Siglfirðingur - 08.05.1967, Blaðsíða 5
Mánudaginn 8. maí 1967
SIGLFIRÐINGUR
5
EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON:
Þörf er átaks í atvinnumálum Siglufj.
Framhald af 1. síðu.
gjaldið orðið 36 millj. kr. og
hækkar í 39 millj. árin 1979
—84. Árin 1985—87 verður
skattgjaldið 54 millj. króna
og fer síðan enn hækkandi.
Fyrir þessar tekjur einar
mætti, eins og menn sjá í
hendi sér, byggja upp á
hverju ári öflug fyrirtæki á
einstökum stöðum, sem gætu
orðið traustur grundvöllur
blómlegs atvinnulífs. Þannig
er það vissulega öfugmæli,
að álbræðslan muni auka á
jafnvægisleysið í byggð
landsins.
'En auk þessara framlaga,
hefur Atvinnujöfnunarsjóður
heimild til erlendrar lántöku
að upphæð 300 rnillj. króna
og almenna og ótakmarkaða
lántökuheimild hjá Fram-
kvæmdasjóði ríkisins til
þess að stuðla að framgangi
framkvæmdaáætlana.
Hér er því sannarlega ekki
um neinn smásjóð að ræða
eins og stjórnarandstæðing-
ar hafa viljað halda fram,
og má til samanburðar geta
þess, að á 15 ára tímabili,
frá 1951—65 hefur samtals
verið varið til atvinnuaukn-
ingar og síðan til Atvinnu-
bótasjóðs aðeins 160 millj.
króna.
Arlegt ráðstöfunarfé At-
vinnujöfnunarsjóðs er nú
þegar yfir 50 millj. króna og
af eigin fé getur sjóðurinn
á 10 ára tímabili lánað fé
eða veitt styrki að upphæð
samtals 700 millj. króna.
Árlegt ráðstöfunarfé sjóðs
ins fer mjög hækkandi á
næstu árum og verður um
112 millj. króna 1975, og er
þá ekki gert ráð fyrir, að
sjóðurinn hafi hagnýtt sér
lántökuheimildir, en auðvit-
að verður það gert, ef nauð-
syn krefur, og miklu meira
fé þá til ráðstöfunar.
Tilvist þessa sjóðs gerir
það að verkum að mikillar
bjartsýni gætir um öfluga
atvinnuuppbyggingu um land
allt, og þær staðreyndir, sem
hér hafa verið raktar, sýna,
að nauðsynlegt er að hér
heirna fyrir skapist öflug og
traust forusta um atvinnu-
uppbyggingu, þannig að knú-
ið verði á, að Siglufjörður
fái réttmæta hlutdeild í f jár-
munum þeim, sem úr þess-
um sjóði verða greiddir.
MARGHÁTTUÐ
VERKEFNI
Ekki er það mitt hlutverk
að segja til um það, hvað
eigi að leggja á megin á-
herzlu í þessu efni, en hitt
er víst, að við, sem af Sjálf-
stæðisflokksins hálfu höfum
valizt til þess að vera máls-
svarar þessa kjördæmis,
munum leggja okkur alla
fram um að greiða fyrir
málum, sem sæmilegar líkur
eru til að geti orðið til var-
anlegra úrbóta í' atvinnumál-
um og traustur fjárhags-
gruimur er að lagður.
Af eðlilegum ástæðum
leggja Siglfirðingar megin
áherzlu á að verða ekki af-
skiptir við vinnslu síldaraf-
urða, þótt síldargöngur hafi
breytzt, og þess vegna er
sjálfsagt að vinna að flutn-
ingi síldar í söltun eins og
nú er gert, enda hafa þeir
sem að Norðurlandsáætlun
standa, mjög mælt með því
að slíkar tilraunir yrðu gerð-
ar.
Áreiðanlega hefur það
meginþýðingu að auka út-
gerð héðan frá Siglufirði og
vinnslu sjávarafurða, Þegar
hefur nokkuð verið að því
unnið og það tryggt, að
stærsta síldveiðiskip flotans,
Gylfi, verði gerður út héðan.
