Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.05.2011, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 ✝ Björn Jónssonrafmagnseft- irlitsmaður fæddist á Sauðárkróki 28. ágúst 1923. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 26. apríl 2011. Foreldrar Björns voru Jón Björnsson búfræðingur og verslunarstjóri á Sauðárkróki, f. 17. nóvember 1891, d. 17. september 1982, og eiginkona hans Unnur Magn- úsdóttir húsmóðir, f. 29. júní 1894, d. 17. nóvember 1985. Björn var næstelstur fimm systk- ina, en þau eru: Auður, f. 1921, Magnús, f. 1925, d. 1993, Sigríð- ur, f. 1928, og Kári, f. 1933, d. 1991. Hinn 6. júlí 1951 gekk Björn að eiga Guðrúnu Andrésdóttur (Rúnu) f. 15. september 1929 á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Andrés Eyjólfsson, verkamaður á Eskifirði, f. 28. október 1887, d. 19. desember 1961, og kona hans Guðný Þórdís Stefánsdóttir, f. 18. október 1888, d. 18. ágúst 1967. Börn Björns og Guðrúnar eru: 1) (Unnur) Guðný hár- greiðslumeistari á Sauðárkróki, f. 1951, gift Stefáni Valdimars- f. 1965. Börn þeirra eru: Víðir Snær, Áslaug Dóra og Birkir Máni. b) Birna Guðrún, f. 1974, gift Sverri Þór Steingrímssyni, f. 1970. Dóttir þeirra er Elísa Dimmey. c) Ólöf Lára, f. 1977, en sonur hennar er Hlynur Ísak Há- konarson. 4) Rúnar Páll síma- verkstjóri á Sauðárkróki, f. 1955, kvæntur Eyrúnu Ósk Þor- valdsdóttur húsmóður, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Ingi Þór, f. 1973, kvæntur Fjólu Bjarnadótt- ur, f. 1979. Dóttir þeirra er Inga Lea, en áður átti Ingi Þór Rakel Hebu og Jóhannes Rúnar. b) Þórdís Ósk, f. 1978, í sambúð með Yngva Yngvasyni, f. 1976. Sonur þeirra er Kristófer Rún- ar. 5) (Birna) Guðbjörg bókari hjá Tölvulistanum, f. 1965, gift Björgvini Þorgeiri Haukssyni, f. 1966. Börn þeirra eru: a) Guðni Þór, f. 1987. b) Arnar Þór, f. 1994. Eftir barnaskóla stundaði Björn nám við Reykjaskóla og við Reykholtsskóla. Þá tók við nám við Iðnskólana í Reykjavík og á Sauðárkróki. Á árunum 1951-1956 starfaði Björn við raf- virkjun hjá Þórði P. Sighvats- syni á Sauðárkróki en var sjálf- stæður rafverktaki 1956-1960. Björn var eftirlitsmaður hjá RA- RIK til 1965. Þá varð hann raf- magnseftirlitsmaður hjá Raf- veitu Sauðárkróks og sinnti því starfi til 1994, er hann lét af störfum. syni skipstjóra, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Margrét Ólöf, f. 1971, gift Víði Sveini Jóns- syni, f. 1969, og eiga þau fjögur börn, Söndru Guðnýju, Nínu Karen, Stefán Inga og Jón Loga. b) Smári Björn, f. 1977, í sambúð með Jóhönnu Péturs- dóttur, f. 1977, en börn þeirra eru Oddný Sara Laxdal og Atli Björn. Dóttir Stefáns fyrir hjónaband er Berglind, f. 1969. 2) Jóhanna (Sigrún) húsmóðir á Sauðárkróki, f. 1952, gift Finni Þór Friðrikssyni flugstjóra hjá Atlanta. Börn þeirra eru: a) Steina Margrét, f. 1978, gift Sor- in Lazar, f. 1967. Börn þeirra eru: Victoría, Finnur Alexander og Haraldur Aron. Baldur Stein- ar, sonur Steinu fyrir hjónaband, lést við fæðingu en faðir hans var Baldur Marteinn Einarsson. b) Rúna Birna, f. 1979, í sambúð með Helga Páli Jónssyni, f. 1977. 3) Jón lagerstjóri hjá Jarðbor- unum, f. 1954, kvæntur Svan- hildi Benonýju Ólafsdóttur hót- elstarfsmanni, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Bryndís Ósk, f. 1967, gift Svanbirni Einarssyni, Er ég hugsa um engla ég hugsa um þig og þín ástúð sem umvafði mig, en helförin beið og þann fetaðir stig. Er ég hugsa um engla ég hugsa um þig. Guð veri með þér, já hvert sem þú ferð. Þótt horfinn mér sért, ég trúı́ að ég verð já, ætíð þér nærri, ég er þannig gerð. Við sjáumst svo aftur, er lýkur hér ferð. (Kristján Kristjánsson/Davíð Bald- ursson) Elsku pabbi minn, nú ertu horf- inn á braut, þú kvaddir