Morgunblaðið - 23.05.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
Ekki hafði ég
þekkt Zóphónías
Pálsson lengi þegar mér varð
ljóst að hér var einstakur maður
á ferð. Ég held þetta hafi verið
þegar hann, þá nálægt sextugu,
labbaði á höndum eftir ganginum
heima hjá sér. Ég gat ekki leikið
þetta eftir honum, hvað þá núna á
svipuðum aldri og hann þá. Sem
betur fer var þetta ekki próf sem
gerði út um þátttöku mína í fjöl-
skyldu Zópha og Lis þegar ég
varð tengdasonur þeirra. Zóp-
hónías var á undan sinni samtíð í
allskonar útivist. Ungur hjólaði
hann um allar trissur, fór í
göngutúra og löngu fyrir almenn-
an fótaferðartíma var hann búinn
að fá sér sundsprett í Vesturbæj-
arlauginni. Meðan hann starfaði í
Skipulagi ríkisins labbaði hann
gjarnan „Red River Path“ í vinn-
una á morgnana og heim í hádeg-
inu. Sem ungum myndarlegum
manni stóðu Zópha allir vegir
færir enda góðum gáfum gædd-
ur. Valið varð mælingarverk-
fræði í Kaupmannahöfn. Eftir út-
skrift starfaði Zóphi við
landmælingar í Danmörku, þetta
var í seinni heimsstyrjöldinni. Líf
hans eftir heimkomu til Íslands
snerist um landmælingar, korta-
gerð, skipulag og stjórn þeirra
mála. Vinnudagurinn varð oft
langur og krafðist ferðalaga um
allt land enda þekkti hann Ísland
eins og lófa sinn. Vegna yfirgrips-
mikillar þekkingar hans á stað-
Zóphónías Pálsson
✝ ZóphóníasPálsson fædd-
ist á Hvanneyri í
Borgarfirði 17.
apríl 1915. Hann
lést í Reykjavík 15.
maí 2011.
Útför Zóphónías-
ar fór fram frá
Fossvogskirkju 19.
maí 2011.
háttum og samning-
um við hina ýmsu
landeigendur starf-
aði hann við þennan
málaflokk langt yfir
áttrætt. Zóphónías
var það sem Daninn
kallar „klæbe-
hjerne“, hann
mundi allt sem hann
las, heyrði eða sá og
rúmlega það. Þegar
þess tíma „Út-
svars“-spurninga-
þáttur var í útvarpinu svaraði
hann yfirleitt öllum spurningum
rétt og á undan keppendum.
Honum féll sjaldnast verk úr
hendi og var duglegur að hvetja
sitt fólk sem og aðra í kringum
sig. Sendibréf frá Zópha voru
einstök en í þeim rakti hann
hversdaginn sem og stærri frétt-
ir. Jólakortin voru fullnýtt, skrif-
að á bakhliðina skemmtileg skila-
boð og ráðleggingar. Einstaklega
falleg rithönd hans gerði það að
verkum að ekki fór á milli mála
hver sendandinn var.
Hann gat verið fastur fyrir,
jafnvel þver, en það var ekki oft.
Góða skapið var ein af hans
mörgu vöggugjöfum sem hann
viðhélt alla ævi. Glaður hlátur
hans klingir enn í eyrum. Ham-
ingjuríkt hjónaband með ein-
stakri konu í rúm 70 ár varð einn-
ig til þess að viðhalda öllum hans
góðu kostum. Lis Pálsson sá um
að vökva lífsblóm Zópha af natni
og umhyggju eins og henni var
einni lagið. Ekki varð langt á milli
þeirra hjóna sem nú er sárt sakn-
að. Ekkert mun koma í stað
heimilishaldsins í Eskihlíðinni
þar sem væntumþykjan var allt
um kring og að hafa fengið að
vera hluti af því um tíma er nú
þakkað af öllu hjarta.
Ég þakka Zópha fyrir ferða-
lögin, hvatninguna, uppeldið og
einstakt vinarþel í gegnum árin.
Nýleg ferð okkar að Geysi í
Haukadal er mér nú dýrmæt
minning. Að endingu þakka ég
fyrir þann dýrmæta tíma sem
Júlía mín fékk með þeim Zópha
og Lis, sá tími er ómetanlegur
fjársjóður sem skilar sér til kom-
andi kynslóða.
Við Hrönn, Kristín Þöll og
Svava Ljósbrá vottum fjölskyld-
unni samúðarkveðjur.
Sigurður Skagfjörð
Sigurðsson.
Það voru mikil forréttindi að fá
að kynnast og vinna með þáver-
andi skipulagsstjóra ríkisins,
Zóphóníasi Pálssyni, fyrir tæp-
lega hálfri öld, þegar ég var
ennþá ungur nemandi í arkitekt-
úr. Zóphónías sá þá um skipulag
þéttbýlis á öllu Íslandi fyrir utan
Reykjavík við fjórða mann en það
var þá það starfslið sem talið var
að þyrfti til þessa verks. Þarna
kviknaði fyrst áhugi minn á
skipulagsfræðum enda hvatti
Zóphónías mig óspart til þess að
læra eitthvað meira í þessum
fræðum en það takmarkaða sem
venjulegt arkitektanám hefur
uppá að bjóða.
Ekki hefur það verið auðvelt
verk á þeim tíma að koma ein-
hverju viti í skipulagsmál lands-
manna frekar en nú, en þó var
Zóphónías óþreytandi við að
reyna að koma í veg fyrir að
minnsta kosti stærstu slysin þótt
það væri oft vanþakklátt verk. Ís-
lendingar hafa marga kosti en
þar ber fyrirhyggju oft ekki hátt
eða það að hafa gott skipulag að
leiðarljósi, enda villuljósin mörg.
Enn þann dag í dag vill heldur
enginn taka ábyrgð á jafnvel
skelfilegustu skipulagsmistökum
og alltaf er almenningi sendur
reikningurinn. Eitt af því sem ég
lærði líka af Zóphóníasi á þessum
tíma var að fólk sem hefur enga
skoðun, hvorki faglega eða aðra,
heldur gerir bara það sem því er
sagt, á lítið erindi í skipulags-
störf. Ekki síst á þetta við um
fólk sem þiggur laun af al-
mannafé.
Þegar ég hafði lokið námi í
skipulagsfræðum vissi ég það
mikið um jarðveginn fyrir faglegt
skipulag hér á landi að mér kom
ekki til hugar að eyða starfsæv-
inni í þann barning og var búinn
að ráða mig í vinnu erlendis. Aft-
ur var það hins vegar Zóphónías
sem taldi mig á að minnsta reyna
og sjá til hvort Eyjólfur hresstist
ekki.
Þannig líða árin og áratugirnir
hratt en í skipulagsmálum þarf
að hugsa bæði heildstætt og til
langs tíma. Þannig hafa Kínverj-
ar það að viðkvæði að ef hlutirnir
skáni ekki á yfirstandandi öld þá
skáni þeir bara hugsanlega á
þeirri næstu. Það hefur þó örugg-
lega glatt hjarta Zóphóníasar
þegar farið var að kenna skipu-
lagsfræði til meistaraprófs hér á
landi enda aldrei að vita nema
hér verði mjór mikils vísir.
Ég sendi fjölskyldu Zóphóní-
asar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gestur Ólafsson.
Leiðir okkar Zóphóníusar lágu
saman þegar ég settist í Bygg-
ingarnefnd Reykjavíkur árið
1974 sem þá var skipuð 7 mönn-
um, þar af 4 embættismönnum.
