Morgunblaðið - 18.04.2011, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
✝ BrynhildurÞráinsdóttir
fæddist á Tröllagili
í Mosfellssveit 26.
júlí 1951. Hún lést
10. apríl 2011. Hún
var dóttir
hjónanna Þráins
Þórissonar og Mar-
grétar Lár-
usdóttur. Systkini
Brynhildar eru
Höskuldur, Sól-
veig, Steinþór, Hjörtur og
stúlka sem dó skömmu eftir
fæðingu.
Brynhildur giftist Baldvini
Kristni Baldvinssyni frá Rangá,
Kinn, 30. desember 1972. Þau
eignuðust börnin Margréti og
Þráin Árna. Mar-
grét er gift Axel
Gunnari Vatnsdal,
og eiga þau börnin
Karen Hrönn, Sig-
fús Elvar, Selmu
Hörn og Kristínu
Hrund. Þráinn
Árni er í sambúð
með Berglindi
Rúnarsdóttur og
eiga þau eina dótt-
ur, Elísabetu.
Brynhildur var kennari alla
sína tíð og bjó í Torfunesi,
Kinn, frá 1978.
Útför Brynhildar fer fram
frá Þóroddsstaðarkirkju í dag,
18. apríl 2011, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Elsku mamma mín, það sem
ég sakna þín mikið. Síðustu dag-
ar hafa verið svo erfiðir og óraun-
verulegir, mig langar svo að
hringja í þig og spjalla um allt og
fá ráðleggingar. Ég er samt svo
innilega glöð og þakklát fyrir að
hafa heyrt í þér á sunnudaginn,
þú varst svo hress og full til-
hlökkunar. Við ræddum svo
margt á þessum stutta tíma en
mikið er ég glöð að hafa náð þér
þá, því að örfáum stundum síðar
var allt búið. Þetta getur bara
ekki verið, þú alltaf svo hress og
kát og mikil gleði alls staðar sem
þú varst. Þú náðir einstöku sam-
bandi við barnabörnin þín og þú
barst hag þeirra svo sannarlega
fyrir brjósti, rétt eins og okkar
Þráins bróður míns. Þannig var
það líka með alla þína nemendur í
gegn um árin, þar átt þú staðfest-
ingar í máli og myndum heima í
Torfunesi. Ég vil líka segja að
það yljaði manni og grætti mann
einnig bréfið sem hún mamma
fékk frá fyrrverandi nemanda
sínum frá Húsavík sem hann
sendi henni í byrjun apríl og því
betur þá náði hún að fá það í
hendurnar og stoltið leyndi sér
ekki. Að lokum elsku mamma
mín, þú gerðir mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag og fyr-
ir það er ég svo þakklát. Ég hefði
eflaust getað lært miklu meira en
við fengum ekki þann tíma. Ég á
eftir að sakna þín svo mikið, verk-
urinn í hjartanu er að gera út af
við mig, fæturnir bogna og tárin
streyma niður kinnarnar. Elsku
mamma, takk fyrir allt, berðu
kveðju til allra. Við munum líta
eftir ömmu og pabba en hann á
svo erfitt en er samt svo dugleg-
ur.
Bless elskan mín, sofðu rótt.
Þín elskandi dóttir,
Margrét.
Ég kynntist Brynhildi snemma
árs 1991 þegar ég kom í fyrsta
sinn í heimsókn til foreldra kær-
ustu minnar sem nú er eiginkona
mín. Alltaf fannst mér gott að
koma til Torfuneshjóna, allt svo
yfirvegað og rólegt. Þarna náði
maður að slaka á og hlaða batt-
eríin. Elsta dóttir okkar hjóna
hefur búið í sveitinni hjá ömmu
sinni og afa öll sumur frá því að
hún var átta ára, en þá var hún
búin að vera í mikilli aðlögun í því
formi að hún dvaldi í um það bil
mánuð hvert sumar. Þarna leið
henni best og þarna gat hún
stundað hestamennskuna af
miklum móð undir handleiðslu
afa síns, en hjá ömmu sinni gat
hún sótt í viskubrunninn í gegn-
um sína skólagöngu. Alltaf var
hún Brynhildur tilbúin til að fara
yfir símleiðis stafsetningu eða
eitthvað annað íslenskutengt og
var það nánast alveg sama hve-
nær sólarhringsins það var. Þetta
gilti um hin skólabörnin okkar
einnig. Vil ég þakka henni fyrir
það hvað hún var börnunum mín-
um þolinmóð og góð, og fyrir alla
hjálpina.
Mér er minnisstætt sumarið
1994, þá bjuggum við Margrét
konan mín og elsta dóttir okkar,
Karen Hrönn, á Húsavík, við
þurftum að drífa okkur í sveitina,
það var heyskapur en það var nú
ekki gott því að í gangi var HM í
fótbolta og sjónvarpið í Torfunesi
var bilað. Ég ákvað því að drífa
mig í raftækjaverslun og kaupa
eitt stykki sjónvarp áður en hald-
ið var af stað, því að það varð nú
að vera hægt að kíkja á boltann.
Tengdamóðir mín var jú glöð
með að fá sjónvarpið, en fannst
þetta kannski fullkjánaleg rök.
Hún var ekki mikill fótboltaunn-
andi. Þetta sjónvarp er enn þann
dag í dag til og í fullri notkun.
Að lokum vil ég þakka þér,
elsku Brynhildur mín, fyrir það
hve góð fyrirmynd þú hefur verið
fyrir börnin mín og fyrir að vera
stoð og stytta okkar. Elsku Bald-
vin, þetta eru búnir að vera erf-
iðir dagar en ef við stöndum sam-
an þá gengur allt betur. Ég mun
passa upp á Margréti og börnin
okkar vel, ég mun líka passa upp
á Baldvin og mömmu þína, hana
ömmu Möggu Lóu, eins og hún
Kristín Hrund kallar langömmu
sína.
Takk fyrir samveruna, elsku
Brynhildur mín, og hvíldu í friði.
Þinn tengdasonur,
Axel Gunnar Vatnsdal.
Elsku amma mín, ég trúi þessu
ekki enn. Fyrir mér er þetta bara
vondur draumur sem ég get ekki
vaknað af. Fyrir stuttu varstu
þessi hressa og káta amma og
hafðir gaman af lífinu, gerðir það
sem þig langaði til. Ég sakna þín
ógurlega og vildi að þú værir hér
hjá mér en ég get ekki breytt því
og verð að sætta mig við það að
nú ert þú hjá Guði og fylgist með
okkur þaðan. Ég mun ávallt
sakna þín.
Þín
Selma Hörn.
Síðastliðna daga hafa margar
minningar, margar stundir
velkst um í huganum. Allt það
sem við gerðum saman rifjast
upp og haldið minningu þinni á
lofti. Öll þau kvöld sem við eydd-
um í símanum saman þegar þú
hjálpaðir mér með verkefni í
skólanum, allt frá íslensku upp í
stærðfræði og þýsku þar sem við
vorum hvor annarri betri. Skreið-
arferðirnar okkar til Húsavíkur
eða Akureyrar með rock’n roll-
diskinn í tækinu eða Queens. Eða
smessin (eins og þú kallaðir það)
þar sem þú skrifaðir nánast und-
antekningarlaust magnað. Það
var þitt einkennisorð.
En minningarnar eru of marg-
ar til þess að telja upp, við minn-
umst þín eins og þú varst. Ein-
stök og stórfengleg kona sem
skilur eftir stórt skarð í hjörtum
okkar allra sem erfitt verður að
fylla. Við vitum bara að þú munt
vaka yfir okkur og vernda.
Elsku amma, ef ég ætti að lýsa
þér er svo margt um að velja, en
ég vel það sem segir allt sem
þarf. Amma var mögnuð.
Ég mun ávallt sakna þín og
það verður tómlegt hjá okkur afa
og Torfa.
Karen Hrönn Vatnsdal.
Elsku Bilda mín, hvað er hægt
að segja við svona aðstæður? Það
fyrsta sem fer um huga minn er
hversu ótrúlega ósanngjarnt
þetta allt saman er. Sú hugsun að
við eigum aldrei eftir að hittast
aftur er óskiljanleg og hreinlega
fáránleg. Ég man þegar ég hitti
þig í leikhúsinu núna í febrúar.
Þú hlóst þegar ég sagðist hafa
heyrt röddina þína úr fjarlægð og
gengið á hljóðið. Þú varst svo
glæsileg, leist svo vel út.
Ég er svo fegin að þú hafir
komið á þorrablótið í febrúar,
aldrei hefði mig grunað að það
yrði í síðasta skiptið sem ég
myndi sjá þig. Ég trúi því í raun
ekki ennþá, mér finnst eins og þú
hljótir að vera í Torfunesi, það
geti ekki annað verið.
Það var alltaf svo notalegt að
koma í Torfunes til ykkar Didda,
núna síðast kom ég um áramótin
og við borðuðum laufabrauð og
drukkum appelsín. Maður gerir
sér ekki grein fyrir því hversu
dýrmæt hver stund er.
Orðið „magnað“ kemur fljótt
upp í hugann þegar ég hugsa um
þig. Í síðasta tölvupósti sem ég á
frá þér stendur einmitt: Magnað,
magnað, Bilda. Og ekkert meira.
Þetta fær mig til að brosa.
Mér þótti alltaf svo vænt um
það þegar ég var á einhverju
flakki um útlönd og bloggaði um
ferðir mínar, þá varst þú alltaf
langduglegust að lesa sögurnar
mínar og skrifa einhverjar
skemmtilegar athugasemdir og
ýta við mér ef ég var orðin löt að
uppfæra síðuna. Mér þótti alltaf
svo vænt um að vita að þú værir
að hugsa til mín.
Æ, elsku Bilda, þín verður svo
sárt saknað. Þú skilur eftir stórt
skarð í fjölskyldunni. Ég kveiki á
kerti til að minnast þín, hugsa
hlýtt til þín og reyni að láta góðu
minningarnar yfirtaka sorgina.
Amma, Diddi, Margrét, Þráinn,
Axel, Berglind og börn, ykkur
votta ég mína dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku Bilda.
Þín frænka,
Margrét Lára.
Elsku hjartans Bilda. Hvernig
í ósköpunum getur svona lagað
gerst? Þú tekin í burtu frá okkur
öllum í blóma lífsins. Þú sem áttir
eftir að njóta svo margs í lífinu.
Ég held að það sé ekki á neinn
hallað að segja að Bilda hafi verið
kletturinn í fjölskyldunni okkar
og sú sem alltaf fann einhvern
skynsamlegan flöt á erfiðum mál-
um og lausnir sem allir gátu sætt
sig við. Auðvitað gengur á ýmsu í
stórri og athafnasamri fjölskyldu
en einmitt þess vegna var svo
gott að hafa góðan málamiðlara.
Bilda hafði einhvern veginn svo
gott lag á því að fylgjast með
hvar hver og einn í fjölskyldunni
var, stór og smár, og við hvað
menn voru að bjástra hverju
sinni. Hún lét sér ekkert mann-
legt óviðkomandi og það var
greinilegt að það var ekki bara
stórfjölskyldan sem naut þess.
Umhyggjan sem hún bar fyrir
nemendum sínum alla tíð var
augljós. Þeir eru heppnir, allir
þeir fjölmörgu nemendur sem
fengu að læra hjá henni Bildu.
Hún var frábær skólamaður.
Í dag sitjum við hnípin við
kistuna þína, elsku Bilda, til að
kveðja þig í hinsta sinn.
Þegar kveðjustundinni lýkur
skulum við einbeita okkur að því
að hlýja okkur við frábærar
minningar um sterka, skarp-
greinda og yndislega konu. Nú
verðum við öll að vera sterk eins
og amma hefur stundum orðað
það á erfiðustu stundunum í fjöl-
skyldunni og við munum öll
standa saman að því að halda á
lofti þeirri mögnuðu lífssýn sem
Bilda hefur lagt upp fyrir okkur
með sínu lífi.
Sigríður Magnúsdóttir.
Fréttin af andláti Brynhildar
frænku í Torfunesi kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti þó ég
hefði vitað að ekki væri endilega
allt í besta lagi með heilsufarið
um tíma.
Við ótímabært andlát ætt-
menna og vina er maður minntur
á að eilífðin tekur við okkur öllum
að lokum – og líka mér. Brynhild-
ur var tæplega ári eldri en ég og
við vorum samferða í gegn um
barnaskóla og Laugaskóla. Frá
þeim tíma lengdist á milli um
skeið.
