Morgunblaðið - 18.04.2011, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. APRÍL 2011
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Er verið að búa til tónlist af ein-
hverju viti hérna á skerinu? Eða var
sá pakki kláraður af Sigur Rós fyrir
tíu árum? Nei, ekki alveg en það er
verðugt að velta því fyrir sér hvar
framsækin og frumleg tónlist á Ís-
landi þrífst helst í dag. Hvar er hana
að finna? Hvar er verið að spila hana
og hvar er hægt að nálgast hana,
hvort heldur í efnislegu, haldbæru
formi eins og plötum og geisla-
diskum eða þá rafrænu?
Bara tveir möguleikar
Ég man þá tíð að í raun var aðeins
tvennt í stöðunni hvað þetta varðaði.
Annaðhvort fórstu og sást þá aðila
sem voru að móta og skapa nýju tón-
listina á tónleikum eða, ef þú varst
sæmilega tengdur, í æfingahúsnæð-
inu (man t.d. þegar ég sá hljómsveit-
ina Slip, síðar Maus, leika hráar út-
gáfu af lögum sem áttu eftir að prýða
fyrstu plötu hennar í þannig að-
stæðum. Þetta er víst kallað að upp-
lifa hluta af sögunni). Hitt sem þú
gast gert var að kaupa kassettur með
þessum sveitum eða þá safnkassett-
ur sem sópuðu upp því helsta sem
var verið að kokka í bílskúrum lands-
ins. Og þetta voru EINU möguleik-
arnir. Netið var ekki til og útgef-
endur voru með þétta síu á hvað bæri
að gefa út og hvað ekki. Hljómsveitir
þurftu að fara í gegnum langt og örð-
ugt ferli; krjúpandi á kné á skrif-
stofum misviturra útgefenda og
margar gæðasveitir náðu því aldrei
að koma sér almennilega á plast. Það
dásamlegasta við netið og auðveld-
ara aðgengi að útgáfumálum, t.d. í
gegnum það að brenna diska sjálfur
heima hjá sér, hefur auðvitað valdið
því að við eigum kost á að heyra svo
miklu meira en áður. Verðug tónlist
sem hefði á sínum tíma farið bein-
ustu leið í glatkistuna kemst út í dag
og hana er hægt að nálgast. Hitt er
svo annað mál að fullt af dóti er að
koma út sem hefði ábyggilega betur
verið óútgefið!
Hvað á jaðrinum og hvað ekki?
Meginstraums- og markaðstónlist
gegn jaðartónlist, hefðbundin skipt-
ing sem reynist ágætlega til að hugsa
um þessa hluti. En hvað er markaðs-
tónlist í dag? Skítamórall, Sálin hans
Jóns míns og Friðrik Dór? Eða
hvað? Hvað með t.d. Hjaltalín, Ens-
ími, Agent Fresco, Retro Stefson og
Blazroca? Allir eiga þessir aðilar
skjól hjá útgáfum (Kimi, Record Re-
cords, Geimsteinn) sem eru temmi-
lega stöndugar; keyrðar áfram af
hugsjónum fyrst og fremst (og hana-
nú!). En allar eiga þessar sveitir
nokkuð greiða leið í útvarpið t.a.m.,
eitthvað sem hefði verið með öllu
óhugsandi fyrir tuttugu árum. Plöt-
urnar eru fáanlegar í helstu plötu-
verslunum, lög þessara aðila eiga það
til að rata í auglýsingar o.s.frv. Er þá
um markaðstónlist að ræða? Með-
limir undantalinna sveita myndu
fussa og sveia yfir slíku og benda á að
hugtakið markaðstónlist sé meira
tengd eðli sjálfrar tónlistarinnar
(ódýrar lagasmíðar, ímynd o.s.frv. og
óskammfeilnar tilraunir til að höfða
til fjöldans) fremur en hvaða gáttir
standa henni opnar. Retro Stefson
væri þar með ekki markaðstónlist, þó
hún eigi greiða leið að markaðnum.
Snúið? Besta dæmið í dag um aðila
sem hefur „sneikað“ sér inn á mark-
aðslendur með algerlega gallsúra
tónlist er Jónas Sigurðsson, sem gef-
ur út hjá Senu. Ekki ósvipað því og
þegar Beck gerði samning við Geffen
á sínum tíma. Það fer undarlegur
sæluhrollur um mann, bara að hugsa
um þessa staðreynd. Líkt og Tróju-
hestur sé kominn inn til slétta og
fellda liðsins til að hrista aðeins upp í
því. Alltént eru mörk markaðar og
jaðars orðin ósýnilegri en áður.
Nú verðum við því að kafa dýpra
og leita lengra til að finna ís-
lenska tónlist sem er algerlega
laus við öll höft – og málamiðlanir.
Hver er raunverulega hættan á list-
rænum málamiðlunum og útvötnun
þegar hljómsveitir eru komnar inn í
þennan ákveðna stokk sem ég lýsti
að framan, það er að segja, komnar
með fjársterkan útgefanda á bakvið,
ja eða að minnsta kosti útgefanda?
