Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Þann 11. maí 1911 stofnuðu nokkrir KFUM-drengir knattspyrnufélag. Stofnun félagsins fór fram innan KFUM þar sem drengirnir nutu aðstoðar sr. Friðriks Friðriks- sonar. Félagið fékk nafnið Valur. Valsmenn eru stoltir af sögu sinni og duglegir að halda á lofti minningu sr. Friðriks Friðriks- sonar. Þeir gera það vel. Það fer varla framhjá nokkrum manni sem rennir í hlað á Hlíðarenda að þar býr íþróttafélag með djúpar rætur. Valur er sigursælt félag og sjálf- sagt er að fagna yfir 100 titlunum sem landað hefur verið í gegnum árin. Sýni- leiki Vals í efstu deild- um í knattspyrnu og handbolta, bæði karla og kvenna, er mikill og verðskuldaður. En félag sem kennir sig við sr. Friðrik Friðriksson hefur að fleiru að keppa. Það leggur rækt við þær dyggðir sem byggja upp einstaklinga og tileinkar sér þau gildi sem koma börnum til manns. Ég vil hrósa Valsmönnum fyrir þann kraft og metnað sem þeir hafa sett í æsku- lýðsstarf félagsins á síðustu árum. Á Hlíðarenda er boðið upp á fram- úrskarandi íþróttauppeldi sem styrkir sjálfsmynd og heilbrigt líf- erni barna og ungmenna. Sigrar Vals á þessu sviði birtast í góðum og gildum einstaklingum sem fé- lagið hefur átt þátt í að móta. Í því felst fegurðin sem kappið má ekki bera ofurliði. Eitt glæsilegasta íþróttafélag landsins fagnar 100 ára afmæli. Fyrir hönd KFUM og KFUK óska ég Valsmönnum innilega til ham- ingju. Félaginu óska ég farsællar framtíðar og Guðs blessunar. Eftir Tómas Inga Torfason Tómas Ingi Torfason »Ég vil hrósa Vals- mönnum fyrir þann kraft og metnað sem þeir hafa sett í æsku- lýðsstarf félagsins á síð- ustu árum. Höfundur er formaður KFUM og KFUK á Íslandi. Til hamingju, Valur Actavis á Íslandi er hluti af Actavis Group. Samsteypan er með ís- lenska kennitölu og heimilisfesti í Hafn- arfirði. Sá misskilningur er uppi að Actavis Gro- up sé á leið til Sviss, eins og framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Svo er ekki. Við flutninginn tapast engar skatt- tekjur sem íslenska ríkið hefur af Ac- tavis, ef frá eru taldar skattgreiðslur þeirra tuttugu starfsmanna sem flust hafa út. En þá er líka vert að nefna að starfsmönnum á Íslandi fjölgaði um 100 í fyrra og þeim hefur haldið áfram að fjölga í ár. Með flutningi á framkvæmda- stjórn Actavis Group til Sviss er ver- ið að setja alla framkvæmdastjórnina undir eitt þak, en starfsstöðvar þeirra sem í henni eru voru áður dreifðar víða um lönd og álfur. Að þessu er mikið hagræði og boðleiðir styttast. Auk þess verður að hafa í huga að alþjóðlegt fyrirtæki eins og Actavis á mun auðveldara með að laða til sín reynt starfsfólk, úr öllum heimshornum, ef starfsstöð þess er í miðri Evrópu en að fá það til að flytja til Íslands. Actavis er fyrst og fremst þekkingar- og framleiðslufyrirtæki. Á Íslandi starfa rúmlega sjö hundruð manns (61% konur 39% karlar) og hefur starfsmönnum fjölgað umtalsvert á undanförnum miss- erum. Veldur þar mestu að verksmiðja fyrirtækisins var stækkuð í fyrra og tek- in í notkun í byrjun árs. Af starfsmönnum á Ís- landi er helmingur með háskólamenntun og eitt hundrað iðn- menntun. Af háskóla- menntuðum starfsmönnum eru yfir hundrað lyfjafræðingar. Actavis á Íslandi sérhæfir sig í að framleiða ný samheitalyf til mark- aðssetningar (e. launch site). Þar eru ný lyf þróuð og framleidd fyrsta kastið, en framleiðsla á þeim síðan færð til annarra verksmiðja innan samstæðunnar. Helsta ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er mjög öflugt rannsóknar- og þróunarstarf á Ís- landi undir handleiðslu færustu sér- fræðinga. Actavis er stórt alþjóðlegt fyrirtæki, fjórða stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Velta þess nam tæpum þrjú hundruð milljörðum ís- lenskra króna í fyrra. Veltan á ís- lenska markaðnum er innan við 1% af heildinni. Ástæðan er smæð mark- aðarins. Markaðshlutdeild Actavis á Íslandi, mæld í magni, er 35%. Ef miðað er við verðmæti nemur hlut- deildin tæpum 15%. Útflutningsverðmæti lyfja frá verksmiðjunni í Hafnarfirði nam um 12 milljörðum króna í fyrra, en um 97% af framleiðslunni eru flutt út. Útflutningur mun væntanlega aukast á komandi árum þar sem