Morgunblaðið - 23.05.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 23.05.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Jón Hjalti Eiríksson útskrifaðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni síðastliðinn laugardag með meðal- einkunnina 9,78 en það er hæsta meðaleinkunn í 58 ára sögu skól- ans. Jón Hjalti bætti þar með met bróður síns, Ögmundar, sem út- skrifaðist frá skólanum fyrir tveim- ur árum með meðaleinkunnina 9,75. „Þetta breytir nú litlu,“ segir Jón og vill ekki gera mikið úr því að hafa skákað bróður sínum, „en þetta er ekkert verra,“ bætir hann svo við. Það borgar sig víst að hafa ekki of hátt um afrekið því hætta er á að systir þeirra bræðra muni enn bæta um betur þegar hún útskrifast en hún var að ljúka fyrsta ári við skól- ann með meðaleinkunnina 9,9. En hverju sætir þessi einstaklega góði námsárangur þeirra systkina? „Ja, við erum ekki í neinum her- búðum,“ svarar Jón, „ætli þetta sé ekki eitthvert samspil erfða og um- hverfis, eins og allt sem mótar okk- ur.“ Hann segir bóknámið hafa reynst þeim systkinunum auðvelt, sér- staklega raungreinarnar en Ög- mundur tók m.a. þátt í Ólympíu- leikunum í stærðfræði og nemur nú greinina við Háskóla Íslands. Sjálfur stefnir Jón á nám í búvís- indum við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, enda orðinn reyndur í að láta bústörfin og lærdóminn fara sam- an. „Á prófatímum er ég ekkert allan daginn í bókum, alla vegna ekki í vorprófum. Seinni hluta vorprófa er sauðburður heima og þá fer ég milli prófa út í fjárhús og kíki svo aðeins í bókina fyrir próf,“ segir dúxinn. holmfridur@mbl.is „Samspil erfða og umhverfis“  Dúxaði og bætti met bróður síns  Litla systir með 9,9 í meðaleinkunn Dúx Jón Hjalti Eiríksson bætti tveggja ára met bróður síns. Andri Karl andri@mbl.is Íbúar við Háaleitisbraut í Reykjavík eru undrandi á vinnubrögðum lög- reglu höfuðborgarsvæðisins en lög- reglan samþykkti ekki tillögu borg- aryfirvalda um að lækka hámarks- hraða niður í 30 km á klukkustund. Forsvarsmaður íbúasamtaka Háa- leitis segir borgina ætla að finna leið til að mæta óskum íbúanna. Líkt og fjallað hefur verið um hafa umferðarskilti sem falin voru með svörtum plastpokum nú verið tekin niður. Reykjavíkurborg stóð að upp- setningu þeirra en lögreglan sam- þykkti ekki allar tillögur borgaryf- irvalda um lækkaðan hraða. Til stendur að setja þau upp aftur þegar sátt næst við lögreglu. Ein þeirra gatna þar sem lækk- aður hraði var ekki samþykktur er Háaleitisbraut, þ.e. frá húsum núm- er 11-13 og til 141. Íbúar við götuna hafa barist fyrir því í um fimm ár að fá umferðarhraða lækkaðan enda skólar beggja vegna götunnar auk íþróttasvæðis Fram. Meðal röksemda lögreglunnar var að setja þyrfti upp þrengingar eða hraðahindranir auk þess að setja upp skilti. Birgir Björnsson hjá íbúa- samtökum Háaleitis segir að þegar hafi verið settar upp hraðahindranir og því komi ákvörðun lögreglunnar mjög á óvart. „Þetta er algjörlega gegn óskum íbúasamtakanna og þessi málatilbúnaður stenst ekki.“ Birgir bendir á að Háaleitsbraut frá Miklubraut og niður að Ármúla sé skilgreind sem íbúagata í skipu- lagi „og það hefur gengið mjög erf- iðlega að fá yfirvöld til að viðurkenna rétt íbúanna og lækka umferðar- hraðann“. Lækkun umferðarhraða er krafa íbúasamtakanna en þau hafa hins vegar einnig borið upp aðra ósk við borgaryfirvöld. Þau vilja að gegnum- streymisumferð hætti á umræddum kafla. Birgir bendir á að slys hafi orðið á ýmsum stöðum við Háaleit- isbrautina í gegnum tíðina, sum al- varleg.„Hverfi sem þetta yrði aldrei skipulagt svona í dag. Við áttum fund með borgaryfirvöldum fyrir um tveimur mánuðum þar sem fallist var á að borgin myndi finna leið til að nálgast óskir okkar,“ segir Birgir. Hann segir að til standi að sú leið verði til reynslu í ár og svo yrði kosið um breytinguna í íbúakosningu. Hindranir í vegi fyrir minni hraða  Íbúar undrandi á vinnubrögðum lögreglu sem ekki vill lækka umferðarhraða við Háaleitisbraut  Funduðu með borgaryfirvöldum sem hyggjast finna leið og koma til móts við óskir íbúa við götuna Sk ip ho lt Kr in gl um ýr ar br ay t Suðurlandsbraut Miklabraut Háaleitisbraut Síðum úli Árm úli Álfaborg Álftamýrarskóli Múlaborg Gítarskóli Ólafs Gauks Árm úli Ál ft am ýr i Safamýrarskóli Veg mú li Fjölbrauta- skólinn við Ármúla Gítarskóli Íslands Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það má með sanni segja að Sig- urlaug Linnet, 17 ára framhalds- skólanemi, hafi komist í heimsfrétt- irnar í gær, þótt ekki hafi hún sjálf verið fréttaefnið. Það var hins vegar mynd sem Sigurlaug tók á hlaðinu heima hjá sér af gosinu í Gríms- vötnum og birtist á vef mbl.is um kvöldmatarleytið á laugardags- kvöldið, sem fór eins og eldur í sinu um netheima í gær og var sú mynd sem margir af stærstu fjölmiðlum erlendis birtu með fréttum af gosinu. Sigurlaug býr á bænum Maríu- bakka skammt frá Kirkjubæjar- klaustri en hún hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og smellti af mynd af gosinu þegar það var að hefjast. Myndina tók hún á Canon 450D-vél og sendi hana til bróður síns sem sendi hana áfram til Morg- unblaðsins. Svo fóru símtölin að ber- ast. Sumarfríið byrjar með látum „Ég fékk fyrst símtal frá Noregi, þá höfðu þeir séð myndina á mbl.is og vildu fá að nota hana. Síðan fékk ég símtal frá strák sem spurði hvort Sky News mætti nota hana og svo fylgdu fleiri símtöl í kjölfarið,“ segir Sigurlaug sem gaf miðlunum fúslega leyfi til að birta myndina. „Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Sigurlaug um það hvernig var að sjá myndina í þessum stóru fjölmiðlum. „En þetta var líka mjög skemmtilegt, þegar allir voru að hringja í mig,“ bætir hún við. Sigurlaug stundar nám við Fjöl- brautaskólann í Ármúla og segist vel geta hugsað sér að starfa við ljós- myndun í framtíðinni. Nú er hún hins vegar komin heim í sumarfrí, sem hefur aldeilis farið af stað með látum en í gærkvöldi hafði loks tek- ist eftir langan dag að ná öllum skepnum inn í hús á Maríubakka. „Það er byrjað að rigna smá og það er aðeins að létta til. Maður sér að- eins lengra út á túnið en það er mikil aska úti um allt,“ sagði Sigurlaug. Smellti af mynd og milljónir sáu  17 ára framhaldsskólanemi tók heimsfræga gosmynd Ljósmynd/Sigurlaug Linnet Heimsfræg Myndin sem Sigurlaug tók á hlaðinu heima hefur birst í mörgum helstu fjölmiðlum heims. Mynd Sigurlaugar birtist fyrst á mbl.is rétt fyrir klukkan hálfátta að kvöldi laugardags. Fréttin sem myndin fylgdi hefur síðan þá fengið meira en 240 þúsund flettingar enda fór fréttin víða og var með- al annars dreift manna á milli á samskiptasíðunni Twitter. Var fréttin enn meðal þeirra mest lesnu á mbl.is í gærkvöldi. Myndin hefur síðan birst í mörgum af helstu fjölmiðlum í heiminum, bæði á vefsíðum, í dag- blöðum og í sjónvarpi. Birtist hún m.a. í The New York Times og á Huffington Post í Bandaríkjunum, Le Monde í Frakklandi, El Pais á Spáni, BBC á Bret- landi, Die Zeit í Þýskalandi og Aftenposten í Noregi. Það er því óhætt að segja að mynd Sigurlaugar verði ein þeirra sem fyrst muni koma upp í hugann þegar gosið í Grímsvötnum árið 2011 verð- ur rifjað upp í framtíðinni. Mynd Grímsvatnagossins 2011 UM VÍÐA VERÖLD Sigurlaug Linnet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.