Morgunblaðið - 23.05.2011, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.05.2011, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011 Kynning og ráðgjöf í verslun okkar í Smáralind dagana 23. til 26. maí Oakley sérfræðingur/sjónfræðingur veitir ráðgjöf 20% kynningarafsláttur Komdu og kynntu þér þessi sérstæðu sjóntæki frá Oakley Veiðimenn – Skokkarar – Hjólarar – Golfarar – Göngugarpar! Nú er tíminn til að panta sér Oakley með eða án styrkleika Fríar sjónmælingar! Skoðaðu úrvalið á www.opticalstudio.is Tækniundur frá Oakley – Sportgleraugu með styrkleika – Radar XL Straight Blade Polished Black Lens: Light + Red Iridium Gunnlaugur Árnason Í kvöld verður efnt til tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholtinu kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar orgelsjóði Stykkis- hólmskirkju en hafa ekki síður þann tilgang að vera vettvangur fyrir Hólmara á höfuðborg- arsvæðinu til að hittast og rifja upp gömul kynni. Síðast en ekki síst er vonast til að tónlistarfólkið njóti þess líka að fá tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Allir sem fram koma á tónleikunum eiga einhver tengsl eða rætur í Hólminum. Það er ótrúlegt hversu margir frá ekki stærri stað eru að gera góða hluti á tón- listarsviðinu. Það er annars að frétta af org- elmálum að kaupsamningur var undirritaður við Klais, orgelfram- leiðanda í Þýskalandi, að smíða 21 raddar sérhannað pípuorgel í Stykkishólmskirkju. Það er nú allt komið á fullt hjá orgelsmið- unum og ekkert bendir til annars en að áætlanir standist og pípuorgelið verði komið í kirkjuna fyrir næstu jól. Hönn- uðirnir hafa undanfarnar vikur átt í samstarfi við orgelvalnefndina og organistann um ýmis smáatriði við loka-útlitshönnun hljóðfær- isins. Það er vaskur hópur Hólmara sem á allan veg og vanda af und- irbúningi tónleikanna og gefa allir þeir sem þátt taka vinnu sína. Nýjar orgelpípur þandar  Tónleikar til styrktar nýju orgeli Stykkishólmskirkju Morgunblaðið/Gunnlaugur Styrktartónleikar í Guðríðarkirkju Safnað fyrir pípuorgeli í Stykkishólmi. Ljósið, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda, heldur málþing og hefur opið hús. Málþingið verður haldið í Nauthóli miðvikudaginn 25. maí kl. 17:30 og er tileinkað karlmönnum sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendum og áhugasömum. Karlmenn sækja ekki eins mikinn stuðning og endurhæfingu og kon- ur. Því vill Ljósið fá karlmennina í lið með sér til að koma með hug- myndir og leyfa röddum þeirra að heyrast. Skráning er í síma 5613770 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Tveimur dögum síðar eða föstu- daginn 27. maí gefst gestum og gangandi kostur á að skoða húsa- kynni Ljóssins á Langholtsvegi 43, en þar verður opið hús milli kl. 11:00-20:00. Morgunblaðið/Eggert Ljósið Endurhæfing og stuðningur eru lykilatriðin í starfsemi Ljóssins. Ljósið vill heyra raddir karla Neyðarstjórn Mílu álítur að ljósleið- arastrengir fyrirtækisins séu ekki í hættu, þó svo að flóð verði á gos- svæðunum undir Vatnajökli. Neyð- arstjórnin hefur metið áhrif gossins á fjarskiptakerfi Mílu og gripið til nauðsynlegra aðgerða. Búið er að tryggja varasambönd vegna örygg- isfjarskipta og almennra fjar- skiptakerfa. Verið er að þétta loft- inntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Engar truflanir hafa orðið á fjar- skiptasamböndum hjá Mílu ennþá. Fjarskipti í lagi Heilbrigðis- stofnun Suður- lands (HSu) er í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Vatnajökli og mun fylgjast með heilsufari íbúa á svæðinu eins og kostur er. Fleiri heilbrigðsstarfsmenn verða fengnir til starfa eftir því sem á þarf að halda, segir í frétt frá stofnuninni. Hægt verður að nálgast hlífðar- gleraugu og andlitsgrímur á heilsu- gæslustöðvum HSu og víðar á svæð- inu. Á heilsugæslustöðvum á Suðurlandi, s.s. í Vík, á Kirkjubæj- arklaustri og í Rangárþingi munu læknar og hjúkrunarfræðingar sinna allri nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við Almannavarnir. Heilbrigðisstarfs- fólk reiðubúið STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.