Morgunblaðið - 02.05.2011, Page 3

Morgunblaðið - 02.05.2011, Page 3
VALLARMÁLIN Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu setur strik í reikninginn hvað varð- ar fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Opnunarleikur mótsins átti að vera í gærkvöldi á Kópavogsvelli þar sem KR-ingar ætluðu að koma í heimsókn. Af því varð ekki enda þykkt snjólag yfir vellinum og var honum frestað þar til annað kvöld. Sama er að segja um leik nýliðanna Víkings í Reykja- vík og Þórs frá Akureyri sem vera átti í kvöld, honum hefur verið frestað til morguns. Hinir fjórir leikir fyrstu umferðarinnar eru sett- ir á í kvöld en svo gæti farið að fresta yrði leik Vals og FH. Frumkvæðið komi frá félögunum „Veðurspáin bendir til þess að þriðjudagurinn sé nokkuð öruggur og við vonum bara að veðurfræðing- arnir hafi rétt fyrir sér hvað það varðar,“ sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri hjá Knattspyrnu- sambandi Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er ekkert að því að spila í Kórunum eða Egils- höllinni ef út í það er farið, en frum- kvæðið yrði þá að koma frá félaginu sem í hlut á, rétt eins og var með heimaleik Fylkis, Árbæingar ósk- uðu eftir að fara með þann leik í Kórinn,“ sagði Birkir. KSÍ getur ákveðið að það skuli leikið Spurður hvort Knattspyrnu- sambandið gæti ekki ákveðið að ein- hver leikur skyldi fara fram þrátt fyrir að heimavöllur viðkomandi fé- lags væri ekki leikfær, sagði Birkir: „Jú. Á ákveðnum tímapunkti, þegar möguleikinn til að fresta leik er ekki til staðar lengur, getum við gripið til þess að segja liðinu að leika á vara- velli sínum.“ En það er möguleiki á að fresta þessum leikjum þó þétt sé leikið í fyrstu umferðum deildarinnar. „Við höfum hins vegar möguleika á að fresta þessum leikjum til þriðjudags og í vissum tilfellum gætum við far- ið yfir á miðvikudag. Það hefði trú- lega einhverjar frekari tilfærslur á leikjum í næstu umferð í för með sér. En það eru engar svona hug- myndir í gangi núna. Það er miðað við að leika eins og dagskráin er núna. Það er allt klárt í Keflavík og í Vestmannaeyjum og Kórinn er að sjálfsögðu klár. Þá er Hlíðarendi eftir, hann er víst hvítur núna þessa stundina, en vonir standa til að hann verði í lagi á morgun. Hann er upp- hitaður þó svo það sé ekki snjó- bræðslukerfi undir honum, en hitinn ætti að hjálpa eitthvað til. Það var leikið á grasi á Hellu og í Þorlákshöfn í bikarnum í dag, enda snjóaði ekkert fyrir austan fjall. Það er bara höfuðborgarsvæðið sem er í þessum vandræðum vegna snjóa,“ sagði Birkir. Viljum spila þetta samkvæmt áætlun „Við viljum endilega spila þetta samkvæmt áætlun, en þessi mikla snjókoma setur strik í reikninginn hjá okkur,“ sagði Haraldur Har- aldsson, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Víkings, en Þór frá Akureyri, sem æfði á grasi í gær fyrir norðan, á að koma í heimsókn annað kvöld. „Við hittumst og tökum stöðuna á morgun og forsenda til að það sé einhver glæta að spila hér er að þetta rigni niður í nótt og síðan komi 10-12 stiga hiti á morgun og þriðjudag. Mér finnst líklegt að það verði skoðað að færa leikinn aftur á miðvikudag, en ég veit ekki hvernig KSÍ tæki í það,“ sagði Haraldur. Hann var ekki á því að leikurinn yrði færður í