Ég var svo heppinn að verða
sessunautur Zóphóníusar á
nefndarfundum sem varð mér til
ómetanlegs gagns því óreyndur
var ég þá og alls óvanur að standa
í svona nefndastússi. Flokkurinn
eini og sanni hafði þá stjórnað
borginni í áratugi með þeim ár-
angri í skipulagsmálum sem
hugnaðist mér lítt. Brá svo við að
sessunautur minn studdi mig yf-
irleitt í hvívetna, ekki síst þegar
kom að tillögum um að sporna
gegn ótímabæru niðurrifi,
ósmekklegum breytingum húsa
eða nýbyggingum sem ekki féllu
að hinni gömlu byggð í borginni.
Þessi sjónarmið studdi Zóh-
ónías með lítillæti hins reynda
embættismanns sem alltaf var
tilbúinn að hlusta á aðra og meta
nýjar hugmyndir og styðja við
þær ef hann taldi þær væru til
góðs.
Við brölluðum síðan aðeins á
bak við tjöldin þegar ný bygging-
arreglugerð var í smíðum og til
undrunar mörgum var allt í einu
ekki heimilt að höggva burt göm-
ul tré að vild og gera bílastæði
þess í stað en það var mjög í tísku
á þeim tíma. Þau nýmæli komust
líka m.a. inn í sömu reglugerð að
við lagfæringar eldri húsa skyldu
þau halda upprunalegu útiliti
sínu, ekki síst gluggagerð. Allt
eru þetta verk Zóphóníusar sem
enn standa.
Hann endaði ævi sína með
reisn. Stutt er síðan ég hitti hann
á myndlistarsýningu, reffilegan
að vanda, og ekki fór það framhjá
neinum að hann fylgdist náið með
því sem var að gerast og var líka
tilbúinn að ræða það.
Ég kveð hér góðan félaga og
votta aðstandendum hans mína
dýpstu samúð.
Magnús Skúlason.
Látinn er heiðursmaðurinn
Zóphónías Pálsson fyrrverandi
skipulagsstjóri ríkisins. Zóphóní-
as helgaði starfsævi sína skipu-
lags- og byggingarmálum og
hafði embætti hans, þann tíma
sem hann var við stjórnvölinn,
eða í 31 ár, afskipti af eða ann-
aðist skipulag nánast allra þétt-
býlisstaða í landinu. En á þessum
tíma má segja að mestur hluti nú-
verandi byggðar hérlendis hafi
risið. Eins og kunnugt er var
gerð skipulagsuppdráttar fyrir
sveitarfélög hlutverk ríkisins og
annaðist embætti skipulagsstjóra
það. En lögum samkvæmt var
skipulagsgerðin frá 1921 til 1998
fyrst og fremst í verkahring rík-
isins.
Til að annast þetta hlutverk
var á vegum embættis skipulags-
stjóra teiknistofa sem annaðist
skipulagsgerðina undir yfirstjórn
Zóphóníasar. Auk framangreinds
annaðist embættið yfirstjórn og
eftirlit með framkvæmd bygg-
ingamála og gerð grunnkorta til
að hægt væri að annast skipu-
lagsgerðina. En helstu verkefnin
voru gerð svæðisskipulags, aðal-
skipulags og deiliskipulags-
áætlana fyrir sveitarfélögin auk
reglulegrar endurskoðunar þess-
ara áætlana. Verkefnin voru því
ærin og með ólíkindum að emb-
ættið hafi komið öllu þessu í verk.
Eins og gefur að skilja voru
samskiptin við sveitarfélög mikil
og hafði Zóphónías gott lag á að
eiga samskipti við fulltrúa þeirra.
Hann spurði gjarnan frétta úr
þeirra heimasveit, enda þekkti
hann vel til manna og málefna
víða um land og að loknu al-
mennu tali hófst fundur um
skipulagsmálin. Þetta var hans
aðferð til að skapa gott og
óþvingað andrúmsloft, enda fóru
flestir sáttir og ánægðir af hans
fundi. Hans viðhorf var að að-
stoða sveitarfélögin eins og kost-
ur var við þá uppbyggingu sem í
gangi var hverju sinni og ekki
setja skorður nema bráða nauð-
syn bæri til.
