Siglfirðingur - 18.09.1952, Page 4
Aðalfundur sambands
íslenzkra rafveitna
K E N N S L A
I vetur tek ég 6 ára börn til Iestrarkennslu á heimili mínu,
Vetrarbraut 10- Kennslan kostar kr. 48,00 á mánuði, eða kr. 2,00
í hvert skipti fyrir barnið, ásamt 15 kr. inntökugjaldi fjTÍr
læknisskoðun og fleiru.
Sömuleiðis tek ég í vetur unghnga til náms í almennum
framhaldsnámsgreinum, einkum tungumálum og íslenzku; fleiri
saman, eða í einkatímum. Greiðsluskilmálar mjög Iiagkvæmir.
FuIIorðnu fólki er og gefinn kostur á tímum í framan-
greindum námsgreinum.
Nánari uppl. veiti ég í barnaskólanum, eða Vetrarbraut 10.
Tíundi fundur sambands ís-
lenzkra rafveitna var haldinn á
Isafirði dagana 20.—22. þ.m. —
Fundinn sátu 14 fulltrúar frá
sambandsmeðlimum, og auk þess
12 aukafulltrúar, m.a. fulltrúar
ýmissa hreppsfélaga á Vestfjörð-
um. Fundurinn fjallaði aðallega
um sameiginleg hagsmunamál
rafveitnanna, svo sem gjaldeyris-
mál og samræmingu á gjald-
skrám fyrir allar rafveitur lands-
ins og hæikkun á raforku til sam-
ræmis við annað verðlag í land-
inu.
Ýmsar nefndir skiluðu áliti- —
Mælaprófunarnefnd skilaði áliti
um prófun rafmagnsmæla og
mælaprófunarstöð, sem komið
yrði upp til aðstoðar rafveitum
úti á landi við prófun og endur-
nýjun rafmagnsmæla. Rafmagns-
prófun ríkisins skýrði frá starf-
seemi sinni, en hún hefur ineð
höndum prófun á öllum rafmagns
útbúnaði, sem til landsins er
fluttur.
Á fundinum var lagt fram
bráðabirgðaálit um heppilegastar
aðferðir í sambandi við súgþurrk-
un. Hafði samband rafveitnanna
átt mann 1 nefnd, sem starfaði á
vegum ríkisstjórnarinnar að lausn
á því máli.
Fundurinn ræddi aðferðir til
þess að útrýma hinum tíðu út-
varpstruflunum, og var það álit
fundarins að reisa þyrfti endur-
varpsstöðvar sem víðast ef ráða
ætti bót á því máli.
1 sambandi við umræður um
skýrslusöfnun rafveitna var sikýrt
frá því, að nú hefðu rúmlega
80% allra landsmanna afnot af
rafmagni eða 119 þús. manns af
147 þús. íbúum landsins.
Fundurinn samþykkti ályktun í
samibandi við aukið eftirlit vegna
brunahættu, og að safnað yrði
skýrslum um brunatilfelli, sem
talin eru stafa út frá rafmagni,
og rannsakaðar yrðu orsakir
þeirra.
Á fundinum var samþyikkt til-
laga til stjórnarinnar þess efnis,
að næsti aðalfundur verði hald-
inn á Þingvöllum, og yrði þá um
leið minnzt tíu ára afmælis sam-
bandsins. Ennfremur var rætt um
það, að þá yrði efnt til samvinnu-
fundar rafveitusambands Norður-
landa með formönnum og ritur-
umallra rafveitusambandanna.
Á fundinum voru flutt nokkur
erindi. Guðmundur G. Kristjáns-
»on flutti erindi um Rafveitu
Isafjarðar og Axel Tuliníus um
Rafveitu Bolungarvíkur. Ágúst
Guðmundsson flutti erindi um
hirðingu rafstöðva og Þórður
Runólfsson um dieselvélar. Eftir
lokasamsætið, sem fulltrúar sátu
með raforkumálastjóra, Jakob
Gíslasyni, flutti hann erindi um
rafveitumál Vestfjarða.
Fulltrúum fundarins var boðið
að skoða umhverfi ísafjarðar s-1.
föstudag. Eftir að þeir höfðu
skoðað rafstöðina í Engidal, var
haldið til Hnífsdals og Bolungar-
. víkur.
Á síðasta starfsári bættust
þrjár virjanir í sambandið: Sogs-
og Andakílsvirkjunin og Raf-
magnsveitur ríkisins. Eru félagar
sambandsins nú alls 28 og auk
þess 12 rafmagnsverkfræðingar,
sem aukafulltrúar. Fulltrúar
fundarins héldu flestir heimleiðis
s.l. laugardag.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Steingr'ímur Jóneson, rafmagns-
stjóri, Reykjavík, Jakob Guð-
johnsen frá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, Valgarð Thorodd-
sen frá Rafveitu Hafnarfjarðar,
Guðjón Guðmundsson frá Héraðs-
rafmagnsveitum ríkisins og Jón
Gestsson frá Rafveitu Isafjarðar.
