Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 07.05.2011, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 ✝ GuðmundurJónsson fædd- ist í Þverspyrnu í Hrunamanna- hreppi 16. nóv- ember 1927. Hann lést á Landspít- alanum 29. apríl 2011. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundur Jónsson, f. 1888 í Þverspyrnu, d. 1965 og Guðlaug Eiríksdóttir, f. 1895 í Hraunbæ í Álftaveri, en flutti í bernsku með foreldrum og systkinum að Berghyl í Hrunamannahreppi, d. 1988. Jón Guðmundur og Guðlaug í Þverspyrnu eignuðust 12 börn, en tvö þeirra létust í frum- bernsku. Guðmundur var sá fimmti sem komst á legg, en hin eru í aldursröð: 1) Eiríkur, f. 1920, d. 2005. 2) Sigurjón, f. 1921, d. 2010. 3) Sigríður, f. 1923, d. 2002. 4) Kristinn, f. 1926, d. 2005. 5) Sigrún, f. 1929. 6) Guðrún, f. 1933. 7) Stefán, f. 1934. 8) Ásta, f. 1936. 9) Valgeir, f. 1939. Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- rúnu Kristbjörnsdóttur frá Birnustöðum á Skeiðum, 1.12. 1962. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Hafliðason frá Birnu- 1967, búsett í Vogum á Vatns- leysuströnd ásamt eiginmanni sínum Gísla Sigurðssyni. Þeirra börn eru a) Sif, f. 28.12. 1995, d. 29.1. 1996, b) Sindri Benedikt og c) Helena 5) Jón Guðmundur, f. 1969, búsettur í Reykjavík ásamt konu sinni Kristínu Guð- mundsdóttur. 6) Ágúst, f. 1971, búsettur í Brautarholti á Skeið- um ásamt eiginkonu sinni Jó- hönnu Valgeirsdóttur. Þau eiga þrjú börn, a) Guðmund Heiðar, b) Margréti Ingu og c) Valgeir Örn. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum í Þverspyrnu og lærði þar til allra almennra verka karlmanna í sveit. Hann hóf ungur störf við smíðar út um sveitir og stundaði þá vinnu lengst af. Átti þátt í reisa fjölda íbúðar- og útihúsa um ævina. Þegar Guðmundur og Sigrún höfðu gengið í hjónaband flutt- ust þau að Birnustöðum á Skeið- um þar sem hann átti heimili til dánardægurs. Guðmundur var alltaf með lítilsháttar fjárbúskap á Birnustöðum meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann var alla tíð mikill söngmaður og byrjaði um 18 ára aldur í Hreppakórnum og söng í honum meðan hann starf- aði. Síðar gekk hann í Flúðakór- inn og kirkjukór Hrunakirkju. Þegar hann flutti á Skeiðin, söng hann með kirkjukór Ólafs- vallakirkju til margra ára. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Skálholtskirkju í dag, 7. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. stöðum, f. 1881, d. 1968 og Valgerður Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti, f. 1892, d. 1957. Guð- mundur og Sigrún eiga 6 börn sem í aldursröð eru þessi: 1) Valgerður, f. 1960, búsett í Þor- lákshöfn. Hennar maður er Þórarinn Óskarsson. Börn þeirra: a) Sigrún Birna sem bú- sett er á Selfossi og gift Hreiðari Jónssyni. Þau eiga synina: Alex- ander Frey, Jón Þórarin og Halldór Inga. 2) Guðlaug, f. 1961, búsett í Vík í Mýrdal. Eig- inmaður hennar er Haraldur M. Kristjánsson. Synir þeirra eru: a) Árni Már sem búsettur er í Kaupmannahöfn ásamt konu sinni Hrafnhildi Hlín Hjartar- dóttur. b) Birgir sem búsettur er í Reykjavík ásamt konu sinni Sigríði Sunnu Hannesdóttur. Hennar dóttir er Anna Karen Guðjónsdóttir. c) Guðmundur Kristinn, búsettur í Reykjavík. 3) Kristbjörn, f. 1964, búsettur á Selfossi ásamt konu sinni Sig- rúnu Magnúsdóttur. Börn henn- ar eru: a) Ragnheiður I., b) Guð- laug H. og c) Magnea R. Sigurgeirsdætur. 