Morgunblaðið - 18.04.2011, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íjúní 2009gerðu ríkis-stjórnin og
aðilar vinnumark-
aðarins svokall-
aðan stöðugleika-
sáttmála sem fól í
sér framlengingu
kjarasamninga á grundvelli
þess að ríkisstjórnin hlutaðist
til um að fjárfestingar hæfust
á ný í atvinnulífinu með marg-
víslegum framkvæmdum.
Reynslan af þessari sáttagjörð
var slæm. Ríkisstjórnin stóð
ekki við það sem lofað hafði
verið, fjárfestingar fóru ekki
af stað og verkefnin sem til-
tekin voru eru svo að segja öll
á sama stað og við undirritun
stöðugleikasáttmálans.
Ástandið á vinnumarkaði er
hins vegar enn verra en þá var.
Atvinnuleysi er óbreytt, tæp-
lega níu prósent landsmanna
eru án atvinnu, en langtíma-
atvinnuleysið hefur rokið upp.
Nú hefur þriðjungur atvinnu-
lausra verið án atvinnu í meira
en ár, en fyrir tveimur árum
voru aðeins tvö prósent í þess-
ari stöðu. Og þetta langtíma-
atvinnuleysi er ekki aðeins
vandamál á vinnumarkaði. Á
bak við þessar tölur er mikil
vanlíðan þúsunda Íslendinga
sem vilja vinna en hafa orðið
að sætta sig við aðgerðaleysi
og atvinnuleysisbætur allan
þennan tíma.
Þetta er óþolandi ástand
sem ekki ætti að þekkjast hér
á landi, en því miður hefur rík-
isstjórnin ekkert lært og býð-
ur aðeins upp á sömu inni-
haldslausu loforðin og svikin
hafa verið á síðast liðnum
tveimur árum. Ríkisstjórnin
virðist treysta á að hvorki al-
menningur né aðilar vinnu-
markaðarins muni svikin og
hún virðist meira að segja
treysta á að aðilar vinnumark-
aðarins hafi gleymt því að þeir
urðu að segja sig frá stöð-
ugleikasáttmálanum vegna
svika ríkisstjórn-
arinnar.
Af þessum sök-
um var sjálfsagt í
tengslum við þær
kjarasamninga-
viðræður sem,
tímabundið að
minnsta kosti, slitnaði upp úr
fyrir helgi, að kröfur yrðu
gerðar um að ríkisstjórnin
sýndi raunverulegan vilja til
að leyfa fjárfestingum í at-
vinnulífinu að ná fram að
ganga. Ríkisstjórninni bar til
að mynda að sýna því skilning
að hér yrði að fá að halda
áfram með verkefni tengd
orkufrekum iðnaði, sem og að
fjárfestingar í sjávarútvegi
gætu ekki komist af stað í full-
kominni óvissu um framtíð
greinarinnar.
Aðilar vinnumarkaðarins, og
á það bæði við um atvinnurek-
endur og verkalýðshreyfingu,
eru sammála um að ríkis-
stjórnin hafi dregið lappirnar í
kjaraviðræðunum og í því ligg-
ur einmitt meginvandi íslensks
atvinnu- og efnahagslífs nú um
stundir. Ríkisstjórnin hefur
hvorki vilja né getu til að koma
með þeim hætti að atvinnu-
málum að hér geti farið af stað
sú fjárfesting sem nauðsynleg
er til að slá á atvinnuleysið og
gefa vinnufúsum höndum
tækifæri. Við þetta vilja- og
getuleysi bætist að trúverð-
ugleiki ríkisstjórnarinnar er
enginn. Allar venjulegar rík-
isstjórnir geta gert samninga
við innlenda og erlenda aðila,
en þessari ríkisstjórn er
hvorki treyst erlendis né inn-
anlands. Reynsla aðila vinnu-
markaðarins af stöðugleika-
sáttmálanum sýnir að fyrirheit
ríkisstjórnarinnar hafa enga
þýðingu. Þegar við bætist að
ríkisstjórnin hefur engan vilja
til að tryggja stöðu helstu at-
vinnuvega landsins er ekki við
því að búast að auðvelt sé að
koma saman kjarasamningum.
Stjórnvöld hafa
hvorki vilja, getu
né trúverðugleika til
að stuðla að gerð
kjarasamninga}
Ríkisstjórnin veldur
vanda á vinnumarkaði
Þegar ÓlínaÞorvarð-
ardóttir fulltrúi
„Nýs vettvangs“
hvarf á sínum
tíma af vettvangi
Borgarstjórnar
Reykjavíkur yfir
á einhvern annan
vettvang var reyndur emb-
ættismaður spurður um skoð-
un á þeim atburði. Hann
svaraði: „Þetta er góður end-
ir á vondum ferli.“ Svo valdi
Ólína sér vettvang á Alþingi
og þykist nú vita mest allra
um sjávarútveg
eftir að hún var
yfirmaður í skóla-
stofnun sem var í
húsi nærri höfn-
inni eins og öll
önnur hús á
staðnum. Reynir
hún að nota
„þekkingu“ sína til að gera
greininni allt til bölvunar. En
hún sést ekki fyrir og því er
oft sussað á hana. Hvernig
væri að setja kvóta á frekju
og yfirgang og gera hann svo
að sameign þjóðarinnar?
Það var helst eins
og saumaklúbbur
hefði óvænt komið
út á röngunni þegar
flokkssysturnar
hvæstust á }
Stormur í frekjudós
T
hor Vilhjálmsson var örlátur mað-
ur. Hann lét svo lítið að hrósa
ungum blaðamanni, sem var að
spreyta sig á skissum í Morg-
unblaðinu, er þeir tóku í fyrsta
skipti tal saman á loftinu í Iðnó á bók-
menntahátíð. Slík hvatning fleytir mönnum
langt og ber að þakka.
Og seinna var hann örlátur á tíma sinn,
sem reyndist naumari en nokkurn óraði fyr-
ir, og kynngimagnaða sagnagáfu, í kaffi-
spjalli heima í stofu. Það birtist fyrir hálfu
ári í Sunnudagsmogganum með áhrifaríkum
myndum Kristins Ingvarssonar. Og var
sannkallað kaffispjall, því það var eins og
rauður þráður í viðtalinu, hvað hann var ör-
látur á kaffið. Sjálfur hafði hann sett sér
kaffikvóta – til að ná að hreinsa sig á milli.
Ég slæ því föstu, að engan hafi grunað hversu tím-
inn var naumur, þó að Thor væri kominn yfir áttrætt,
því hann var fílhraustur og stundaði enn júdó af kappi,
sem hann fullyrti að væri íþrótt til æviloka. Það var
nánast goðsagnarkennt að fylgjast með þeim tilþrifum
í júdósalnum. Ég verð að játa að ég lokaði augunum
þegar hann flaug á dýnuna, en svo stóð hann upp eins
og ekkert hefði í skorist. Ég reyndi að malda í móinn
og sagði við hann: „En Thor, þú ert kominn töluvert
við aldur.“
„Nei, er það?“ svaraði hann og hló. „Ja,
hérna, ég hafði ekki áttað mig á því.“
Sjaldan hef ég verið eins djúpt snortinn
eins og eftir kaffispjallið forðum. Frásögnin
varð svo lifandi í meðförum Thors, að for-
tíðin varð samtími, himinn, jörð og helvíti
runnu saman og landamæri þurrkuðust út,
enda var hann maður víðförull og kunni fyr-
ir sér í átta tungumálum – hið minnsta.
Og einu tók ég eftir þetta síðdegi, honum
lá ekki styggðaryrði til nokkurs manns.
Kannski var hann alkemisti. Í það minnsta
hef ég notið þess undanfarið að hlýða á lest-
ur hans á Alkemistanum, sem hann þýddi
meistaralega, og ekki er ég frá því að ég
finni fyrir nærveru skáldsins í frásögninni.
Víst er að hann fylgdi sínum örlagakosti og
vonandi taka margir hann sér til fyr-
irmyndar í þeim efnum.
Thor vitnaði í orð Kjarvals í kaffispjallinu, um að
fólk sem lyftir aldrei neinu í samtaki, verður aldrei
þjóð. Og það er við hæfi að gefa skáldinu síðasta orðið:
„Mér finnst það eiga svo vel við, ekki síst núna, þegar
ríður á öllu. Þeir, sem eiga einhverja dáð, standi sam-
an, nái saman, verði þjóð! Við höfum öll drög og allan
arf til þess að magna okkur upp til þess að vera mann-
eskjur og ná til annarra sem eru manneskjur.“ pe-
bl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Alkemistinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
V
iðskipti íslenskra og jap-
anskra fyrirtækja virð-
ast að mestu vera kom-
in í samt lag eftir
hamfarirnar í Japan á
dögunum. Mest hefur verið flutt
þangað út af sjávarafurðum og urðu
nokkur fyrirtæki fyrir töfum á við-
skiptum við kaupendur og framleið-
endur í norðausturhluta Japan, sem
er stærsta sjávarútvegssvæði
landsins. Eftir því sem næst verður
komist hafa fá eða nokkur við-
skiptasambönd tapast vegna ham-
faranna en aðallega hafa áhrifin
birst í töfum á sendingum milli
landa. Fyrstu vikurnar eftir flóð-
bylgjuna minnkaði mikið sala á dýr-
ari afurðum á fiskmörkuðum, eink-
um vegna minni sölu til hótela og
veitingahúsa.
Vegna hættu á geislavirkni frá
kjarnorkuverum gætir nokkurrar
ólgu meðal Japana og óánægju í
garð stjórnvalda, samanber fjölsótt
mótmæli þar um helgina. Fram kom
í gær að það taki níu mánuði að ná
stjórn á málum við kjarnorkuverið í
Fukushima. Hafa stjórnvöld reynt
að róa almenning og m.a. hvatt fólk
til að kaupa innlend matvæli fram-
leidd á þessum svæðum, en þessi
ótti gæti haft tækifæri í för með sér
fyrir erlenda matvælaframleið-
endur sem senda vörur til Japan.
Sendingar ekki stöðvast
Svavar Sigurðsson, markaðs-
stjóri HB Granda, segir ekki mikla
truflun hafa orðið á vöruútflutningi
til Japan. Vörusendingar hafi ekki
stöðvast og í mesta lagi tafist lít-
illega. HB Grandi hefur verið með
stóra kaupendur í norðausturhluta
Japan sem í einhverjum tilvikum
hafa þurft að færa sig frá mestu
hamfarasvæðunum. Svavar segir
sendingar hafa orðið fleiri en
smærri en HB Grandi hefur m.a.
flutt úthafskarfa, grálúðu og loðnu-
hrogn til Japan. Sigurgeir B. Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum, tekur undir með Svavari.
Viðskiptin við Japani séu að komast
í eðlilegan farveg eftir nokkrar tafir
fyrst eftir hamfarirnar.
Icelandic Group starfrækir
skrifstofu í Japan. Þar starfa níu
manns, þar af tveir Íslendingar. Að
sögn Tinnu Molphy hjá Icelandic er
vandlega fylgst með stöðu mála í
Japan en engar ákvarðanir hafa
verið teknar um að kalla starfs-
menn heim. Viðvera starfsmanna
hefur verið sveigjanleg og mið tekið
af fjölskylduaðstæðum, erfiðum
samgöngum og skömmtun á raf-
magni.
Hlynur Veigarsson, sölu- og
markaðsstjóri Icefresh, dótt-
urfélags Samherja, sem selur sjáv-
arafurðir til Japan segir óvissu ríkja
um áhrif hamfaranna á markaðinn.
Ljóst sé að margar fiskvinnslur og
önnur mannvirki skemmdust á
Sendai-svæðinu og þar í kring.
„Sala okkar á grálúðu- og
karfa-afurðum hefur hinsvegar
haldið áfram og gengið ágætlega
þrátt fyrir þetta, þó svo að maður
óttist auðvitað hvaða afleiðingar
ástandsins í Fuku-
shima-kjarnorkuverinu geti haft í
för með sér,“ segir Hlynur.
Halldór Elís Ólafsson starfar á
umboðsskrifstofu Icelandair í Tók-
íó. Hann segir daglegan rekstur lít-
ið hafa breyst. Lítill samdráttur
hafi orðið á ferðum frá Japan, en
hins vegar mikill samdráttur á flugi
til landsins. „En óvissan er enn
frekar mikil. Það er mjög erfitt að
segja til um hvernig þetta verður í
sumar og næsta vetur,“ segir Hall-
dór Elís og telur jafnvel að mikil
uppsveifla geti orðið í ferðum Jap-
ana til Íslands í sumar, er fólk fer að
flýja hitann, en búist er við miklum
rafmagnsskorti í land-
inu.
Japansviðskipti að
komast í gang á ný
Reuters
Japan Mikið hreinsunar- og björgunarstarf stendur enn yfir í Japan eftir
hamfarirnar 11. mars sl. og ótti við eftirskjálfta er alltaf til staðar.
Verðmæti útflutnings Íslend-
inga til Japans nam 14,3 millj-
örðum króna á síðasta ári og
að langstærstum hluta eru
þetta sjávarafurðir eða fyrir
11,6 milljarða króna. Útflutn-
ingur til Japan er um 2,5% af
heildarútflutningi Íslendinga
en samt sem áður eru miklir
viðskiptahagsmunir í húfi, ekki
síst í sjávarútvegi.
Á fyrstu tveimur mánuðum
þessa árs var flutt út til Jap-
ans fyrir 2,2 milljarða króna,
borið saman við 1,8 milljarða á
sama tíma í fyrra. Verðmæti
innflutnings frá Japan á síð-
asta ári var 11 millj-
arðar króna og 770
milljónir á fyrstu
tveimur mán-
uðum
þessa
árs, sam-
anborið
við tæpan
milljarð í
janúar og febr-
úar í fyrra.
Miklir hags-
munir í húfi
VIÐSKIPTI VIÐ JAPAN