Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 40
MÁNUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Horfði á bólsturinn koma upp
2. Stærsta gos sem Ómar hefur séð
3. „Japönunum er ekki skemmt“
4. Allt flug fellur niður ...
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Þungarokkssveitirnar Skálmöld,
Atrum og Darknote spila á tónleikum
á Sódómu laugardaginn 28. maí. Öll
böndin hafa verið orðuð við Wacken-
hátíðina 2011, en tónleikarnir hefjast
klukkan 22.
Morgunblaðið/Ómar
Stórsveitir spila
þungarokk á Sódómu
Djass-blús-
hljómsveitin Sál-
gæslan kemur
fram í fyrsta sinn
á tónleikum Múl-
ans í Norræna
húsinu annað
kvöld. Á tónleik-
unum, sem hefjast
klukkan 21, flytja
söngvararnir Stefán Hilmarsson og
Andrea Gylfadóttir ný lög saxófón-
leikarans Sigurðar Flosasonar, en
textar eru ýmist eftir Sigurð eða Að-
alstein Ásberg Sigurðsson. Aðrir
hljóðfæraleikarar eru Hammond-
orgelleikarinn Þórir Baldursson og
trommuleikarinn Einar Scheving.
Sálgæslan á tón-
leikum Múlans
The Tree of Life eftir Terrence Mal-
ick fékk Gullpálmann í Cannes í ár.
Dardenne-bræðurnir
fengu Grand Prix-
verðlaunin. Nicholas
Winding Refn fékk leik-
stjórnarverðlaunin í ár
fyrir mynd sína Drive
sem Ryan Gosling
leikur aðal-
hlutverkið í. Besta
leikkonan var
Kirsten Dunst.
The Tree of Life fékk
Gullpálmann í Cannes
Á þriðjudag Minnkandi norðvestanátt og snjókoma eða él norð-
austanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðan 10-18 m/s, hvassast með
austurströndinni. Hiti 2 til 8 stig sunnanlands en nálægt frost-
marki fyrir norðan. Búast má við vægu næturfrosti í flestum lands-
hlutum.
VEÐUR
KR-ingar eru með eins stigs
forskot á toppi Pepsi-
deildarinnar í knattspyrnu
en fimmta umferð deild-
arinnar hófst í gær með
fimm leikjum. KR gerði
jafntefli við Stjörnuna, Val-
ur hafði betur gegn Fram,
Víkingur og Grindavík
skildu jöfn, Blikar skelltu
Fylkismönnum og Eyja-
menn gerðu góða ferð til
Keflavíkur og lögðu heima-
menn. »2-7
KR-ingar áfram í
toppsætinu
Arnór Atlason og Snorri Steinn Guð-
jónsson unnu um helgina danska
meistaratitilinn þegar lið þeirra AG
Köbenhavn vann Bjerringbro/
Silkeborg í tveimur viðureignum. Sú
síðari var heldur betur eftirtekt-
arverð en spilað var fyrir framan
tæplega 37 þúsund áhorfendur á Par-
ken. »8
Frábær stemning og
heimsmet á Parken
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu fór fram í gær. Man-
chester United fékk Englandsmeist-
arabikarinn afhentan í 19. sinn eftir
sigurinn á Blackpool en fallbaráttan
var allsráðandi. Það fór svo að lokum
að Blackpool og Birmingham urðu að
sætta sig við að kveðja deildina og
féllu ásamt liði West Ham. »4
Blackpool og Birm-
ingham féllu
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Töluverður fjöldi fólks var fastur á
Kirkjubæjarklaustri í gær vegna gríð-
arlegs öskufalls á svæðinu. Í fyrstu
var vitaskuld ekki ljóst hversu öflugt
gosið yrði, og fáir sem gerðu sér í hug-
arlund að það yrði jafn stórt og raun
ber nú vitni.
Á meðal þeirra sem sátu fastir á
Kirkjubæjarklaustri í gær var hópur
erlendra námsmanna sem stóðst ekki
mátið og lagði land undir fót á laug-
ardagskvöld til þess að berja ösku-
strókinn augum. „Við sváfum í tjaldi í
Vík [í fyrrinótt],“ segir Francisco Jose
Zapatero, einn ferðalanganna í sam-
tali við blaðið. Þau vöknuðu síðan í
miklu öskufalli.
Forvitnir ferðalangar
„Okkur langaði bara að sjá strókinn
úr eldfjallinu, en við vissum ekki að
hann yxi svona hratt og næði til okk-
ar,“ segir Zapatero, sem er spænskur,
en auk landa hans voru meðal annars
Þjóðverjar, Frakkar og Litháar á
Kirkjubæjarklaustri og komust
hvorki lönd né strönd. „Skyggnið er
nánast ekki neitt, maður sér kannski
þrjá metra fram fyrir sig. Það er svo
dimmt að það er eins og það sé mið
nótt,“ segir Zapatero og bætir því við
að enginn hætti sér út fyrir hússins
dyr. „Öskumagnið gerir andrúms-
loftið mjög hættulegt. Ef þú neyðist
til að fara út þarftu að vera með grímu
og hlífðargleraugu.“
Þó að segja megi að tjaldbúarnir
hafi vitað upp á hár hvaðan á þá stóð
veðrið kom hin hraða ösku-
myndun þeim í opna
skjöldu og
þurftu björg-
unarsveit-
armenn að
koma þeim í
öruggt skjól.
Zapatero segir
fólkið áhyggjufullt
upp til hópa. „Flestir eru nú orðnir
frekar rólegir, af því að björgunar-
sveitarmennirnir eru duglegir að
upplýsa okkur um stöðu mála og róa
fólk niður. Við höfum líka nóg af mat
og hér eru dýnur þannig að fólk get-
ur hvílt sig ef það vill. Ástandið er
þannig bara býsna gott,“ segir hann.
Ekkert hægt að fara
Þó að ró hafi færst yfir hópinn
greip nokkur skelfing um sig þegar í
ljós kom að hann væri fastur. „Í
augnablikinu er ekkert hægt að fara.
Það er óhugsandi að ætla sér að
keyra eitthvað,“ segir Zapatero.
Hann bætir því við að þau hafi ekki
hugmynd um hversu lengi þau verði
föst. Nú sé ekki annað í stöðunni en
að bíða og sjá.
Vöknuðu í miklu öskufalli
Forvitnir ferða-
langar urðu inn-
lyksa á Klaustri
Innlyksa Francisco og félagar brostu út að eyrum þó að ferðalagið hefði þróast á annan veg en lagt var upp með.
Skoðunarferð erlendu námsmannanna hefur heldur betur þróast á annan
hátt en lagt var upp með. Þeir bjuggust ekki við því að askan næði til
þeirra jafn hratt og raunin varð – með þeim afleiðingum að þeir sitja fast-
ir á Kirkjubæjarklaustri.
En þrátt fyrir hina ófyrirséðu stöðu sem upp er komin segist Franc-
isco Jose Zapatero ekki enn hafa haft samband við fjölskyldu og vini í
heimalandi sínu, Spáni.
Það er ekki vegna þess að það sé ekki tæknilega mögulegt, heldur
er það tillitssemin sem ræður þar för. „Ég vil síður hafa samband
við fjölskylduna mína, af því að ég reikna með því að hún verði
mjög áhyggjufull,“ segir hann. „Ég ætla að bíða þangað til
ástandið hefur róast og tala þá við þau.“
Vill ekki valda áhyggjum
FASTUR Á KLAUSTRI
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson