Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Ókeypis
tannlæknaþjónusta
Tryggingastofnun | Laugavegi 114 | 105 Reykjavík | Sími 560 4400 | tr@tr.is
Fyrir hverja?
Sjúkratryggð börn tekjulágra foreldra/forráðamanna á Íslandi.
Hvaða þjónusta?
Nauðsynlegar tannlækningar að mati tannlækna tannlæknadeildar HÍ.
Hvar er þjónustan veitt?
Í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, Reykjavík. Hægt er að sækja um
endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar fyrir börn utan af landi.
Hvernig er sótt um?
• „Umsóknareyðublað um tannlæknaþjónustu fyrir börn“,
á tr.is/tannvernd-barna.
• Skila umsókn til Tryggingastofnunar, Laugavegi 114 og
umboða hennar um land allt.
• Skönnuðum afritum af undirrituðum umsóknum má skila
á netfangið tannverndbarna@tr.is.
Hvenær er þjónustan veitt?
• Umsóknarfrestur er 1.maí til 1. júní 2011.
• Þjónustan er veitt á tímabilinu 1. maí til 26. ágúst.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tryggingastofnun í síma 560 4400,
gjaldfrjálst númer 800 6044, hjá umboðum sýslumanna um allt land
og á vefnum tr.is.
S
am
kv
æ
m
t
lö
gu
m
um
fé
la
gs
le
ga
að
st
oð
99
/2
00
7
og
re
gl
ug
er
ð
nr
.
40
8/
20
11
ÍM
Y
N
D
U
N
A
R
A
F
L
/
T
R
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Íraninn Mehdi Kavyanpoor sem hef-
ur dvalið hér á landi frá árinu 2005 var
í gærkvöldi úrskurðaður í heilbrigðis-
vistun, að kröfu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. Kavyanpoor hellti
yfir sig bensíni og hótaði að kveikja í
sér á skrifstofum Rauða krossins í
Reykjavík en var yfirbugaður. Eng-
inn meiddist.
Helga Vala Helgadóttir, lögfræð-
ingur Kavyanpoor, gagnrýnir Út-
lendingastofnun harðlega fyrir
hversu hægt hefur gengið að vinna úr
umsókn um dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum sem hann skilaði inn í jan-
úar en forstjóri Útlendingastofnunar
segir að málsmeðferðarhraðinn ráðist
af því álagi sem sé á stofnunina og að
hann hafi ekki lagt fram öll nauðsyn-
leg gögn.
Bensín í plastflöskum
Kavyanpoor átti að koma á fund
með starfsmanni Útlendingastofnun-
ar klukkan 10 í gærmorgun. Lög-
fræðingur hans, Helga Vala, segir að
hún hafi í vikunni fundið á sér að and-
legt ástand hans væri afar bágborið
og að hann myndi hugsanlega reyna
sjálfsvíg. Hún lét Rauða krossinn og
Útlendingastofnun vita af áhyggjum
sínum og á Útlendingastofnun var
brugðist þannig við að lögreglumenn
voru í húsakynnum stofnunarinnar og
til stóð að leita á honum áður en hann
færi þangað inn.
En í staðinn fyrir að fara í Útlend-
ingastofnun í Skógarhlíð birtist Ka-
vyanpoor í höfuðstöðvum Rauða
krossins við Efstaleiti. Þar fór hann
upp á skrifstofur á annarri hæð og
hellti yfir sig bensíni úr plastflöskum
utan af gosi, sem hann hafði haft með
sér í tösku.
„Hann hellir strax á sig bensíni og
hótaði að kveikja í sér,“ segir Kristján
Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða
krossins. Kavyanpoor hafi frá upphafi
lagt hart að starfsfólkinu að koma
hvergi nærri honum og greinilegt hafi
verið að hann hafi ekki viljað vinna
öðrum mein. Flestir yfirgáfu 2. hæð-
ina en Kristján varð eftir ásamt
tveimur öðrum starfsmönnum Rauða
krossins og starfsmaður Útlendinga-
stofnunar sem hafði átt að hitta Ka-
vyanpoor á fundinum, kom einnig
fljótlega á vettvang. Saman reyndu
þeir að tala um fyrir honum. Samn-
ingamaður frá sérsveit ríkislögreglu-
stjóra lagði jafnframt sín lóð á vogar-
skálarnar. Kristján segir að
viðræðurnar, sem fóru fram á ensku,
hafi ekki farið fram í æsingi. Ka-
vyanpoor hafi ekki verið með nein
hróp og köll. „Þetta er merki um gríð-
arlega mikla örvæntingu hjá þessum
manni. Hann hótar að kveikja í sér og
hótunin var sett fram með mjög alvar-
legum hætti,“ segir Kristján. Viðræð-
urnar fóru fram á skrifstofugangi á 2.
hæð, Kavyanpoor var í öðrum end-
anum en starfsmenn Rauða krossins
og Útlendingastofnunar í hinum.
Kristján segir að aðrir en Kavyanpo-
or hafi ekki verið í bráðahættu.
Lögregla kom fljótlega á staðinn og
eftir að viðræðurnar höfðu staðið í
drykklanga stund mátu sérsveitar-
menn það svo að ekki væri annað að
gera en að yfirbuga hann. Sprautað
var yfir hann úr duftslökkvitæki til að
minnka hættu á íkveikju sem augljós-
lega var mikil enda stóð hann í bens-
ínpolli.
Eiginlegri hælismeðferð Ka-
vyanpoor lauk fyrir allnokkru. Meðan
hælisleitendur bíða ákvörðunar
stjórnvalda dvelja þeir í Njarðvík og
geta þar notið sálfræðiaðstoðar með
milligöngu Félagsþjónustunnar í
Reykjanesbæ. „Þótt við tölum um
hælisleitendur sem einn hóp þá er
þetta fólk mjög misjafnt. Margir hafa
gengið í gegnum mjög erfiða reynslu.
Þegar málsmeðferð tekur langan
tíma er það mjög slæmt fyrir andlega
heilsu viðkomandi. Það skiptir því
feikilega miklu máli að það sé reynt að
afgreiða málin eins hratt og hægt er
en það verður að hafa í huga að þau
eru oft flókin, stundum vantar gögn
og hraðinn má ekki heldur leiða til
þess að þeir njóti ekki fullra réttinda
vegna skorts á gögnum. Þetta þarf
allt að vera í jafnvægi,“ segir Krist-
ján.
Úrskurðaður í heilbrigðisvistun
Íranskur hælisleitandi hellti yfir sig bensíni og hótaði að kveikja í sér á skrifstofum Rauða krossins
Hefur dvalið hér frá árinu 2005 Hafði verið boðaður á fund hjá Útlendingastofnun í gærmorgun
Morgunblaðið/Júlíus
Yfirbugaður Sérsveitarmenn mátu aðstæður sem svo að ekki væri annað að gera en að yfirbuga hælisleitandann.
Sprautað var yfir manninn úr duftslökkvitæki til að minnka hættu á íkveikju áður en lögreglumenn handtóku hann.
Óskaði eftir hæli
» Kavyanpoor óskaði eftir
hæli sem pólitískur flóttamað-
ur eftir að hann kom hingað til
lands í ársbyrjun 2005.
» Útlendingastofnun synjaði
honum um hæli hér á landi 1.
apríl 2007.
» Dómsmálaráðuneytið stað-
festi synjunina í október 2008.
» Málið fór fyrir dóm en í
október 2010 tapaði Ka-
vyanpoor málinu fyrir Hæsta-
rétti.
Á fundi Útlendingastofnunar með
Mehdi Kavyanpoor, sem hafði ver-
ið boðaður klukkan 10 í gærmorg-
un, átti að fara yfir næstu skref í
umsókn hans um dvalarleyfi. Um-
sókn hans byggir á nýrri grein í
lögum um útlendinga, sem mælir
fyrir um að heimilt sé að veita út-
lendingi sem haft hefur dval-
arleyfi, meðan mál hans eru til
meðferðar, í tvö ár hið minnsta
dvalarleyfi ef öðrum skilyrðum er
fullnægt.
Hann skilaði inn umsókn í jan-
úar, fyrir um þremur mánuðum.
Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar (ÚTL), hafnar
því að þetta sé langur máls-
meðferðartími, í ljósi umfangs
þeirra mála sem fyrir liggi hjá
stofnuninni. Ef öll gögn liggja fyrir
geti málsmeðferð tekið 8-12 vikur.
Í þessu tilviki liggja ekki fyrir öll
nauðsynleg gögn. „Við höfum bara
ekki mannskap í hraðari máls-
meðferð, ekki nema sérstaklega sé
óskað eftir flýtimeðferð og þá er
það skoðað sérstaklega og það á
ekki við í þessu tilviki.“
Þá segir Kristín að meðferð eins
og umsókn hans hlaut 2005-2007
taki nú styttri tíma.
Átti að fara yfir næstu skref
KRISTÍN VÖLUNDARDÓTTIR, FORSTJÓRI ÚTL
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Byggingareiturinn við hlið tón-
listarhússins Hörpu á Austurhöfn í
Reykjavík hefur nú verið auglýstur
til sölu. Fyrirhugað er að á reitnum
rísi hótel af 4-5 stjörnu gæðum sem
rekið verði í samstarfi við Hörpu
varðandi ráðstefnuhald og gistingu.
„Við vonum að við getum núna
unnið þetta mál til enda,“ segir Pét-
ur J. Eiríksson, stjórnarformaður
eignarhaldsfélagsins Situs ehf, dótt-
urfélags Austurhafnar. „Þetta mál
var í ákveðnu ferli og í rúmt ár var
unnið að því að finna fjárfesta, bæði
hérlendis og erlendis, en það gekk
nú frekar illa. Það voru margir
skeptískir á að fjárfesta á Íslandi.“
Hilton, Marriot, Starwood
Pétur segir að stórar hótelkeðjur,
s.s. Hilton og Marriot, hafi mikinn
áhuga á reitnum og hafi átt við-
ræður við fjárfesta um að reisa hót-
elbyggingar til leigu. „En þeir höfn-
uðu nú allir að fjárfesta á þessum
draumastað.“ Að sögn Péturs var
það almennur ótti við Ísland sem
var helsta skýringin. „Menn voru
hræddir við að fjárfesta þar sem
var gjaldmiðill sem menn höfðu
ekki fullt traust á.“ Samkeppnin sé
auk þess talsverð því þúsundir
hótelverkefna séu um allan heim og
tækifæri fyrir fjárfesta því víða.
„En það er alveg augljóst að
keðjurnar hafa mikinn áhuga og
ætla sér að byggja hótel á Íslandi.
Ég get nefnt keðjur eins og Mar-
riott, Hilton og Starwood, en við
ákváðum að endurnýja ferilinn með
þessum hætti, gera hann gagnsærri
og auglýsa þetta til að tryggja að
allir hafi jafnan aðgang.“ Útboðið
er auglýst í dagblöðum á Íslandi
sem og á Evrópska efnahags-
svæðinu.
Verkefnið er stórt og áætlað að
framkvæmdatími verði 2-3 ár.
„Okkar von er að hótelið hefji
rekstur vorið 2014 en ekki seinna
en 2015.“ Tilboðum skal skila ásamt
fylgigögnum á skrifstofu VSÓ ráð-
gjafar eigi síðar en kl. 14:00 föstu-
daginn 10. júní.
250 herbergja lúxushótel verði
opnað við Hörpu árið 2014
Áhugi hjá stórum hótelkeðjum Fjárfestar óttast Ísland
Morgunblaðið/RAX
Austurhöfn Til stendur að reisa 250 herbergja hótel á hafnarbakkanum við
hlið Hörpu. Byggja má 28.000m² ofanjarðar og 2.000m² bílakjallara.