Egilshöllina. „Eins og ég skil þetta þá held ég að ef þetta gengur ekki eftir verði leiknum frestað fram í júní og þá er talað um 14. júní. En við reynum í lengstu lög að spila þennan leik, svo fremi að völlurinn þoli það,“ sagði Haraldur. Vonandi duga þessir tveir aukadagar „Það liggur snjór yfir vellinum og við vonumst til að þessir tveir auka- dagar sem við fengum dugi til að völlurinn verði tilbúinn,“ sagði Svavar Jósefsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Breiða- bliks, sem átti að taka á móti KR í gærkvöldi. Leiknum var frestað fram á þriðjudagskvöld. „Við vorum bjartsýnir í gær um að við gætum leikið í dag og erum bjartsýnir í dag á að geta leikið á þriðjudaginn. Maður hefur lært það í gegnum tíðina að það er ekki fyrr en á leikdag sem það kemur í ljós hvort hægt er að spila eða ekki,“ sagði Svavar. Kórinn of lítill og kemur ekki til greina Hann telur Kórinn ekki koma til greina fyrir leik Blika og KR. „Kór- inn er einfaldlega of lítill fyrir þenn- an leik. Það er mikill fjöldi áhorf- enda sem fylgir þessum liðum og það myndi muna um 1.000 áhorf- endum og eins er öll aðstaða fyrir veitingasölu og annað sem þessum leik fylgir ekki til staðar. Eins gæti ég trúað að leikmenn og þjálfarar hafi takmarkaðan áhuga á að fara með leikinn þangað,“ sagði Svavar. Hann sagðist hafa fengið stað- festingu frá KSÍ þess efnis að farið yrði með þennan leik sem opn- unarleik eins og til stóð. „Öll dag- skráin sem átti að vera á leiknum heldur sér, þannig að þetta verður opnunarleikurinn,“ sagði Svavar og sagði menn bara bíða og vona að veðrið yrði hliðhollt knatt- spyrnuvöllunum á höfuðborg- arsvæðinu. „Jólasnjórinn“ setur strik í upphaf Íslandsmótsins  Tveimur leikjum hefur þegar verið frestað  Einn leikur færður inn í hús  Hugsanlegt að þriðja leiknum verði frestað í dag  Frestað fram í júní? Morgunblaðið/Kristinn Snjóbolti Svona var umhorfs á Kópavogsvelli í gær en þar átti Íslandsmótið að hefjast með leik Breiðabliks og KR. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011 Kolbeinn Sig-þórsson skoraði tvö marka AZ Alkmaar þegar liðið vann 5:1 sig- ur á De Graafsc- hap í gær í hol- lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn var afar mik- ilvægur því AZ styrkti með honum stöðu sína í 4. sæti sem ljóst er að gefur sjálfkrafa þátttökurétt í for- keppni Evrópudeildarinnar. AZ er þremur stigum á undan næsta liði þegar aðeins lokaumferðin er eftir, en aðeins með tveimur mörkum betri markatölu. Kolbeinn hefur nú skorað 15 mörk í deildinni á tíma- bilinu en honum var skipt af leikvelli á 63. mínútu. Jóhann Berg Guð- mundsson var á varamannabekkn- um hjá AZ en hann hefur verið meiddur.    Birkir Bjarna-son skoraði eitt mark og lagði upp annað, og Indriði Sigurðs- son skoraði eitt mark þegar lið þeirra Viking vann Egersund 4:0 í gær í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Mark Indriða kom úr aukaspyrnu af tæp- lega 20 metra færi.    Hlynur Bæringsson skoraði 17stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, og Jakob Örn Sig- urðarson skoraði 16 stig og tók 4 fráköst, þegar lið þeirra Sundsvall Dragons mátti sætta sig við tap gegn Norrköping Dolphins, 87:75, í gær. Norrköping er þar með 3:2 yfir í einvíginu um sænska meistaratit- ilinn í körfuknattleik en vinna þarf 4 leiki. Liðin mætast að nýju á fimmtudaginn.    