Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.05.1967, Side 6

Siglfirðingur - 08.05.1967, Side 6
Sigifirðingur Bæjarmálafréttir í stuttu máli ÚTGERÐ OG FISKVINNSLA 1 kjölfar bættra samgangna og fyrir tilstuðlan Framkvæmda- áætlunar Norðurlands má gera ráð fyrir fjölhæfingu siglfirzkra atvinnuvega, m. a. á sviði iðnað- ar, en ljóst er þó öUum, sem staðháttum eru kunnugir, að út- gerð og fiskvinnsla verður áfram meginkjarni atvinnuUfsins á staðnum. Góð hafnarskUyrði, aukin út- gerð og nýting sjávarafla verður því að vera höfuðmarkmið þeirr- ar atvinnuuppbyggingar, sem koma hlýtur. Hér eru tU staðar frystihús og fiskvinnsluhús, sem skortir hráefni og nýta mætti með tilkomu frekari útgerðar héðan. I»eir aðUar, sem forystu hafa á þessu sviði, útgerðarfélög og atvinnurekendur ýmsir, ættu því að hugleiða þá möguleika og þá fyrirgreiðslu, sem Fram- kvæmdaáætlun Norðurlands býð- upp á því framtaki hér heima fyrir, sem framkvæmd vildi hafa á þessu sviði atvinnuUfsins. TUNNUVERKSMIÐJA RlKISINS í Tunnuverksmiðju ríkisins, sem hóf störf í desemberbyrjun s. 1. og ljúka mun störfum um miðjan þennan mánuð, hafa starfað í vetur að staðaidri 40—45 manns og framleiðslumagn verksmiðj- unnar mim verða þetta tímabil um 60—65 þúsund tunnur. SIGLÓ-SlUD Mikið hefur verið um að vera hjá Sigló-síld í vetur og atvinna með mesta móti. Hafa þar unnið þegar flest hefur verið allt að 100 manns, fiest konur. Vei þarf að hlúa að þessu fyrirtæki, því ljóst er, að það er einn helzti atvinnugjafi bæjarins. FRYSTIHÚSIÐ Gæftir hafa verið slæmar í vet- ur, en afli dágóður þegar gefið hefur. Hráefni hefur því ekki verið til stöðugrar vinnslu í frysti húsinu í vetur, en segja má, að þar hafi verið stanzlaus vinnsla frá því fyrir páska. Þar hafa unnið milli 60—70 manns. SN J ÓRUÐNIN GUR er hafinn á Sigiufjarðarskarði, en þar er óvenju mlkill snjór og má gera ráð fyrir að ekki taki skemmri tíma en 2 vikur að vinna það verk. FLUGFÉLAGIÐ ÞYTUR Reykjavík hefur ákveðið að hefja farþega- og leigufiug til Siglufjarðar og frá Sigiufirði til annarra staða eftir þörfum og aðstæðum. Kaupfélag Slglfirðinga mun annast afgreiðslu. Dýpkun hafnarinnar Ráðgert er að hefja senn dýpkunarframkvæmdir í Siglufjarðarhöfn. Hefur tek- izt að tryggja kr. 1.000.000 lánsfé til þeirra framkv. Sumarkoma Vetur hríðar og hreggs er að baki, vetur ógæfta og erfiðs tíðarfars — en þrátt fyrir allt- vetur sæmilegrar atvinnu og 'afkomu bæjar- búa, miðað við aðstæður alb ar. Nú þegar sól hækkar á iofti og dag lengir, vorar jafnframit í hugum Siglfirð- inga, á næstu grösum eru stórbættar aðstæður í sam- göngumálum bæjarins á landi og í lofti, er skapa ný viðhorf og tækifæri, sem vonandi skipa Siglufirði á ný þann sess í þjóðarbúinu, er hann fyrrum sat með sæmd. Síldarflutningar Haförninn, hið nýja flutn- ingaskip SiR, gaf þá raun á sl. sumri, að búast má við stórauknum síldarflutning- um til bræðslu hér á sumri komanda. Vaxin er úr grasi öflug hreyfing síldarsalt- enda o.fl., um kaup á skipi til flutninga á síld til söit- unar. Verðuppbætur á síld er veiðiskip flytja af fjar- lægum miðum á Norðurlands hafnir lofa og góðu, a.m.k. hvað snertir hin stærri síld- veiðiskip. Kaup á Gylfanum, sem verður stærsta síldveiði- skip íslenzka síldveiðiflotans er einnig spor í rétta átt í þessu sambandi. Byggingaáætlun ríkisstjórnarinnar Bæjarráð og bæjarstjórn hafa samþykkt að óska að- ildar Siglufjarðar og bygg- ingaáætlun ríkisStjómarinn- ar. 23 einstaklingar, þar af 22 fjölskyldufeður, hafa ósk- að þátttöku í fyrirhuguðum raðhúsabyggingum í suður- bænum, ef þessi aðild fæst. Skipulagsteikning að þessu íbúðasvæði hefur verið send skipulagsstjóra til staðfest- ingar, en ráðgert er að framlengja Hafnartún til suðurs og byggja skágötu (Norðurtún) milli Hafnar- túns og Laugarvegar. Áætl- að er að raðhúsin verði stað- sett vestan Hafnartúns og norðan Norðurtúns, en ein- býlishúsalóðir verði sunnan Norðurtúns. 4 einstakhngum hefur verið veitt byggingarheimild fyrir jafn mörgum einbýlis- húsum við Hólaveg og hefst bygging þeirra væntanlega nú í vor. „Gólfið“ í sundhöllina iGólfið yfir sundlaugar- þróna er nú komið á staðinn. Ætlunin er að nota á þenn- an hátt sundhöllina sem íþróttahús, þann tíma árs, sem hún er ekki notuð sem sundlaug. Verður þá á hag- kvæman hátt leyst úr brýnni þörf á íþróttahúsi hér. Gólf þetta kostar um 1.4 milljón krónur.. iÞví miður urðu ein- hverjar skemmdir á gólfinu í flutningi, sem betur fer þó ekki alvarlegar, sem vænt- anlega fást bættar af við- komandi tryggingarfélagi. Áætluð framlög til æskulýðs- og menningarmála Samkvæmt fárhagsáætlun bæjarsjóðs er áætlað til þessara mála sem hér segir: Rekstur Gagnfræðaskóla kr. 655.000, rekstur iBarnaskóla kr. 985.000, framlag til í- þróttafélaga á staðnum kr. 200.000, rekstur sundlaugar kr. 535.000, framlag til Æskulýðsheimihsins 150.000, framlag til Barnadagheimilis 175.000, framlag til tónhst- arskóla 100.000, til Iðnskóla • . 45.000, rekstur bókasafns 547.000, o.fl. mætti ttil tína. Gæzluvöllur verður rekinn í sumar á Barnaskólabalan- um og leikvöllur (án gæzlu) sunnan Sundhallar. Sjúkrahúsið nýja Hið nýja og glæsilega sjúkrahús bæjarins, sem kostaði yfir 20 millj. kr., hefur nú starfað í nokkra mánuði. iRekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungsins bend- ir til þess, iað rekstrargrund völlur þess verði nokkru btítri en gamla hússins, en óvarlegt er þó að reikna með öðru en verulegum rekstrarhalla þess. Siamkv. fjárhagsáætlun þessa árs er ,hann áætlaður kr. 800 þús. V atnsveituf r am- kvæmdir Ráðgert er að vinna nú í sumar að verulegum endur- bótum og nýlögnum á vegum Vatnsveitu iSiglufjarðar. Hef ur verið sótt um lánsfé í þessu skyni til Lánasjóðs sveitarfélaga og standa von- ir til, að þar fáist einhver úrlausn í þessu efni. Göturnar Götur bæjarins hafa um langt árabil verið hryggðar- efni. Eftir liðinn snjóavetur verða þær af eðlilegum á- stæðum verri en oftast