Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 óljós, fá og kraftlítil. Þess vegna skrifa ég bara um sjálfan mig, þannig eru flest þessi skrif. Sá sem kveður tekur helminginn af okkar samveru með sér og þegar Björn Jónsson fór varð fátækt mín átakanleg. Margan greiða gerði ég Birni. Vel man ég þegar bannað var með lögum að reykja á opinberum skrifstofum. Þá hætti ég að reykja á Sjúkrasamlagsskrifstof- unni. Ef ég get komist hjá því brýt ég ekki lög þegar aðrir sjá til. Nei, aldeilis ekki, þetta leysti ég á þann máta að fara inn til Björns og sagði við hann: Á ég ekki að reykja fyrir þig eina pípu, Bjössi minn? Alltaf varð hann jafn glað- ur vegna þessarar greiðasemi. Það var eðlilegt, því hann hafði ekki reykt í tuttugu ár. Svona hef ég oft með smá hugulsemi glatt vini mína. Hann lærði líka margt á samveru okkar. Við vorum að veiða í Blöndu, en ekkert að hafa og ég var svo klók- ur að skilja að allur fiskur var kominn ofar í ána og best væri að sækja hann þangað. Eitthvað greindi okkur á um leiðina, en ég réði, ég var bílstjórinn og það augljóst mál að til þess að komast ofar í Blöndu færum við auðvitað upp Blöndudal, það væri það eina rétta. En þegar við vorum komnir þar á vegarenda sagði bóndinn á Bollastöðum okkur að það ætti að fara upp Svartárdalinn. Það var svo sem eftir öðru þarna í Húna- vatnssýslu. Síðan keyrði ég mold- artroðninga sautján kílómetra inn á heiði, þá rak hann augun í að bensínmælirinn sýndi núll. Ég varð að taka á honum stóra mín- um til að róa hann og telja hann á að ganga ekki til byggða. Þrátt fyrir allt er bílstjóri með lága greindarvísitölu skárri fé- lagsskapur en mófuglarnir. Enda komumst við heilu og höldnu á næstu bensínstöð. Á þessum árum þekkti hann persónulega alla rafmagnsmæla á Sauðárkróki, en þarna kenndi ég honum að skilja rússneska bens- ínmæla. Aldrei þótti mér hann full- þakka það þegar hann lá á spít- alanum og mátti ekki borða neinn mat, fékk aðeins næringu í æð, eins og það er nú lystugt. Þá færði ég honum uppeftir heila kexköku. Ég get sagt frá því núna, þó mér á þeirri stundu sárnaði dálítið og það er alveg satt, að hann skellihló að mér. En söm var mín gerð. Margar aðrar sögur gæti ég sagt af greiðasemi minni, en hér endar það. Hans nánustu eiga alla mína samúð. Nú verður erfið ferð um fornar slóðir, fjarskalega var þó gaman á stundum. Ýmislegt brallað var þá á vinafundum, víst eru núna margir daprir og hljóðir. Í mörgum veiðitúrum við frelsi fundum, fengurinn rýr, en dagarnir voru góðir. Það sækir að mér klökkvi við kulnaðar glóðir, en kátir vorum og smáum hlutum við undum. Farðu nú vel og víst skal engu gleymt, vinar í stað samt margir núna sakna. Seinna við munum sama koma veg. Þangað til verður gull í sjóði geymt, grisjast í drengjahópi, taumar rakna. Mín fátækt semsagt orðin átakanleg. Hilmir Jóhannesson.  Fleiri minningargreinar um Björn Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Anna Vilbergs-dóttir fæddist á Hvalnesi við Stöðvarfjörð 8. apríl 1928. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 30. apríl 2011. Foreldrar henn- ar voru Ragnheið- ur Þorgrímsdóttir f. 19.2. 1884 á Víð- inesi á Fossárdal, d. 26.9. 1968 og Vilbergur Magnússon f. 31.7. 1881 á Eyj- ólfsstöðum á Fossárdal, d. 26.12. 1956. Anna giftist 23.11. 1946 Stefáni Inga Stefánssyni frá Skálavík, f. 28.3. 1921, d. 14.6. 1978. Hans foreldrar voru Ingigerður Guðmundsdóttir f. 29.10. 1888 á Hálsi í Kjós, d. 28.2. 1946 og Stefán Pétursson f. 14.5. 1885 í Skálavík, Fá- skrúðsfirði, d. 16.7. 1921. Börn þeirra eru: Vilbergur f. 8.11. 1948, kona 1. Hafdís Magn- úsdóttir f. 11.2. 1953. Þau slitu samvistir. Kona 2. Bryndís Þórhalls- dóttir. 2. Jóhann Kristinn f. 10.4. 1951. Hans kona Erna Sigurbjörg Óskarsdóttir f. 16.11. 1952. 3. Andrés Júlíus f. 18.3. 1973, kona hans er Lamduan Kham- sutsaeng f. 26.8. 1967. Barna- börn Stefáns og Önnu eru átta talsins og barnabarnabörnin eru tíu. Anna verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 7. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Það er vor í lofti á Stöðvarfirði. Krókusar og laukar eru farnir að blómstra og allur gróður að lifna við. Litla þorpið kúrir undir tign- arlegum Steðja og Sauðaból- stindi sem speglast í rennislétt- um firðinum. Trillur tínast út fjörðinn og stelkurinn hugar að hreiðurgerð í vegkantinum. Á þessum árstíma sem allir njóta kvaddi tengdamóðir mín Anna Kristín Vilbergsdóttir þennan heim. Hún var þreytt. Síðasta árið hafði verið erfitt og hún var hvíldinni fegin. Við Anna Villa, eins og hún var gjarnan kölluð, vorum búnar að þekkjast lengi og eftir að ég og Vilbergur sonur hennar rugluð- um saman reytum urðu kynnin nánari. Af mörgum minningum henni tengdum eru ofarlega í huga mér magnaðar jólaveislur sem hún hélt á Þrastarhólsbúinu á jóladag ár hvert meðan heilsan leyfði. Þá var öllu tjaldað sem til var. Borð svignuðu undan krásum og eftir matinn var stiginn dans í stofunni á Þrastarhóli svo gólf svignuðu. Anna bjó alla tíð á Stöðvarfirði og þar átti hún sínar stærstu gleði- og sorgarstundir. Hún eignaðist strákana sína þrjá, missti manninn fyrir aldur fram. Horfði á barnabörnin vaxa og dafna. Var með fullt hús af sum- arkrökkum ár eftir ár því öll vildu þau koma aftur og aftur. Hún tók á móti bílförmum af gestum því konan var gestrisin með afbrigðum. Sat við sauma og prjóna dag- ana langa og skemmti sér af lífi og sál með „Félagi Ellismella“. En nú er komið að leiðarlok- um. Tími til að sleppa handtak- inu. Trillurnar sigla inn fjörðinn í kvöld og stelkurinn hefur trúlega lokið hreiðurgerð í vegkantinum. Takk fyrir mig, Anna mín Villadóttir. Bryndís Þórhallsdóttir. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Klukkurnar hennar Önnu frænku hafa hringt í hinsta sinn og hún farin í húsið sem eilíft er. Það er með þakklæti, væntum- þykju og söknuði sem við kveðj- um kæra móðursystur og munum við sakna þess að fara ekki oftar í systraferð til hennar. Að fara á Stöðvarfjörð til Önnu frænku var hluti af því að finna rætur móðurfólks okkar. Alltaf komum við heim með sól í sinni eftir þær heimsóknir því Anna tók ávallt fagnandi á móti okkur. Við fengum að upplifa þá góðu vináttu og þann kærleika sem var milli þeirra hjóna Önnu og Stebba og foreldra okkar. Ekki fór Anna varhluta af veikindum og mótlæti í lífinu. En hún tók því af einstöku æðru- leysi. Hún var söngelsk og lífs- glöð, hafði gaman af því að klæða sig upp á og var glæsileg þegar hún var komin í íslenska búning- inn. Kæri Vilbergur, Jóhann, Andrés og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig sendum við innilegar samúðarkveðjur til Þórarins og Fanneyjar. Erla, Álfheiður og Sigurbjörg Reyðarfirði. Kær vinkona hefur fengið hvíldina. Ég ímynda mér að hún hafi ekki endilega verið ósátt við það enda búin að glíma við heilsu- leysi. Stundum er hvíldin líkn. Anna Vilbergs hefur verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi frá því að ég kom í heiminn, í bók- staflegri merkingu. Hún sagði mér ótal sinnum frá deginum sem ég fæddist og