Morgunblaðið - 02.05.2011, Side 7

Morgunblaðið - 02.05.2011, Side 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011 Sá fáheyrði atburður varð á Spáni um helgina að meistarar Barcelona töpuðu leik. Þar með lauk 32 leikja hrinu Börsunga í deildinni án taps, en þeir máttu þola 2:1-ósigur gegn Real Sociedad á laugardaginn. Þetta ætti þó ekki að koma að sök því Barcelona þarf aðeins fjögur stig úr síðustu fjórum umferðunum til að tryggja sér meistaratitilinn. Real Madrid er eina liðið sem getur komið í veg fyrir sigur Barcelona í deildinni en liðið tap- aði óvænt á heimavelli, 3:2, fyrir Real Zaragoza. Í byrjun apríl tapaði Real á heimavelli gegn Sporting Gijon og var það fyrsta tap liðs undir stjórn Joses Mourinhos á heimavelli í níu ár. Nú liggur við að það megi segja að slík töp séu orðin daglegt brauð, en það er kannski fulllangt gengið. „Við getum eiginlega kvatt möguleikann á að vinna deildina núna,“ sagði Iker Casillas, markvörður Real, sem einblínir nú á seinni leikinn við Barcelona í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar: „Núna verðum við bara að fara til Barcelona til þess að vinna. Við erum tveimur mörkum undir en það getur allt gerst, og við vonumst til að spila til úr- slita eftir mánuð.“ sindris@mbl.is Töpuðu loks eftir 32 leikja hrinu Jose Mourinho Dortmund tryggði sér endanlega þýska meistaratitilinn í knattspyrnu um helgina en liðið hefur haft algjöra yfirburði í bundeslig- unni á þessari leiktíð. Dortmund vann Nürn- berg 2:0 á heimavelli um helgina frammi fyr- ir rúmlega 80.000 stuðningsmönnum og er því átta stigum fyrir ofan næsta lið, Lever- kusen, þegar tveimur umferðum er ólokið. Leverkusen hefur jafnframt tryggt sér 2. sætið og fylgir því Dortmund í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Bayern München er sem stendur í 3. sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í 3. um- ferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en liðið er aðeins tveimur stigum á undan Hannover sem tapaði óvænt fyrir næstneðsta liði deild- arinnar, Borussia Mönch- engladbach, um helgina. Meistaralið Dortmund hefur komið flestum á óvart í vetur en þar er lítið um þekktar stjörnur. Með- alaldur vinsælasta byrj- unarliðs þjálfarans Jür- gens Klopps er aðeins 23,3 ár, sem er talsvert yngra en hjá öðrum toppliðum í stærstu deildum Evrópu. Þetta var fyrsti meistaratitill Dort- mund frá árinu 2002. sindris@mbl.is Þrælungir Þýskalandsmeistarar Jürgen Klopp ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ekki veit ég hver stuðullinn var í lok febrúar á það að Chelsea yrði Englandsmeistari í knattspyrnu annað árið í röð núna í vor, en hann hefur eflaust verið nokkuð hár. Meistararnir voru þá 15 stigum frá toppnum og með fjögur lið fyrir of- an sig. Núna er staðan hins vegar sú að Chelsea-menn þurfa ekki að treysta á aðra en sjálfa sig til að landa titlinum. Chelsea hefur nefnilega frá og með sigrinum á toppliði Manchester United hinn 1. mars unnið átta leiki og gert eitt jafntefli. Áttundi sig- urinn kom gegn Tottenham um helgina, og í gær vann Arsenal 1:0- sigur á United og því munar aðeins þremur stigum á United og Chelsea á toppi deildarinnar. Þessi lið mæt- ast á Old Trafford næstkomandi sunnudag og má segja að þar sé meistaratitillinn nánast undir. Þrír möguleikar eru í stöðunni: Staðan eftir „úrslitaleikinn“  Vinni United sigur á Chelsea í þessum leik er nánast öruggt að 19. meistaratitillinn fer á Old Trafford í vor. United hefði þá sex stiga for- skot þegar tvær umferðir væru eft- ir.  Vinni Chelsea á Old Trafford eru liðin orðin jöfn að stigum, og Chelsea þar að auki með betri markatölu. Fyrir leikinn eru bæði lið með 38 mörk í plús. Á Englandi gildir markatala fram yfir innbyrðis viðureignir liða.  Geri liðin jafntefli munar enn þremur stigum þegar tvær umferðir eru eftir, og Chelsea þarf þá að treysta á að United tapi gegn ann- aðhvort Blackburn á útivelli eða Blackpool heima, eða geri jafntefli í báðum leikjunum. Chelsea þarf svo að sjálfsögðu að vinna sína leiki, gegn Newcastle heima og Everton á útivelli, og vera samanlagt með hærri markatölu úr sínum tveimur leikjum en United. Það er vel raun- hæft í ljósi þess að United hefur ekki skorað nema eitt mark í síð- ustu þremur deildarleikjum. Wenger svekktur en stoltur Arsenal á enn fræðilega mögu- leika á titlinum en er sex stigum á eftir United og líkurnar því litlar. Liðið leikur gegn Stoke (Ú), Aston Villa (H) og Fulham (Ú) í síðustu umferðunum, og stjórinn Arsene Wenger er að vonum svekktur yfir því að sigrar í þessum leikjum muni líklega ekki duga til að landa titl- inum. „Já, það er gríðarlega svekkjandi. En við viljum skoða úrslitin í dag og ég er stoltur af liðinu í þessum leik. Við ætlum að vinna síðustu þrjá leikina og kannski verður lukkan í liði með okkur í lokin, öfugt við það sem verið hefur á þessari leiktíð. Við sjáum ekki eftir neinu,“ sagði Wenger í gær. Tveimur vítaspyrnum sleppt Aaron Ramsey gerði gæfumuninn fyrir Arsenal í gær en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik í aðeins sínum öðrum byrjunarliðsleik fyrir liðið á þessari leiktíð. Walesverjinn er kominn á skrið eftir að hafa fót- brotnað illa í febrúar á síðasta ári. Arsenal hefði raunar átt að fá tæki- færi til að komast yfir fyrr í leikn- um þegar Nemanja Vidic slæmdi hendi í knöttinn innan vítateigs eftir fyrirgjöf og rændi Robin van Persie góðu skallafæri. Vidic hefði líklega fengið rautt spjald hefði dómari leiksins séð atvikið. Ekkert var þó dæmt, ekki frekar en þegar Gael Clichy virtist brjóta á Michael Owen innan teigs undir lok leiksins. Chelsea með góðan möguleika „Þetta er of stór leikur til þess að menn séu að dæma rangt um svona atriði,“ sagði sir Alex Ferguson stjóri Man. Utd um brotið á Owen. Hann viðurkenndi þó að það að Vi- dic skyldi einnig sleppa með skrekkinn jafnaði leikinn. Skotinn þarf nú að stýra sínum mönnum gegn Schalke í Meistaradeildinni á þriðjudag áður en Chelsea kemur í heimsókn. „Augljóslega er lið Chelsea núna komið með mjög góðan möguleika á titlinum og slíkt getur gerst þegar dómarinn tekur ákvarðanir eins og í þessum leik. Chelsea náði í sigur á Old Trafford síðasta vetur og við þurfum því að búa okkur vel undir þennan leik. En leikurinn er á Old Trafford og stuðningsmenn okkar verða tilbúnir, sem og leikmennirnir sjálfir,“ sagði Ferguson. Sárabót fyrir Lampard Chelsea-menn geta prísað sig sæla að hafa landað 2:1-sigri á Tott- enham á laugardaginn. Tottenham komst yfir í leiknum með glæsilegu marki Brasilíumannsins Sandro, en Chelsea jafnaði rétt fyrir leikhlé með vafasömu marki frá Frank Lampard. Lampard átti skot beint á Heurelho Gomes markvörð sem missti boltann á milli fóta sér en rétt náði að stöðva hann áður en knötturinn fór yfir marklínuna. Að- stoðardómarinn taldi boltann hins vegar hafa farið yfir marklínuna og veifaði flaggi sínu til merkis um það. Markið er sennilega léttvæg sára- bót, en sárabót samt, fyrir Lampard sem skoraði einmitt frægt mark fyrir England gegn Þýskalandi á HM síðasta sumar sem ekki var dæmt gilt þar sem dómarar töldu boltann ekki hafa komist yfir mark- línuna. Tvær ákvarðanir okkur í hag Varamaðurinn Salomon Kalou skoraði svo sigurmark undir lokin en virtist rangstæður í því tilviki. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, við- urkenndi að sínir menn hefðu haft heppnina með sér að þessu sinni. „Við græddum á tveimur ákvörð- unum og vorum heppnir að skora þessi mörk, en svona gerist í fót- bolta og dómarar geta ekki notið þess að horfa á atvik í endursýn- ingu,“ sagði Ancelotti hreinskilinn. Í höndum meistaranna  Úrslit helgarinnar voru líkt og eftir handriti Chelsea-manna  Mæta toppliði Manchester United næsta sunnudag  Umdeild atvik í báðum stórleikjunum Reuters Víti? Michael Owen liggur kylliflatur í vítateig Arsenal á lokamínútunum í leiknum á Emirates-leikvanginum í gær. Gaël Clichy og Dimitar Berbatov fórna höndum. Clichy slapp með skrekkinn og Arsenal vann leikinn 1:0. Leikirnir sem liðin eiga eftir » Man. Utd á eftir heimaleik við Chelsea, útileik við Black- burn og heimaleik við Black- pool. » Chelsea á eftir útileik við Man. Utd, heimaleik við New- castle og útileik við Everton. » Arsenal á eftir útileik við Stoke, heimaleik gegn Aston Villa og útileik við Fulham í síð- ustu umferðinni. Eiður SmáriGuðjohn- sen var í byrj- unarliði Fulham þriðja leikinn í röð þegar liðið vann 3:0 sigur í annað skiptið á fjórum dögum í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn. Fulham vann Sunderland á úti- velli og átti Eiður sinn þátt í fyrsta marki leiksins. Fulham er nú í 9. sæti deildarinnar og á raunhæfa mögu- leika á að enda í 7. sæti, en þar er nú Everton með þriggja stiga forskot á Eið og félaga.    Stjórinn KennyDalglish hef- ur blásið nýju lífi í Liverpool eftir að hann tók við af Roy Hodgson í byrjun árs, og lið- ið komst upp fyrir Tottenham í 5. sæti úrvalsdeild- arinnar um helgina með 3:0 sigri á Newcastle. Fimmta sætið gefur sjálfkrafa þátttökurétt í Evr- ópudeildinni á næstu leiktíð og því að miklu að keppa. Hvorugt liðanna á sérstaklega mikla möguleika á að komast upp í 4. sæti og ná þannig Meistaradeildarsæti. Dirk Kuyt skoraði sitt 12. mark fyrir Liverpool á leiktíðinni og þeir Luis Suárez og Maxi Rodriguez sitt markið hvor.    Manchester City er í 4. sæti úr-valsdeildarinnar en liðið fór langt með að tryggja sér það sæti, og þar með þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð, þegar það vann 2:1 sigur á West Ham í gær. Sæti í Meist- aradeildinni hefur verið takmarkið hjá City eftir að nýir og forríkir eig- endur tóku við félaginu, en City er sjö stigum á undan Liverpool og Tottenham og á leik til góða á Liver- pool nú þegar flest lið eiga þrjá leiki eftir. Mörkin gegn West Ham komu úr óvæntri átt því Pablo Zabaleta og Nigel de Jong skoruðu að þessu sinni.    GiampaoloPazzini hélt lífi í veikri von Inter um ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með tveimur mörkum í uppbótartíma gegn Cesena á laugardag í 2:1 útisigri. AC Mil- an er hins vegar á toppi deildarinnar með 8 stiga forskot þegar þrjár um- ferðir eru eftir, og getur því orðið meistari um næstu helgi. Mathieu Flamini tryggði Milan 1:0 sigur á Bo- logna í gær. Staðan í deildinni er nú þannig að útlit er fyrir að Mílanó- liðin tvö auk Napoli fái þrjú af þeim fjórum Meistaradeildarsætum sem í boði eru, en Udinese og Lazio eiga í harðri baráttu um 4. sætið. Lazio er þar stigi á undan og með leik til góða. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.