Siglfirðingur - 08.05.1967, Blaðsíða 1
EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON.
Málgagn siglfirzkra Sjálfstæðismanna
1. tbl. Mánudaginn 8. maí 1967 40. árg.
Fjölsóttur landsfundur
Sjálfstœðisflokksins
A myndinni sést form. Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarni Benediktsson setja landsfundinn
Á sumardaginn fyrsta, 20.
apríl sl., var settur í Háskóla
bíói í Reykjavík 17. lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins
að viðstöddum yfir eitt þús-
und landsfundarfulltrúum og
gestum .Landsfundurinn stóð
yfir dagana 20.—23. apríl
og var fjölmennasta stjórn-
máiaþing hérlendis um ára-
tuga skeið.
Stjórnmáiaályktunar lands
fundarins er að nokkru get-
ið á bls. 3 í iSiglfirðingi í
dag.
Dr. Bjarni Renediktsson,
forsætisráðherra, var endur-
kjörinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins og Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra,
varaformaður.
Þessi fjölsótti landsfundur
einkenndist af sóknarkrafti,
samstöðu og baráttuvilja
sjálfstæðisfólks um land allt,
kvenna og karla, yngri sem
eldri, fuiltrúa úr öllum
starfsstéttum íslenzks þjóð-
félags.
Tíu milljónir til sjávarútvegs og fiskiðnaðar sl. ár
Atvinnumálanefnd Norð-
urlands hefur á árinu 1966
staðið að eftirtöldum að-
gerðum á grundvelli sam-
komulags þess, sem gert var
7. júní 1965 af ríkisstjórn-
inni og verkalýðsfélögunum
á Norðurlandi mn örvun at-
vinnulífs við sjávarútveg og
fiskiðnað:
I. VETRARVERTH)
a) Greiddar voru verðbæt
ur á aðfluttan fisk og tog-
arafisk kr. 0.50 pr. kg m. v
sl. fisk með haus, gegn kr.
0.25 framlagi frá viðkom-
andi fiskvinnslustöð. Verð-
bætt voru 1963 tonn.
b) Greiddar voru verð-
uppbætur og lágmarksstyrk-
ir til 3ja togbáta, sem
gerðir voru út frá Siglufirði,
Ólafsfirði og Dalvík. (Verð-
bætur voru hinar sömu og
á togarafisk, en auk þess
var togbátum tryggður lág-
marksstyrkur.
c) Greiddar voru verðupp-
bætur á 'afla heimabáta kr.
0.50 pr. kg af línufiski og
kr. 0.40 pr. kg af netafiski
gegn kr. 0.20 frá vinnslu-
stöð..
Verðbætt voru 3348 tonn
af línufiski og 2604 tonn af
netafiski.
d) Tilraunir til rækju-
veiða voru styrktar.
e) Efnt var til loðnuleitar.
II. SÍLDARVERTÉÐ
a) Greiddur var styrkur
til veiðiskipa, er fluttu sölt-
unar- og frystingarhæfa síld
af f jarlægum miðum til Norð
urlandshafna. Nam styrkur-
inn kr. 30.00 til kr. 40.00 á
uppsaltaða tunnu gegn fram-
lagi frá söltunarstöðvum og
frystihúsum.
Greiddur var styrkur á
rúml. 40 þús. tunnur, 37.000
í salt og 12.000 í frystingu.
b) Greiddur var styrkur á
annað aðflutt hráefni svar-
andi til 11.000 uppsaltaðra
tn. sídar.
c) Efnt var til tilraunar
til veiða með reknetum.
d) Veittur var styrkur til
tilrauna með síldarflutninga
í plastbelgjum.
Framhald á 2. síðu
Þörf er átaks í atvinnu-
rnálum Siglufjarðar
Eðlilegt er 'að hér í Siglu-
firði beinist áhugi manna
enn meir en annars staðar
að atvinnumálunum. Hér er
ýmis aðstaða frá gamalli tíð
— og raunar líka nýrri —
að ýmsu leyti betri og menn-
ingarlegri en í sumum þeim
kaupstöðum, þar sem þó er
meiri atvinna, velmegun og
fólksfjölgun. Þeir sem hér
dvelja veita þessu e.t.v. ekki
athygli, en þeir sem að
koma, sjá að Siglufjarðar-
lífið stendur á gömlum merg.