hvernig það kom til að hún var kölluð til aðstoðar. Í þá daga voru menn ekki að stressa sig neitt á hversdeginum og kom Anna daglega í Sólvang til að aðstoða nýbakaða foreldr- ana fyrstu tvær vikurnar eftir að barnið kom í heiminn, nokkuð á undan áætlun á aðventunni. Þær mamma nutu þess að snúast um litla barnið og systkinin tvö, spila á gítarinn, syngja saman skemmtileg lög, baka og stússa. Ég hef oft brosað út í annað við þessar lýsingar enda sennilega nokkuð fjarri raunveruleika flestra sængurkvenna í dag. Allt þar til pabbi veiktist og til- veran í Heiðmörkinni fór á hvolf, þá borðaði Anna gjarnan með foreldrum mínum á afmælisdegi mínum, þrátt fyrir að afmælis- barnið sjálft byggi í höfuðborg- inni. Hringdu þau þá gjarnan saman í mig til að samfagna og rifja upp upphafið á lífi mínu. „Ég á nú töluvert í þér, gæskan,“ sagði hún oft. Ekki leið sá afmælisdagur að ég fengi ekki sendingu frá Önnu minni, þvert yfir landið. Fallegt kort með hlýjum orðum sem oft fylgdu listilega handunnum dúk- um eða öðru handverki eftir hana. Kvittað undir með orðun- um: Þín vina, Anna Vilbergs. Við hittumst ekki oft síðustu árin en fylgdumst þeim mun bet- ur hvor með annarri í gegnum regluleg símtöl hennar og mömmu. Stuðningur hennar við mömmu í gegnum erfiðleika und- anfarinna ára var okkur mikils virði og símtölin hennar bæði gef- andi og huggandi. Slíkt verður ekki metið til fulls. Nú kveð ég vinuna mína með þakklæti í huga fyrir langa sam- leið og tryggan vinskap. Við fjölskyldan sendum að- standendum öllum dýpstu sam- úðarkveðjur. Biðjum Guð að blessa minningu Önnu Vilbergs- dóttur og veita syrgjendum styrk á erfiðum stundum. Halla Kjartansdóttir og fjölskylda. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku vina. Þetta kvæði segir allt um okkar vináttu í meira en hálfa öld, sem aldrei bar skugga á. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Guð fylgi þér og gefi fjölskyld- unni styrk. Jóna, Kjartan og fjölskylda. „Það var fígúra að finna upp á því,“ sagði Anna mín fyrir nokkr- um árum þegar við vorum að ræða saman um eitthvað. Mér fannst þetta svo merkilegt að ég hef aldrei gleymt því. Svona hafði ég aldrei heyrt tekið til orða. En ég átti eftir að kynnast því að Anna Vilbergs notaði mörg orð og allskyns setningar sem ég hafði aldrei heyrt áður. Enda fannst mér hún tala fallegra mál en kannski gengur og gerist. Bæði var að það örlaði á flá- mælsku þegar hún talaði og svo hafði hún svo skemmtilegan orðaforða. Anna á Þrastarhóli var ein af æskuvinkonum móður minnar austan af fjörðum. Og reyndar held ég þær hafi litið á sig sem einskonar uppeldissystur. Það var ætíð mjög kært með þeim stöllum þó þær byggju öll fullorð- insár sín hvor á sínu landshorn- inu. Og mikið var glatt á hjalla þegar þær hittust. Þá rifjuðu þær gjarnan upp gamla daga á Breið- dalsvík og Stöðvarfirði og ég veit að móður minni þótti afar vænt um þessar stundir. Anna tók líka miklu ástfóstri við okkur systk- inin og við áttum öll skjól á Þrast- arhóli hvenær sem við vildum. Anna var mér og syni mínum sérlega góð þann tíma sem ég bjó á Stöðvarfirði. Oft bauð hún okk- ur í mat, oftast fiskibollur sem hún vissi að voru uppáhaldsmat- ur sonar míns, og auðvitað fannst henni við aldrei borða nóg. Það var gott að sitja hjá Önnu og spjalla við hana. Hún hafði sér- staka ánægju af því að rifja upp liðna daga og ósjaldan barst hann Stebbi, stóra ástin í lífi hennar, í tal. En auðvitað áttu börnin hennar og barnabörnin hug hennar allan og alltaf vildi hún fá