Morgunblaðið - 18.04.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 18.04.2011, Síða 12
VIÐTAL Þórður Gunnarsson thg@mbl.is „Þetta var ekki auðveld ákvörðun sem Arion banki tók, að endurreisa félag á borð við þetta vorið 2010,“ segir Hilmar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri BM Vallár. Fyrirtæk- ið varð gjaldþrota í maí 2010, eftir að byggingamarkaðurinn hrundi og er- lendar skuldir félagsins hækkuðu mikið í kjölfar gengisfalls krónunn- ar, en sögu BM Vallár má rekja aftur til ársins 1946, þegar hafin var sala á steypuefni frá Vallá á Kjalarnesi. Fyrirtækið var mikið að vöxtum, velti tæpum tíu milljörðum króna á ári þegar mest var og hafði rúm fimm hundruð manna í vinnu. End- urreist félag er mikið breytt, en að sögn Hilmars eru stöðugildi um átta- tíu í dag og áætluð velta á þessu ári er um tveir milljarðar króna. BM Vallá var endurreist með þeim hætti að meginhluti þeirrar starfsemi sem tilheyrði steypuhluta þrotabúsins var keyptur af skiptabúinu yfir í nýtt félag með nafnið BM Vallá ehf. „Síð- an hefur verið unnin mikil vinna við að endurskipuleggja starfsemina til að laga hana að núverandi efnahags- ástandi. Það eru engu að síður að meginhluta sömu framleiðslueining- arnar ennþá í félaginu sem önnuðu framleiðslu áranna 2005- 2007 þann- ig að umframafkastageta félagsins er gríðarleg. Þótt ekki hafi allir starfsmenn verið ráðnir inn í nýja fé- lagið var mikið lagt upp úr því að missa ekki út sérþekkinguna. Því verður fyrirtækið vonandi vel í stakk búið til að takast á við aukin verkefni þegar kreppunni linnir og eftirspurn fer að aukast aftur.“ Minni velta or- sakast ekki eingöngu af almennum samdrætti á byggingamarkaði, en BM Vallá hefur í gegnum tíðina verið eitt stærsta framleiðslufyrirtæki þess geira á Íslandi. Hluti starfsemi gamla BM Vallár, Límtré-Vírnet, var þannig keyptur úr þrotabúinu yf- ir í nýtt félag í eigu Landsbankans og síðar seldur til hóps fjárfesta í Borg- arnesi, þar sem fyrirtækið starfar. Mikill vöxtur í uppsveiflu „Þrátt fyrir erfitt árferði voru vissulega mikil tækifæri til hagræð- ingar í rekstri, og þau höfum við nýtt. Sem dæmi hefur stór einingaverk- smiðja í Suðurhrauni, þar sem þegar mest var störfuðu yfir eitt hundrað manns, verið lögð niður og hluti starfseminnar fluttur í Smellinn, sem er vörumerki einingaverksmiðju BM Vallár á Akranesi,“ segir Hilm- ar. „BM Vallá óx gríðarlega samfara uppganginum á byggingamarkaði. Þann vöxt mátti bæði rekja til yfir- töku á öðrum fyrirtækjum og innri vaxtar. Við lögðum niður höfuðstöðv- ar félagsins á Stórhöfða og minnk- uðum stórlega yfirstjórn þess, en öll skrifstofustarfsemi auk sölustarf- semi, sem var á nokkrum stöðum, er nú sameinuð á Bíldshöfða og Breið- höfða, þar sem stór hluti framleiðsl- unnar er,“ segir Hilmar. Hann nefnir að eitt það mikilvæg- asta við að endurreisa BM Vallá hafi verið að fá starfsmenn í gang eftir það áfall sem fylgdi gjaldþroti gamla félagsins. „Það þurfti að skilgreina og selja starfsfólki nýja framtíðarsýn og halda starfsmönnum eftir megni upplýstum um hvað væri að gerast, hvernig gengi og hvert félagið stefndi. BM Vallá er með sterka inn- viði og í raun mikilvægt fyrir íslensk- an byggingariðnað sem í og með er ástæða þess að Arion banki ákvað að freista þess að endurreisa það. Raun- ar er fyrirtækið í sérflokki á Íslandi varðandi þekkingu á íslenskum sér- aðstæðum í þróun á byggingarefnum fyrir okkar harðneskjulega verðurf- ar,“ segir hann. Hilmar segist að- spurður ekkert frekar eiga von á því að halda áfram sem framkvæmda- stjóri fyrirtækisins eftir að nýir eig- endur taka við því, hverjir sem þeir verða. „Mitt hlutverk hefur verið að leiða uppbyggingu á nýju fyrirtæki á grunni þrotabúsins og reyna ásamt öðrum starfsmönnum að búa því rekstrargrundvöll til framtíðar, nú verður það selt og þá tekur við annar kafli sem við vitum ekki hver verður. Það er nýrra eigenda að ákveða það,“ segir Hilmar. Gjörbreytt félag á gömlum grunni  Starfsmönnum BM Vallár hefur fækkað úr 500 í 80  Velta minnkar úr 10 milljörðum á ári í tvo milljarða Morgunblaðið/Kristinn BM Vallá „Það eru engu að síður að meginhluta sömu framleiðslueiningarnar ennþá í félaginu sem önnuðu fram- leiðslu áranna 2005- 2007 þannig að umframafkastageta félagsins er gríðarleg,“ segir Hilmar Ágústsson. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 H a u ku r 0 3 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvu- pósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir nýbygg- ingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og einnota vörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind. EB- ITDA 20 mkr. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. • Heildverslun með prjónagarn. Góð umboð. • Rótgróið gistihús í miðbænum. 40 herbergi. Aðspurður segir Hilmar enga ein- falda leið út úr þeirri stöðu sem íslenskt atvinnulíf er í núna. „Það verður hver og einn að skil- greina fyrir sitt fyrirtæki hvað menn telja sig geta gert betur en aðrir og leggja áherslu á að nýta auðlindir okkar og þekkingu og þróa nýjar lausnir og vörur fyrir innlendan og ekki síður er- lendan markað. Ég reikna með að vöruþróun fyrir erlenda mark- aði þar sem sérstaða okkar nýt- ist sé vænlegasti vaxtarbrodd- urinn í starfsemi BM Vallár. Árið 2010 framleiddi BM Vallá og flutti út yfir 2.000 tonn af eld- varnarefnum á erlendan markað. Í BM Vallá vinnum við nú að því með erlendum samstarfsaðilum að þróa fleiri sérhæfðar vörur sem eru einmitt þess eðlis að sérstaða Íslands og reynsla okk- ar gefur okkur forskot í sam- keppni. Það mun taka tíma að uppskera, eldvarnarefni sem þessi þurfa að ganga í gegnum tímafrekar prófanir í Evrópu til að komast á markað. Sú nýja vara sem lengst er komin hefur þegar staðist allar prófanir og verður formlega markaðssett í sumar. Þó svo að áhersla hafi verið stóraukin á fjárfestingu tengda vöruþróun, tilraunavinnu og markaðssetningu erlendis þá er hér byggt á langri þróun og því mikilvæga starfi sem fyrri eigendur hófu. BM Vallá er fyrst og fremst íslenskt framleiðslu- fyrirtæki sem þróar og framleiðir vörur fyrir íslenska bygg- ingamarkaðinn en það er fyr- irtækinu nauðsynlegt að dreifa áhættunni og byggja upp meiri viðskipti við útlönd. Ég reikna með að vöruþróun sé vænlegasti vaxtarbroddurinn í starfsemi fyr- irtækisins, þar sem við getum ekki keppt við stór evrópsk fyr- irtæki í magnframleiðslu,“ segir Hilmar Ágústsson. Ekki erindi í magnframleiðslu VÖRUÞRÓUN VÆNLEGUR VAXTARBRODDUR ● „Forseti Íslands, Ólafur Grímsson, þrýstir nú á um sölu á fjórum stórum fyrir- tækjum sem Landsbankinn á hlut í, til að land hans bjargi andlitinu og geri upp skuldir.“ Þetta er meðal þess sem stóð í einkennilegri umfjöllun breska blaðsins Daily Mail í gær, um Icesavemálið. Haft er eftir ónafngreindum heimild- armönnum að þeir telji ís- lensk stjórnvöld hafa markað þá stefnu að selja mestallar eignir Landsbankans fyrir árs- lok. Lykilmenn í fyrirtækj- unum séu hins vegar annarrar skoðunar. Blaðið segir, að Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland, sé sagður lík- legasti kaupandinn að hlut Landsbankans. thg@mbl.is Ólafur Ragnar sagður þrýsta á skilanefnd Lands- bankans um að Iceland-keðjan verði seld sem fyrst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ● James Roaf, sérfræðingur hjá AGS, segir í viðtali á heimasíðu AGS að ekki sé öruggt hvort skuldastaða íslenska ríkisins sé sjálfbær. Segir Roaf að Ísland hafi skuldað lítið fyrir fjármálakreppuna. Björgunaraðgerðir til handa fjármála- fyrirtækjum eftir skellinn haustið 2008 hafi hins vegar aukið skuldabyrði rík- isins mikið að undanförnu. thg@mbl.is Áhöld uppi um sjálf- bærni skuldastöðu Ís- lands eftir hrun 2008 James Roaf ● Lítill vilji virðist vera fyrir hendi hjá bæði ráðamönnum Grikklands og Evr- ópusambandsins að endurskipuleggja skuldir gríska ríkisins. Haft var eftir fjármálaráðherra Grikklands, Georg Papakonstantinou, á vef Wall Street Journal í gær að ekki væri stefnt á endurskipulagningu skulda gríska rík- isins, sem AGS hefur sagt ósjálfbærar. Sagði hann að kostnaður við end- urskipulagningu yrði meiri en ávinn- ingur. Olli Rehn, einn efnahags- ráðunauta ESB, sagði jafnframt að endurskipulagning skulda Grikklands gæti komið af stað slæmri keðjuverk- un á mörkuðum. thg@mbl.is Vilja ekki endurskipu- leggja skuldir Grikkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.