Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.09.1958, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 20.09.1958, Qupperneq 1
1G. tölublað. (fLy Laugardagurinn 20. sept. 1958. 31. árg. Bœjarmálafrettir — I STUTTU M Á LI — Blaðið getur hér á eftir — í stuttu máli — nokkurra mála, er legið hafa fyrir bæjarstjórn og Theódóra Pálsdóttir Ardaí Minningarorð undirnefndum hennar nú undan- farið. Sjúkrahúsið. 22. ágúst s.l. hélt byggingar- nefnd Sjúkrahússins fund um tillöguuppdrátt eftir Sigurjón Sveinsson, arkitekt, af fyrirhug- aðri sjúkrahússbyggingu í Siglu- firði. Bæjarstjórn ræddi málið á fundi 5. september. Voru þessir tillöguuppdrættir samb. og var bæjarstjóra falið að sækja um fjárfestingarheimild til byrjunar- framkvæmda. Hún lézt á Ldansspítalanum í Reylcjavík 9. sept. s.l. Hafði hún kennt nokkurrar vanheilsu hin síðari ár, en hafði þó fótavist þar til siðastl. vetur, að hún dvaldi um tíma í Sjúkrahúsinu hér í bæ. — Létti þá vanheilsu hennar í bili og hvarf hún þá af sjúkrahúsinu. En bráðlega vildi sækja að því sama. Fór hún þá til Rvíkur og lagðist inn á Landsspítalann í þeirri von, að hún fengi bót á vanheilsu sinni. En sú von brást, og smátt og smátt jukust þrautir og þungi sjúkdómsins, þar til 9. sept., að liún var kvödd héðan yfir á land lifenda. Þar hvarf af sjónarsviö- inu merk kona og mætur borgari Siglufjarðarbæjar um langt skeið. Frú Theódóra var dóttir hins þjóðkunna ljóðskálds og söngva- svans okkar Norðlendinga Páls J. Árdal og konu hans, Álfheiðar Eyjólfsdóttur. Var Páll, svo sem kunnugt er, af ágætum eyfirzkum ættum. Páll, afi Páls Árdal, var giftur Rannveigu Davíðsdóttur, systur Sigríðar ömmu Jóns Magn- ússonar fyrrv. forsætisráðherra, en Davíð faðir þeirra systra var móðurbróðir Jónasar Hallgríms- sonar. Álfheiður kona Árdals var ættuð af Fljótsdalsheiði. Bjuggu foreldrar hennar Þorgerður Jóns- dóttir og Eyjólfur Magnússon á Hamborg í Fljótsdal. Voru það merkishjón af góðum og greind- um bændaættum þar eystra. Þó fljótt sé hér yfir sögu farið, má þó merkja, að frú Theódóra var af stórmerkum ættum komin, sem settu sinn svip á íslenzkt sveitalíf og tóku merkan og ógleymanlegan þátt í íslenzku þjóðlífi í sinni tíð. Frú Theódóra var fædd á Akur- eyri 15. okt. 1885. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum þar, og naut ágætrar kennslu föður síns, og var sú leiðsögn henni gott vega- nesti út i lífið. Ung að árum giftist frú Theó- dóra Magnúsi Franklín verzlunar- manni og eignuðust þau einn son, Karl að nafni, er dó í æsku. Eftir fárra ára sambúð, slitu þau sam- ivistum. Árið 1913 fluttist frú Theódóra til jgigluf jarðar. Hér kynntist hún ungum og glæsilegum manni, Guðmundi Hafliðasyni kaupmanni og síðar hafnarstjóra. Sama ár gengu þau í hjónaband og stofn- uðu hér heimili. Heimili ungu hjónanna varð brátt mjög snot- urt og híbýlaprýði þar mikil. Bæði voru þau hjón með afbr. vinsæl Sótti fjölda gesta þangað, enda bæði hjónin aðlaðandi, greind og menntuð og fylgdust vel með á sviði mennta og menningar. Þá voru þau og bæði listhneigð, voru söngvin, o g þegar húsbóndinn greip í hljóðfærið voru gestirnir leiddir inn í unaðsheima sönglist- arinnar. — Höfðingsbragur var þar á öllu, og veitt af mikilli rausn. Munu bæði innlendir og erlendir menn, sem