En nú þarf að vinna að því
að Siglufjörður fái með ein-
hverjum hætti hlutdeild í
endurnýjun togaraflotans,
ásamt því að kapp verði
lagt á bátaútgerð. En enda
þótt meginverkefnin verði
vafalaust á sviði sjávarút-
vegs, er ekki þar með sagt,
að ýmis konar iðnaður geti
ekki átt framtíð fyrir sér
hér.
Eðlilegt er, að Siglfirðing-
ar hafi áhuga á mjólkur-
vinnslu, er Strákavegur hef-
ur verið tekinn í notkun, og
auðvitað væri mjög æskilegt
að hér rísi upp minni eða
meðalstór fyrirtæki í fata-
iðnaði, sem tryggði nægilega
vinnu kvenna. Þá eru líka
eðhlegar óskir um það, að
hér verði reist dráttarbraut,
áður en langt um líður, því
að aðstaða er óvenju góð í
höfninni og mannafli fyrir
hendi, sem fengist gæti bæði
við járnsmíðar og trésmíðar.
Ljóst er þó að það mál nær
ekki fram að ganga, án mik-
illar og harðrar baráttu og
öflugrar samstöðu hér heima
fyrir.
Hér hefur lauslega verið
drepið á nokkrar þær hug-
myndir, sem uppi hafa verið
til eflingar sigifirzku at-
vinnulífi, og er þá ótalin
lýsisherzlan, sem raunar er
óvíst, hvort nægilega arðbær
verður tahn, og svo efling
tunnuverksmiðjunnar, en
eftir þeim athugunum, sem
ég hef getað gert, sýnist
mér einsætt, að auka ætti
framleiðslu tunnuverksmiðj-
unnar hér, en leggja niður
tunnuverksmiðjuna á Akur-
eyri, því að framleiðslu-
kostnaður þar er miklu
hærri en hér og atvinnuá-
standið á Akureyri miklu
traustara en í Siglufirði.
Enginn má þó skilja orð
mín svo, að ég sé mótfallinn
því, að Akureyri eflist; þvert
á móti tel ég það hafa mikla
þýðingu fyrir allar byggðir
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
er í SjáLfstæðishúsinu, Grundargötu 11 — Sími 7 11 54.
Forstöðumaður skrifstofunnar er Jóhann Ólafsson.
Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna og láta
henni í té allar þær upplýsingar, er að gagni mættu koma við undirbún-
ing kosninganna.
SJÁLFSTÆ3)ISFLOKKURINN
Stríðandi klíkur „Alþýðubandalagsins"
Ekki er að efa, að fjöl-
margir ihafa fylgfc „Alþýðu-
bandalaginu" í góðri trú,
treystandi orðum, sem aldrei
var ætlað samhengi við efnd
ir. Þeir atburðir, sem nú
hafa átt sér stað, opinber
klofningur samtakanna, sem
virðast vera að leysast upp
í stríðandi klíkur, hljóta þó
að opna augu manna fyrir
getuleysi þess itil forystu í
sókn þjóðarinnar til vax-
andi velmegunar. Sundrung-
in tekur af öll tvímæli um,
að „bandalagið“ skortir þá
samstöðu, bæði innbyrðis og
með öðrum samtökum þjóð-
félagsþegnanna, sem þarf til
lausnar á vandamálum hvers
tíma.
Blaðið „Frjáls þjóð“ grein
ir frá fundahöldum og at-
hugun á sérframboði „al-
Norðurlands, að Akureyri
efhst svo, að hún geti keppt
við Reykjavík, bæði á sviði
atvinnulífs, menningar- og
félagslífs, en það er önnur
saga.
Alveg er efalaust, að ým-
islegt fleira en það, sem nú
hefur verið talið, gæti komið
til greina til að efla atvinnu-
lífið hér í Siglufirði. Á sviði
iðnaðar eru stöðugar fram-
farir og nýjungar og ótelj-
andi hugmyndir eru uppi
um margháttaða framleiðslu.
Iðnþróun á íslandi mun
fleygja fram á næstu árum,
ekki sízt vegna tilkomu ál-
bræðslunnar, en fyrirhugað
er að í sambandi við hana
rísi upp hömrunar- og völs-
unarverksmiðja, sem verði
alíslenzk eign og vinni úr
hráefni því, sem álbræðslan
framleiðir. Síðan mundu á-
reiðanlega mörg smærri fyr-
irtæki rísa upp, sem fram-
leiddu hvers kyns varning
úr áli, bæði fyrir innanlands-
markað og eins til útflutn-
ings.