4) Jóna, f. Ég reyni stundum að ímynda mér hvernig ég hefði brugðist við. Nýbúinn að senda dóttur mína í menntaskóla, eina af augasteinunum, 15 ára gamla og ári á undan bekkjarfélögunum í skóla, þegar þunnhærður 19 ára sláni, varla farinn að raka sig og að drepast úr taugaveiklun, birtist allt í einu inni í forstofu hjá mér sem verðandi manns- efni dömunnar. Ég veit að ég hefði „snappað“ á stundinni eins og unga fólkið segir og dreng- urinn hefði þurft kjark í meira lagi til að nálgast fjölskylduó- ðalið eftir það. Nú eru liðin tæp 35 ár síðan Guðmundur tengda- faðir minn á Birnustöðum upp- lifði þetta og mikið þakka ég Guði mínum fyrir að hann var ekki eins skapi farinn og ég. Raunar er það svo, að fyrir utan foreldra mína á ég fáum eins mikið að þakka og tengda- foreldrum mínum á Birnustöð- um. Allt frá árinu 1976 hef ég átt þess kost að umgangast og kynnast Guðmundi og eftir því sem árunum hefur fjölgað lærði ég betur og betur hve góðan vin ég hafði eignast og hve mörgum kostum hann var búinn. Þau eru svo mörg skemmtilegu minn- ingabrotin sem leita á hugann nú við leiðarlok, að erfitt er að velja. Dýrmætast þykir mér þó að drengirnir okkar Gullu skyldu eiga þess kost að um- gangast afa sinn og læra af hon- um æðruleysi gagnvart öllu því flókna sem að höndum getur borið í lífinu. Það er hollt vega- nesti ungu fólki. Guðmundur hafði jafnan skoðun á því sem við bar í lífinu. Hann var þó ekki þeirrar gerð- ar að standa oft upp á fundum eða mannamótum til að tjá skoðun sína. Það óð samt eng- inn yfir hann. Fáa þekkti ég fastari fyrir ef því var að skipta. Ég hygg að stundum hafi hann jafnvel verið þrjóskari en allt sem þrjóskt er. Það var ekki laust við að hann hefði stundum svolítið gaman af að hafa aðra skoðun en hinir, eins og til að kanna viðbrögðin. Gat verið stríðinn og stundum svolítill púki í sér, en það var samt alltaf í góðu. Hann fylgdist vel með fréttum og var vel inni í málum sveitar sinnar og þjóðar allt til síðasta dags. Hann var minn- ugur og gat lýst fyrir manni landslagi og staðháttum þar sem hann hafði komið, þannig að það var stundum eins og maður væri á staðnum. Hann var ótrúlega natinn og góður við kindurnar sínar. Þeg- ar sauðburður stóð yfir var bók- staflega allt reynt til að koma ungviðinu til ef það fæddist eitt- hvað heilsulítið. Það var t.d. dásamlegt þegar hann smíðaði fyrir nokkrum árum göngu- grind fyrir lambhrút sem hafði fæðst eitthvað veikur í fótunum. Hann fór gjarnan sínar eigin leiðir í búskapnum, nýtnin með miklum fágætum og hlutirnir voru mikið bilaðir ef ekki mátti tjasla þeim saman á háloftinu, stundum með aðstoð bagga- banda sem voru gjörnýtt á Birnustöðum. Guðmundur var einstakur við börn alla tíð. Þau voru fá sem hann náði ekki til sín með róleg- heitum og söng. Hann var ein- staklega þolinmóður og kær- leiksríkur afi og langafi. Hann lét sér annt um velferð afkom- enda sinna allra og fylgdist vel með því sem þeir voru að gera, allt til hinstu stundar. Guð blessi minningu míns góða vin- ar. Haraldur M. Kristjánsson. Elsku afi kvaddi snögglega þann 29. apríl síðastliðinn og við bræðurnir viljum hér minnast hans með nokkrum orðum. Þegar við vorum ungir peyj- ar, eyddum við oft miklum tíma hjá afa og ömmu á Birnustöð- um. Okkur fannst mjög gaman í sveitinni og þar var margt brall- að. Afi var afskaplega hlýr og