nutu góðs af gestrisni þeirra, minnast þeirra ávallt með hlýjum huga. Sérstætt fyrir þetta heimili var það, að jafnhliða því, sem tekið var á móti virðulegu og hámennt- uðu fólki, gleymdust ekki þeir, sem lægra voru settir 1 mannfé- laginu. Til þeirra, sem í skugga bjuggu, var fært ljós, olnboga- barna jarðlífsins var gætt, og mörg voru þau þannig fósturbörn- in, sem heimilið rétti hjálparhönd. Er það enn í fersku minni margra. Þessi ágætu hjón eignuðust sér- lega mannvænlegan barnahóp, en þau eru: Sigríður, gift Hirti Ármanns- syni lögregluþjóni, Hafliði, kenn- ari við gagnfræðaskólann hér, kvæntur Þuríði Helgadóttur, Álf- heiður, gift Emil BjÖrnssyni, presti óháða fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, Páll Árdal, giftur Æsu Karlsdóttur sálfræðingi og Jóhannes, tónlistarmaður, dó ung- ur í Kaupmannahöfn. Öll eru þessir niðjar gott fólk, vel gefið og mjög listhneigð, eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Auk þess átti frú Theódóra einn son, Inga Árdal, heildsala í Reykjavík. Frú Theódóra var mjög glæsi- leg ung stúlka, tæplega meðalhá, snotur í vexti og bauð af sér kvenlegan yndisþokka. Hún var fríð sýnum, augun dökk, stundum dáJítið hvöss, gáfuleg og að jafn- aði hýr og góðleg. Skapgerðin var dálátið ör en hrein. Hún vildi öll- um til góðs vera og lifa í sátt og samlyndi við allt og alla. Enda átti hún fjölda vina. Þó frú Theódóra væri viðkvæm og tæki mjög sárt mótlæti sam- ferðamannanna, var hún, þegar hún sjálf átti í hlut, andlega sterk. Hún var gáfuð kona og glögg í mótstreými x mannlegu Hafnarbryggjan. Hafnarnefnd ræddi á fundi sín- um 20. ágúst sl. framkvæmdir við stækkun og endurbyggingu Þorlákur Helgason, verkfræðingur á fundinum. Nú í sumar hefur verið unnið að því að keyra fyll- ingu í bryggjuna, ásamt upp- mokstri ,,Bjarnarins“. Þá hefur verið unnið að niðursetningu á ,,festingum“. Hefur verk þetta eftir atvikum gengið sæmilega. Byggðasafxiið. Lokið er nú við að steypa upp þriðju hæðina á lögreglustöðinni, Gránugötu 18, en þar er í ráði að staðsett verði byggðasafn Siglu- fjarðar, sem bæjarstjórnin sam- þykkti á 1000. fundi sinum,að hér skyldi komið upp. Sundlaugin. Þegar þessar línur eru ritaðar, er hafin og miðar vel áfram vinnu við yfirbyggingu sundlaugar innar og annast Bjarki Árnason, byggingameistari, það verk í ákvæðisvinnu, og samkvæmt samningi á hann að skila sund- laugarbyggingunni fokheldri fyrir októberlok. Sjííkraílugvöllur. Bæjarstjórn skoraði á fundi sínum, 5. september sl. á fjármála ráðherra, að kr. 100.000,oo yrðu teknar inn á fjárlög 1959 til framhaldsbyggingar sjúkraflug- vallar í Siglufirði, en það verk er nú komið nokkuð áleiðis Brunavarnareftirlit. Á fundi bæjarráðs 3. sept. sl. mættu fulltrúar frá brunavarnar- eftirliti ríkisins, þeir Erlendur Halldórsson og Brynjólfur Brynj- ólfsson ásamt Agli Stefánssyni slokkviliðsstjóra, og var þar rætt um öryggisráðstafanir í bruna- varnamálum hér. Reglugerð um barnavernd. Barnaverndarnefnd, sem sýnt hefur góðan áhugaí starfi, hefur samið reglugerð um barnavernd í Siglufirði, sem lögð var fyrir bæjarstjórnarfund, 5. september sl. Er reglugerðin hin gagnlegasta fyrir margra hluta sakir. Bæjar- (FramhaW á 3. síðu). ,

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.