Siglfirðingur - 08.05.1967, Side 2
2
SIGLFIRÐINGUR
Mánudaginn 8. maí 1967
Hvað er bezt fyrir kjördæmið?
Senn líður að alþingiskosningum, þegar þjóðin í
almennum leynilegum kosningum markar þá
stefnu, sem móta á þróunina í þjóðfélagsmálum
komandi kjörtímabil og afstöðu íslands í utanrík-
ismálum sama tíma. Kosningarétturinn, samfara
hugsana- .skoðana- og tjáningarfrelsi einstaklings-
ins, er hans dýrmætasta eign. En þessum rétti
fylgir sú ábyrgð að nota hann að yfirveguðu máli,
til að hafa áhrif til góðs, til uppbyggingar réttláts
þjóðfélags og velferðar þjóðfélagsþegnanna bæði
sem einstaklinga og heildar.
Komandi kosningar verða fyrst og fremst val
fólksins milli samhentrar ríkisstjórnar, sem fylgt
hefur jákvæðri uppbyggingarstefnu, og sundrað-
ar stjórnarandstöðu, sem ekki einungis skiptist í
hart deilandi stjórnmálaflokka, heldur jafnframt
í innbyrðis stríðandi stjórnmálaflokka, er lítt virð-
ast vaxnir til forystu eða sóknar í málefnum þjóð-
arinnar.
Lögin um atvinnujöfnunarsjóð og framkvæmda-
áætlun Norðurlands móta stefnu núverandi stjórn-
arfl. í málefnum Norðlendingafjórðungs. Stjómar-
andstaðan hefur hins vegar ekki komið sér saman
um mótaða stefnu í málefnum Norðurlands — og
er yfirleitt ekki sammála um neitt annað en það,
að vera á móti öllu, sem ríkisstjórnin hefur fram
að færa. — Val ábyrgs og hugsandi fólks ætti því
að vera auðvelt, svo fremi sem annarleg sjónar-
mið spilla ekki heilbrigðu mati þess.
Reynsla síðustu alþingiskosniniga
..Norðurlandskjördæmi vestra á rétt á 5 kjör-
dæmakosnum þingmönnum. I síðustu kosningum
hlaut kjördæmið og tvo uppbótarþingmenn og ekki
munaði nema ÖRFÁUM ATKVÆÐUM að við
bættist þriðji uppbótarþingmaðurinn, sá er skip-
aði 3ja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
Hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 10 til 20 at-
kvæðum meira í síðustu alþingiskosningum, hefði
Norðurlandskjördæmi vestra hlotið 8 þingmenn
kjörna í stað 7, þrjá uppbótarþingmenn í stað 2ja.
Þennan viðbótarþingmann geta kjósendur í
Norðurlandskjördæmi vestra TRYGGT SÉR NO,
með öflugum stuðningi við framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins, D-listann. Þetta er hægt, án þess
að rýra í nokkru þingmannatölu annarra flokka í
'kjördæminu, og tryggja jafnframt kjör þess fram-
bjóðandans, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, ritstjóra,
sem kjósendur almennt, án tillits til þess hvar þeir
í flokki standa, viðurkenna að ÆSKILEGT OG
NAUÐSYNLEGT er að fá sem fulltrúa kjördæm-
isins á Alþingi. Allir þeir, sem ekki eru blindaðir
pólitískum fordómum, ættu að íhuga þessa auð-
sæju staðreynd, sem hér er á bent, um leið og þeir
ganga að kjörborðinu.
Frambjóðendur æskunnar
Öll framboð stjórnmálaflokkanna hafa nú verið
kunngjörð þjóðinni. Enginn framboðslisti á land-
inu öllu býður upp á yngri frambjóðendur í efstu
sætum en íramboðslisti Sjálfstæðisflokksins í
þessu kjördæmi. Þeir Pálmi Jónsson, bóndi á Akri,
og Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, eru dæmi-
gerðir fulltrúar æskunnar í landinu í hópi þeirra,
er nú bjóða sig fram til þings. Þeir eru því lík-
legri en frambjóðendur annarra flokka til að koma
með þau ýnju viðhorf í málefnum kjördæmisins,
þann þrótt æskunnar og kjark, sem svo miklu
skiptir að sé með í verki við uppbyggingu byggð-
anna í þessu. kjördæmi.
Það er unga fólksins I kjördæminu, kvenna og
karla, að tryggja þeim aðstöðu og áhrif til að
fylgja fram málefnum þess á löggjafarþingi þjóði-
arinnar. Það er æskunnar að tryggja kjör sinna
eigin fulltrúa við alþingiskosningarnar í júní n.k.
Tíu milljónir til
sjávarútvegs
Framhald af 1. síðu
IH. HAUSTVEKTfÐ
a) Greiddar voru verð-
bætur á afla heimabáta, alls
1747 tonn.
b) Greiddar voru verð-
bætur á afla togara, alls 509
tonn.
Til framangr. aðgerða hef-
ur verið varið fé sem hér
segir:
Vegna vetrarvertíðar kr.
5.279.392.10. Vegna síldar-
vertíðar kr. 3.010.390.17.