góður karl. Hann átti alltaf nokkrar kindur og okkur fannst mjög gaman að fara með honum út í fjárhús að hjálpa til við bú- störfin. Það var einnig ákaflega vinsælt, þegar snjóað hafði og við gátum rennt okkur á heima- gerðu sleðunum sem til voru á Birnustöðum. Afi var framúr- skarandi handlaginn og þurfti stundum að lappa upp á sleðana fyrir okkur, svo við gætum haldið áfram að leika í brekk- unum. Aldrei taldi hann eftir sér að gera okkur slíkan greiða. Afi var mikill söngmaður og við munum sérstaklega vel eftir því, þegar við vorum minni, að við lágum oft hjá honum inni í stofu eftir hádegismat. Hann söng þá oft fyrir okkur og það gat verið þægilegt að fá sér stuttan lúr á maganum á honum á meðan. Afi var alltaf mikill karakter og ákaflega duglegur maður sem lét ekki margt stoppa sig. Hann var alltaf eitthvað að sýsla og lét nýjustu tækni ekki alltaf trufla sig. Sem dæmi má nefna að lengi sló hann garðinn með orfi og ljá og setti í heysát- ur upp á gamla mátann, þó allir aðrir væru búnir að fá sér sláttuvélar. Við minnumst afa sem var okkur alltaf góður og við eigum eftir að sakna sárt. Bernsku- minningarnar sem við eigum um hann sitja sterkar í hug- anum og þær munu hlýja okkur um hjartarætur um aldur og ævi. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja ömmu í henn- ar sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Árni Már, Birgir og Guðmundur Kristinn Haraldssynir. Guðmundur Jónsson ✝ Jenný Jóhann-esdóttir fædd- ist 17. mars 1916. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Hvammstanga 29. apríl 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Árnason f. 28. ágúst 1882, d. 30. september 1955 og Elín Rósa Bjarna- dóttir f. 9. júní 1895, d. 26. júlí 1972. Systkini Jennýjar voru Snorri f. 19. apríl 1917, d. 12. apríl 2005, maki hans var Tryggva Margrét Eggertsdóttir f. 26. júní 1932, d. 25. nóvember 2009 og Bjarni f. 1. október 1923, d. 15. júní 2001. Jenný fæddist á Stöpum á Vatnsnesi en flutt- ist með foreldrum sínum að Egils- stöðum þegar hún var á fyrsta ári. Þar bjó hún þar til þau Bjarni fluttu til Hvammstanga 1983. Jenný lærði fatasaum og vann við það í mörg ár jafnframt bústörfunum. Útför Jennýjar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 7. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku besta Jenný, takk. Takk fyrir hvað þú hugsaðir vel um mig strax frá fyrsta degi sem ég kom til ykkar ömmu og Bjarna, sex ára gömul. Um- hyggja þín fyrir þessu ungviði, sem þú fékkst allt í einu upp í hendurnar, skipti sköpum fyrir mig. Líklega má segja að ég hafi næstum átt tvær mömmur, svipað og ég átti þrjár ömmur, eða ef til vill enn frekar. Minningarnar eru margar. Við heyskapinn, í fjósinu, í garð- inum bak við bæinn og ekki síst við spil inni í stofu. Líka í út- reiðunum inn dalinn eins og þegar gjörðin fór undan hnakknum og hann rann undan mér á stökkinu, við vorum á heimleið. Ég hélst augnablik á baki og reyndi að halda í faxið, en rann síðan sjálf af baki. Þú varst rétt fyrir aftan og sást hvernig hesturinn snarstansaði og ég lá milli fóta hans. Það var örugglega annaðhvort Sóti eða Rauður. Að ykkar sögn hugsuðu mörg dýranna líka um þetta nýja fyrirbæri sem var komið þarna, sem ungviði sem þyrfti að gæta að og vera vakandi gagnvart. Stundum seinna, ekki síst í nýræktinni framfrá þegar ég var farin að eldast, spjöll- uðum við næstum sem jafningj- ar, þú komst fram við mig af það mikilli virðingu og barst það mikla hlýju til mín. Túnið, móarnir, bærinn með eldhúsinu, stofunni og herberg- inu fyrir innan með fótstignu saumavélinni þinni, verður allt ætíð sterkt í minningunni. Þú saumaðir föt listavel, því gerði jafnvel barnið sér grein fyrir. Verst þótti mér að ég gat aldrei sagt þér hvernig konurnar í Reykjavík klæddu sig, ég gleymdi alltaf að taka eftir því fyrir þig. En þú fylgdist vel með öllu, það kom ekki síst fram þegar ég heimsótti ykkur seinna á Egilsstöðum með mína eigin fjölskyldu, því það var hægt að ræða við þig um allt sem var á döfinni og þú hafðir myndað þér skoðanir um flestallt. Síðast sá ég þig fyrir tveimur árum stuttu eftir að mamma dó. Við náðum einhverju sambandi, ekki miklu, en það var samt gott að sjá þig og ég held að það hafi verið gagnkvæmt. Í lok mars nú í ár mundi ég skyndi- lega eftir að mamma hafði oft hringt í þig á afmælisdaginn þinn, ég fletti honum upp en þá var hann nýliðinn. Barnið gerði sér grein fyrir ýmsu, en sá skilningur og sú tillitssemi og væntumþykja sem þú sýndir mér, er og verður mér ómet- anlegt og hefur fylgt mér og mun fylgja mér alla tíð. Ég vil kveðja þig með hinum fleygu orðum líbansk-ameríska skáldsins Gibrans: „Þegar jörð- in krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Megi það vera hlutskipti þitt. Kristín Hildur Sætran. Jenný Jóhannesdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, KRISTJANA ÓSK KRISTINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 30. apríl. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 11. maí kl. 13.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barna- barna, börn hinnar látnu. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, BENEDIKTA ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. maí. Kristján Sæmundsson, Vigdís Aðalsteinsdóttir, Sverrir Sæmundsson, Erna Vilbergsdóttir, Sigríður D. Sæmundsdóttir, Jón Örn Marinósson, Viktor Smári Sæmundsson, Ingibjörg Hafstað. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER Ó. JÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 23. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásta Edda Jónsdóttir, Hinrik Greipsson, Helga Þórsdóttir, Jón Óskar Hinriksson, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Guðfinna Hinriksdóttir, Árni Geir Magnússon, Bjarki Már Hinriksson, María Jóhannsdóttir, Hinrik Örn Hinriksson og langömmubörn. ✝ Systir okkar, ÞÓRA ÁSMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 51, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 28. apríl. Útför hennar verður frá Vídalínskirkju, Garðabæ, fimmtudaginn 12. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Áslaug Ásmundsdóttir, Magnús Ásmundsson, Tryggvi Ásmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR JÓNSSON, Ásabraut 4, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi fimmtudaginn 5. maí. Helga Jóna Sveinsdóttir, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Jóhann O. Pétursson, Jón Óskar Ásmundsson, Guðrún Margrét Halldórsdóttir, Svanhvít Ásmundsdóttir, Þór Magnússon, Einar Aðalsteinsson, Suzanne T. Adalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, SVAVA ENGILBERTSDÓTTIR, Grænugötu 2, Akureyri, er látin. Útför hennar verður auglýst síðar. Gunnar Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.