framleiðslugeta verksmiðjunnar hef- ur verið aukin um 50%. Heildar- launakostnaður Actavis á Íslandi nam um 4,5 milljörðum króna í fyrra. Á undanförnum árum hefur reglu- lega verið tekist á um það, hvaða at- vinnustarfsemi henti á Íslandi. Auð- vitað er best að hún sé sem fjöl- breyttust, en bent skal á að mikil tækifæri felast í þekkingar- og há- tækniiðnaði, eins og lyfjaiðnaði. Lyfjaiðnaðurinn hér á landi krefst sáralítillar orku, mengun er nánast engin, en starfsmenn margir á mjög samkeppnishæfum launum. Tæki- færin felast ekki síst í vöruþróun. Þar standa íslenskir vísindamenn í fremstu röð. Gott væri ef íslensk stjórnvöld myndu móta stefnu fyrir starfsemi af þessum toga. Þannig má auðvelda fjárfestum og forsvars- mönnum fyrirtækja að fóta sig og byggja upp til framtíðar. Fyrir hartnær fjörutíu árum var frétt um lyfjaframleiðslu á forsíðu Tímans (16. september 1973). Þar er vitnað til Reynis Eyjólfssonar lyfja- fræðings. Þar segir hann það litlu skipta hvar í veröldinni lyfjaverk- smiðjur eru staðsettar. Og með lyfja- verksmiðju og útflutningi væri hægt að renna enn einni stoð undir efna- hag landsins. Reynir hafði nokkrum mánuðum áður viðrað þessa skoðun sína í aðsendri grein í Alþýðublaðinu. Og athyglisverð eru lokaorð Reynis í Alþýðublaðsgreininni, því þar segir hann um mögulega lyfjaframleiðslu á Íslandi: Allt þetta kunna að sýnast draumórar, en verði málið afgreitt sem slíkt verður heldur ekkert fram- kvæmt. Hann var á þessum tíma yf- irmaður rannsóknardeildar Pharma- co, forvera Actavis, og átti síðar mikinn þátt í að koma af stað þróun samheitalyfja á Íslandi. Reynir lét af störfum hjá Actavis í haust, kominn á áttræðisaldur. Allt sem hann lét á blað fyrir hartnær fjörutíu árum á við enn í dag, þótt vissulega séum við komin nokkuð áleiðis. Þetta má einn- ig heimfæra upp á aðrar greinar, sem í dag virðast nýstárlegri en lyfjaframleiðsla, svo sem líftækni, erfðatækni og margar fleiri, sem krefjast þekkingar, áræðis og þors. Róm var ekki byggð á einum degi – það tekur langan tíma að byggja nýja starfsemi upp frá grunni, en ef við missum ekki móðinn mun árang- urinn ekki láta á sér standa. Við verðum að skapa góðan jarðveg fyrir slíkan iðnað – þar þurfa atvinnulífið og stjórnvöld að taka höndum sam- an. Actavis Group er íslenskt fyrirtæki Eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur » Sá misskilningur er uppi að Actavis Group sé á leið til Sviss, eins og framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Svo er ekki. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Höfundur er forstjóri Actavis á Íslandi. Útflutningur sauð- fjárafurða jókst veru- lega á milli áranna 2009 og 2010 og má segja að 2010 hafi verið algert metár í því efni. Flutt voru út um 6900 tonn af af- urðum alls að verð- mæti 2,9 milljarðar króna sem er hækkun um einn milljarð frá fyrra ári. Þá er miðað við FOB- verð skv. gögnum Hagstofu Ís- lands. Mesta verðmætið liggur í kjöti. Það var rúmur helmingur útflutn- ingsins að magni til en tæp 75% verðmætanna. Gærur voru tæp 30% af magninu, en 11% af verð- mætinu. Þar á eftir kom ull, en hún er rúm 9% af magninu og 10% af verðmætinu. Átt er þá bæði við unna og óunna ull. Afgangurinn er síðan innmatur og svið sem eru 11% að magni til en 4% af verð- mætinu. Útflutningur sjaldan mikilvægari Alls var flutt út til 33 landa í fimm heimsálfum. Þar af eru 24 í Evrópu (7 þeirra utan ESB). Fimm lönd eru í Asíu, tvö í Norður- Ameríku, eitt í Suður-Ameríku og eitt í Eyjaálfu. Í skífuritunum sem fylgja greininni er gerð nánari grein fyrir því hvernig útflutningur á kjöti, innmat og sviðum skiptist milli landa, bæði eftir magni og verðmæti. Gærurnar og ullin eru ekki með í þeim yfirlitum. Meðal FOB-verð fyrir kjöt hækk- aði um rúm 10% milli ára en það er þó erfitt að bera það saman þar sem ekki er endilega verið að flytja út sömu vörurnar bæði árin. FOB- verð fyrir innmat og svið var óbreytt en gæruverð hækkaði um rúm 90% og ullarverð um tæp 18%. Það má því segja að útflutning- urinn hafi sjaldan verið sauð- fjárbændum mikilvægari, en hann á sér langa sögu, svo óvarlegt er að fullyrða um það. Til eru skjalfestar heimildir um útflutning á söltuðu sauðakjöti frá síðari hluta 17. aldar. Til eru síðan heimildir um útflutn- ing á prjónlesi frá 1624 en útflutn- ingur á vaðmáli á sér enn lengri sögu, a.m.k. aftur til 11. aldar skv. rituðum heimildum. Það hefur því lengi tíðkast að flytja út sauðfjár- afurðir frá Íslandi – raunar eru bráðum liðin þúsund ár frá því að það hófst. Fækkun í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi Uppgangur í útflutningi núna er fyrst og fremst af tveimur ástæð- um. Í fyrsta lagi er gengi íslensku krónunnar með þeim hætti að hag- stætt er að flytja út vörur og þjón- ustu héðan. Við fáum fleiri krónur en áður fyrir okkar framleiðslu. Gengið er auðvitað sveiflukennt en fáir hafa trú á því að það styrkist verulega á næstu misserum. Í öðru lagi hefur dregið úr framleiðslu hjá stóru þjóðunum tveim- ur sem hafa verið ráð- andi í heimsviðskiptum með lambakjöt, þ.e. Nýja-Sjálandi og Ástr- alíu, en þaðan hafa komið um 70% þess kindakjöts sem selt er á heimsmarkaði. Ástæður þess eru fyrst og fremst breyttar áherslur í landbúnaði (margir hafa skipt yfir í mjólkurframleiðslu úr sauðfjárrækt) og óhag- stætt veðurfar. Þetta hefur þýtt aukna eftirspurn og hækkandi verð. Bandaríkjamarkaður hefur lengst af verið eini markaðurinn sem skil- aði hærra verði en hérlendis en nú hafa fleiri lönd bæst í þann hóp. Kindakjötsframleiðslan hérlendis er lítil í alþjóðlegu samhengi en 9.000 tonna ársframleiðslan hér er langt innan við 10% af framleiðslu- samdrættinum á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, bara á síðustu árum. Fækkun sauðfjár í þessum tveimur löndum er vel yfir 100 milljónir fjár á síðustu 20 árum, en hér er fjöld- inn um 460 þúsund í heild. Sú tala hefur lítið breyst undanfarinn ára- tug á Íslandi. Fjárfjöldi hérlendis fór hæst í um 900 þúsund fyrir rúmum 30 árum. Afurðir eftir hverja kind nú eru þó talsvert meiri en þá vegna aukins rækt- unarstarfs. Gæðin eru jafnframt meiri, en margfalt meira af kjöti fer nú í bestu kjötmatsflokkana en fyr- ir áratug. Lögð hefur verið áhersla á að rækta gripi með minni fitu og meira kjöt og það hefur skilað verulegum árangri. Hagstætt að auka framleiðslu Undanfarin ár hefur innlendur kjötmarkaður í heild dregist saman, þ.m.t. kindakjötssala. Lands- mönnum hefur fækkað og þeir hafa dregið úr kjötneyslu. Hvað varðar kindakjöt þá bætir útflutningurinn það upp og gott betur. Ekki er þó ástæða til að óttast kjötskort enda telja sauðfjárbændur það sína fyrstu skyldu að fullnægja eft- irspurn innanlands, í ljósi þess stuðnings sem greinin nýtur. Nú geta því verið hagstæðir tímar til að auka framleiðslu a.m.k. ef það er hægt án verulegra fjárfestinga, s.s. með því að nýta betur það sem þeg- ar er fyrir hendi. Sú aukning verð- ur þó að eiga sér stað innan ramma gæðastýrðrar framleiðslu þar sem gætt er að því að land sé ekki of- nýtt og að aðbúnaður gripanna sé góður. Markaðurinn er fyrir hendi og þjóðinni veitir ekki af gjaldeyr- istekjunum Sauðfjárafurðir eftirsóttar erlendis Eftir Sindra Sigurgeirsson Sindri Sigurgeirsson » Flutt út til 33 landa í fimm heimsálfum og verðmæti útflutnings jókst um milljarð milli ára Höfundur er formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda. Verðmæti kindakjötsútflutnings árið 2010 Magns kindakjötsútflutnings árið 2010 Alls 2.263m.kr. Meðalverð538kr/kg - FOB (616kr/kg (kjöt) / 173kr/kg (innmatur og svið)) Alls 4.204 tonn (allar afurðir) þar af 736 t innmatur og svið 15 önnur lönd3,2% Danmörk 1,0% Japan 1,3% Svíþjóð2,9% Rússland4,2% Bandaríkin5,9% Holland8,0% Færeyjar 10,0% Spánn 16,1%Noregur22,7% Bretland24,6% Víetnam 1,5% 15 önnur lönd4,1% Danmörk2,6% Svíþjóð2,7% Bandaríkin3,1% Rússland5,1% Færeyjar9,7% Holland 13,5% Spánn 13,6%Noregur 14,3% Bretland29,8% LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA ÁRSFUNDUR 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn fimmtudaginn 26. maí kl. 16.00, í sal BHM að Borgartúni 6, Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins • Breyting á samþykktum • Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttar- félög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 5. maí 2011 Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.