Vegna haustvertíðar (ekki
að fullu uppgert) kr.
1.710.217.13, eða alls um kr.
10 millj. á árinu 1966.
Á vetrarvertíð á þessu ári
eru styrkir greiddir með
sama hætti og á fyrra ári.
Frá Vestfirðinga-
félaginu
IFjársöfnun þeirri, sem fé-
lagið ibeitti sér fyrir vegna
sjóslyssins frá Hnífsdal í
des. sl., er nú loikið.
Á meðan sú fjársöfnun
stóð yfir, fórst m.b. Freyja
frá Súðavík, og með henni
fjölskyldufeður og fyrir-
vinnur.
Fjársöfnunarnefndin hef-
ur ákveðið að fé því, sem
safnaðist, skuli varið til
styrktar aðstandendum
þeirra manna, sem fórust
með m.b. iSvan og m.b.
Freyju og hefur upphæðin,
sem safnaðist verið send til
sr. Sigurðar Kristjánssonar,
sóknarprests ,ísafirði, og
honum falið að ráðstafa
henni.
Samtals söfnuðust krónur
51.440.00 og færir söfnunar-
nefnd Vestfirðingafélagsins
Siglfirðingum alúðarþakkir
fyrir ahnenn og góð fram-
lög í söfnun þessari.
Vestfirðingfélagið
Siglufirði
Landshappdrætti
Sjálfstflokksins
Sjálfstæðisfólk í Siglufirði
sem liefur fengið senda
happdrættismiða í lands-
happdrætti Sjálfstæðisflokks
ins, er vinsamlega beðið að
gjöra skil hið fyrsta til Níls
Isakssonar.
Framlögum í kosningasjóð
er góðfúslega veitt viðtaka
á kosningaskrifstofu flokks-
ins í Sjálfstæðishúsinu.
Sjálfstæðisflokkurinn
Ábyrgðarmaður:
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f.
TILKYNNING
U M AÐSTÖÐUGJALD
Ákveðið er að innheimta í iSiglufirði aðstöðugjald
á árinu 1967 samkvæmt heimild III. kafla laga nr.
51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð
nr. 81/1962 um aðstöðugjöld. Hefur bæjarstjóm
Siglufjarðar ákveðið efitirfarandi gjaldskrá:
0,5% Mjólkurbú, hænsnabú, þorsk- og síldveiðar,
svínabú, mjólkursala,
0,7% Frystihús, beitusíldarsala.
1 % Bifreiðaakstur, malar- og sandnám, bygg-
ingavinna, timbur, sement, járn, kol, síldar-
söltim, síldarsala, saltfiskverkun, fiskiðnað-
ur, leiga á fiskiskipum.
1,5% Isfisksala, heildsala, kjötbúðir, fisksala,
brauðgerðarhús, brauðsala, skóvinnustofur,
blandaðar verzlanir, veiðarfæraverzlanir,
byggingavöruverzlanir, byggingafélög, véla-
verkstæði, netagerðir, húsgagnasala- og smíði
útvarpsviðgerðir, prentsmiðjur og bókband,
rafvirkjun og raftækjasala, trésm.meistarar,
efnagerðir, málarar, múrarar, ljósmynda-
stofur, klæðskerar, veitingahús, sælgætis-
gerðir, trésmíðaverkstæði, efnalaugar, vefn- ,
aðarvöru- og skóverzlanir, bóksalar, rakarar,
hárgreiðslustofur.
2 % Skipaafgreiðsla, lyfjaverzlun, sælgætisverzl-
im, íssala frá frystihúsum, skipamiðlun, um-
boðslaun, kvikmyndahús, leiga á síldarsölt-
unarstöðvum og frystihúsum.
2 % Jarðgangnagerð.
Með skírskotun til framangreindra laga og reglu-
gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi:
1. Þeir, sem ekiki eru framtalsskyldir til tekju- og
eignarskatts ,en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa
að senda skattstjóra sérstakt framtal til að-
stöðugjalds fyrir 25. apríl n. k., sbr. 14. gr.
reglugerðarinnar.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Siglufirði, en
hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starf-
semi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda
skattstjóranum í Siglufirði sundurliðim, er sýni,
hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starf-
semi, sbr. 8. gr. reglugerðarinnar.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Siglufjarð-
ar, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda
starfsemi í Siglufirði, þurfa að skila til skatt-
stjórans í því umdæmi, sem þeir eru heimilis-
fastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfsem-
innar í^Siglufirði.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að
útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald-
flokks, samkv. ofangreindri gjaldskrá, þurfa að
senda fullnægjandi greinargerð um hvað af út-
gjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldfl.,
sbr. 7. gr. reglugerðarinnar.
Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra
fyrir 25. apríl n. k., að öðrum kosti verður að-
stöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka, áætlað,
eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum
útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Tekið skal fram, að hafi gjaldandi fengið sér-
stakan frest fram yfir 25. apríl til að skila fram-
tali til tekju- og eignarskatts, gildir sá frestur
einnig um skil á framangreindum gögnum varðandi
aðstöðugjald.
Siglufirði, 5. apríl 1967.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra