Siglfirðingur - 08.05.1967, Blaðsíða 3
Mánudaginn 8. maí 1967
SIGLFIRÐINGUR
3
Tryggjum varanlega velmegun
allra þjóðfélagsþegna
Úr sjórnmálayfirlýsingu
17. landsfundar
Sjálfstæðisflokksins
SAUTJÁNDI Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur
áherzlu á eftirfarandi grundvallaratriði Sjálfstæðis-
stefnunnar:
I. að varðveita og tryggja sjálfstæði off frelsi íslands
og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan
menningararf íslendinga.
II. að treysta lýðræði og þingræði,
III. að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á
grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis, með
hagsmuni allra stétta fyrir augum,
IV. að beita nútíma þeklungu og tækni, svo að auð-
lindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar,
V. að skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi.
------O------
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lang fjölmennasti
flokkur landsins allt frá stofnun hans árið 1929. Hann
hefur oft átt aðild að ríkisstjórn og beitt sér fyrir
mörgum mikilvægum framfaramálum. Þjóðinni hefur
jafnan vegnað því betur sem fremur hefur verið stjórn-
að í anda Sjálfstæðisstefnunnar, en ætíð hefur þurff
að leita samninga við aðra um framgang mála og
misjafnlega tiltekizt um sumt, svo sem verða vill.
Með núverandi stjórnarsamstarfi og efnahagsmála-
stefnu þeirri, sem mörkuð var árið 1960, urðu tímamót
í íslenzkum stjórnmálum. Horfið var frá stefnu hafta
og ríkisafskipta, sem hafði leitt til stöðnunar í hag-
vexti, og tekið að beita nýjum hagstjórnaraðferðum,
sem stuðluðu að frelsi í framkvæmdum og viðskiptum.
Hin nýja frjálsræðisstefna hefur þegar ótvírætt sann-
að yfirburði sína. Prelsið hefur leyst úr læðingi fram-
tak og þrótt, er hefur leitt til þess, að síðustu sjö árin
hafa orðið meiri allsherjar framfarir á Islandi en á
nokkru sambærilegu tímabili í sögu þjóðarinnar, og
mun hinn heillavænlegi árangur þá koma því betur
í ljós, sem þessari sömu stefnu er lengur fylgt.
Þjóðarauður hefur á viðreisnartímabilinu í raunveru-
legum verðmætum aukizt um 40—50% og verðmætis-
aukning í alls konar atvinnutækjum hefur verið yfir
50%.
I stað gjaldeyrisskulda erlendis í upphafi þessa tíma-
bils var um síðustu áramót fyrir hendi gjaldeyrisvara-
sjóður að upphæð rúmar 1.900 millj. kr. Nettóskuldir
erlendis námu þá 2.970 millj. kr. og höfðu á tímabilinu
aðeins hækkað um 300 millj. króna, enda þótt eigna-
myndun í landinu næmi 13.000 millj. króna.
Þjóðartekjur hafa aukizt um þriðjung á hvern þjóð-
íélagsborgara og leitt til stórbatnandi afkomu almenn-
ings í landinu, þvi að launastéttirnar hafa fengið auk-
inn hlut í vaxandi þjóðartekjum.
Þótt hagstætt verðlag og aflabrögð hafi átt sinn góða
þátt i þessari þróun, þá hefði hún ekki orðið nema
vegna skynsamlegrar stjórnarstefnu. Án nýrra veiði-
tækja hefði aflinn ekki fengizt, og aukið athafnafrelsi
hefur ráðið úrslitum um öflun þeirra og hagnýtingu
verðmætanna, er sköpuð hafa verið. Önnur veigamikil
forsenda framleiðsluaukningarinnar hefur verið það
lánstraust erlendis, sem gjaldeyrisvarasjóðurinn, heil-
brigð stefna í fjármálum og peningamálum ásamt
auknu viðskiptafrelsi hafa endurvakið.
Með ákvörðunum um stórvirkjun og stóriðju hefur
mikilvægt spor verið stigið til að tryggja atvinnuöryggi
þjóðarinnar, stærri átök hafa verið gerð en áður til
þess að afla atvinnuvegunum stofnfjár og auka fram-
leiðni þeirra og bæta þannig lífskjörin, enda hefur með
framkvæmda- og fjáröflunaráætlunum verið leitazt við
að beina ráðstöfunarfé lánastofnana að mikilvægustu
verkefnum.
------O------
I samræmi við meginstefnu sína telur Sjálfstæðis-
flokkurinn að hugkvæmni og athafnaþrá einstakling-
anna sé aflgjafi framfara. Ber því að efla einkaframtak
til almannaheilla og beita ríkisvaldinu til að auka
hagsæld og menningu sérhvers einstaklings, jafnframt
því sem hlúð verði að þeim, sem ekki ganga heilir til
skógar í lífsbaráttunni.
Landsfundurinn ályktar, að hiklaust beri að fram-
fylgja áfram í meginefnum þeirri stefnu í efnahags-
málum, sem fylgt hefur verið síðustu árin, og verður
það bezt tryggt með því að sem flestir kjósendur fylki
sér um Sjálfstæðisflokkinn.
Sautjándi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vekur at-
hygli þjóðarinnar á meginstefnumiðum flokksins og
hinum hagstæða árangri af stjórnarforystu hans og
leggur jafnframt áherzlu á eftirtalin viðfangsefni:
1. Stefnt verði að víðtæku samkomulagi um verðlag
og kaupgjald, er treysti gengi krónunnar og tryggi
atvinnuvegunum samkeppnisaðstöðu, en launþegum
batnandi lífskjör.
2. Unnið verði að samkomulagi um öflugan verðjöfn-
unarsjóð, er jafnað geti verðsveiflur á útflutnings-
framleiðslu landsmanna.
3. Leggja ber ríka áherzlu á að tryggja útflutnings-
vörum þjóðarinnar sem öruggasta markaði og hag-
stæðast verðlag. Á meðal brýnustu verkefna er að
vinna að því innan Alþjóða viðskipta- og tolla-
nefndarinnar (GATT) og með viðræðum við helztu
viðskiptaþjóðir Islendinga að forðast hin alvarlegu
áhrif á tollverndarstefnu efnahagsbandalaganna.
Verði í því sambandi kannaðir endanlega mögu-
leikar Islands til þátttöku í Fríverzlunarbandalag-
inu (EFTA) og leitað eftir aðild að því, fáist hún
með viðhlítandi kjörum og þau kynnt öllum þeim,
sem hagsmuna eiga þar að gæta. Jafnframt verði
hraðað kerfisbundinni áætlun um lækkun aðflutn-
ingsgjalda og samhliða ráðstöfunum til stuðnings
íslenzkum aðnaði til að tryggja samkeppnisaðstöðu
hans og stuðla að sem fjölbreyttastri iðnþróun '
landinu.
4. Gerð verði tíu ára áætlun um eflingu íslenzkra at-
vinnuvega að því marki ,að þeir geti veitt atvinnu
hraðvaxandi fjölda vinnufærra handa. Jafnframt
verði lögð sérstök áherzla á að beina vísindalegum
rannsóknum og tilraunum að því að auka og
tryggja gróðurríki landsins.
5. Með samvinnu við sveitarfélög og einkaaðila verði
unnið að sem víðtækustu framkvæmdaáætlunum i
þeim tilgangi að stuðla að sem hagkvæmastri notk-
un framkvæmdafjár. Sýslu- og sveitarfélög verði
jafnframt efld með því að fela þeim stjórn þeirra
mála, sem þau geta betur af hendi leyst en ríkis-
valdið, enda sé þeim séð fyrir tekjustofnum til að
greiða kostnaðinn af aukinni starfsemi. Ennfremur
verði úfram unnið að samningu byggðaáætlana
fyrir landsfjórðungana.
6. Flokkurinn telur enn sem fyrr að efla beri samtök
hinna Sameinuðu þjóða og norræna samvinnu, og
verði einnig stefnt að aukinn þátttöku Islands í að-
stoðinni við þróunarlöndin.
7. Unnið verði markvisst á alþjóðavettvangi að viður-
kenningu á einkarétti Islendinga til fiskveiða á
landgrunninu og að öðru leyti að nauðsynlegri
fiskirækt og friðun fiskistofna við landið til að
forðast ofveiði.
8. Sjálfstæðisflokkurinn telur með öllu óhjákvæmilegt,
að hér á landi sem annars staðar sé viðbúnaður til
varna, ef á landið yrði ráðizt. Vörnunum ber að
sjálfsögðu að haga á hverjum tima með hliðsjón af
hagsmunum þjóðarinnar og friðarhorfum í heim-
inum. Flokkurinn er þeirrar skoðunar, að varnii’
landsins verði ekki tryggðar á næstunni nema með
samvinnu við Atlantshafsbandalagið svo sem verið
hefur.
9. Minnugir þess að lítil þjóð á öðrum fremur meira
undir manngildi og menntun hvers einstaklings en
hinar fjölmennari, vill Sjálfstæðisflokkurinn nú sem
fyrr leggja sérstaka áherzlu á hugðarefni unga
fólksins og aðild æskunnar að stjórn landsins. Því
er hann eindregið fylgjandi því, að kosningaaldur
sé færður niður í 20 ár. Almannavaldið styðji i
auknum mæli starfsemi þeirra félagssamtaka, sem
vinna að uppeldi hraustrar og tápmikillar æsku,
svo sem íþrótta- skáta- og ungmennafélaga, bind-
indishreyfingarinnar og kristilegra æskulýðsfélaga.
