldrar sem óttast um börn sín í þessu samhengi fengju stuðning. Sömuleiðis vantar fjárstyrk til að hægt sé að þýða verkefnið á fleiri tungumál fyrir foreldra barna innflytjenda. Póstkort, vefsíða og námskeið ÞRÍSKIPT VERKEFNI Morgunblaðið/Ómar Fyrirbyggjandi Félagsráðgjafarnir Erla S. Hallgrímsdóttir og Guðlaug M. Júlíusdóttir hafa unnið að forvarnar- verkefninu Tæling á netinu, sem beinist að foreldrum barna og unglinga í 6. – 10. bekk grunnskóla. leiðinlegar og ljótar og þeir hrósa út- liti þeirra sem þeir eru að tala við. Strákarnir fá hins vegar að heyra hvað þeir séu góðir í íþróttum, hvað þeir séu stæltir og flottir og þess hátt- ar. Þeir einfaldlega leita að þeim svið- um þar sem barnið er óöruggt og mót- tækilegt og ávinna sér traust þeirra og vináttu um leið. Þá eru þeir ekki ókunnugir karlar lengur. Mér verður oft hugsað til ljóta karlsins sem Páll Óskar syngur um á Diskóeyjunni. Þrátt fyrir að hann heiti ljóti karlinn er hann sætur, skemmtilegur og syng- ur vel. Ljóti karlinn er oft ljótur inni í sér en blekkir börn með sætu útiliti og fag- urgala.“ Með ókunnugum í herbergi Það sem tæknin hefur gert frá tímum Rómverjanna er að auðvelda tælendunum að komast í tæri við börnin. „Áður þurftu þeir að koma sér landfræðilega á sama stað og barnið var; fá vinnu í sumarbúðum, tóm- stundum eða í barnastarfinu í kirkj- unni, en núna er þetta ekkert mál. Netið er bara frjálsar veiðilendur fyrir þá og þeir eru mjög oft skrefi á undan að finna sér nýja staði þar til að tæla börnin. Ég hef t.a.m. áhyggjur af gagnvirku tölvuleikjunum sem sér- staklega strákarnir sækja í. Nýlega sá ég frétt um fullorðna konu sem gerði rannsókn á þessu með því að fara inn í Eve Online. Og þar var maður sem elti hana út um alla netheima og vildi hafa hana út af fyrir sig.“ Það stendur ekki á svari hjá Guð- laugu þegar hún er innt eftir því hvað foreldrar geti gert til að koma í veg fyrir að börnin lendi í slíkum sam- skiptum: „Þeir eiga fyrst og fremst að vera forvitnir um líf barnanna sinna og vita hverja þau umgangast, hvort sem er í raunheimum eða netheimum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hún og bætir við að það geti verið mis- skilin tillitssemi hjá foreldrum að vera uppteknir af því að virða einkalíf barna sinna. „Börn hafa einfaldlega mjög takmarkað einkalíf – það er bara þannig. Í raunheimum hitta foreldrar vini barnsins og heyra gjarnan í for- eldrum vina þess sem það ætlar t.d. að gista hjá. Mamman hér í dæminu að ofan hefði auðvitað aldrei hleypt dótt- ur sinni einni inn í herbergi með þess- um manni, en fólk virðist hafa minni fyrirvara á því hverjum barnið þeirra fer með inn í herbergi á netinu.“ Ekki má heldur gleyma að ræða við börnin um þessi mál og að hafa í huga að oftast eru það einhverjir í nærumhverfi barnsins sem brjóta á þeim, en yfirleitt ekki ókunnugir. „Það þarf að tala við barnið um að virða mörkin sín, að þau eigi ekki að hleypa neinum inn á sín einkasvæði og sitt einkalíf og ef þau fái slæma tilfinningu þá komi þau sér út úr þeim aðstæðum sem þau eru í.