svo frið- sæll og sáttur og þó sorgin sé sár er ég glöð að þú skyldir fá að kveðja og ekki þurfa að kveljast lengur. Síðustu dagarnir voru erf- iðir, en ég er líka þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér, setið og haldið í hönd þína, reynt að styðja þig eins og þú gerðir alltaf fyrir mig. Þú varst hetjan mín, sterkur maður og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Þú ert mín fyrirmynd og þó ég komist aldrei með tærnar þar sem þú hafðir hælana, þá mun ég reyna eins og ég get að feta fót- sporin þín. Ég veit þú fylgist með, brosir í kampinn, styður mig þeg- ar ég hrasa, eins og þú hefur alltaf gert – og veistu – ég er svo óend- anlega stolt af að vera dóttir þín. Margar minningar hafa skotið upp kollinum upp á síðkastið – all- ir labbitúrarnir þegar við systk- inin vorum yngri, Tindastóll tek- inn með trompi, Molduxinn var ekki skilinn eftir, fjöruferðir, rétt- arferðir og svo bara smátúr á móana, allt gert með glöðu geði af þinni hálfu, sama hvað við gátum verið erfið stundum. Þú tókst líka eftir ef við gerðum eitthvað vel – hældir manni – og lést mann vita að þú vissir. Þú hefur alltaf staðið við hliðina á mér og mínum, sama á hverju hefur gengið og fyrir allt það er ég svo óendanlega þakklát. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér, ég mun sakna þín svo mikið – en nú ert þú kominn á betri stað, þar ertu búinn að hitta besta vininn þinn, hann Bæsa, líka afa og ömmu, Magga og Kára, litla Baldur Steinar og alla hina sem farnir voru á undan þér, þú finnur ekki lengur til og það veitir mér huggun harmi gegn. Elsku besti pabbi minn, ég bið góðan Guð að blessa þig og varð- veita, þú átt allt það besta skilið í þessum heimi og hinum … Ég elska þig, ég sakna þín, ég græt, en ég veit að við hittumst aftur hinum megin – þangað til: Góða nótt, pabbi minn. Þín dóttir, Jóhanna Sigrún. Elsku Bjössi afi minn, hjarta mitt er brostið og sársaukinn er ólýsanlegur en ég verð að vera sterk fyrir þig því ég veit að þú vilt ekki að mér líði svona eins og mér líður. Ég veit að þú ert kominn „heim“ til Bæsa og foreldra þinna, og við hittumst síðan einhvern tímann aftur. Þegar ég sit hérna og skrifa til þín þá kemur svo margt upp í huga mér. Þú varst mér svo góður og alltaf til staðar. Þú passaðir upp á að mér liði vel og mér fannst ég svo náin þér. Þegar ég fór t.d. til Reykjavíkur þá hringdi ég alltaf í þig til að láta þig vita að ég væri komin á leið- arenda því þú vildir alltaf fylgjast með að allir væru komnir í örugga höfn. Þú kvartaðir aldrei, varst alltaf svo jákvæður og góður, hugsaðir um alla aðra og lést sjálfan þig sitja á hakanum. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið niður á Hólaveg til ykkar ömmu og spjallað við þig eða bara verið í ná- vist þinni. Ef ég hitti ykkur ömmu ekki í nokkra daga þá var ég farin að sakna ykkar, ég reyndi alltaf að hafa tíma fyrir ykkur og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa verið dugleg að nota tímann með þér. Ég er svo fegin að hafa verið hjá þér síðustu dagana, haldið í höndina á þér og getað sagt allt sem mig langaði að segja við þig. Fram á síðustu stundu vonaðist ég eftir lækningu og að þú myndir ná þér aftur. Ég var farin að sætta mig við þessa stöðu þegar ég sá hvað þú varst orðinn mikið veikur og að þetta stríð var búið. Ég elska þig, afi minn, og við hittumst aftur þegar ég kem „heim“. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Þín Þórdís Ósk. Okkur langar að minnast Bjössa afa með nokkrum orðum. Við förum reglulega norður á Sauðárkrók og alltaf er eftirvænt- ing að hitta vini og ættingja og ekki síst Bjössa afa. Það var alltaf gaman að koma á efri hæðina á Hólaveginum og finna hlýjuna og væntumþykjuna sem þú gafst frá þér. Sandra, Nína, Stefán og Jón Logi áttu góðar stundir með þér. Allir göngutúrarnir með þér og Bæsa, meðan hann var, og síðan bara með þér, afi. Þú varst alltaf glaður, kvartaðir aldrei og baðst aldrei um neitt. Stutt í gleðina og grínið og góðu ráðin. Svo stutt var í húmorinn að meira segja á föstu- daginn langa þegar hjúkrunar- konurnar á sjúkrahúsinu buðu þér upp á rakstur sagðir þú: „Nei, ég þarf ekkert svoleiðis vesen, læri- sveinarnir voru hvort eð er allir skeggjaðir.“ Þetta lýsti þér vel, þú vildir allt fyrir alla gera, þú settir sjálfan þig aldrei í forgang, vildir ekkert umstang fyrir þig sjálfan. Þú varst frábær afi. Við hjónin og stelpurnar erum innilega þakk- lát fyrir þá stund sem við áttum með þér sl. skírdag, fimm dögum áður en þú kvaddir veraldlegt líf og fórst til fundar við skapara þinn. Við erum þess fullviss að þar var þér vel tekið. Afi, þú varst ein- stakur maður, svona maður sem allir vilja vera, við eigum eftir að sakna þín sárt. Um leið og við biðjum góðan Guð að gefa Rúnu ömmu, börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni, segjum við að lokum: Takk fyrir allt, afi, takk fyrir allar góðu minningarnar. Margrét, Víðir, Sandra, Nína, Stefán og Jón Logi. Mig langar að segja nokkur orð um elskulegan afa Bjössa sem nú er fallinn frá. Við Ingi Þór kynnt- umst í ársbyrjun 2005 og því hef ég verið svo lánsöm að fá að um- gangast afa hans og ömmur í báð- ar ættir í nokkur ár. Ég hef oft sagt honum hvað hann sé heppinn að fá að ganga lífsins veg með þessu fólki. Bjössi og Rúna buðu okkur allt- af velkomin og við fundum inni- lega fyrir því hvað þeim þótti gam- an að fá okkur í heimsókn þegar við komum norður í Skagafjörð- inn. Iðulega settist Ingi niður með afa sínum og þeir ræddu um heima og geima á meðan við Rúna spjölluðum og skoðuðum handa- vinnu. Afi Bjössi var stórkostlegur maður. Hann var ekki bara dreng- ur góður heldur sá allra besti sem ég hef um ævi mína kynnst, þvílík fyrirmynd fyrir aðra. Hann sýndi mér alltaf kærleika og hlýju, sem og dóttur minni Rebekku Rós sem var einungis 4 ára þegar við Ingi Þór kynntumst. Mér er sérlega minnisstætt atvik frá árinu 2008 en þá gekk ég með Ingu Leu. Það var smá hálka úti og afi Bjössi vildi endilega fylgja mér út í bíl því hann hafði svo miklar áhyggjur af því að ég myndi detta í hálkunni. Ég studdi mig við hann út í bíl en hafði jafnvel enn meiri áhyggjur af því að hann myndi detta. Hann var sannkallaður herramaður. Afa Bjössa verður sárt saknað, það er alveg ljóst. En við sem eftir lifum munum heiðra minningu hans með því að sýna öðrum kær- leika og hlýju, vináttu og virðingu. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Fjóla Bjarnadóttir. Föðurbróðir minn, Björn Jóns- son rafmagnseftirlitsmaður, var ekki aðeins frændi – hann var vin- ur sem ég gat leitað til. Hann hafði alltaf tíma til að hjálpa og kenna litlum frænda á Sauðár- króki og veita fullorðnum manni góð ráð og leiðsögn. Ég kallaði föðurbróður minn aldrei annað en Bjössa frænda – aldrei Björn – og stundum aðeins frænda, líkt og ég ætti aðeins einn ættbróður. Foreldrar mínir og bróðir vissu alltaf við hvern var átt þegar ég talaði um frænda. Bjössi frændi var hógvær mað- ur og barst aldrei mikið á. Nægju- semi var dyggð í hans huga. Hann hugsaði lítt um sig sjálfan, hafði meiri áhuga á velferð annarra og lagði mikið á sig fyrir aðra. Bjössi var ekki æsingamaður en skap- laus var hann ekki. Frændi var tæplega meðalmaður á hæð og sumum þótti hann stundum frem- ur brothættur, en þar sannaðist hið fornkveðna að ekki er allt sem sýnist. Þegar móðir mín ákvað að flytjast suður til okkar bræðra, var Bjössi mættur til að taka þátt í flutningunum. Bera