KJARTAN HJÁLMARSSON, kennari.
LÆKNING MEÐ DÁLEIÐSLU:
Furdulegur árangur
ensks lœknis
Fyrir 17 árum ól kona nokkur
í London barn, sem virtist hafa
óvenju þykka húð. Er drengur-
inn óx, varð húðin dökk og hörð.
Líkaminn, nema brjóst, háls og
andlit varð smám saman alþak-
inn þéttum, svörtum, hreistruð-
um bólum, en á milli þeirra var
skinnið hart eins og fingurnögl
og kæmu sprungur í það, vætluðu
blólitaðir vessar úr þeim. Eng-
inn kunni skil á orsökum þessa
hræðilega sjúkdóms, né vissi nokk
ur ráð til að lækna hann. Læknis-
aðgerðir í sumum fremstu sjúkra-
húsum Lundúna komu að engu
haldi. Tilraunir í þá átt að græða
eðlilegt skinn af brjósti drengs-
ins á hreistraða lófana hefðu bet-
ur aldrei verið gerðar. Hið heil-
brigða skinn varð brátt eins
svart og hrjúft og það, sem fyrir
var, herptist því næst og gerði
fingurna stirða. Ungi pilturinn
TILKYHNINB UM LOGTOK
Samkvæmt beiðni innheimtumanns opinberra gjalda í Siglu-
fjarðarkaupstað og að undangeiignum úrskurði, tilkynnist hér
með, að lögtök til lúkningar nokkrum opinberum gjöldum fyrir
árið 1952, auk dráttarvaxta, kostnaðar við lögtaksgerðina og
eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega án frekari fyrirvara
fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessara tilkynningar.
Gjöldin eru þessi:
Tekju- og eignaskattur, fasteignasliattur, tekjuskattsvið-
auki, stríðsgróðaskattur, persónuiðgjald til abnanna trygginga,
atvinnurekendaiðgjald, námsbókargjald, lesta- og vitagjald,
mjólkureftirlitsgjald, vélaeftirlitsgjald og rafmagnsgjald raf-
stöðva.
Lögtökin fara fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð
ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 16. sept. 1952.
EINAR INGIMUNDARSON
Skólabækur
og ritföng, fyrirliggjandi.
BÖKAVERZLUN
HANNESAR JÓNASSONAR
Stúlka
óskast í vist í vetur.
BRAGI MAGNÚSSON,
lögregluþjónn.
var sendur í skóla, en bæði kenn-
arar og skólafélagar hans höfðu
horn í síðu hans. Hann varð auð-
vitað uppnefndur og kallaður
„litli-fíllinn“. Svo fór, að hann
varð einmana og feiminn. Þá var
það, að ungur læknir. Dr. Albert
Abraham Mason, heyrði um
þennan ólæknandi ikrankleika
drengsins, sem vakti þegar 'i ©tað
áhuga hans, þar eð Dr. Mason
hafði í rannsóknum sínum og
námi gefið sig allmikið að til-
raunum með dáleiðslu.
Fyrir um það bil 18 mánuðum
síðan sátu 12 vantrúaðir læknar
í hvítri sjúkrastofu í East Grin-
stead í Sussex og fylgdust, af at-
hygli þó, með því er Dr. Mason
dáleiddi hinn umrædda sjúkling,
sem tók um 10 mínútur. Að því
búnu endurtóik dávaldurinn og
læknirinn Dr. Mason þrásinnis:
„Vinstri handleggur þinn mun
verða hreinn.“ 1 fyrstu tók hann
fyrir aðeins lítinn hluta líkam-
ans til þess að prófunin yrði enn-
þá nákvæmari. Nálæg.t fimm dög-
um seinna varð hrjúfa hriesturs-
lagið á vinstra handlegg drengs-
ins mjúkt og molnaði iburtu. —
Skinnið undir var rautt, en fékk
brátt eðlilegan lit. Eftir 10 daga
var handlegg.urinn orðinn hreinn
og heilbrigður frá öxl og fram á
olnboga. Dr. Mason hélt nú þrot-
laust áfram og stytti smám
saman dáleiðslutímann. Næst
tóik hann fyrir hægri handlegg,-
inn, sem heppnaðist fullkomlega,
Fætur ög læri sjúklingsins
höfðu verið einna verst útl'itindi,
en læknuðust að miklu leyti, svo
og bakið- Nú er hann orðinn 18
ára og hamingjusamari heldur
en hann hafði nokkurn tíma
dreymt um að geta orðið. Sér-
fræðingar í húðsjúkdómum, sem
lásu um þessa læknisaðgerð í
Brtisth Medical Journal, standa
orðlausir og fá eðlilega ekkert
skilið, hvernig þetta sé hægt, og
hið sama má reyndar segja um
sjálfan Dr. Mason, en hann hafði
mörg Vitni að aðferð þeirri, er
hann beitti og bata sjúklingsins.