“ www.taeling.com Eftirfarandi raunveruleg dæmi sýna hvaða aðferðir tælandi notar í sam- tölum við börn: Hann kemur ábyrgðinni á barnið: – en ertu 25 – – jamm – hehe ég addaði ykkur ekki Hann notar sama tungutak og barnið: – hefuru ekki sjéð heima síðuna hennar Stínu? – neibb – óó Stína sagði að þú og frændi þinn hafið sjéð hanna og sagt að ég væri ljót og xxx og Stína væri sætar – ég var ekkert með frænda mínum að skoða – ó OK Hann hrósar barninu fyrir útlitið: – ég myndi nú ekki segja að þú væri ljót Hann biður barnið að gera eitthvað ákveðið fyrir sig: – nenniru að senda mér bikinimyndina – ee veit ekki Nenniru að senda mér bikinimyndina AÐFERÐIR TÆLARA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er eitthvað sérstakt við hann sem virkar fyrir mig,“ segir Ditte Clausen, dönsk stúlka sem fékk afhenta Morgunblaðsskeifuna á Skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á laugardag. Ditte er frá Suður-Jótlandi en hefur búið hér á landi á þriðja ár. „Ég var í landbúnaðarháskóla og kom hingað í starfsnám,“ segir Ditte. Það var íslenski hesturinn sem dró hana til landsins. Hún hafði kynnst hestinum hjá frænku sinni í Danmörku, átti sjálf orðið hest og langaði að kynnast ís- lenska hestinum betur í sínu upp- runalega umhverfi. Starfsnámið fór fram á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar vann hún við tamningar og almenn bústörf. Einnig hefur hún unnið á Sölva- bakka í Húnavatnssýslu. Ditte hóf nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands í haust og heyrði fyrst um Morg- unblaðsskeifuna þegar hún sótti námskeið í hestamennsku. Skeifan er veitt þeim nemanda skólans sem stendur sig best í reið- mennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Sextán nemendur voru gjald- gengir í Skeifukeppninni, meiri- hlutinn stúlkur. Það skilaði sér í úrslitunum því stúlkur urðu í þremur efstu sætunum og fjórum af fimm efstu. Stúlkur sigruðu einnig í öðrum keppnum Skeifu- dags Grana sem fram fóru í reið- höllinni á Mið-Fossum. Þannig varð Aníta Lára Ólafsdóttir efst í keppninni um Gunnarsbikarinn. Verðlaunin eru til heiðurs Gunnari Bjarnasyni sem var hrossarækt- arráðunautur um árabil og kenn- ari á Hvanneyri. Snædís Anna Þórhallsdóttir fékk ásetuverðlaun Félags tamningamanna og Linda Sif Níelsdóttir Eiðfaxabikarinn fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt. „Ég átti ekki von á því að vinna, en það var frábært,“ segir Ditte og bætir því við að tilviljanir ráði alltaf einhverju um röðina og hvernig hesta nemendurnir séu með. Í náminu nota nemendur tvo hesta, annan taminn og hinn ótaminn. Báðir hestarnir sem Ditte vann með eru frá Syðra- Skörðugili og þann tamda á hún sjálf. Ditte verður á Syðra- Skörðugili í sumar. Landsmót verður haldið í Skagafirði í sumar og margt sem dregur hestamenn að. Hún er hins vegar ekki búin að ákveða stefnuna í náminu. Reiknar með að það tengist fóð- urfræði á einhvern hátt – og hest- arnir verða ekki langt undan. Íslenski hesturinn virkar fyrir mig Konur sigursælar Fjórar konur urðu í fimm efstu sætum keppninnar. Þorvaldur Kristjánsson kennari er lengst t.h., þá Ditte Clausen, Aníta Lára Ólafsdóttir, Berglind Margo Tryggvason, Gísli Guðjónsson og Ásta Þorsteinsdóttir. Danska stúlkan Ditte Clausen varð efst í reið- mennsku- og frumtamninganámi vetrarins á Hvann- eyri um helgina og fékk Morgunblaðsskeifuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.