10. Haldið verði áfram að bæta námsaðstöðu í landinu
og ráðstafanir gerðar í þá átt undirbúnar með
skólarannsóknum og áætlanagerðum. Að því skal
stefnt jöfnum höndum, að menntunin búi einstakl-
ingana undir að mæta siðferðilegum vandamálum
daglegs nútímalífs og efli hlutgengi þeirra í at-
vinnulífi vaxandi tækniþjóðfélags. Brýna nauðsyn
ber til þess að auka fræðslu i skólum landsins
varðandi höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar og í undir-
stöðuatriðum félagslegs þjóðmegunarfræði. Meðal
tímabærra ráðstEifana í skólamálum telur fundur-
inn vera að koma á styrkjum til framhaldsnáms
kennara og veita fleiri skólum rétt til að braut-
skrá stúdenta, svo sem Kvennaskólanum í Reykja-
vík. Vísindaleg þekking verði hagnýtt til hins itr-
asta í framfarasókn þjóðarinnar og vísindastofn-
anir efldar í því skyni. Haldið verði áfram að bæta
aðstöðu Háskóla Islands og félagsstofnun stúdenta
komið á fót.
11. Aukinn verði stuðningur við listir og bókmenntir i
iandinu með kynningu þeirra innan lands og utan
og við að koma þeim sem viðast á framfæri. Rækt.
verði lögð við aukna listsköpun og listtúlkun, m.a.
með náms- og ferðastyrkjum og fjárhagsstuðningi
við sjálfstæð félagssamtök og stofnanir á sviði bók-
mennta, lista og vísinda.
12. Áfram verði unnið að bættri heilbrigðisþjónustu
um land allt og áætlanir gerðar til langs tíma um
heilsuverndarstöðvar, sjúkrahúsabyggingar og aðr-
ar framkvæmdir á sviði heilbrigðismála. Studd verði
starfsemi þeirra sjálfstæðu félagssamtaka, sem
vinna að heilsuvernd og i þágu öryrkja. Lögð
verði áherzla á mikilvægi heilsuverndar og hjúkr-
unarmála aldraðra.
13. Raunhæfar rannsóknir verði gerðar á því, hvernig
lækka megi byggingarkostnað, m.a. með hagnýtum
tækninýjungum, bættu skipulagi á sviði byggingar-
iðnaðarins og öflugru lánsfjárkerfi, sem stuðli að
því, að sérhver fjölskylda geti eignast eigið húg-
næði með viðráðanlegum kjörum.
14. Áfram verði haldið að bæta samgöngur um land
allt. Undirbúið verði stórfellt átak í gerð varan-
legra vega á næstu árum og framkvæmdir þessar
boðnar út og aflað til þeirra lánsfjár, ef með þarf.
Gerð góðra flugvalla verði sömuleiðis hraðað og
samgöngur á sjó tryggðar með nægilegum farkosti
og bættum hafnarmannvirkjum.
15. Haldið verði áfram virkjun fallvatna og rafvæð-
ingu alls landsins lokið á tilætluðum tíma.
16. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að lýðræði sé tryggt í öll-
um almennum og opnum félagssamtökum borgar-
anna.
17. Sjálfstæðisflokkurinn telur æskilegt, að stofnað sé
til lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn, og heitir þvi
máli fullum stuðningi.
------O------
Sjáifstæðisflokkurinn byggir á þjóðlegri og kristilegri
lífsskoðun og er flokkur allra stétta og þjóðmálastarf
hans markast af því sjónarmiði, að því aðeins vegni
heildinni vel, að einstaklingarnir fái notið afraksturs
vinnu sinnar og hæfileika og búi við sem beztan hag.
Það er skoðun Sjálfstæðisflokksins, að vandamáiin
verði yfirleitt ekki leyst með valdboðum og ríkisforsjá,
heldur með ábyrgri og góðviljaðri samvinnu frjálsra
samtaka einstaklinganna undir forustu frjálslyndrar
ríkisstjórnar.
Landsfundurinn heitir á þjóðina að fylkja sér um
frelsi og framfarastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem síð-
ustu árin hefur leitt þjóðina tii örari alhliða framfara
og meiri velmegunar en hún hefur nokkru sinni áðuv
búið við.
Sautjándi Landsfundur Sjáifstæðisfolkksins áréttar að
lokum höfuðmarkmið sitt í landsmálabaráttunni, sem
er og verður að tryggja varanlega velmegun allra þjóð-
félagsþegna. Treystir hann á stuðning landsmanna,
hvar í stétt sem þeir standa, í baráttu sinni fyrir fé-
lagsumbótum, öryggi landsins og hagsæld þjóðarinnar.
. 1 Gúmmístígvél hálf-há, nýkomin. Sama lága verðið.
Kuldaskór komnir aftur — ódýrir
Reminigton-haglabyssur einhleyptar R i f f 1 a r
1 sskápur—Elektrolux til sölu með tækifærisverði. Verzlun Sig. Fanndal