kassa og húsgögn. Þá var hann 84 ára og hljóp með kassa og húsgögn líkt og unglingur, en við bræður átt- um erfitt með að fylgja honum eftir – vorum móðir og másandi þegar frændi blés vart úr nös. Bjössi var gæfumaður í einka- lífinu. Hann gekk að eiga Guð- rúnu Andrésdóttur, Rúnu, árið 1951. Þau hefðu fagnað 50 ára brúðkaupsafmæli í júlí næstkom- andi. Enginn er í hjónabandi í hálfa öld, án þess að þar ríki gagn- kvæm virðing, ást og tillitssemi. Bjössi frændi og Rúna voru sam- rýmd hjón og eignuðust fimm börn. Öll, hvert með sínum hætti, hafa ekki aðeins verið frænd- systkini mín, heldur vinir. Guðný tók að sér að passa mig í æsku og það reyndi oft á hana. Nonni [Jón] kenndi mér að hjóla – plataði mig með því sleppa mér án þess að ég tæki eftir. Hann var sá sem kom mér til bjargar ef ein- hver leyfði sér að stríða mér eða gera eitthvað á minn hlut. Rúnar barði mig áfram í fólbolta og reyndi án mikils árangurs að gera mig að knattspyrnumanni – að sama baráttumanni á vellinum og hann var sjálfur. Jóhanna var allt- af til í að sinna mér og spilla. Guð- björg naut þeirrar gæfu að vera yngri en ég og þurfti því ekki að hafa sömu áhyggjur af frændan- um og eldri systkini hennar. Fyrir nokkrum vikum áttum við Bjössi frændi langt samtal. Við frændur sátum saman og ræddum um fyrri tíma. Þá hélt ég að okkur myndi auðnast að eiga enn lengri samtöl um söguna sem ég þekki ekki nægjanlega vel. En það var dregið af Bjössa. Daginn áður en hann kvaddi, átti ég nána stund með honum á sjúkrabeðin- um. Þó hann væri þrotinn að kröftum og saddur lífdaga kom það ekki í veg fyrir að frændi hvíslaði að mér hollráði sem hann ætlaðist til að ég færi eftir. Allt fram í andlátið hugsaði frændi meira um aðra en eigin hag. Að leiðarlokum vil ég færa mínum góða frænda fátæklegar þakkir. Við Gréta sendum Rúnu, frændum og frænkum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Björn Jónsson – Bjössi fændi – skildi okkur eftir ríkari og fyrir það verður seint þakkað. Megi guð blessa minningu einstaks manns. Óli Björn Kárason. Ef mér þykir vænt um ein- hvern get ég ekki skrifað minn- ingargrein, til þess eru orðin of Björn Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn, ég var heppin að eiga þig sem afa. Þú gafst mér oft ís og varst góður afi. Ég sakna þín. Þinn Kristófer Rúnar. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGELLA ÞÓRÐARDÓTTIR, Sóleyjargötu 10, Akranesi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 5. maí. Margrét Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónasson, Ármann Ármannsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Þóra Emilía Ármannsdóttir, Ásmundur Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÖGMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 5. maí. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Ögmundur Gunnarsson, Rannveig Stefánsdóttir, Gunnar Freyr Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT BENEDIKTSDÓTTIR, áður til heimilis að Árvegi 2, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 30. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands eða Ljósheima, Selfossi. Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Guðmundur Eiríksson, Benedikt Eiríksson, Helga Haraldsdóttir, Ingvar Daníel Eiríksson, Eygló Gunnarsdóttir, Óli Jörundsson, Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, Bjarni Einarsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR frá Ísafirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu- daginn 9. maí kl. 13.00. Sigríður Þórðardóttir, Pétur Konráð Hlöðversson, Þorbjörg Auður Þórðardóttir, Viðar Bragi Þórðarson, Ragnheiður Bára Þórðardóttir, Timó Jensen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.