áður. Yfir stendur nú við- gerð á grjótkvörn bæjar- ins, hinni umtöluðu Búkollu, sem nýtur sérstakra vin- sælda í dálkum Mjölnis, og standa vonir til að hún hef ji mölun á næsitunni. Vonandi gerir hún bæjarbúum það til geðs, og einkavini sínum, Mjölni til angurs, að skila frá sér ofaníburði í götur bæjarins er nægi til ein- hverra bóta. V erkef naröðun Unnið er nú að verkefna- röðim — nokkurs konar framkvæmdaáætlun bæjar- jns í sumar — til að auð- velda bæjarráði og bæjar- stjórn að taka ákvarðanir um hver verk skuli sitja í fyr irrúmi og ,hver bíða betri tíma, en slíkt er nauðsynlegt bæði vegna takmarkaðs framkvæmdatíma og fjár- magns. Afmælisnefnd Eins og kunnugt er á Siglufjörður 50 ára kaup- staðarafmæk og 150 ára verzlunarafmæli á næsta ári — 1968. Af þessu tilefni hefur bæjarstjórn kjörið sérstaka afmæhsnefnd, sem nú þegar hefur hafið störf. Vonandi er að bæjarbúar allir sameinist um að halda hátt á lofti merki Sigluf jarð- ar af þessu tilefni, af reisn og virðuleik, en án bruðls pg óþarfa. — Allar hug- myndir og ábendingar frá bæjarbúum, varðandi kaup- staðarafmælið, eru áreiðan- lega vel þegnar af hátíðar- nefndinni. Frá KvenféL Von Aðalfundur Kvenfélagsins VON var haldinn miðvikudaginn 8. marz sl. 1 stjórn voru kjörnar: Formaður Guðný Fanndal, rit- ari Margrét Ólafsdóttir, gjaldkeri Kristín Rögnvaldsdóttir. 1 vara- stjórn: Þorfinna Sigfúsdóttir, Hildur Eiríksdóttir og Anna Snorradóttir. — Endurskoðendur: Dagmar Fanndal og Hrefna Her- mannsdóttir. Kvenfélagið rak barnadagheim- ilið Leikskála frá 20. júní til 31. ágúst, og dvöldu þar alls 87 börn. 9. júní sl. gaf félagið minning- argjöf um frú Sigurbjörgu Hólm, kr. 125.000.00, sem átti að ganga til eins herbergis í ellideild nýja sjúkrahússins, sama dag lagði fé- lagið fram kr. 50.000.00 úr elli- heimilissjóði til nýbyggingarinnar og er nú framlag kvenfélagsins til ellideildar sjúkrahússins orðið samtals kr. 510.000.00. Félagið gaf einnig gardínur fyrir ellideildina og gólfteppi á dagstofu. Skemmtun fyrir eldra fólk hélt félagið að vanda, í janúar, og var hún fjölsótt. Þakkar félagið marg víslega hjálp, stuðning og gjafir fólks í sambandi við skemmtun- ina. Félagið þakkar einnig öllum velunnurum sínum gjafir, áheit og allan annan stuðning við starf semi þess á árinu. Minningarspjöld elliheimilissjóðs Kvenfélagsins eru seld í Bóka- verzlun Hannesar Jónassonar, hjá Magðalenu Hallsdóttur, Margréti Ólafsdóttur og Guðnýju Fanndal. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norður landskjördæmi vestra 1. Séra Gunnar Gíslason, alþ.maður 2. Pálmi Jónsson, bóndi, Akri 3. Eyjólfur Konráð JónsSon, Iritstjóri 4. Öskar Levý, bóndi, Ösum 5. Þorfinnur Bjarnason, sveitarstjóri 6. Björn Daníelsson, skólastjóri 7. Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Auðunnarstöðum 8. Andrés Hafliðason, framkv.stjóri 9. Valgarð Björnsson, læknir 10. Bjarni Halldórsson, bóndi, Uppsölum

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.