Arnór Atlasonskoraði tvö mörk og Snorri Steinn Guð- jónsson eitt mark þegar AG Köben- havn komst í úr- slitaleik dönsku úrvalsdeild- arinnar í hand- knattleik með 26:22 sigri á Team Tvis Holstebro. AG mætir Bjerr- ingbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum og fer seinni leikurinn fram á knatt- spyrnuleikvanginum Parken. Áætl- ar Jesper Nielsen eigandi AGK að fá 34.000 áhorfendur á leikinn sem yrði heimsmet hvað varðar hand- bolta.    Fjölnismað-urinn Aron Jóhannsson og félagar hans í AGF tryggðu sér sæti í dönsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð með því að leggja Skive að velli, 1:0, í gær. Enn eru fimm umferðir eftir af 1. deildinni en AGF er 20 stigum á undan liðinu í 3. sæti, og 13 stigum á undan HB Köge sem er í 2. sæti. Peter Graul- und skoraði sigurmarkið í gær en Aron kom inná í hans stað á 86. mín- útu eftir að hafa skorað í næsta leik á undan.    Eyjamaðurinn Gauti Þorvarð-arson skoraði fyrsta mark keppnistímabilsins 2011 í fótbolt- anum. Eyjaliðið KFS, sem leikur í 3. deild, vann Álftanes, 2:0, í 1. umferð bikarkeppninnar í Fífunni í Kópa- vogi á laugardaginn og Gauti skor- aði fyrra markið. Hann lék níu leiki með ÍBV í úrvalsdeildinni í fyrra. Fólk sport@mbl.is „Við höfum bara ekki séð snjó í sumar,“ sagði Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, en þangað kemur Stjarnan í heimsókn í kvöld. „Það rigndi hjá okkur meðan það kafsnjó- aði hjá ykkur í bænum. Við er- um þessa stundina að snyrta og gera fínt hjá okkur. Völl- urinn er iðagrænn og tilbúinn fyrir fyrsta leik,“ sagði Þor- steinn og bætti við: „Það verð- ur engu frestað í „sunny Kef“ á morgun. Völlurinn er þokkalega þurr, við hefðum alveg viljað fá smásól til að hann yrði enn betri. En hann er allt í lagi þó svo hann taki örugglega aðeins í á morgun.“ Enginn snjór í Keflavík KEFLAVÍK „Við mokum ekki völlinn, það gerir illt verra, en við erum hins vegar að vökva núna,“ sagði Theódór Hjalti Valsson, vall- arstjóri á Hlíðarenda, heimavelli Valsmanna, þar sem þeir stefna að því að taka á móti FH-ingum í kvöld. „Við verðum bara að sjá til hvernig völlurinn verður á morgun. Við látum þetta standa sem leiktíma núna, en sjáum til hvernig þetta verður í fyrra- málið og síðan er samráðs- fundur í hádeginu á morgun þar sem staðan verður metin. Við ætlum ekki að taka neina áhættu varðandi völlinn og kannski verður leiknum frestað til þriðjudags,“ sagði vall- arstjórinn á Hlíðarenda. Vökvað í snjónum HLÍÐARENDI „Það eru nú kannski smáýkjur að segja að völlurinn sé iða- grænn og skraufþurr. En hann er allt í lagi og við erum tilbúnir í fyrsta leik,“ sagði Kári Þor- leifsson, vallarstjóri á Hásteins- velli í Vestmannaeyjum. Þar á bæ verður leikið í kvöld þegar ÍBV fær Fram í heimsókn. „Það hefur ekkert snjóað hjá okkur í sumar og ég leyfði strákunum að taka stutta æf- ingu á vellinum áðan,“ sagði vallarstjórinn. „Við skulum segja að það séu engin vandamál hjá okkur varð- andi völlinn, það kemur þá bara í ljós seinna og við tökum þá á því þegar að því kemur. Hann er alveg sæmilegur og nokkkuð grænn,“ sagði Kári. Æft á vell- inum í Eyjum VESTMANNAEYJAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.