Undirritaður starfaði undir yf-
irstjórn Zóphóníasar í um 18 ár
og er margs að minnast frá þeim
tíma. Zóphónías var með afbrigð-
um vinnusamur, góður fagmaður,
fljótur að átta sig, og síðast en
ekki síst var hann frábær hús-
bóndi, vildi sínu fólki vel og gerði
ekki mannamun. Hann var léttur
í lund, hlýtt til allra og stutt í
brosið og hláturinn. Ég minnist
þess ekki að hann hafi nokkurn
tíma skipt skapi eða talað niður
til nokkurs manns. Zóphónías
lagði áherslu á að starfsmenn
ættu kost á framhaldsmenntun í
fræðunum og hvatti okkur til að
nýta það og sóttu margir okkar
framhaldsnám á vegum embætt-
isins til Norðurlandanna.
Ég votta aðstandendum sam-
úð. Blessuð sé minning Zóphóní-
asar Pálssonar.
Sigurður Thoroddsen.
Elsku Haukur.
Minning þín verður ætíð ljós í
lífi okkar. Okkur langar til að
kveðja þig með þessum ljóðlínum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Didda, Palli Kjartan,
Konni, Nikulás og fjölskyldur
megi guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Hrönn tengdamamma,
Jón, Edda, Eydís, Vala,
Marinó og fjölskyldur.
Það er sárt að sjá Hauk frænda
hrifinn burt svona snemma og
auðvitað er það órökrétt og órétt-
látt. En við erum varnarlaus
gagnvart vef örlagadísanna og
ráðum engu um hvaða þráðum
þær halda inni eða kippa út.
Haukur
Nikulásson
✝ Haukur Niku-lásson fæddist í
Keflavík 29. nóv-
ember 1955. Hann
lést á deild 13-E
Landspítalanum
við Hringbraut 9.
maí 2011.
Útför Hauks fór
fram frá Áskirkju
18. maí 2011.
Haukur var mað-
ur sem óx í áliti hjá
manni með ári
hverju. Hann bjó yf-
ir góðum gáfum og
gat nálgast málefnin
frá ferskum sjónar-
hornum. Gat hugsað
út fyrir kassann, eins
og það er stundum
kallað. Maður sem
lét ekki binda sig í
klafa eða festa í for-
sniðin mót.
Þannig menn þarf Ísland í dag
og því er skaðinn stór af hans
ótímabæra brotthvarfi. Sár er svo
einnig missirinn fyrir nánustu
ástvini.
Það tók mig nokkurn tíma að
læra að meta Hauk, aldursmun-
urinn töluverður þegar maður var
barn og unglingur en sá munur
minnkaði og varð að engu með ár-
unum. Með eigin þroska kunni
maður betur að meta lund hans,
glettni og ferska hugsun. Haukur
var frændinn sem kom með músík
í stórfjölskylduboðin og sýndi
ótrúlegt umburðarlyndi gagnvart
lagleysi ættarinnar. Hann gat
alltaf gefið börnunum sína athygli
og eiga þau góðar minningar frá
söng við undirleik Hauks.
Það var gaman að rökræða við
frænda. Hann gat skotið á mann
föstum skeytum en oftast nær
með góðri blöndu af glettni. Þetta
gat kallað á harðar en skemmti-
legar og skeinulausar rökskylm-
ingar. Aldrei fann maður fyrir
þeirri meinfýsni sem oft einkennir
þá sem hafa það eitt að markmiði
að kveða annan í kútinn. Það var
líka alltaf stutt í hláturinn þó að
umræðuefnið væri hátimbrað af
alvarleik.
Samfélagið okkar væri betra
ef við hefðum fleiri menn með
eigindir Hauks, þá afstöðu að
maður verði að vera gagnrýninn
á umhverfið og vera óhræddur
við að setja fram hugmyndir að
lausnum. Hugmyndir Hauks
um breytingar á kosningakerf-
inu voru til að mynda stór-
merkilegar og fengu alltof litla
athygli. Þær gengu útá fjölgilt
atkvæði sem gæti útrýmt hvim-
leiðum prófkjörum og samþætt
að hluta persónukjör og flokks-
kjör. Þessi hugmynd fékk ekki
nægan hljómgrunn en það er
eðli góðra hugmynda að finna
sér sinn eigin tíma. Hver veit
nema dagur hugmyndarinnar
komi og vindurinn blási í það
segl.
Það var í anda æðruleysis
Hauks að hann yppti bara öxl-
um þegar ekki viðraði fyrir hug-
myndir um pólitískar kerfis-
breytingar og hélt sínu striki.
Hann bloggaði og var óhræddur
við að setja fram skoðanir sem
gengu gegn ríkjandi viðhorfum.
Þetta æðruleysi birtist mér
rétt viku áður en hann kvaddi
þegar hann, sárkvalinn, gat
grínast með eigin lasleika og
talað frjálslega um ferðalagið
framundan.
Við systkinabörn Hauks; Að-
albjörg, Arndís og ég, kveðjum
hann með söknuði. Mamma veit
að Stella systir hennar og móðir
Hauks tekur á móti drengnum
sínum. Stellu kvöddum við fyrir
aðeins nokkrum vikum og
hvarflaði þá ekki að neinum að
Haukur færi fljótt á eftir.
Orð eru svo lítilsgild gagn-
vart sorg hinna allra nánustu en
hugur okkar er hjá ykkur.
Við hérna megin brúar sitj-
um eftir með minningu um bros
og glettið augnatillit, minningu
um merkismann og góðan
dreng.
Vertu sæll frændi.
Kristinn Hrafnsson.
Árið er 1964 og ég átta ára að
flytja heim með foreldrum mín-
um frá Svíþjóð og þekki að sjálf-
sögðu engan hér heima eftir
margra ára dvöl erlendis. Við
fluttum í Álftamýri 56 og meðan
við vorum að bera inn búslóðina
kom strákur til okkar frá númer
54 og bauðst til að aðstoða okkur.
Þar hitti ég Hauk í fyrsta sinn og
þar með tókst með okkur vinátta,
sem aldrei féll skuggi á þó svo að
leiðir okkar hafi skilið síðar, þá
hittumst við reglulega á undan-
förnum árum á nýjan leik.
Það var barnmargt í blokkinni
í Álftamýri og munaði Nikulás,
föður Hauks, ekki um að smala
okkur strákunum saman kl. 8
stundvíslega á sunnudagsmorgn-
um og fara með fullan bíl í sund-
höllina en þeir sem ekki voru
vaknaðir misstu af ferðinni enda
Nikulás nákvæmur á klukkuna
eins og reyndar í öllu sem hann
tók sé fyrir hendur. Allir gengum
við strákarnir í Álftamýrarskóla,
sem var opnaður í fyrsta sinn
haustið 1964 og urðum við Hauk-
ur bekkjarfélagar og vorum því
samferða til og frá skóla næstu
árin. Eftir landspróf skildi leiðir,
hann fór í Versló en ég í MH.
Þó að Reykjavík sé lítil lágu
leiðir okkar ekki saman fyrr en
áratugum síðar, þegar við vorum
báðir félagar í sama golfklúbbi,
GKG. Var gaman að rifja upp
gamla daga á meðan við gengum
golfvöllinn og var Haukur mikill
keppnismaður og skoraði mig
ávallt á hólm, enda báðir með
svipaða forgjöf og getu, en Hauk-
ur hafði miklar meiningar um
hvernig spila ætti þennan
skemmtilega leik. Var það í anda
hans þar sem hann hafði ávallt
miklar skoðanir á öllu og var
mörgum kunnur sem öflugur
bloggari í netheimum. Þar lá
hann ekki á skoðunum sínum og
þar kom vel fram hin mikla hrein-
skilni sem ég hafði alltaf kynnst
frá honum.
Í fyrra þegar 40 ár voru frá því
að við útskrifuðumst frá Álfta-
mýrarskóla fékk Haukur ásamt
nokkrum öðrum skólasystkinum
okkar þá hugmynd að kalla skóla-
félagana saman og hittast og
halda upp á tímamótin en það
hafði aldrei verið gert. Var hann
driffjöðrin í undirbúningi hátíð-
ardagsins sem hófst með að við
hittumst öll í skólanum og end-
urtókum bekkjarmyndatökurnar
frá því 40 árum fyrr og vorum við,
gömlu bekkjarbræðurnir, hlið við
hlið á þeim líkt og í gamla daga.
Um kvöldið var haldin mikil hátíð
og var Haukur þar hrókur alls
fagnaðar og taldi ekki eftir sér að
spila með skólafélögum okkar
fyrir dansi langt fram eftir nóttu.
Þessi dagur er öllum, sem þar
voru, ógleymanleg stund og veit
ég að ég tala fyrir hönd allra
skólasystkina okkar að við mun-
um alltaf standa í ævarandi þökk
fyrir hans frumkvæði og framlag
vegna þessa dags og er það hugg-
un harmi gegn að hann skilji
svona góða minningu eftir í hug-
um okkar allra við hans ótíma-
bæra fráfall. Ég mun sérstaklega
sakna hans núna þegar golfver-
tíðin er að hefjast og verð fátæk-
ari að hitta hann ekki á golfvell-
inum, en ég er þeim mun ríkari að
hafa kynnst þeim góða dreng sem
Haukur hafði að geyma og kveð
ég hann með miklum söknuði en
líka þakklæti fyrir góð kynni. Ég
votta öllum aðstandendum hans
mína dýpstu samúð.
Jón Snorri.
Fallinn er frá Haukur Niku-
lásson. Vinur til margra ára.
Stórt skarð er höggið í vina-
hópinn með brotthvarfi hans.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að við Haukur vorum mikið
saman. Höfðum svipaða lífssýn
og höfðum gaman af að spila á
hljóðfæri. Við vorum saman í
Farstöðvafélagi Reykjavíkur og í
hljómsveit sem strákar.
Haukur var ljúfur og jafngeðja
en hafði sterka réttlætiskennd og
strangheiðarlegur. Hann var
mikill tölvukall og lifði og hrærð-
ist í þeim heimi.
Við vorum sífellt saman að
spila á böllum eða í skúrnum að
æfa lög. Gítarleikur er bara þol-
inmæði, sagði Haukur alltaf,
enda var tónlistin hans áhugamál
og átti hug hans allan ásamt upp-
töku og tölvuvinnslu í tónlist. Ár-
ið 2001 tók hann upp plötu fyrir
mig með lögum sem ég hafði
samið og gaf út, hann kunni þetta
allt.
En svo dró fyrir sólu, Haukur
veiktist og á einum mánuði var
allt búið. Þegar ég heimsótti
hann var hann alltaf jákvæður,
sagði, þetta er búin að vera fín
ævi. Svona var hann sá bjarta
hlið á þessu, það hjálpar ekkert
að vera að vorkenna sjálfum sér.
En eftir sitja vinir og fjölskylda í
forundran hvað hlutirnir geta
breyst í einni svipan.
En það voru forréttindi að
hafa átt þig sem vin öll þessi ár og
geta deilt með þér öllum þessum
góðu stundum. Farðu í friði, vin-
ur minn, við hittumst aftur hinum
megin.
Fjölskyldu og vinum votta ég
samúð mína. Minningin um góð-
an dreng lifir.
Að lokum vil ég kveðja með lín-
um úr eigin ljóði.
Minningin um þig
Svo mögnuð af sorg
Að máttlítill undan ég læt
Án tilgangs þú berð þínar raunir á
torg
Af tómleika hjartans ég græt
En vert er að vita það vinurinn
minn
Er veikindi knýja á gáttir
Handan við móðuna er heimurinn
þinn
Hittumst við sannlega sáttir.
Þinn vinur,
Gunnar Antonsson.