Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Ofveiði fiskistofna var sameiginlegt ein- kenni sjávarútvegs- stefnu Íslands og Evr- ópusambandsins á síðustu áratugum 20. aldar. Í báðum til- vikum fór veiðigeta flotans langt fram úr afkastagetu fiskistofn- anna. Arðsemi veið- anna fór versnandi ár frá ári. Evrópusambandið brást við með auknum styrkjum af skattfé til útvegsins. Hér á landi er sjávar- útvegur ein af undirstöðum byggðar og getur því aldrei verið styrkþegi. Lakari arðsemi í atvinnugreininni leitaði því jafnvægis í lækkuðu gengi krónunnar og lélegri kjörum lands- manna allra. Arðsemi í allra þágu Viðfangsefnið var skýrt. Það varð að minnka sóknarþungann, byggja upp fiskistofnana og auka arðsemi í sjávarútvegi. Fyrra markmiðið náð- ist með því að takmarka heildarafl- ann og deila honum út á fiskiskipin; seinna markmiðið gat aðeins náðst með fækkun skipa. Rétturinn til að flytja aflaheimildir milli skipa og selja þær milli útgerða miðaði að þessu. Markmiðið var sjálfbær sjáv- arútvegur sem ekki gengi á auð- lindina og arðsamur þannig að hann fengi starfað við hækkandi gengi krónunnar og gæti þannig staðið undir batnandi lífskjörum lands- manna. Þessi markmið lágu ljós fyr- ir við setningu laga um stjórn fisk- veiða vorið 1990 og hafa í öllum megindráttum gengið eftir. Raunar gerðist það í þeim mæli að Evrópu- sambandið ræðir nú að taka upp hliðstætt kerfi fiskveiðistjórnunar. Væntingar löggjafans voru þær að þau fyrirtæki sem gerðu út á hagkvæmastan máta myndu kaupa upp og þannig kosta úreldingu skipakosts annarra fyrirtækja sem lakar gengi. Sjávarútvegurinn skyldi þannig sjálfur kosta aðlögun flotans að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sá reikningur skyldi ekki sendur skattgreið- endum eins og gert var á meginlandinu. Keyptur kvóti Útgerðarfélagið Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum fylgdi boðskap laganna og keypti aflaheimildir af útgerðum sem vildu minnka eða hætta. Frá 1996 svöruðu keyptar aflaheimildir umfram seldar til veiða á 4.740 tonnum af ýmsum tegundum botnfisks, þar af mest í þorski, 1.249 tonn og ýsu 1.831 tonn. Miðað við úthlutaðar aflaheimildir á þessu ári hefur félagið því keypt um 93% þeirra heimilda sem það nú nýtur í þorski og 111% af ýsu. Hátt hlutfall keyptra heimilda skýrist í þessu samhengi af miklum skerðingum veiðiheimilda á tímabilinu. Það á því ekki við um þetta félag að það sé að vinna á „gjafakvóta“ af neinu tagi. Um síðustu áramót voru lang- tímaskuldir félagsins 6.007 milljónir. Það hefur ekki fjárfest í öðrum at- vinnurekstri og arður hefur ekki verið greiddur út úr því frá 2004, þá námu arðgreiðslur 4,7 milljónum króna. Fé hefur því ekki streymt frá félaginu til eigenda eða verkefna sem þeim tengjast heldur þvert á móti. Það á því ekki við um þetta fé- lag að það sé skuldsett vegna óskyldrar starfsemi. Skuldirnar eru eingöngu komnar til vegna fjárfest- inga í aflaheimildum og nýjum skip- um, sem komu til landsins 2007 og nýtast félaginu nú með afbrigðum vel. Í árslok 2007 voru keyptar afla- heimildir Bergs-Hugins ehf. bók- færðar á 2.979 milljónir króna. Læt- ur nærri að þessir 3 milljarðar sem varið var til kvótakaupa hafi vegna hruns krónunnar hækkað upp í þá 6 milljarða sem lánin standa núna í. Í þeirri orrahríð sem nú er háð um framtíð fiskveiðistjórnar á Ís- landi þykir forráðamönnum Bergs- Hugins ehf. eðlilegt að gera lands- mönnum grein fyrir því hvaða fjár- hagslegu hagsmunir liggja undir hjá félagi, sem tekið hefur alvarlega áskorun stjórnmálamanna um að auka hagkvæmni veiðanna með kaupum veiðiheimilda og færa þær á færri, stærri og hagkvæmari skip. Félagið og sjávarútvegurinn allur hefur við þessa þróun orðið færari um að starfa við sterkara gengi krónunnar en ella hefur orðið. Í því njóta allir landsmenn afraksturs auðlindarinnar. „Sægreifarnir“ borgi Ýmsir ráðherranna sýnast nú hafa gleymt því hver voru markmið sjávarútvegsstefnunnar sem allir flokkar hafa staðið að í yfir 20 ár. Sumir þeirra hafa skekið orðum að þeim fyrirtækjum sem í dag mynda kjarnann í öflugasta sjávarútvegi við Norður-Atlantshafið og láta í veðri vaka að fyrirtækin hafi með einhverjum hætti haft sjávar- útvegsauðlindina af þjóðinni. Þessi framsetning stenst enga skoðun, þegar af þeirri ástæðu að starfandi sjávarútvegsfyrirtæki hafa trúlega öll lagt í verulegan kostnað við að auka hagkvæmni veiðanna með því að kaupa upp óhagkvæmari útgerðir. Þau hafa trúlega öll skuldsett sig til þessa í trausti þess að aukin hagkvæmni stæði undir lánunum. Sjálfsagt má hafa ýmsar skoðanir á því, hvort skattleggja hefði átt sérstaklega hagnað þeirra sem seldu og hurfu úr greininni. Gremja yfir því verður hins vegar ekki með vitrænum hætti tekin út á þeim fyrirtækjum sem nú starfa. Á kostnað kjaranna Bergur-Huginn ehf. gerir enga kröfu um að eiga hlutdeild í auðlind- inni. Félagið mun hins vegar ekki una því bótalaust ef svipta á það þeim réttindum sem það hefur í samræmi við gildandi lög og fyr- irheit við setningu þeirra keypt og skuldsett sig fyrir. Sá kostnaður verður að greiðast af arðsemi veið- anna og hann fellur ekki niður að geðþótta stjórnmálamanna. Þær hugmyndir sem nú eru uppi á borði stjórnavalda sýnast fyrst og fremst ganga út á að draga aftur úr hagkvæmni veiðanna; að taka rétt- indi af þeim sem hafa og færa öðr- um. Ef um það er pólitísk samstaða í landinu að skerða beri lífskjörin enn með því að draga úr hagkvæmni sjávarútvegsins, þá er auðvitað lítið við því að segja. En menn þurfa að gera sér grein fyrir því að kostn- aðurinn við það að taka aftur upp handstýringu í sjávarútvegi og út- hluta til góðra mála á bæði borð get- ur hitt menn fyrir úr tveimur áttum. Annars vegar með lægra gengi gjaldmiðilsins en vera þyrfti og hins vegar með bótagreiðslum ríkissjóðs vegna tjóns einstakra fyrirtækja af völdum breytinganna. Þar erum við ekki að tala um bætur vegna ókom- ins hagnaðar af nýtingu heimilda. Í tilviki Bergs-Hugins ehf. er í grunn- inn um ræða þessa 6 milljarða sem félagið skuldar vegna kaupa á veiði- heimildum. Afrakstur auðlindar Það deilir í raun enginn um það að þjóðin á að njóta afraksturs af sjáv- arútvegsauðlindinni. Þeim afrakstri var fyrst ráðstafað til að kosta úreldingu í greininni. Kostnað af því, m.a. lánin sem til þess voru tek- in, verður að greiða áður en meira er að sækja. Þangað til felst hinn samfélagslegi ávinningur í meiri kaupmætti en ella væri og þeim beinu greiðslum sem fyrirtækin greiða nú í ríkissjóð fyrir nýtinguna. Bergur-Huginn ehf. greiðir í ár 33 milljónir króna í auðlindagjald. Okk- ur er ekki kunnugt um að aðrar at- vinnugreinar greiði slíkt aðstöðu- gjald. Nýverið kynnti ríkisstjórnin hug- myndir um afgjald af olíuauðlindum sem finnast kunna við Íslandi. Þar er miðað við fast gjald, ekki ósvipað núverandi auðlindagjaldi í sjávar- útvegi og svo hærra hlutfalli tekju- skatts af hagnaði sem umfram er til- ekna arðsemi. Ætla verður að hugmyndin sé sú að einangra þann hagnað sem er umfram það sem vænta má af hliðstæðri fjárfestingu í öðrum greinum atvinnulífsins og skattleggja hann með hærra hlut- falli en annan. Vel má vera að hlið- stæð nálgun sé einnig tæk í sjávar- útveginum. Þá fengi þjóðin notið hagkvæmrar nýtingar auðlind- arinnar í auknum kaupmætti sam- fara sterkara gengi krónunnar; með beinum greiðslu í ríkissjóð fyrir nýt- ingu líkt og nú er og loks með auk- inni hlutdeild í hagnaði sem beinlínis verður rakinn til aðgangs að auð- lindinni. Það væri hörmulegt, reyndist þingstyrkur fyrir því að kasta fyrir róða markmiðum um arðsemi sjáv- arútvegs og sjálfbærni veiðanna. Þetta tvennt er forsenda fyrir styrk- ari efnahag og batnandi kjörum og um leið kjarni fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Það má auðvitað lengi bæta en endurgjaldslaus upptaka veiðiheimilda þeirra sem þær hafa keypt er í réttarríkinu ekki val- kostur í því efni. Hvorki þjóðin né sjávarútvegurinn þarf á óvissuferð að halda um rekstrarforsendur þessa mikilvæga atvinnuvegar; það er þvert á móti brýnt að auka enn hagkvæmni í veiðunum svo greinin fái lagt meira af mörkum til að bæta lífskjör í landinu. Um það markmið hlýtur að geta náðst sátt. Eftir Magnús Kristinsson »Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn við það að taka aftur upp hand- stýringu í sjávarútvegi og úthluta til góðra mála á bæði borð getur hitt menn fyrir úr tveimur áttum. Magnús Kristinsson Höfundur er útgerðarmaður og fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins ehf. Glæfraför „Andlegur kraftur“ Bandaríski sjónvarpspredikarinn Morris Cerullo stóð fyrir fjölmennri samkomu í Háskólabíói í gærkvöldi í samstarfi við sjónvarpsstöðina Omega. Í auglýsingu um samkom- una, undir yfirskriftinni „Nýr eldur“, sagði að „öflugur andlegur kraftur“ væri að leysast út og hann myndi „leiða inn stórkostlegustu opinberun Guðs sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð“. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.