Börn þeirra Baldvins Kristins
og dætur okkar Helgu eru býsna
náskyld og stutt á milli tengda-
fjölskyldna okkar Brynhildar í
Kinninni. Eftir að Brynhildur og
Diddi fluttu í Torfunes höfðum
við alltaf ákveðna nánd okkar á
milli.
Brynhildur tók kennarapróf
1972 og hóf kennsluferil í Skútu-
staðaskóla, en lengi vel kenndi
hún í Hafralækjarskóla og kom
þar að skólastjórn. Síðustu árin
kenndi hún á Húsavík. Farsæll
kennari auðgar líf barna og fjöl-
skyldna þeirra og þegar vel tekst
til á hann afgerandi þátt í að
leggja grunn að árangri og lífs-
hamingju. Brynhildur var ótví-
rætt farsæll kennari og munu
fjölmargir nemendur hennar
bera því vitni. Hún var einnig
traustur starfsmaður og félagi.
Hún var ákveðin og föst fyrir og
líklega ekki alltaf að skipta um
skoðun.
Meðan við vorum „jafnaldra“
og enn á unglingsaldri áttum við
gott samfélag. Hópurinn sem ólst
upp í Mývatnssveit og Þingeyjar-
sýslunni samtíma okkur hefur
orðið fyrir miklum missi. Sam-
félagið í Þingeyjarsveit og skóla-
samfélagið á Húsavík syrgir dug-
mikla konu sem gekk til starfa
sinna af fullri einurð.
Við leiðarlok er ég samt ekki
viss um að ég hafi þekkt frænku
mína nógu vel sem fullorðna
manneskju og það flökrar að mér
að hún hafi ef til vill ekki hleypt
mörgum að sér og sínum innstu
hugrenningum.
Þó við heimsækjum Brynhildi
ekki framar í Torfunes þá trúi ég
að Baldvin Kristinn, Margrét og
Þráinn Árni og fjölskyldur þeirra
muni opnum faðmi taka á móti
okkur um komandi tíð og halda
minningu frænku minnar á lofti
eins og verðskuldað er.
Með þessum fátæklegum orð-
um kveð ég kæra frænku mína.
Við Helga, Sigrún og Þorgerð-
ur sendum um leið aldraðri móð-
ur Brynhildar, eiginmanni og
börnum og systkinum og öllu
frændfólki og ástvinum, okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Benedikt Sigurðarson
(Bensi).
Elsku Brynhildur okkar.
Um leið og við kveðjum þig
með sorg í hjarta viljum við minn-
ast allra góðu og skemmtilegu
stundanna sem við áttum saman.
Við munum þegar þú mættir
með slátrið í skólann.
Við munum þegar þú gekkst
inn á okkur þegar við vorum að
dansa á Laugum.
Við munum þegar þú talaðir
um „pottlokin“ okkar og sagðir
ósjaldan „án gamans“.
Við munum þegar þú talaðir
um „bífurnar“ á okkur.
Við munum þegar þú óðst læk-
inn léttari á fæti en við.
Við munum eftir hlátrinum
þínum og við munum hvað þú
hugsaðir alltaf vel um okkur.
Elsku Brynhildur, það var
heiður fyrir okkur að fá að vera
umsjónarbekkurinn þinn og við
kveðjum þig með hjartað fullt af
gleði.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir
frá Hlöðum)
Nemendur 9. bekkjar, 9. stofu
Borgarhólsskóla,
Auður, Berglind,
Bergþór, Bjarni, Brynja,
Dagbjört, Elín, Eva,
Gunnar, Helga, Karolina,
Kristinn, Nanna, Óli,
Reynir, Sylvía og Viktor.
Árgangurinn sem útskrifaðist
sem kennarar vorið 1972 var
næstsíðasti árgangur Kennara-
skóla Íslands áður en skólanum
var breytt í háskóla. Sveitir
landsins höfðu lengi sent bestu
syni sína og dætur til framhalds-
náms, ekki síst í Kennaraskólann.
