Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.04.2011, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011 Russell S. Moxham svarar 29. mars grein minni „Ísrael: Land gyðinga eða araba?“ frá því fyrr í mán- uðinum. Ég þakka honum svar hans og eins það að endurbirta stóran hluta greinar minnar! Þessi seinni grein Moxhams er að hluta til málefnaleg og örlar varla á því meið- andi níði gegn Ísraelsmönnum sem einkennir skrif íslenskra Palest- ínuvina. Þó örlar á slíku, eins og þegar hann gerir lítið úr áreið- anleika heimilda dr. Harry Mandel- baums og tilvísunum mínum í grein- ar hans. Heimildir mínar eru úr ýmsum áttum öðrum en greinum Mandel- baums, en ég tel heimildir hans bæði áhugaverðar og traustar. Þær eru úr samtímaheimildum, mið- aldaritum, fornum sögubókum og reisubókum fjölda ferðalanga og sendimanna um Landið helga á margra alda tímabili. Hér fyrir neðan er heimildalisti sem Morgunblaðið neitaði að birta með síðustu grein minni, því þá hefði hún farið fram yf- ir staðlaða lengd, 5.000 slög. Á síðari árum hef- ur Morgunblaðið hins vegar stundum látið heilar síður og jafnvel heilar opnur undir skæðustu öfgasjón- armið hatursmanna Ísraels. Þá hefur ekki verið spurt um slög eða pláss fyrir tilvitnanir. Hér eru þær tilvitnanir, sem Morgunblaðið vildi ekki birta með síðustu grein minni. Þær eru reyndar ekki í númeraröð, því þær eru nokkrar af fjölmörgum: 4. Muqadassi, tilvitnun Erich Kahler, sem vitnar í þessa lýsingu úr bókinni „Know- ledge of crimes“, s. 167, í bókinni „The Jews Among the Nations“ (New York: F. Ungar, 1967), s. 144. 6. Hadriani Relandi, „Palaestina ex monu- mentis veteribus illustrate“ rituð á latínu, birt 1714 í Utrecht, ex libraria Guilielmi Broedelet (Trajecti Batavorum) 9. James Finn, skjöl breska utanríkisráðu- neytisins 78/1294, Pol. 36. Dr. Mandelbaum hefur gætt þess sérstaklega að nota ekki gyðing- legar heimildir eða ísraelskar, gagn- gert til að auka trúverðugleika greina sinna. Greinar hans eru fjarri því að vera níðskrif þó að hann vissulega afhjúpi afar óþægilegar staðreyndir um arabana, sem þeim eðlilega ekki líkar! Það er þeirra háttur, að hóta að drepa menn sem slíkt gera. Er það ekki þess vegna sem svo lítið fer fyrir umfjöllun um ágætan málstað Ísraels? Kannski Moxham vilji taka að sér það verðuga verkefni fyrir lesendur Morgunblaðsins að fara í pílagríms- ferð um hin stóru bókasöfn og gagnabanka í London til að stað- reyna heimildir dr. Mandelbaum? Rita svo nýja grein í Morgunblaðið um árangur þeirrar rannsóknar og biðja dr. Mandelbaum afsökunar í leiðinni ef ástæða er til? Moxham segist viðurkenna hinn mikla þátt Ísraela í uppbyggingu skólakerfisins fyrir Palestínubúa, en segir að þeir hafi vanrækt það og bælt það niður. Hvaða bælingu á Moxham við? Á hann við tilraunir Ísraela til að hindra hatursinnræt- ingu barna í skólastofum Palest- ínumanna? Finnst honum mannrétt- indi barnanna þar fótumtroðin, að þau skuli ekki fá að njóta skæðustu hatursinnrætingar, sem völ er á í ísl- amska „menningar“heiminum? Furðuleg eru ummæli Moxhams um nýju verslunarmiðstöðina á Gaza, GazaMall, sem byggð var á sama tíma og lygafullyrðingar Ha- mas-stjórnarinnar og ’Palestínuvina’ allra landa dundu á heimsbyggðinni um hungursneyð og algjöran skort á byggingarefnum á Gaza. Honum virðist hafa verið talin trú um, vænt- anlega af þessum vinum sínum í Pal- estínu, að heimasíða fyrirtækisins (www.gazamall.ps) sé bara hrekkur zíonista og Ísraelsvina til að sundra samstöðu palestínsku þjóðarinnar. Hversu hrekklaus og trúgjarn getur einn maður verið? Úti um allan ver- aldarvefinn, þegar slegið er inn „gaza mall“ á Youtube, Google.com eða annars staðar þá spretta upp myndskeið, meðal annars úr arab- ískum sjónvarpsstöðvum um þessa glæsilegu kringlu þeirra Gazabúa sem full er af lúxusvörum hvaðan- æva að úr heiminum! Eitt þúsund smyglgöng, sum fær bílum virðast alveg hafa farið framhjá Moxham, líkt og egypskum landamæravörð- um! Moxham segir að Ísraelar hafi áð- ur fyrr verið Palestínumenn. Þar er- um við sammála. Þeir voru það og eru það enn. Palestína er nafn á landsvæði en ekki þjóðríki. Eina þjóðríkið á Palestínusvæðinu (eftir að Jórdanía fékk sinn 70% hlut) er Ísrael. Palestína er hið forna Gyð- ingaland. Gyðingar eru hinir sönnu Palestínumenn, engir aðrir. Aldrei hafa nein sjálfstæð ríki verið í Pal- estínu, aldrei, nema ríki gyðinga, hið forna Ísrael og hið nýja Ísrael. Arabar þeir og múslimar úr ná- grannalöndunum, sem nú kalla sig Palestínumenn og heimta allt þetta landsvæði, eiga þar allt öðruvísi við- veru og grynnri rætur en gyðing- arnir. Hvernig viðvera það var má lesa um í grein minni: „Gyðinga- landið og óvinir þess“, sem nú bíður birtingar hjá Morgunblaðinu. 1.377 ritaði einn kunnasti arabíski sagnaritari þess tíma, Ibn Khaldun eftirfarandi: „Yfirráð gyðinga í Ísra- elslandi náðu yfir 1.400 ár … það voru gyðingarnir sem rótfestu menningu og siðvenjur hinnar var- anlegu bólfestu manna á svæðinu.“ (heimild: 5. Ibn Khaldun, quoted by Yahya Armajami, Middle East Past and Present (Englewood Cliffs, NJ: Prentice-Hall, 1970), p. 143.) Nú mátt þú, Moxham! Palestínuvinir barðir með bókfellum, ævafornum Eftir Hreiðar Þór Sæmundsson » Aldrei hafa nein sjálfstæð ríki verið í Palestínu, aldrei, nema ríki gyðinga, hið forna Ísrael og hið nýja Ísrael. Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður. Þann 17. mars sl. birtu átta starfsmenn háskólastofnana og líf- tæknifyrirtækja varn- argrein í Morg- unblaðinu fyrir erfðatækni. Ekki fer á milli mála að þeir taka eindregna stöðu með henni, á hverju sem gengur, enda eru þeir í réttu liði: Hinn heilagi sannleikur um áhættuleysi erfða- tækni er „samdóma álit þeirra vís- indamanna sem gerst þekkja“. Og ekki er slegið af í afskriftum rit- rýndra vísindagreina sem gefa vís- bendingar um alvarlega ágalla erfðatækninnar og neikvæð áhrif erfðabreyttra lífvera, enda hafi „flestar þeirra … verið harðlega gagnrýndar“. Undir yfirskini vís- indaraka, þjónustu í krafti þekk- ingar og m.a.s. hlutleysis gera greinarhöfundar enn eina tilraun til að þagga niður vísindarannsóknir sem eru óhagfelldar sjónarmiðum þeirra og líftækniiðnaðarins. Látum vera þótt þekkingarþráin verði seint óhlutdræg, en þöggun er óþægilegur og óþarfur fylgifiskur fræðasamfélagsins. Krafan um afmörkun erfða- breyttra lífvera við lokuð kerfi er greinarhöfundum þyrnir í augum. En hún er almennari en þeir vilja vera láta. Bændur víða um heim vilja bregðast við óskum vaxandi markaða um afurðir án erfðameng- unar. Skiptir þá engu hvort land- búnaðurinn kallast hefðbundinn eða lífrænn. Vísasta leiðin til að valda þeirri starfsemi tjóni er útiræktun erfðabreyttra plantna, sem reynsla og rannsóknir sýna að veldur hvar- vetna víðtækri mengun á aðliggj- andi ræktunarsvæðum og vistkerf- um. Hafi gögn um það farið framhjá greinarhöfundum hljóta þeir að fagna því að einhver annar beri þau á borð fyrir þingheim því nú sem fyrr er þörf „allrar þeirrar þekkingar sem til er á hverjum tíma“ svo notuð séu þeirra eigin orð. En hver er sú þekking grein- arhöfunda á framleiðni erfða- breyttra plantna að ástæðu gefi til álykt- ana um að hún muni bjarga heiminum frá hungri? Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur engin helstu erfða- breyttu nytjaplantn- anna (soja, maís, repja og bómull) skilað aukinni upp- skeru heldur þvert á móti, einkum eftir fyrstu ræktunarárin þegar skordýr og ill- gresi taka að mynda ónæmi fyrir erfðabreytingunum. Og ekki er það jörð vorri þókn- anlegt að þurfa að auka verulega notkun eiturefna þegar frá líður eins og raunin hefur orðið á með erfðabreytta ræktun (sbr. t.d. Benbrook 2009). Er þá ekki tekið að bætast nokkuð í kostnað við upptöku hinnar undursamlegu tækni? Ef framleiða þarf „enn meiri mat án þess að ganga á gæði jarð- arinnar frekar en orðið er“ þá er einkar tilfinnanlegt ef ekki má – eins og áttmenningarnir virðast ætlast til – rýna betur í erfða- tæknina sjálfa, úr því að hugs- anlega má skýra 6-10% minni upp- skeru af erfðabreyttu soja (samanborið við hefðbundið) að talsverðu leyti með þeirri röskun sem erfðabreytingin sjálf veldur í erfðamengi plöntunnar (sbr. El- more o.fl., Agronomy J. 93). Ekki er nóg með að styr standi um notkun erfðatækni í landbúnaði heldur klýfur hún fræðasamfélagið í herðar niður. Sá klofningur er að hluta til vísindalegs eðlis, en skýr- ist einnig af hagsmunum. Vís- indamenn og stofnanir ótengd líf- tæknifyrirtækjum eru líklegri en aðrir til gagnrýnnar umfjöllunar um erfðabreyttar lífverur. Frá þeim hafa t.d. borist nær allar helstu ritrýndu vísindarannsóknir um skaðleg áhrif erfðabreyttra af- urða á heilsufar tilraunadýra – sem um leið er vísbending um skaðleg áhrif útiræktunar og neikvæð áhrif á búfé og neytendur. Líftæknifyr- irtækin hafa í beinni þjónustu sinni fjölda erfðavísindamanna, auk þess fjölda sem nýtur stuðnings fyr- irtækja á grundvelli samstarfs- samninga og styrkja. Viðhorf líf- tæknifyrirtækja og vísindamanna sem starfa innan þeirra eða í nánu samstarfi við þau mótast af þeim hagsmunum að frelsi til þróunar, framleiðslu og sölu á afurðum erfðatækni sé sem mest og að laga- reglum sé mjög í hóf stillt. Þeir sem til þekkja í valdamiðstöðvum Brüssel og Washington vita gjörla um það ógnarafl sem líftækniiðn- aðurinn beitir löggjafarvald, fram- kvæmdavald og embættismenn ríkja og ríkjasambanda í þessu skyni. Þegar vísindasamfélagið er svo þverklofið sem raun ber vitni á al- mannavaldið aðeins einn kost og hann er sá að beita varúðarregl- unni. Því ber raunar skylda til þess sbr. ákvæði 1. gr. laga um erfða- breyttar lífverur þess efnis að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera skuli fara fram „á siðferði- lega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við varúðarregluna og grundvallarregluna um sjálfbæra þróun“. Kjarni varúðarreglunnar er sá, að sé hætta á óafturkræfu tjóni er skortur á vísindalegri fullvissu ekki talinn gild ástæða fyrir því að fresta aðgerðum gegn umhverf- isspjöllum. Það ber síst af öllu vott um djúpúðga túlkun varúðarregl- unnar að hvetja löggjafann til að hámarka frelsi til sleppingar erfða- breyttra lífvera í lífríki Íslands en stinga um leið undir stól tugum rit- rýndra rannsókna sem benda til gríðarlegrar áhættu þess fyrir um- hverfi og heilsufar. Enn vaknar sú áleitna spurning hvaða hagsmunum slík þöggun þjónar. Áróður fræði- manna fyrir alls kyns hæpnum lausnum í aðdraganda hrunsins er þekktur, en trúir því nokkur að slíkt hafi horfið úr samfélagi okkar með skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis? Áróður fræðimanna fyrir erfðatækni Eftir Gunnar Ágúst Gunnarsson » Látum vera þótt þekkingarþráin verði seint óhlutdræg, en þöggun er óþægileg- ur fylgifiskur fræða- samfélagsins. Gunnar Ágúst Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri. www.itr.is ı sími 411 5000 Við erum flutt að Borgartúni 12-14 Afgreiðslutími skrifstofunnar er virka daga frá kl. 8:20 - 16:15 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.