Og farnar að sjá að lögin þeirra rata
jafnvel inn í útvarpið. Er hættan
einhver? Allar myndu þær
neita því, að sjálfsögðu, en
hættan er raunveruleg og
skýrustu dæmin fáum við frá
Bretlandi þar sem hver sveit-
in á eftir annarri gengur inn í
fastmótaðar reglur um hvað
sé „hipp og kúl“. Hvað sé
geggjað, flippað, framsækið
og frumlegt, til að eiga ein-
hvern séns á því að heyr-
ast. Það nægir að fletta
blöðum eins og Mojo
eða Uncut til að sjá
þessar sorglegu
sveitir; iðulega
skipaðar fjórum
drengjum sem
halda að þeir
séu allsv-
aðalega
kúl, en eru í raun réttri pínlegir. Allir
halda að þeir séu einstakir, um leið
og allir eru eins.
Leiðarlok … en
Jæja, nú erum við farin að nálgast
leiðarlok (nálgast sagði ég). Ég ætla
að henda fram nokkrum dæmum um
hvar hægt er að grafa upp nýja,
ferska og framsækna íslenska
tónlist sem er skítsama um
allt og alla, nema sín eigin
listrænu heilindi. Við skul-
um byrja á merkilegri út-
gáfu, Brak, sem er und-
irmerki Kimi Records.
Þetta snilldarmerki dæl-
ir út plötum á ca. 1 eða
2 mánaða fresti
með litlum til-
kostnaði og
þar eiga
listamenn
sem gætu
trauðla
gengið inn
hjá hinum
ágætu
litlu risum
– Geim-
steini,
Smekk-
leysu, Re-
cord Re-
cords eða
Kimi – færi á
að koma efni
sínu út. Brak er
þá undir sömu
dreifingu og Kimi og því fara plöt-
urnar víða. Í Braki má þannig finna
lofsverða hugsjónastarfsemi. Svo er
það netið. Gogoyoko hefur komið
mjög sterkt inn og þar „gefa“ hljóm-
sveitir út plötu í stafrænu líki. Ein af
allra athyglisverðustu sveitum dags-
ins í dag, Nolo, hefur gefið út eina
plötu á vegum Braks en á Gogoyoko
er að finna mun meira efni. Gogo-
yoko er góð regnhlíf yfir svona efni
en nú er það samt svo að margir gera
greinarmun á útgefnu efni í föstu
formi og netformi. Semsagt, plata
sem ekki er hægt að velta um á milli
handanna hefur að einhverju leyti
minna vægi en sú stafræna. Þetta er
skiljanlegt, en það má búast við að
vægi þeirra stafrænu muni aukast
með tímanum, bæði með betri tækni
og svo hinum kalda sannleik, að
smátt og smátt erum við að ganga á
þau efni sem eru notuð við efnislega
plötugerð (olía, pappír o.s.frv.). Og
allt snýst þetta nú á endanum um
tónlistina, ekki framreiðsluna. Lag
hlýtur að geta breytt lífi þínu í gegn-
um tölvuna eins og vínylinn.
Að hafa fyrir því.
Þá eru menn og konur enn að
henda inn lögum á rokk.is og svo er
það auðvitað myspace og facebook.
Gallinn, ef galla skyldi kalla, er að
þetta er tvístrað út um allt og það er
engin sía, enginn einn vettvangur til
að raka því frambærilegasta saman.
Til þess er þetta einfaldlega of mikið.
En um leið er það kosturinn.
Svo eru það tónlistarsamfélög sem
standa reglubundið fyrir uppá-
komum, ég nefni t.d. S.L.Á.T.U.R.
(jaðar- og nútímatónlist hvers kyns),
weirdcore (jaðarraftónlist), 3angle
Productions (jaðarrapp), Electric
Ethics (tilraunatónlist/„industrial“).
Áhorfendur eru vísast fáir en þetta
er þarna, keyrt áfram af hug-
sjónamönnum sem vita að tónlistin
felur í sér meiri og dýpri ávinning en
þann sem hægt er að telja með pen-
ingum. Þarna er verið að skapa,
reglubundið, og reyna á þolmörk
þess sem kallast „aðgengileg“ tón-
list. Og upp úr slíkum æfingum
sprettur jafnan tónlist morgundags-
ins.
Þannig að, lesandi góður, þú þarft
að hafa meira fyrir því en ella ef þú
ætlar að snuðra uppi nýja og spenn-
andi tónlist sem rær óhikað á áður
ókannaðar slóðir. En það borgar sig
líka alltaf að hafa smávegis fyrir
hlutunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
S.L.Á.T.U.R. Félagar úr S.L.Á.T.U.R. (Samtök Listrænt Ágenginna Tónlistarmanna Umhverfis Reykjavík). Framverðir hvers kyns nýsköpunar í íslenskri tónlist.
Hvar er nýja tónlistin?
Framleiðsla á nýrri íslenskri tónlist er jafnan mikil árið um kring Með árunum hefur það breyst,
hvernig henni er miðlað áfram Hvað er það sem skilgreinir neðanjarðarhljómsveitir og nýsköpun?
Morgunblaðið/Heiddi
Nolo Mest öll sköpunin lúrir á alnetinu og það í miklu magni.
Tróju-
hestur
Jónas
Sigurðs-
son.
» Áhorfendur eru vís-ast fáir en þetta er
þarna, keyrt áfram af
hugsjónamönnum sem
vita að tónlistin felur í
sér meiri og dýpri
ávinning en þann sem
hægt er að telja með
peningum. Þarna er
verið að skapa, reglu-
bundið, og reyna á þol-
mörk þess sem kallast
„aðgengileg“ tónlist. Og
upp úr slíkum æfingum
sprettur jafnan tónlist
morgundagsins.