Þá mun að því koma, að
efnaiðnaður rísi upp hér á
landi. Grundvöllur hans er
olíuhreinsunarstöð, en að
undirbúningi hennar er nú
unnið. Frá olíuhreinsunar-
stöðinni fengist hráefni í
hinar margvíslegu gerðir
plasts og hvers kyns gervi-
efna, sem mjög ryðja sér til
rúms. Og slík fyrirtæki ætti
að reisa víða úti um land,
þótt olíuhreinsunarstöðin
sjálf yrði vafalaust að vera
í nágrenni við meginmark-
aðinn Suð-Vestanlands.
Að öllum þessum verk-
efnum, og ýmsum fleirum,
þarf að huga sem allra
fyrst. Ég held að mjög æski-
legt væri, að iðnaðarmála-
nefnd reyndi að fá í þjón-
ustu sína, jafnvel þótt um
skamman tíma væri einn eða
tvo hæfa og áhugasama
menn, sem kynnt gætu sér
rækilega tihögur, sem fram
hafa komið, og rætt við for-
ustumenn, t.d. Iðnaðarmála-
stofnunar, Atvinnujöfnunar-
sjóðs, Efnahagsstofnunar-
innar, Iðnaðarbanka og hins
nýja Iðnþróunarráðs, þótt
auðvitað hljótum við einnig,
sem af Sjálfstæðisflokksins
hálfu höfum valizt til fram-
boðs, að reyna að kynna
okkur sem gleggst þessi mál.
Menn verða að gera sér
glögga grein fyrir því, að
um allt land eru áhugamenn
sem vinna að því að styrkja
heimabyggð sína, og er auð-
vitað ekki nema gott eitt
um það að segja. En þeir
komast að sjálfsögðu lengst,
sem beztu undirbúa sín mál,
og þess vegna er svo mikils
um vert, að a)lt sé gert, sem
unnt er, itil þess að vinna að
framgangi atvinnumála hér.
Það er á þessu sviði, sem
við frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins hér í Norð-
urlandskjörd. vestra, mun-
inn. fyrst og fremst beita
kröftum okkar næsta kjör-
þýðubandalagsmanna utan
Sócialistaflokksins“, eins og
blaðið orðar það, og Æsku-
lýðsfylkingin hefur samþ.
hlutleysi gagnvart framboð-
inu í Reykjavík. Formaður
bandalagsins, Hannibal
Valdimarsson, hefur látið í
ljós ótta um, að með fram-
boði þess í Reykjavík „hafi
verið gengið frá Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík
dauðu“. Ýmsir framámenn
þess hafa sagt sig úr sam-
tökunum.
Þegar þessi sundrung er
borin saman við samstöðu
ríkisstjórnarflokkanna og
farsæla og alhliða uppbygg-
ingu, sem átt hefur sér stað
í landinu á stjórnartíma nú-
verandi ríkisstjórnar, getur
varla hjá því farið, að fólk
almennt kjósi að ganga til
málefnalegrar samstöðu um
velferðarmál þjóðfélags-
heildarinnar undir merkjum
frjálslyndrar umbótastefnu
ríkisstjórnarinnar. Það get-
ur ekki orkað tvímælis, að
ríkisstjórnin á fremur traust
þjóðarinnar skilið, en for-
ystumenn stjórnmálasam-
taka, sem svo augljóslega
ala gagnkvæmt vantraust
hvor til annars.
tímabil, ef kjósendur hér
sýna okkur það traust, sem
við sækjumst eftir. Við
munum leitast við að sam-
eina sem flest öfl, bæði hér
í Siglufirði og annars staðar
í kjördæminu, um að hrinda
í framkvæmd verkefnum,
sem gjörbreyta munu af-
komu fólksins og tryggja at-
vinnuöryggi.
Grundvöllurinn að þessu
hefur verið lagður með hin-
um öfluga Atvinnujöfnunar-
sjóði; nú þarf aðeins að hag
nýta tækifærin, og naumast
fer það milli mála, að þeim
mönnum er betur trystandi
til að vinna að framgangi
verkefnanna, sem hafa 'trú á
þeim, en hinum, sem halda
að allt sé hér á landi á fall-
anda fæti.