Eðlilega hefur helzta á-
hugamál Siglfirðinga á und-
anförnum árum verið gerð
Strákavegar, en með tilkomu
hans er lokið þeirri opinberu
framkvæmd, sem verulega
var aðkallandi.
Það fer heldur ekki á milli
mála í viðræðum við menn
hér, að áhuginn beinist fyrst
og fremst að uppbyggingu á
sviði atvinnulífsins, gagn-
stætt því sem sums Staðar
annars staðar er, þar sem
umsvif eru mikil í atvinnu-
lífi, en þar beinist hugurixm
meira að opinberum fram-
kvæmdum.
'Efhng atvinnulífsins hlýt-
ur að vera megin kappsmál
Siglfirðinga, og þá að sjálf-
sögðu fyrst og fremst hvort
unnt reynist að hagnýta þau
geysimiklu verðmæti, sem
þegar eru bundin hér í þeim
atvinnufyrirtækjum, sem á
sínum tíma skiluðu þjóðinni
einna mestum arði.
Óvíða mun Norðurlandsá-
ætlunarinnar, sem nú er
unnið að af kappi, vera beð-
ið með meiri eftirvæntingu
en einmitt hér, og er það
ekki að ófyrirsynju. Á hitt
er þó rétt að leggja mikla á-
herzlu á, að menn geri sér
ekki þær gyllivonir, að öll
forysta í atvinnumálum
komi sunnan úr Reykjavík.
Þeir sem að Norðurlandsá-
ætlun vinna, reyna að meta
aðstæður á hverjum stað,
skoða þau fyrirtæki sem
fyrir eru og meta hugmynd-
ir heimamanna um ný at-
vinnufyrirtæki, en þeir
hrinda verkefnunum ekki í
framkvæmd.
Þótt síldarverksmiðjur rík
isins hafi á sínum tíma risið
hér, kannski án þess að
Siglfirðingar þyrftu mikið á
sig að leggja til að svo yrði,
mega menn ekki lifa í þeirri
trú, að meiri háttar umbæt-
ur verði í atvinnumálum hér,
án þess að fyrir því sé bar-
izt af hálfu heimamanna
sjálfra.
Hitt er allt anað mál, að
sú barátta þarf e.t.v. ekki
að vera eins erfið og menn
kynnu að hyggja, því að
mikill skilningur er á nauð-
syn þess að styrkja atvinnu-
lífið hér og þeirri sérstöðu
Siglufjarðar að vera nær
eingöngu háður dutlungum
síldarinnar.
ATVINNUJÖFNUNAR-
SJÓÐUR
Eitt af merkustu verkum
núverandi ríkisstjórnar var
setning laganna um Atvinnu
jöfnunarsjóð, sem stofnaður
var með 364 millj. króna
stofnfé. Þessi sjóður á sem
kunnugt er, að styrkja at-
vinnulífið á landsbyggðinni
og þá auðvitað fyrst og
fremst þar sem þörfin er
brýnust. Óskum héðan frá
Siglufirði til framkvæmda,
sem vel eru grundaðar, verð-
ur án efa mætt með fullum
skilningi af stjórn Atvinnu-
jöfnunarsjóðs, enda fáir
staðir á landinu, sem eðli
málsins samkvæmt eiga jafn
mikinn rétt til fjárframlaga
eins og Siglufjörður, og eng-
inn meiri að mínu mati.
Rótt er að rif ja upp helztu
þætti laganna um Atvinnu-
jöfnunarsjóð, því að oft vill
falla furðu fljótt í gleymsku
það sem vel er gert.
Eins og áður segir var
stofnfé Atvinnujöfnunar-
sjóðs 364 millj. króna og er
gert ráð fyrir því, að höfuð-
stóll þessa mikla sjóðs verði
orðinn rúmar 545 millj. kr.
að minnsta kosti árið 1975.
Meðal tekna Atvinnujöfn-
unarsjóðs eru skattgjald ál-
bræðslu að % hlutum fyrstu
9 árin en síðan að % hlut-
um, en afgangurinn rennur
til Hafnarf jarðarbæjar. Þetta
skattgjald verður á fyrstu
árum 11 milljónir króna á
ári, en 1973—1975 verður
það 17 milljónir árlega. Ár-
in 1876—78 verður skatt-
Framhald á 5. síðu.