Sveitirnar þurftu á kennurum að
halda og talsverðar líkur voru á
því að unga fólkið sneri aftur
heim til sinnar sveitar og yrði þar
að liði. Þessi straumur ungs fólks
var að þverra, sveitirnar voru að
tæmast, og því var skólinn end-
urskipulagður. E-bekkurinn end-
urspeglaði þessa tíma vel. Stór
hluti nemenda var utan af landi,
og stærsti hópurinn norðan úr
Þingeyjarsýslum. Þaðan kom
Bilda, en faðir hennar var vel
þekktur skólastjóri á Skútustöð-
um í Mývatnssveit. Því má líka
halda til haga að móðurafi hennar
var skólastjóri í Mosfellssveit.
Hún fylgdi því í fótspor feðranna
og það átti vel við hana.
Bilda sneri heim í sveitina sína
að námi loknu, kenndi fyrsta árið
við Skútustaðaskóla, þá Hafra-
lækjarskóla, en síðar á Húsavík.
Henni var kennarstarfið eðlis-
lægt, hún sinnti því af hugsjón og
var starfi sínu trú. Þótt Bilda væri
hlédræg og kærði sig lítið um
vegtyllur þessa heims, var hún
nemendum sínum góður vinur og
góð fyrirmynd. Þeim var hlýtt til
hennar og þeir virtu hana mikils.
Hún var slétt og felld, vel gefin og
samviskusöm.
Vegna þess hversu langt er
milli höfuðborgarinnar og Þing-
eyjarsýslna voru samskiptin
gegnum tíðina slitrótt, en slitn-
uðu þó aldrei. Af einskærri
heppni hittist E-bekkurinn í
fyrravor á veitingastaðnum Aust-
ur í miðbæ Reykjavíkur. Og þar
mættum við aftur þeirri ljúfu og
hlýju Bildu sem við þekktum svo
vel. Hún sagði frá því að hún hefði
nokkru fyrr tekið mikilvægar
ákvarðanir fyrir líf sitt. Annars
vegar hefði hún snúið við blaðinu
hvað mataræði og hreyfingu
varðar, og hins vegar hafði hún
ákveðið að hætta störfum um leið
og það byðist, líta á efri árin sem
nýtt og ögrandi skeið handa nýj-
um verkefnum, en ekki sem helg-
an stein. Og viti menn, það var
létt og kát Bilda sem mætti okkur
þennan vordag, með fögur fyrir-
heit og ný og spennandi verkefni í
farteskinu. Síðustu tvö árin voru
henni góð og full tilhlökkunar.
Eftir þennan fund situr fallega
brosið hennar Bildu, sem á eftir
að ylja okkur um ókomin ár. Í
ljósi atburðanna erum við afskap-
lega ánægð með þessa undursam-
legu endurfundi.
Samferðamennirnir eru oft
bestu lærimeistarar okkar. Undir
kringumstæðum sem þessum
söfnum við dýrmætum perlum á
band, minningum sem eiga eftir
að orna okkur og gleðja um ókom-
in ár. Við munum Bildu sem glað-
an og brosmildan félaga. Það var
alltaf notalegt að vera í návist
hennar, hún geislaði af hlýju í
garð annarra og tók rausnarlega
á móti þegar hún var sótt heim.
Minning góðrar konu lifir í hug-
um okkar allra.
Skólafélagar úr Kennó senda
fjölskyldu Bildu samúðarkveðjur.
Már og Inga
fyrir E-bekkinn.
Brynhildur
Þráinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Brynhildi Þráinsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BÁRU MARSVEINSDÓTTUR.
Sólveig Magnúsdóttir, Erling Sigurðsson,
Birna Lúðvíksdóttir,
Marsveinn Lúðvíksson,
Erna Lúðvíksdóttir, Einar Jónsson,
Erla Lúðvíksdóttir, Kristján Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
SIGURSTEINN ÁRNASON
frá Sólmundarhöfða,
Akranesi,
lést á Dvalarheimilinu Höfða 14. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 20. apríl kl. 14:00.
Aðstandendur.
✝
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og
langafi,
GUÐNI FRIÐRIKSSON,
harmonikkuleikari
frá Sveinungsvík í Þistilfirði,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 13. apríl sl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 27. apríl kl. 13:30.
Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson,
Agnes Guðnadóttir, Konráð Alfreðsson,
Þorbjörg Guðnadóttir, Hörður Stefánsson,
Steinunn Guðnadóttir,
afabörn og langafabörn.