að fylgjast með hvernig honum „Stebba litla“ gengi í skólanum þegar við hittumst. Við leiðarlok þakka ég elsku- legri vinu minni alla ræktarsem- ina við okkur fjölskylduna fyrr og síðar og kveð hana með litlu er- indi sem fóstursystir hennar, Að- albjörg Magnúsdóttir, samdi við andlát móður minnar: Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund. Nú breiðist yfir undurfljótt Guðs ást og friður – sofðu rótt. Aðalheiður Birgisdóttir og fjölskylda. Nú skilur leiðir við góða konu og hugurinn leitar til baka um all- ar þær góðu minningar sem ég á um hana Önnu Villa eins og hún var svo oft kölluð. Anna var okk- ur systkinunum kær og var alltaf eins og amma okkar. Hún kom oft og iðulega labbandi inn Borg- argerðið til okkar og þó svo að mamma eða pabbi væru ekki heima þá kom hún samt inn í kaffi. Það var svo gott að vita af henni við hinn endann á götunni okkar því við gátum alltaf leitað þangað, fengið kalda mjólk og eitthvað gott með. Það var ekki hægt að segja nei við svona góða konu sem Anna var. Ég sentist oft fyrir hana um þorpið og það var alltaf jafn gott að koma til baka því þá biðu manns oftar en ekki nýsteiktir partar sem enginn annar gat gert jafn vel og Anna. En í eitt skiptið beið mín nokkuð annað. Ég hef aldrei verið hrifin af þeim ís- lenska sið að taka slátur og þegar það var tekið heima hjá mér fékk ég yfirleitt annað hlutverk. En einn daginn bað Anna mig um að skjótast niður í búð og kaupa allt til sláturgerðarinnar sem ég gerði og var alveg sjálfsagt. Þeg- ar ég kom svo til baka beið mín annað en partarnir, þá bað Anna mig nefnilega um að hjálpa sér við sláturgerðina. Það var pínu tregablandið jáið en ekki kom þó til greina að segja nei. Slátur- gerðin gekk svo ágætlega en það vildi ekki betur til en að mamma þurfti endilega að kíkja í heim- sókn og sjá mig með hendurnar á kafi í blóðbaðinu. Oft höfum við hlegið saman að þessu síðan. Anna dundaði við ýmislegt í höndunum og var dugleg að prjóna og sauma út. Ég á henni að þakka að fermingarsængur- verið mitt var tilbúið á réttum tíma og í seinni tíð hefur hún ver- ið iðin við að prjóna fallegar flík- ur handa börnum okkar systkin- anna. Elsku Anna mín. Minning þín mun lifa með mér. Ég kveð þig með þessum orð- um og þakka þér fyrir allt og allt. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Ingunn Berglind. Anna Kristín Vilbergsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: utfararstofaarnes@eyjar.is Þjónusta allan sólarhringinn Sunnlenskar kistur og krossar Hagstætt verð • Sjá likkistur.is ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KETILSDÓTTIR, Hjallalundi 15b, Akureyri, lést á heimili dóttur sinnar miðvikudaginn 4. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Hólm Freysson, Halla Sigurþórsdóttir, Þórhildur Freysdóttir, Ketill Hólm Freysson, Elín Una Friðfinnsdóttir, Gestur Valdimar Hólm Freysson, Björk Viðarsdóttir, Birkir Hólm Finndal Freysson, Kristín Pálsdóttir, Borghildur Freysdóttir, Árni Arnsteinsson, Hólmfríður Freysdóttir, Máni Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, pabbi, sonur og bróðir, DR. ERLENDUR ÁSGEIR JÚLÍUSSON, til heimilis að Studiegången 13, Gautaborg, Svíþjóð, varð bráðkvaddur í London þriðjudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00. Guðrún Stephensen, Jökull Ásgeirsson, Júlíus Sigurðsson, Jóhanna Ellý Sigurðardóttir, Hildur Júlíusdóttir, Júlíus Þór Júlíusson, Íris Guðrún Ragnarsdóttir, Davíð Júlíusson, Kristín Inga Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.